Morgunblaðið - 31.12.2011, Page 22

Morgunblaðið - 31.12.2011, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunar S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s STUTTAR FRÉTTIR ● Landsvirkjun skrifaði í gær undir sambankalán í íslenskum krónum til þriggja ára að fjárhæð 10,5 milljarðar króna. Sambankalánið er viðbót við annað sambankalán sem tilkynnt var um 27. desember og hefur Lands- virkjun þannig samtals tryggt sér fjár- mögnun að jafnvirði um 35 milljarða króna til allt að 5 ára. Landsvirkjun fær lán ● Fjármálaráð- herra hefur skipað Halldór Ó. Sigurðs- son til að gegna embætti forstjóra Ríkiskaupa til fimm ára frá 1. jan- úar 2012. Hann hefur gegnt stöðu deild- arstjóra inn- kaupadeildar hjá Landspítala háskóla- sjúkrahúsi frá 2009. Forstjóri Ríkiskaupa til næstu fimm ára Halldór Ó. Sigurðsson ● Ívar Guðjónsson, Baldvin Valtýsson og Smári Rúnar Þorvaldsson stofn- uðu nýlega félagið Akrar Consult slf. til að ástunda ráð- gjafastörf. Að sögn Ívars er félagið stofnað vegna fyr- irhugaðra verk- efna. Um rekstrarform utan um smá verkefni sé að ræða. Akrar Consult Ívar Guðjónsson                                         !"# $% " &'( )* '$* +,,-., +//-01 ++0-/2 ,+-345 ,4-3.3 +1-130 +34-3 +-5/41 +/1-/3 +5/-. +,,-1+ +/0-.3 +,4-,+ ,+-321 ,4-.43 +1-10+ +34-22 +-5/53 +//-30 +5/-/. ,+1-,/+5 +,3 +/0-/0 +,4-52 ,+-.,0 ,4-.23 +1-/.3 +3+-4, +-5/00 +//-05 +50-,/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar tók þá ákvörðun í gær í samráði við stærstu eigendur hans, sem eru ríkið, Fjarðabyggð og Samvinnu- félag útgerðarmanna (SÚN), að hafna öllum tilboðum sem bárust í allt stofnfé sjóðsins sem auglýst hafði verið til sölu í opnu söluferli. Forsaga málsins er sú að á stofn- fjáreigendafundi sjóðsins, sem haldinn var 18. ágúst á þessu ári, var samþykkt að auglýsa stofnfé sjóðsins til sölu. Stjórn sparisjóðs- ins réð ráðgjafafyrirtækið H.F. Verðbréf til að hafa umsjón með og veita stjórninni ráðgjöf í söluferl- inu. Söluferlið hófst með auglýsingu í blöðum í byrjun september og skil- uðu bjóðendur inn tilboðum í byrj- un nóvember. Síðan þá hafa farið fram viðræður við bjóðendur en meðal þeirra voru bæði Íslands- banki og Landsbankinn. Meðal ann- ars á síðum Morgunblaðsins hafði því verið spáð að tilboð í sjóðinn yrðu lægri en bókfært eigið fé þeirra og það virðist hafa verið raunin fyrst öllum tilboðum var hafnað. Vegna smæðar sjóðsins og skuldastöðu hans töldu þeir aðilar sem Morgunblaðið talaði við að sjóðurinn þyrfti helst að vera tek- inn yfir af stærri aðila. Þessu mót- mælir Jónas Einar Marteinsson, formaður stjórnar Sparisjóðs Norð- fjarðar, í samtali við Morgunblaðið. „Það er ekkert nauðsynlegt,“ segir Jón Einar. „Við erum með trausta eiginfjárstöðu, eigið fé er langt yfir lögbundnum mörkum og með hag- ræðingu mun staða sjóðsins styrkj- ast enn frekar.“ Fimm starfsmönn- um sjóðsins verður sagt upp og útibúi hans á Reyðarfirði verður lokað. borkur@mbl.is  Útibúi á Reyðarfirði verður lokað Tilboðum í Sparisjóð Norðfjarðar hafnað Endurskipulagning sjóðsins » Bankasýsla ríkisins fer með 49,5% af stofnfé Sparisjóðs Norðfjarðar fyrir hönd ríkis- sjóðs. » Seðlabankinn afskrifaði 270 milljóna króna kröfu á Spari- sjóð Norðfjarðar í fyrra ásamt því að breyta 150 milljóna króna kröfu í stofnfé í sjóðnum og öðrum 140 milljónum í víkj- andi lán. FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Fjárfestar á hlutabréfamörkuðum hafa ekki haft mörg tilefni til að fagna á árinu sem nú er að líða. Viðvarandi skjálftavirkni á evrusvæðinu sökum hinnar djúpstæðu skuldakreppu sem herjar á myntbandalagið réð miklu um gang mála á evrópskum hlutafjár- mörkuðum á árinu. Gengi Eurofirst 300 vísitölunnar lækkaði um ríflega 11% á árinu á meðan gengi S&P 500 vísitölunnar í Bandaríkjunum stóð nánast í stað. Heimsvísitala hluta- bréfa (MSCI) féll í verði á árinu um 8,5%. Í upphafi árs mátti sjá þess merki að margir fjárfestar tóku til þess ráðs að flýja með fé sitt frá vestrænum hlutabréfamörkuðum í því