Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.12.2011, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Skömmu eftir hrunið var sett á laggirnar embætti sérstaks sak- sóknara sem átti að rannsaka möguleg brot þeirra í aðdraganda hrunsins. Slíkar pólitísk- ar ákvarðanir hafa önn- ur ríki ekki tekið. Út- lendur ráðgjafi sérstaks saksóknara sagði í við- tali í Silfri Egils í mars 2009 að hiklaust ætti að reka þessi mál jafnt í fjölmiðlum sem fyrir dóm- stólum. Margt bendir til að farið hafi verið eftir ráðleggingum ráðgjafans og réttindi sakborninga eru þar engin fyrirstaða. Sérstakur saksóknari og rannsakendur leka þannig efni í fjöl- miðla sem birta það gagnrýnislaust, helst með áliti manna sem eru reiðu- búnir að fella dóma þótt engin sök hafi verið sönnuð. Ég hef ásamt nokkrum kollegum gagnrýnt þetta og bent á að umfjöllunin hefði þann eina tilgang að skapa óeðlilegan þrýsting frá almenn- ingi á dómstóla. Annað sem er gert í sama tilgangi en með lævísari hætti, er að viðhalda umræðu um þá hugmynd ráðgjafa sér- staks saksóknara sem hún kynnti í sama viðtali að dómarar hér á landi séu almennt óhæfir eða hafa ekki getu til að dæma í efnahags- brotamálum. Ráðgjafinn bætti um betur og sagði að dómarar skilji ekki þessi brot, séu jafnvel latir og geti ekki reiknað prósent- ur. Þessari umræðu er sýnilega ætlað að vara dómara við hvernig verði fjallað um störf þeirra ef þeir sýkna í þessum mál- um. Þeir verði þá sak- aðar um skilningsleysi, leti og van- kunnáttu og mögulega eitthvað verra. Viðbrögðin við sýknudómi héraðsdóms í svonefndu Exeter-máli sýna þetta einnig vel. Þetta er því lævís leið til að halda uppi óeðlilegum þrýstingi á dómstóla. Þar fyrir utan stenst hugmyndin um vanhæfni og getuleysi dómstóla enga skoðun. Auðvitað á reyndur dómari alla sömu möguleika á að skilja þessi mál og fyrrverandi sýslumaðurinn á Akranesi. Það er auðvitað ekkert í fyrri störfum sérstaks saksóknara eða annarra saksóknara við embættið sem gerir þá hæfari en þrautreynda dóm- ara í sakmálum til meðferðar þessara mála. Mál sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara eru sakamál sem lúta engum sérlögmálum. Það þarf að sanna verknað sem hægt er að heimfæra til refsilagaákvæðis. Dóm- arar geta dæmt í slíkum málum án þess að hafa unnið í banka eða lært viðskiptafræði, alveg eins og þeir sem ekki hafa ökuréttindi geti dæmt um brot á umferðarlögum. Öll þessi umræða um sök sakborn- inga og vangetu dómara hefur þann eina tilgang að skapa óeðlilegan þrýst- ing á dómstóla. Útlendi ráðgjafinn má eiga það að hann talaði tæpitungulaust um skoðanir sínar. Hins vegar má draga í efa að viðhorf ráðgjafans um málarekstur saksóknara og rannsak- enda í fjölmiðlum samræmist reglum réttarríkisins um réttláta málsmeðferð og sjálfstæða og óháða dómstóla. Slík framganga ber þvert á móti öll merki pólitískrar refskákar sem er tefld á kostnað réttinda sakaðra manna. Eftir Brynjar Níelsson » Öll þessi umræða um sök sakborninga og vangetu dómara hefur þann eina tilgang að skapa óeðlilegan þrýsting á dóm- stóla. Brynjar Níelsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Lævís leikur Opnunarár Hörpu er nú á enda og á þessum tæpu átta mánuðum frá því hús- ið var opnað almenningi hafa yfir 700 þúsund manns heimsótt það. Það er langt umfram það sem áætlað var og það mun einsdæmi að meir en tvö- faldur íbúafjöldi lands hafi komið