Morgunblaðið - 31.12.2011, Page 38

Morgunblaðið - 31.12.2011, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2011 Umræðan á árinu 5. september | Gísli Sigurðsson Virkjun útrýmir göngufiskum í Þjórsá Óskhyggja Landsvirkj- unar um að við Urriðafoss séu kjöraðstæður til að láta seiðafleytur bjarga seiðunum á ekki við nein rök eða rannsóknir að styðjast. 6. september | Ari Trausti Guðmundsson 400 PPM Magn koltvísýrings eykst hratt og mælist nú í fyrsta sinn um 400 milljónustu hlutar yfir Íslandi. Hlýnunin hefur ekki stöðvast. 7. september | Eiður Guðnason Óþurftarverk í Skálholti Það er óskiljanlegt að yfirvöld í Skálholti skuli hafa leyft mönnum að böðlast áfram með þessa óþurftarframkvæmd á helgum stað. 8. september | Gísli Páll Pálsson og Pétur Magnússon Velferðarráðuneyti steinsteypunnar … og kannski er vel- ferð stein- steypunnar mikilvægari en velferð þeirra landsmanna sem þurfa á þjónustu velferðar- og heilbrigðisstofn- ana að halda? 9. september | Sturla Friðriksson Ekki selja Kínverja Grímsstaði Alþingi á að taka ákvörðun um að selja ekki Kínverja Grímsstaði. 10. september | Ingibjörg H. Baldursdóttir Það gerir þetta enginn að gamni sínu Með hugleiðingum mín- um langar mig að vekja at- hygli á Alþjóðadegi sjálfs- vígsforvarna í dag ... 10. september | Una María Óskarsdóttir Bakslag hjá Jafnréttisráði Ákvörðunin er mér mikil vonbrigði og er bakslag í baráttunni fyrir auknu jafnrétti í landinu. 12. september | Birgir Tjörvi Pétursson Réttarbrot við með ferð gjaldeyrismála Þar sem engar gildar refsiheimildir eru til staðar er enginn tilgangur með þessum rannsókn- arathöfnum. 14. september | Ólafur Hauksson Takk, Arion banki Ég og allir hinir launa- greiðendurnir erum fullir þakklætis yfir að fá að taka þátt í hagsæld Arion banka. 15. september | Hjörleifur Sveinbjörnsson Huang á Grímsstöðum Umræðan um þessi jarðakaup ber íslenskri umræðuhefð ófagurt vitni. Ófáir stungu sér á auga- bragði í skotgrafir og hafa síðan kallast á með stóryrðum. 16. september | Jón Helgi Björnsson Álver á Bakka slegið af Enginn friður verður um virkjun orkunnar í Þingeyj- arsýslu nema hún nýtist til þess að byggja upp störf og umsvif í Þingeyj- arsýslum. 17. september | Ragnheiður Elín Árnadóttir Afar síðbúið frumkvæði – eft- irásöguskýring Jóns Baldvins Staðreynd málsins er sú að Sjálfstæð- isflokkurinn átti frá upphafi frumkvæði að viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. 17. september | Jón Bjarnason Um skilyrði ESB og valdmörk ráðherra Hafi ríkisstjórnin lagt fyrir ESB áætlun hefur hún sjálfstætt laga- bindandi gildi og getur þá beinlínis skert sjálf- ræði þess þings sem ókjörið er. 17. september | Karl Sigurbjörnsson Um Þorláksbúð í Skálholti Skálholt skipar dýr- mætan sess í vitund þjóðarinnar. Mikilvægt er að sátt og friður ríki um uppbyggingu stað- arins og það starf sem þar fer fram. 17. september | Helgi Laxdal Ein lög, einn siður Af hverju var LÍÚ á móti skýru ákvæði um eignarrétt þjóðarinnar á sjávarauðlindinni í stjórnarskrána? 19. september | Stefán Svavarsson Uppgjör bankanna Við viljum framfarir, ekki aðeins í rekstri og viðskiptaháttum bank- anna, heldur líka í gerð reikningsskila þeirra. 19. september | Árni Johnsen Ósannindi Eiðs Guðnasonar um Þorláksbúð í Skálholti Stjórn Skálholts, Fornminjavernd rík- isins, Kirkjuráð og byggingarnefnd Blá- skógabyggðar, allir réttbærir aðilar samþykkja verk- efnið. 