Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 48
Bíólistinn 30. desember 2011 – 1. janúar 2012 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Sherlock Holmes 2 Mission Impossible : Ghost Protocol New Year’s Eve Alvin og íkornarnir 3 Puss In Boots The Girl with the Dragon Tattoo Sitter, The Fjörfiskarnir (SeeFood) AVery Harold And Kumar 3D Christmas Artúr bjargar jólunum Ný 2 5 1 4 6 Ný Ný 7 3 1 3 2 3 4 2 1 1 4 5 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Tekjuhæsta kvikmynd nýliðinnar helgar var Sherlock Holmes 2 en þar bregða stórstjörnurnar Robert Downey Jr. og Jude Law sér aftur í gervi félaganna Sherlock Holmes og doktor Watson. Líkt og í fyrri myndinni sér Guy Ritchie um leik- stjórn en í þessari mynd er ný kven- persóna kynnt til sögunnar og fer sænski Íslandsvinurinn Noomi Rapace með það hlutverk. Í öðru sæti var spennumyndin Mission Impossible: Ghost Protocol með Tom Cruise í aðalhlutverki en í myndinni leikur einnig Michael Nyqvist sem öðlaðist heimsfrægð eftir leik sinn í Millennium þrí- leiknum með áðurnefndri Rapace. Fast á hæla henni kemur myndin New Year’s Eve sem segir frá nokkrum pörum og einstaklingum og hvernig líf þeirra fléttast saman á gamlárskvöldi. Myndin skartar ótalmörgum þekktum stjörnum, líkt og Halle Berry, Jon Bon Jovi, Ashton Kutcher, Zac Efron, Hilary Swank, Sarah Jessica Parker og Jessica Biel. Bíóaðsókn helgarinnar Spæjari og njósnari Sherlock Noomi Rapace og Robert Downey Jr. í hlutverkum sínum. 48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 AF LISTUM Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í samantekt íslenskra fjöl-miðla á bestu skífu nýliðins árssást óvíða My Head is an Ani- mal, plata hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Ég var til að mynda spurður að því af hverju plat- an var ekki á mínum árslista og hafði ég þó verið ófeiminn við að mæra sveitina við hvern þann sem heyra vildi.    Skýringin er sú að val á slíkanlista ræðst stundum af því hvað sé forvitnilegast frekar en best (að því slepptu hversu óvísindalegt það er að segja eina plötu betri en aðra – slíkt mat er persónulegt og breytist dag frá degi). Þegar þessi orð eru skrifuð er ég til að mynda að hlusta á El tren fantasma sem Chris Wat- son setti saman úr upptökum á lest- arhljóðum sem hann hljóðritaði á ferðalagi um Suður-Ameríku. Frá- bær plata, en er hún betri en Wild Beasts-platan Smother sem ég hlust- aði á á leið í vinnuna í morgun eða Nology með Nolo sem sett var á er ég mætti í vinnuna eða Afsakið með Þóri Georg sem hljómaði sem undir- leikur undir bóklestur í gærkvöldi?    My Head is an Animal er fram-úrskarandi skífa, tónlistin hrífandi og grípandi í senn, ein besta poppplata/rokkplata ársins. Það hve Of Monsters and Men hefur verið lítt áberandi í íslensku tónlist- arlífi, þó lög af My Head is an Ani- mal séu mikið spiluð og platan hafi selst mjög vel, skrifast að einhveru leyti á það hvernig sveitin varð til, því Nanna Bryndís Hilmarsdóttir Utan við meginstrauma Hrífandi Of Monsters and Men; fullmótuð og ein af hljómsveitum ársins. upphafskona sveitarinnar var ekki hluti af Reykjavíkursenunni, heldur bjó hún suður með sjó og sendi hún frá sér fyrstu lögin á Rokk.is fyrir mörgum árum undir listamanns- nafninu Josie og síðar sem Josie Anima. (Viðtal við Nönnu / Josie má finna á vefsetri mbl.is, sjá: http:// goo.gl/qRzuG). Þegar hún svo birt- ist með fullmótaðri hljómsveit á Músíktilraunum fyrir tveimur árum vissu fáir aðrir en þeir sem þekktu til Josie hvað væri í vændum og enn færri höfðu fengið að sjá og heyra að ekki væri um að ræða sólóverk- efni með undirspili, heldur væri til orðin fullmótuð og slípuð hljómsveit.    