Milli mála - 01.01.2012, Blaðsíða 370
370
EÐLISHVÖT TIL AÐ TEMJA SÉR FÆRNI
um að nota he, him, his. Reyndar hefur they þann kost að það á við
um bæði kyn og hentar í fjölbreyttari setningagerðir.
Í tímans rás hafa málvendirnir harmað hvernig enskumælandi
menn breyta nafnorðum í sagnir. Á 20. öld hafa eftirfarandi sagnorð
öll verið fordæmd:
to caveat to input to host
to nuance to access to chair
to dialogue to showcase to progress
to parent to intrigue to contact
to impact
Eins og þið sjáið spanna þau allt frá því að vera misjafnlega klaufaleg
til þess að vera alveg óaðfinnanleg. Reyndar hefur það verið þáttur
í enskri málfræði öldum saman að auðvelt er að breyta nafnorðum í
sagnorð; það er eitt af því sem gerir ensku að ensku. Ég hef áætlað
að um það bil fimmtungur allra enskra sagnorða hafi upphaflega
verið nafnorð. Ef aðeins er litið til líkamshluta geta enskumælandi
menn head a committee, scalp the missionary, eye a babe, nose around the
office, mouth the lyrics, gum the bisquit, begin teething, tongue each note on
the flute, jaw at the referee, neck in the back seat, back a candidate, arm
the militia, shoulder the burden, elbow your way in, hand him a toy, finger
the culprit, knuckle under, thumb a ride, wrist it into the net, belly up to
the bar, stomach someone’s complaints, rib your drinking buddies, knee the
goalie, leg it across town, heel on command, foot the bill, toe the line og
ýmislegt annað sem ég get ekki haft eftir í bók um tungumál fyrir
alla fjölskylduna.
Hvert er vandamálið? Menn virðast hafa áhyggjur af að moðhausar
séu smám saman að þurrka út muninn á nafnorðum og sagnorðum.
Enn einu sinni er almenningi ekki sýnd nokkur virðing. Ég minni
á fyrirbrigði sem við rákumst á í 5. kafla: í orðasambandinu to fly
out, sem notað er í hafnabolta, er þátíðin flied, ekki flew; sömuleiðis
segjum við ringed the city, ekki rang, og grandstanded, ekki grandstood.
Þetta eru sagnorð sem voru dregin af nafnorðum (a pop fly, a ring
around the city, a grandstand). Málhafar þekkja uppruna þeirra undir
niðri. Þeir forðast óreglulegar myndir á borð við flew out vegna þess
að í huga þeirra er sögnin to fly í hafnabolta annað orð en venjulega
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 370 6/24/13 1:43 PM