Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3. J A N Ú A R 2 0 1 2
Stofnað 1913 1. tölublað 100. árgangur
HEILSA SKRÝTIÐ AÐ SJÁ SJÁLFA SIG
Í SKAUPINU SUNDBÖRN, FJALLAGARPAR OG
MARGT FLEIRA UM HEILSURÆKT
Í 40 SÍÐNA AUKABLAÐI ÍSOLD YLFA SÖNG LOKALAGIÐ 48
Kuldinn í gær skapaði seiðmagnaða stemningu við goshver-
inn í Öskjuhlíðinni í Reykjavík. Þar glampaði sólin á gufuna
sem steig upp frá hvernum í kuldanum og í kring röltu ferða-
menn sem nutu vetrarríkisins.
Áfram má búast við kulda á Suðurlandi í dag en samkvæmt
veðurspá á frost að vera eitt til tólf stig á landinu. Á norð-
anverðu landinu verður norðan 5-10 m/s og él, en léttskýjað
syðra. Það á að vera norðvestan 8-15 og hvassast úti við aust-
urströndina. Víða éljagangur eða snjókoma. Það gæti farið að
hlána sums staðar við sjávarsíðuna og næstu daga er útlit fyr-
ir sunnanátt með rigningu eða slyddu og hlýindum á föstudag
og sunnudag.
Seiðmagnað vetrarríki í Öskjuhlíðinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þess er skammt að bíða að risa-
húsnæði Bauhaus við Vest-
urlandsveg fyllist lífi en til stend-
ur að opna stærstu bygginga-
vöruverslun landsins þar í vor.
Opnunina nú má rekja til batn-
andi skilyrða, segir framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins á Íslandi.
Þrettán hafa þegar verið ráðnir
til starfa en um áramót var aug-
lýst eftir almennu starfsfólki og
stendur til að ráða á bilinu 60-80
manns. »4
Bauhaus opnað í vor
og auglýst eftir
fólki í 60-80 störf
Kristján Björn
Ómarsson, stofn-
andi og hönnuður
nýsköpunarfyr-
irtækisins Fjöl-
blendis, segir
framleiðslu á
TCT-tækninni
vera hafna í verk-
smiðju í Kína. En með slíkri tækni
er unnt að draga umtalsvert úr
eldsneytisnotkun og losun meng-
andi lofttegunda. Að sögn taka nú
við prófanir varðandi fram-
leiðsluþáttinn og má búast við að
þær prófanir standi yfir næstu 4-6
mánuði. Jafnframt eru hugmyndir
um að reisa TCT-verksmiðju hér á
landi og kynnu þá að skapast um
tuttugu ný störf hið minnsta. »4
Framleiðsla á TCT
hafin í Kína
Anna Lilja Þórisdóttir
Una Sighvatsdóttir
Ráðherrakapallinn sem lagður var
skömmu fyrir áramót tekur nú á sig
mynd, en endanleg skipan mála er þó
ekki komin í ljós. Óánægju gætir í
báðum stjórnarflokkum með lyktir
mála, stjórnarmaður í VG segir flokk-
inn hafa veikst og hópur óánægðra
samfylkingarmanna vill landsfund
sem fyrst.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru hugmyndir um að Katrín
Jakobsdóttir taki tímabundið við iðn-
aðarráðuneytinu af Katrínu Júl-
íusdóttur sem fer senn í fæðingaror-
lof. Steingrímur J. Sigfússon vill ekki
staðfesta það. „Það er út af fyrir sig
hluti af samkomulaginu að ráðherra
úr okkar röðum muni gegna ráðu-
neytinu,“ segir Steingrímur. „En ná-
kvæmlega hver það verður, við skul-
um sjá til með það.“
Hafinn er undirbúningur að nýju
atvinnuvegaráðuneyti. Ekki hefur
verið ákveðið hvenær þingsályktun-
artillaga um sameininguna verður
lögð fram.
Tillaga um að boðað verði til lands-
fundar Samfylkingarinnar var lögð
fram á flokksstjórnarfundi síðastlið-
inn föstudag af flokksmönnum sem
eru óánægðir með þróun mála. Sam-
þykkt var að vísa henni til fram-
kvæmdastjórnar flokksins til um-
sagnar. „Ný forysta verður
væntanlega kosin í vor,“ skrifaði
Kristrún Heimisdóttir, sem var að-
stoðarmaður Árna Páls Árnasonar, á
Facebook-síðu sinni.
„Það er ekkert sem segir að þetta
verði einhvers kon-
ar aukalandsfund-
ur,“ segir Sigrún
Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri
Samfylkingarinnar.
„En þetta er bara í
meðferð.“ Verður
þá hugsanlega kos-
ið til nýrrar forystu
á næsta lands-
fundi? „Það fer eft-
ir því hvernig fundurinn verður lagð-
ur upp,“ segir Sigrún. „Þessi tillaga
um landsfund fékk enga efnislega
meðferð á fundinum, heldur var með
dagskrártillögu vísað til fram-
kvæmdastjórnar og flokksstjórnar í
lok janúar,“ segir Margrét S. Björns-
dóttir, formaður framkvæmdastjórn-
ar Samfylkingarinnar. „Fólk var ekki
að kjósa um landsfund, það er ekki
hægt á þessum vettvangi nema með
lengri fyrirvara. Ég tel reyndar að
slík tillaga hefði verið felld.“
MBreytingar í ríkisstjórn » 2 og 12
Kapallinn ekki
enn genginn upp
Tekur Katrín við af Katrínu? Óánægðir samfylking-
armenn vilja landsfund Atvinnuvegaráðuneyti undirbúið
Katrín
Jakobsdóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
Kristrún
Heimisdóttir
Búist er við að um fimmtán uppsjáv-
arskip haldi til loðnuveiða fyrir
Norðurlandi í dag. Tíu þeirra taka
þátt í að kortleggja göngur loðnunn-
ar á leiðinni á miðin í samvinnu út-
gerða og Hafrannsóknastofnunar,
en rannsóknaskipið Árni Frið-
riksson heldur einnig í loðnu-
leiðangur í dag. Eitt skip, Aðalsteinn
Jónsson frá Eskifirði, stefnir hins
vegar á kolmunnaveiðar í færeyskri
lögsögu á næstunni. »26
Ljósmynd/Óskar
Í Eyjum Kap VE og Þorsteinn ÞH.
15 skip til
loðnuveiða
Tryggingasvik eru talin hafa færst í
vöxt. Vettvangsrannsóknir fyrirtæk-
isins Aðstoð & öryggi ehf. á innbrot-
um fyrir tryggingafélögin hafa orðið
til þess að upplýsa stórfelld trygg-
ingasvik. Talið var víst að innbrot
hefðu verið sviðsett í a.m.k. 8 tilvik-
um á síðustu 2 árum til þess að svíkja
út tryggingabætur. Þá komst upp
um mann sem talið er að hafi svikið
út á þriðja tug milljóna úr atvinnu-
tryggingu á tíu ára tímabili. »8
Upplýstu
stórfelld svik