Milli mála - 01.01.2012, Blaðsíða 383
383
XAVIER DURRINGER
*
Líf mitt er innantómt, það gerist aldrei neitt, ekkert sem kemur
mér í gott skap á morgnana, ég hitti bara fífl, í þessu fíflalega lífi,
bara gaura sem geta ekkert annað en að glápa á rassgatið á mér með
lafandi tungu.
Ég er búin að fá nóg, það er ekkert áhugavert í þessu lífi mínu.
Mig langar að upplifa eitthvað á-hug-a-vert, komast á flug, brenna
mig á einhverju, en ég brenni mig ekki á neinu, það er ekkert að
gerast, ekkert sem æsir eða kitlar hugann.
Í sjónvarpinu, í bókum, í bíó, út um allt eru allir að upplifa eitthvað
spennandi, þeir gráta yfir því, ég græt aldrei, það er ekkert sem
grætir mig, það er bara eðlilegt, ég þekki engan, nei ég þarf ekki að
hafa áhyggjur af því, það er enginn sem ég elska eða elskar mig,
þannig að ég er gjörsamlega í friði, algjörlega í friði, kannski einum
of mikið í friði, en í friði!
Mig langar að gera eitthvað annað en það sem ég geri, skilurðu,
eitthvað annað.
Vera einhver önnur, alveg öfugt við það sem ég er, hávaxin, dökk-
hærð, með svona brjóst … og svona rass … og augu og munn, ég
meina alvöru munn, alvöru augu, og hár, oh já, þykkt og sítt, það
myndi ég elska, já og búa annars staðar, tala annað tungumál, hafa
aðra trú, eiga önnur föt, aðra foreldra, aðra fjölskyldu, eiga lítið hús
og bíl og allt það.
Ég vil vera önnur.
*
Strákur horfir á eftir stelpu. Hann situr úti á kaffihúsi, hann borgar,
stendur upp og eltir hana. Hún fer upp í strætó, hann líka … hún
kemur á lestarstöðina og kaupir miða. Hann kaupir sér lestarmiða
og tekur sömu lest.
Hann er alla leiðina við hliðina á henni, þau eru í áttamannavagni
en eru bara tvö. Fyrir ofan hana er mynd af snæviþöktu fjalli. Á
leiðarenda gengur hann út með henni án þess að hafa yrt á hana.
Hann bíður eftir réttu stundinni.
Hann hugsar. En þarna á brautarpallinum er beðið eftir henni.
Þau kyssast og hann horfir á. Maðurinn og stúlkan fara upp í bíl.
Hann biður leigubíl að elta þau alveg eins og í amerísku bíó-
myndunum, og setja hann úr á sama stað. Þetta er raðhús. Hann
Milli_mála_4A_tbl_lagf_13.03.2013.indd 383 6/24/13 1:43 PM