21. september | Snorri Magnússon Súpugerð Lögreglumenn eru fyrir löngu orðnir hund- leiðir á innantómum lofsyrðum stjórnvalda um ágæti okkar á ögur- stundu. 22. september | Garðar Halldórsson Skálholt – Athugasemd vegna ónákvæmni í grein- arskrifum um Þorláksbúð Í mínum huga er ljóst að ég hef ekki far- ið með höfundarrétt Skálholtskirkju, þótt ég hafi annast ráðgjöf að beiðni afkomenda Harðar Bjarna- sonar, fyrrv. húsameistara ríkisins. 24. september | Einar Bollason Heilsustofnun á heimsmælikvarða Nú er svo að stofn- uninni þrengt að ekki verður lengur við þetta unað og reyndar óger- legt að reka þennan stærsta vinnu- stað bæjarfélagsins við þessar kringumstæður. 26. september | Jón Steindór Valdimarsson Val er vald Enginn veit hver staðan verður þegar að kjördegi kemur. Þannig er það bara. Sviptum samt ekki þjóðina vald- inu til að velja eigin framtíð. 27. september | Helga Ingólfsdóttir Nauðsynlegt að endursemja um skuldir Hafnarfjarðar Hætta er á að þessi háu vaxtakjör muni sliga bæj- arsjóð næstu árin og jafn- vel áratugina. 29. september | Vigdís Hauksdóttir Alþýðusamband Íslands og Samfylkingin Hvar eru útifundirnir, hvar eru kröfugerðirnar, hvar er gagnrýnin á rík- isstjórnina, hvar er krafan um eflingu atvinnulífsins frá verkalýðshreyfingunni? 30. september | Gylfi Arnbjörnsson Vegna þrálátra rangfærslna Vigdísar Hauksdóttur um starfslok sín hjá ASÍ Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki áður lent í jafn óheiðarlegum og ósanngjörnum rógburði af hálfu nokkurs manns. 1. október | Þór Magnússon Um Grímsstaði Varla hefur verið ætlun lagasmiða að undanskilja jarðakaup einstaklinga, en hér virðist samt vera glufa í lögunum. 3. október | Róbert Guðfinnsson „Heillandi þorp“ Það er til mikils að vinna fyrir siglfirskar fjölskyldur að íbúðarverð í byggð- arlaginu nálgist það sem það er í Stykkishólmi. 3,6 milljarðar væru ágæt viðbót við eigna- safn Siglfirðinga. 5. október | Sólmundur Tr. Einarsson Rjúpnaveiðar á Íslandi heyra brátt sögunni til Í ár eru þessir höfð- ingjar frá Náttúru- fræðistofnun enn á ferð- inni með sína bölspár og vilja takmarka eða banna alfarið veiðar á rjúpu. 5. október | Margrét Kristmannsdóttir Eru störf í verslun ómerkilegri en önnur störf? Verslunin telur að standa eigi vörð um hinn hefðbundna landbúnað í sveitum landsins – en að ekki eigi að setja iðn- aðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt, þar sem framleiðslan fer að mestu fram í verksmiðjum í útjaðri höfuðborg- arsvæðisins, undir sama hatt. 5. október | Gunnar Smári Egilsson Berjumst gegn fordómum Það eru líka fordómar þegar stjórnvöld bregðast ekki sérstaklega við til að verja áfengis- og vímu- efnasjúklinga í kreppunni. 6. október | Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson „Delete samdægurs“ Engir op- inberir sjóðir, eða nokkrir aðrir, hafa tap- að fé vegna viðskipta okkar. 7. október | Ólafur Helgi Marteinsson Órökstuddar dylgjur um Fjallabyggð og fasteignaverð Samkvæmt sömu upp- lýsingum hefur fast- eignaverð á Siglufirði hækkað um 45% eða úr 62 þús. á hvern fermetra í 90 þús. á fermetra. 8. október | Guðlaug Kristjánsdóttir Mannauðsmál ríkisins í kreppu Enn er óskrifað blað hvernig ríkið ætlar að laða til sín og umbuna framtíð- arstarfsfólki fyrir vel unnin störf og brýnt að bætt verði úr þeirri óvissu. 