Of Monsters and Men varð þvítil utan við meginstrauma í ís- lenskri dægurtónlist, utan við ball- spilamennskuna og utan við krútt- indítilraunalistasúpuna. Fyrir vikið hættir mönnum til gleyma sveitinni og þá um leið að gleyma því hve góð hún er og hversu vel heppnuð My Head is an Animal er og fyrir vikið sést hún ekki á listum þó hún eigi kannski heima þar. Það breytir því þó ekki að Of Monsters and Men á skilið að vera talin hljómsveit ársins, eða í það minnsta ein af hljóm- sveitum ársins með Sólstöfum, adhd, Náttfara, Ham, FM Belfast, Dead Skeleton, Samaris o.s.frv. »My Head is anAnimal er fram- úrskarandi skífa, tón- listin hrífandi og gríp- andi í senn, ein besta poppplata/rokkplata ársins. Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Það er óhætt að segja að það sé afar spennandi tækifæri fyrir 10 ára stúlku, sem dreymir um að verða söngkona og leikkona þegar hún verður stór, að fá að syngja lokalagið í sjálfu Áramótaskaupinu. Það er heldur ekki verra þegar um er að ræða íslenskan texta við lag söng- konu sem er í miklu uppáhaldi, í þessu tilviki Rolling In The Deep með hinni bresku Adele. „Það var rosalega gaman að fá þetta tækifæri og ég held líka mikið upp á Adele,“ segir Ísold Ylfa S. Jak- obsdóttir, nemandi í 5. bekk í Víð- istaðaskóla í Hafnarfirði. „Það var gaman að taka upp atriðið og fólkið sem var að vinna þarna var frábært.“ Æfir söng og djassballett Spurð hvernig það kom til að hún fékk hlutverkið segir hún að móðir sín, Erla Rut Harðardóttir, leikkona og kennari hjá Sönglist, hafi verið beðin um að velja fimm stelpur, sem hún taldi að myndu treysta sér til að syngja lagið, til að koma í prufu. Þær sungu lagið á ensku og úr varð að Ís- old, sem segist þekkja lagið út í gegn, var valin en tvær aðrar voru fengnar til að syngja bakraddir. Spurð hvernig hún hafi brugðist við þegar hún frétti að hún hefði hreppt hlutverkið, viðurkennir Ísold að það hafi verið blendnar tilfinningar. „Ég var spennt en pinkulítið stressuð.“ Ísold hefur æft söng hjá Sönglist síðan hún var 6 ára en hún leggur einnig stund á djassballett. „Af því að mamma er leikkona þá langaði mig að verða leikkona og söngkona. Þess vegna byrjaði ég í Sönglist,“ segir hún en það er nóg framundan hjá henni því bráðlega hefjast æfing- ar fyrir nemendasýningu Sönglistar. Skaupið mjög skemmtilegt Aðspurð segist Ísold hafa fengið afar jákvæð og góð viðbrögð við frammistöðu sinni í Áramótaskaup- inu. Þau lýsi sér helst í því að vinkon- ur hennar hafi hringt í hana og vinir og ættingjar hrósað henni á Facebo- ok. En ætli það sé ekki skrýtið að sjá sjálfan sig í Áramótaskaupinu, þætti sem þorri Íslendinga horfir á? „Ég beið spennt eftir að horfa á Skaupið,“ segir hún „en mér fannst rosalega skrýtið að sjá sjálfa mig syngja.“ Fólki verður iðulega tíðrætt um Skaupið dagana eftir að það er sýnt og virðast flestir hafa skoðanir á því hvernig til tókst að skemmta land- anum. „Mér fannst Skaupið mjög skemmtilegt. Það var gaman að sjá alla krakkana í hópatriðinu, eins og t.d. bróður minn Alex Elí.“ Skrýtið að sjá sjálfa sig í Skaupinu  Ísold Ylfa S. Jakobsdóttir söng lokalagið í Áramótaskaupinu  „Spennt en pinkulítið stressuð“ að hreppa hlutverkið  Langar að verða söngkona, leikkona og dansari þegar hún verður fullorðin Morgunblaðið/Kristinn Ísold Ylfa „Það var rosalega gaman að fá þetta tækifæri,“ segir hún um að hafa tekið þátt í Áramótaskaupinu. Ísold fékk ekki langan tíma til að læra textann við lokalagið í Áramótaskaupinu því daginn eftir að hún fékk að vita að hún hefði hreppt hlutverkið átti hún að mæta í stúdíó og syngja lagið. „Ég lærði text- ann á þriðjudegi og fór svo í stúdíóið á miðvikudegi. Svo voru upptökur fyrir sjálft Skaupið á fimmtudegi.“ Hún fékk aðstoð hjá Ragn- heiði Hall, söngkennara hjá Sönglist, við að undirbúa sig og þegar Ísold skildi textann ekki nægilega vel leitaði hún til móður sinnar sem útskýrði og leiðbeindi dóttur sinni. Fór strax í stúdíóið Ljósmynd/Skjáskot úr Skaupinu ÍSOLD YLFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.