í slíka byggingu á fyrsta ári þess. Stór hluti af þessum gest- um kemur á tónleika eða aðra list- viðburði, aðrir á ráðstefnur og fundi, enn aðrir heimsækja veitingastaði og versl- anir eða koma bara til að ganga um og skoða húsið. Erlendir ferðamenn eru stór hluti þessara gesta og þeim fjölgar stöð- ugt. Nú í svartasta skammdeginu koma menn jafnvel langt að til að skoða ein- stakt listaverk Ólafs Elíassonar í gler- hjúpnum, sem lýsir upp miðborgina. Á síðasta ári kom í ljós að ekki yrði allt húsið tilbúið í einu, þar sem galli í steypu í glerhjúpi tafði verulega að unnt yrði að reisa meginglerveggi hússins og því óljóst um hvenær hægt yrði að opna. Þar með var stjórn hússins mikill vandi á höndum. Ljóst var að Sinfóníuhljómsveitin yrði á götunni á vormánuðum og ekki góður kostur að hafa húsið autt allt sumarið þar sem ekki yrði allt tilbúið fyrr en síðla sumars. Fjárhagsaðstæður kröfðust þess að húsið yrði tekið í notkun eins fljótt og unnt var, auk þess sem ljóst var að miklar bókanir á haustmánuðum kröfðust þess að búið væri að „prufukeyra“ salina áður en starfsemin hæfist af fullum þunga. Því var ákveðið að opna í maí og treysta á skilnings fólks á því að ýmislegt væri ekki fullbúið. Sú leið sem valin var tókst að flestu leyti mjög vel. Þannig var hægt að gefa mismunandi tónlist og hópum þátt í opn- un hússins og láta reyna á salina einn af öðrum og í mismunandi uppsetningu. Meginþunginn var lagður á Eldborg í upphafi, enda sá salur flóknastur og mik- ilvægastur. Allt sem lagt er upp með í teikningum og tölvulíkönum þarf að reyna í raunveruleikanum, enginn getur sagt fyrir nákvæmlega hvernig hljóm- burður er þegar salur er fullur af fólki. Sá tími sem tekinn var í að „prufukeyra“ Eldborgarsalinn hefur skilað sér vel. Sal- urinn hefur reynst einn allra besti salur veraldar, ekki aðeins fyrir sígilda tónlist, heldur hafa fjölmargir glæsilegir tón- leikar í öllum tónlistargreinum verið haldnir fyrir troðfullum sal æ ofan í æ. Erlendir sérfræðingar og blaðamenn sem hafa fjallað um húsið og Eldborg eiga vart orð til að lýsa því hversu vel hafi til tekist. Fyrir þetta ber að þakka, ekki aðeins erlendum sérfræðingum og hönnuðum, heldur einnig íslenskum hönnuðum og tæknimönnum, sem hafa staðið vaktina með slíkum ágætum að eftir er tekið. Auðvitað hefur þurft að laga margt á þessu ári. Það er algerlega einstakt að svo umfangsmikil og flókin starfsemi sé sett af stað af fullum þunga í húsi sem enn er verið að byggja og prófa. Erlendis er algengt að menn gefa sér 3-6 mánuði til að æfa sig í húsinu, hér var einfaldlega opnað inn um leið og hvert rými fyrir sig var tilbúið og látið reyna á það með gest- um og gangandi. Starfsmenn Hörpu hafa sýnt ótrúlega hugkvæmni og úthald við að ná tökum á tæknibúnaði og flókinni starfsemi og þeim ber fyrst og fremst að þakka fyrir hversu vel hefur tekist þetta fyrsta ár. Harpa er á sinn hátt fjölbýlis- hús. Þar eiga Sinfónían, Óperan og ótelj- andi tónlistarstefnur og hópar aðsetur sitt. Þetta sambýli hefur tekist miklu bet- ur en menn þorðu að vona, húsið hefur lagað sig vel að ólíkri starfsemi og allir hafa sýnt samstarfsvilja og útsjónarsemi . Ráðstefnuþátturinn er sívaxandi í hús- inu og verður gríðarlega mikilvægur fyrir íslenskt samfélag. Strax í ágúst var hald- in stór alþjóðlega læknaráðstefna í hús- inu og síðan hafa fjöldamargar ráðstefnur og fundir verið haldnir í