10. október | Atli Harðarson Á að hætta með alvöru framhaldsskóla? Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga á enn að minnka kennsluna sem nemendur fá í framhalds- skólum – eins og eyðilegg- ingin sé ekki meiri en nóg nú þegar. 12. október | Elsa B. Friðfinnsdóttir Hver er stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum? Enn eitt árið birtist óskýr skammtímastefna stjórnvalda í heilbrigð- ismálum í frumvarpi til fjárlaga. 12. október | Margrét K. Sverrisdóttir Samstarf skóla og trúfélaga Námsskrá grunnskóla í kristnum fræðum er og verður óbreytt og vandséð að kristni sé úthýst meðan svo er. 13. október | Ísólfur Gylfi Pálmason Landeyjahöfn fyrir þjóðina alla Í mínu sveitarfélagi opn- ar höfnin nýja möguleika og er spennandi kostur, hvað varðar atvinnumál, samstarf sveitarfélaga og fjölbreyttara mannlíf. 14. október | Ragnar Önundarson Viltu vinna milljarð? Þeir félagar Árni og Hall- björn veittu gríðarháu fölsku söluverði Húsa- smiðjunnar viðtöku. 14. október | Stefan Füle Samvinna í átt að gagnkvæmum ávinningi Ég er fullviss um að við getum tekið tillit til sér- stöðu Íslands og væntinga innan núverandi ramma samningaviðræðna… 17. október | Bolli Héðinsson Hvað er málið með LÍÚ, hvers vegna sættast þeir ekki á tilboðsleiðina? … 95% kvótans yrðu strax afhent, án sérstakrar gjaldtöku, núverandi kvótahöfum til afnota næstu 20 árin. 19. október | Símon Þór Jónsson og Jakob Björgvin Jakobsson Almenn hækkun tekjuskatts einstaklinga boðuð í fjárlagafrumvarpinu Einnig er ljóst að efast má um gildi yfirlýsingar fjár- málaráðherra þegar hann segir að frumvarpið geri ekki ráð fyrir neinum almennum skattahækkunum. 20. október | Guðlaug Gísladóttir Enn einn sigurinn gegn atvinnu- uppbyggingu á Íslandi Það er af framsýni en ekki skammsýni sem sveit- arfélögin í Þingeyj- arsýslum töldu skyn- samlegt að vinna að uppbyggingu álvers á Bakka. 22. október | Skúli Skúlason Ísland á alls ekki að styðja Palestínuaraba Össur vill endilega að við verðum fyrsta Evr- ópuríkið til að viðurkenna goðsagnaríkið Palestínu. Ég segi nei takk – aldrei. 24. október | Þorbjörn Hlynur Árnason Biskupsmál og kirkjan Mér þykir það ekki sanngjörn krafa að biskup segi af sér vegna þessa máls, og reyndar fráleit, þrátt fyrir þau mistök sem urðu í málsmeðferð. 27. október | Glúmur Jón Björnsson Bestuvinavæðing í Vesturbæ Eigandinn, sem hagnast á þessari eftirgjöf borg- arinnar, er nefnd- arformaður hjá núverandi meirihluta borgarstjórnar, Samfylkingar og Besta flokks. 28. október | Kristín Einarsdóttir Kaldur heimsendur matur – Aukin lífsgæði? Margir sem nýttu sér þessa þjónustu, munu hreinlega hætta að nærast á þann hátt sem eðlilegt telst. 28. október | Kristinn Ingi Jónsson Skuldaklafi ríkisins Á það var bent marg- sinnis, að lausnin á skulda- vanda ríkissjóðs væri ekki sú að kæfa hagkerfið, heldur að opna það upp á gátt. 29. október | Daníel Sigurðsson Útrýmingarfýsn borgarstjóra Það eru ekki aspirnar sem eru skemmdarvargar í borginni heldur borg- arstjórnin sjálf með borg- arstjórann í fararbroddi… Morgunblaðið/RAX Landsdómsmál Skömmu fyrir jól var lagt til að mál- ið gegn Geir H. Haarde yrði fellt niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.