augnamiði að ná fram meiri áhættudreifingu í eignasafninu – og ekki síður til að komast í öruggt skjól vegna hættunn- ar á hugsanlegu gjaldþroti aðþrengd- ustu ríkjanna á evrusvæðinu. Þeir fjárfestar sem sóttust eftir öruggri höfn í ríkisskuldabréfum Bandaríkjanna og Þýskalands ávöxt- uðu fjármuni sína ágætlega á árinu – en hins vegar var allt annað upp á ten- ingnum í kauphöllum margra ný- markaðsríkja. Gengi Shanghai hluta- bréfavísitölunnar féll um ríflega 20% á árinu. Það voru hins vegar ekki aðeins áhyggjur fjárfesta af þróun mála á evrusvæðinu sem orsökuðu áhættu- flótta fjárfesta úr hlutabréfum. Nátt- úruhamfarir og kjarnorkuslys í Jap- an, ásamt vaxandi pólitískri spennu í Mið-Austurlöndum, höfðu einnig sitt að segja. Ekki kemur á óvart að gengi hluta- bréfa í evrópskum fjármálastofnun- um lækkaði mest borið saman við aðra fyrirtækjageira í álfunni. Hluta- bréfagengi evrópskra banka féll um þriðjung á árinu vegna vaxandi ótta fjárfesta um að slæm staða í ríkisfjár- málum verst stöddu evruríkjanna myndi að lokum leiða til greiðslu- þrots. Hlutabréf í heilsu- og matvæla- fyrirtækjum voru hins vegar eftirsótt á meðal fjárfesta sem sækjast eftir fyrirtækjum sem hafa tekjustreymi sem er minna háð sveiflum í hagvexti. Kauptækifæri í hlutabréfum? Sumir fjárfestar binda aftur á móti miklar vonir við að gengi hlutabréfa – einkum vestanhafs – muni hækka skarpt á nýju ári. Þeir benda á í því samhengi að hlutabréf séu mjög lágt verðlögð um þessar mundir í sögu- legu samhengi og vísa meðal annars til þess að V/H hlutfall fyrirtækja í S&P 500 vísitölunni – vinsæll mæli- kvarði sem sýnir hlutfall markaðs- verðs félags af hagnaði þess – sé að- eins 13 og hafi ekki verið lægra í tvo áratugi, að undanskildum fyrstu mán- uðunum eftir fall bandaríska fjárfest- ingabankans Lehman Brothers. John Authers, fjárfestingaritstjóri Financial Times, bendir hins vegar á að með þessu sé horft framhjá því að bandarísk fyrirtæki hafi skilað met- hagnaði síðustu misseri – og hefur hagnaður þeirra náð sömu hæðum og fyrir hrunið á fjármálamörkuðum á haustmánuðum 2008. Hagnaður fyr- irtækja sem hlutfall af landsfram- leiðslu Bandaríkjanna hefur til að mynda aldrei verið hærra. Rétt eins og Authers færir rök fyr- ir þá hefur V/H hlutfallið í gegnum söguna iðulega lækkað samhliða því að hagnaður fyrirtækja virðist kerf- islægt hár – eins og um þessar mund- ir. Af þeim sökum er því ekki víst að bandarísk hlutabréf séu eins og ódýr og halda mætti við fyrstu sýn – ekki síst þegar horft er til reynslunnar í kjölfar olíukreppunnar á Vesturlönd- um 1973 þegar V/H hlutfall banda- rískra fyrirtækja var lægra en 13 stærstan hluta áttunda áratugarins. Lítil eftirsjá að árinu á hlutabréfamörkuðum  Fyrir utan Bandaríkin féll gengi helstu hlutabréfavísitalna heims á árinu Þróun helstu hlutabréfavísitalna 2011 Heimild: Bloomberg 1.400 1.350 1.300 1.250 1.200 1.150 1.100 1.050 31. des. 2010 29. des. 2011 31. des. 2010 30. des. 2011 31. des. 2010 29. des. 2011 31. des. 2010 30. des. 2011 31. des. 2010 30. des. 2011 31. des. 2010 30. des. 2011 1.200 1.150 1.100 1.050 1.000 950 900 850 1.400 1.350 1.300 1.250 1.200 1.150 1.100 1.050 3.100 3.000 2.900 2.800 2.700 2.600 2.500 2.400 2.300 2.200 2.100 11.000 10.500 10.000 9.500 9.000 8.500 8.000 1.020 1.000 980 960 940 920 900 880 860 Hlutabréfavísitala heims (MSCI) Eurofirst 300 S&P 500 Shanghai Composite Nikkei 225 Íslenska úrvalsvísitalan -8,5% -11,7% +0,4% -20,3% -17,8% -2,5% Slæmt ár fyrir hlutabréf » Hlutabréfavísitölur lækkuðu mikið í Asíu og Evrópu á árinu sem er að líða - en S&P 500 vísitalan í Bandaríkjunum stóð hins vegar nánast í stað. » Hlutabréfagengi evrópskra banka lækkaði um þriðjung. » Skuldakreppan á evrusvæð- inu, náttúruhamfarir í Japan og pólitísk spenna í Mið- Austurlöndum réð miklu um þróunina á mörkuðum. » Ekki er víst að mikil kaup- tækifæri séu fyrir hendi í bandarískum hlutabréfum þrátt fyrir lágt V/H hlutfall.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.