Hörpu. Fram- undan eru þéttar bókanir á ráðstefnum og árið 2012 hefst með stórri alþjóðlegri vísindaráðstefnu svo eitthvað sé nefnt. En mikilvægi Hörpu fyrir ferðaþjón- ustuna kemur fram á fleiri sviðum en ráð- stefnum og fundum. Nokkur þúsund miða á ýmsa tónlistarviðburði seldust erlendis á árinu. Reykjavík er þannig komin inn í mikilvæga grein ferðamennsku, tónlistar- ferðamennsku, sem hvarvetna spýtir miklum tekjum inn í samfélagið, oftast ut- an hefðbundins ferðamannatíma. Flest bendir þannig til að Harpa gjörbreyti ekki aðeins aðstöðu til að flytja eða njóta tónlistar heldur muni framlag hennar til hagkerfisins verða meira og koma fyrr en flesta grunaði. Það er ekki sjálfgefið að þjóð sem telur 320 þúsund manns eigi hús eins og Hörpu. Ekki síst á þeim tímum sem við nú lifum. Harpa þarf að hýsa margskonar starfsemi, miklu fjölbreyttari en almennt er þegar um slík hús er að ræða. Þannig verður húsið líka eign þjóðarinnar, ekki afmarkaðs hóps hennar og við finnum ekki annað en að hún sé þegar orðin hluti af þjóðarsálinni. Framundan eru spennandi tímar og Harpa býður alla velkomna á nýju ári. Harpa er strax orðin hluti af þjóðarsálinni Eftir Pétur J. Eiríks- son og Þórunni Sig- urðardóttur »Harpa gjörbreytir ekki aðeins aðstöðu til að flytja eða njóta tónlistar heldur verður framlag hennar til hagkerfisins meira en flesta grunaði. Þórunn Sigurðardóttir Höfundar eru formenn Portusar og Ago, eignarhaldsfélags og rekstrarfélags Hörpu. Pétur J. Eiríksson Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna grein- um, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði. Innsendikerfið Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morg- unblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein“, valinn úr felliglugganum. Elli frændi minn. Ró, hlýja, yf- irvegun, lágstemmd glettni. Þetta eru orðin sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um hann Ella frænda. Hann hafði nærveru sem maður vildi gjarnan geta hermt eftir, en það er auðvitað ekki hægt. En hugsanlega getur maður lært af honum, reynt að læra og verða betri manneskja. Ég hef notið þeirra forréttinda að þekkja hann Ella móðurbróð- ur minn jafnlengi og ég hef lifað. Móðurfjölskylda mín er þétt og iðin við að rækta böndin og við systkinabörnin höfum notið góðs af því og fengið tækifæri til að rækta jafningjasambönd við eldri sem yngri. Elli var einn af þessum ynd- islegu móðurbræðrum. Ég hef átt með honum vináttustundir, lærdómsstundir og margar gleði- stundir. Elli var flinkur kokkur og ég man ótrúlega vel þegar hann einhverju sinni eldaði lær- issneiðar í raspi með fullt af smjöri og tilheyrandi meðlæti. Ég hafði verið að passa yndisleg- an frumburð hans og Völu og þrátt fyrir að vera vonlaus barnapía sem skildi lítið í litlum verum var mér boðið í dýrindis- máltíð eftir pössunarpíustörfin. Þó að ég eigi móður sem er eð- alkokkur þá hafði ég ekki kynnst áður svona frjálslegri notkun smjörs og ég verð að játa að núna, rúmum þrjátíu árum síðar, er þetta enn einn af mínum eft- irlætisréttum. Ég átti oft eftir að borða gómsætan mat hjá Ella frænda og það var sérlega gaman Erlingur Ingvason ✝ ErlingurIngvason fædd- ist á Helluvaði á Rangárvöllum 28. janúar 1952. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. des- ember 2011. Útför Erlings fór fram frá Háteigs- kirkju 21. desem- ber 2011. að ræða við hann um matargerð þeg- ar ég hafði orðið vit til þess. Við hjónin eigum Ella margt að þakka en í endalausu byggingastússi okk- ar hefur hann verið boðinn og búinn að veita ráðgjöf og sér- fræðiþekkingu en hann hefur teiknað fyrir okkur stiga, eldhús, glugga og heilu húsin. Síðasta verkið sem hann hjálpaði okkur við var að fullteikna agnarsmátt hús í sveitina okkar. Húsið er yndis- legt í alla staði og við skemmtum okkur oft við að rifja upp að Elli hafði á orði að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af hitakerfi, við gætum kveikt á einu kerti og kof- inn yrði funheitur á svipstundu! Við vonuðumst til þess að Elli og Birna myndu geta kíkt til okkar í litla dúkkuhúsið okkar en af því varð því miður ekki. Ég hef samt trú á því að minn kæri frændi muni líta inn einn daginn hjá mér, ég mun láta loga á kerti fyr- ir hann. Ég er þakklát fyrir samfylgd- ina með frænda mínum sem ég hef litið upp til og reynt að læra af. Mínum elsku frændsystkinum, Svenna, Soffíu og Hildi, sem og Birnu og fjölskyldunni allri send- um við Pétur okkar dýpstu kær- leiks- og samúðarkveðjur. Þórhildur Þórhallsdóttir. Ég á svo margar góðar minn- ingar um ömmu á Brekó. Þegar við Ásbjörn frændi vorum litlir vorum við fjölskyldan vön að fara til ömmu á Brekó á að- fangadagskvöld. Þar lékum við frændurnir okkur með dótið sem við fengum í jólagjöf og man ég alltaf hvað við fengum flottar gjafir frá þér. Amma tók alltaf svo vel á móti mér þegar ég kom í heimsókn til hennar, bauð upp á súkkulaðikökuna sína og ís eða klaka eins og amma kallaði það. Amma var alltaf til í að spila við mig þegar ég bað hana um það, hún hafði alltaf tíma fyrir mig. Ég var svo glaður þegar ég sagði þér frá Jóhönnu Svövu sem ég elska svo mikið. Ég man að ég sýndi þér mynd af henni og þú sagðir að hún væri mjög myndarleg ung stúlka, það gladdi mig mikið að heyra það. Ég sé eftir því að hafa ekki kom- ið með Jóhönnu Svövu með mér að heimsækja þig, það hefði ver- Guðrún Helga Gísladóttir ✝ Helga Gísla-dóttir fæddist í Lambhaga á Rang- árvöllum 28. des- ember 1915. Hún lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 24. júní 2011. Útför Helgu fór fram í kyrrþey frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 8. júlí 2011. ið gaman og ég veit að Jóhanna Svava hefði haft gaman að því að hitta jafn góða og yndislega konu eins og þig. Það er miklu meira en 1.000 orð sem lýsa því hvað þú varst góð kona, allt- af svo góð við mig þegar ég kom í heimsókn til þín. Nú ertu, elsku amma mín, komin á betri stað, þar sem ég veit að þér líður vel og ert glöð að hitta afa aftur. Ég veit að þú horfir niður til mín á hverjum degi og ætla ég að gera þig stolta af mér. Þau afrek sem ég mun afreka í lífinu mun ég til- einka þér að miklu leyti, þú varst alltaf svo góð við mig og því mun ég aldrei gleyma. Sökn- uðurinn er svo mikill núna að mig langaði að skrifa þetta. Jó- hanna Svava hefur líka látið mér líða vel og hún fær mig alltaf til að brosa í gegnum tárin þegar ég finn til söknuðar. Ég elska þig, amma mín, og mikið á ég eftir að sakna þess að koma ekki lengur á Brekó, þar sem alltaf var tekið á móti manni eins og maður væri prins, prinsinn þinn. Ég mun aldrei koma öllum þeim orðum sem lýsa þér á þetta blað, það er svo margt sem ég get skrifað. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjartanu mínu. Björn Sigursteinsson. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.