Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Tímapantanir 534 9600
Heyrn · Hlíðasmári 11
201 Kópavogur · heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA
„Útsölurnar fóru mjög vel í gang og margir hafa
komið í dag. Þetta er metdagur,“ sagði Sigurjón
Örn Þórisson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, í
gær, en þá hófst útsölutímabil í verslunum
Kringlunnar. Af því tilefni var opið lengur í
verslunum þar, eða til níu. Sigurjón segir mikið
verslað. „Það er mín tilfinning að það sé nokkuð
meira en í fyrra.“
Útsölur hófust einnig í allflestum verslunum
Smáralindar í gær. Guðrún Margrét Örnólfs-
dóttir, markaðsstjóri Smáralindar, segir þær
hafa farið vel af stað. Útsölur hafi byrjað í ein-
staka verslunum á milli jóla og nýárs, en formleg
útsölubyrjun hafi verið í gær. „Útsalan stendur í
um fimm vikur, eða fram í febrúar,“ segir hún.
Útsölur eru hafnar í stóru verslunarmiðstöðvunum
Morgunblaðið/Kristinn
Á eftir áramótunum koma útsölurnar
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ekki liggur fyrir hvenær þingsálykt-
unartillaga um sameiningu atvinnu-
vegaráðuneytanna verður lögð fram.
Ljóst er að fækkað verður í stjórn-
endastöðum í ráðuneytinu. Þetta segir
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags-
og viðskiptaráðherra og sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra. „Við reynum
að skoða þetta hratt og ætlum okkur
fyrstu tvo mánuði ársins til að skýra
þau mál. Tillaga gæti farið fyrir þingið
seint á útmánuðum,“ segir Steingrím-
ur. Hann segir að ekki sé búið að velja
nýja ráðuneytinu nafn. „Það á eftir að
koma í ljós. Menn eru að tala um mál-
efni atvinnugreinanna, en auðvitað er
margt fleira þar á ferðinni; t.d. er nú-
verandi iðnaðarráðuneyti með
byggðamál, nýsköpunarmál og fleira.“
Að sögn Steingríms er ekki búið að
ákveða hvar ráðuneytið verður til húsa
og hann segir að einhver fækkun
starfsmanna fylgi sameiningunni.
„Það fækkar í röðum yfirstjórnenda.
Þegar ráðuneyti eru lögð saman fækk-
ar auðvitað um ráðherra, aðstoðar-
menn, ráðuneytisstjóra, bílstjóra og
skrifstofustjóra. En almennt er ekki
stefnt að fækkun starfsfólks, því verk-
efnin hverfa auðvitað ekki. Það er alls
ekki meginhugsunin í þessu heldur að
búa til nýjar, öflugri og skilvirkari ein-
ingar.
Steingrímur segir að ekki sé búið að
útfæra hvort Hafrannsóknastofnun
færist yfir til umhverfisráðuneytisins
eða heyri undir nýja atvinnuvegaráðu-
neytið. „Þetta er eitt af því sem er vit-
að að verður viðkvæmt, en auðvitað
munum við setjast yfir það hvernig
landamærin verða nákvæmlega dreg-
in.“
Steingrímur segir að ráðherranefnd
um fiskveiðistjórnarfrumvarp muni
halda áfram störfum og vonast til að
hún skili tillögum sem fyrst til ríkis-
stjórnar þannig að við getum unnið úr
því og unnið málið áfram.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa komið fram þær hug-
myndir innan VG að Katrín Jakobs-
dóttir taki tímabundið við iðnaðar-
ráðuneytinu af nöfnu sinni Júlíus-
dóttur, sem fer í fæðingarorlof innan
skamms. Steingrímur vill ekki stað-
festa þetta. „Það er út af fyrir sig hluti
af samkomulaginu að ráðherra úr okk-
ar röðum muni gegna ráðuneytinu.
Það hefur alveg legið fyrir. En ná-
kvæmlega hver það verður, við skul-
um sjá til með það. Það hefur reyndar
legið í loftinu að það yrði ég. En það er
ekki víst að það sé það praktískasta,
þannig að það er alveg opið að það
verði Katrín eða einhver annar af okk-
ar ráðherrum.“
Atvinnuráðuneyti í undirbúningi
Ekki liggur fyrir hvenær nýtt ráðuneyti tekur til starfa Stjórnendum fækkar við sameiningu ráðu-
neyta Óvíst undir hvaða ráðuneyti Hafrannsóknastofnun fellur Tekur Katrín við af Katrínu?
Tekur við Jón Bjarnason afhendir
Steingrími lykla að sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytinu.
Morgunblaðið/Ómar
Skjárinn hefur keypt útvarpsstöðina
Kanann af Einari Bárðarsyni. Skjár-
inn rekur sjónvarpsstöðvarnar Skjá
einn, Skjá golf, Skjá bíó og Skjá
heim og ætlar með kaupum á Kan-
anum að renna fleiri stoðum undir
reksturinn að sögn Friðriks Frið-
rikssonar, framkvæmdastjóra
Skjásins. „Megintilgangurinn með
kaupunum er að renna fleiri stoðum
undir reksturinn. Okkar mat er að
það henti mjög vel að spila saman
sjónvarpi og útvarpi eins og dæmin
sanna hjá samkeppnisaðilum okkar,
það er það sem hvetur okkur áfram.
Við erum að gera okkur gildandi víð-
ar. Þetta er sóknaraðgerð,“ segir
Friðrik.
Engar breytingar eru ákveðnar á
rekstri Kanans til að byrja með að
sögn Friðriks. „Hann hefur sinn
sess og farsælast að láta aðeins
koma í ljós hvernig það spilast. Ein-
ar Bárðarson kemur yfir á Skjáinn
og leiðir útvarpssviðið hjá okkur.
Það starfsfólk sem er á Kananum
núna, dagskrárgerðarmenn og sölu-
menn, kemur líka yfir. Það verða
engar breytingar á Kananum til að
byrja með en það á eftir að skoða
hvernig við þróum það áfram.“
Spurður hvort fleiri aðgerðir séu á
dagskrá hjá Skjánum útilokar Frið-
rik ekki neitt. „Markaðurinn er ekk-
ert í mikilli sveiflu svo það þarf að
fara rólega en við útilokum ekki
neitt. Það á örugglega margt
skemmtilegt eftir að gerast á árinu.“
ingveldur@mbl.is
Skjárinn kaupir útvarpsstöð-
ina Kanann af Einari Bárðar
„Við erum að
gera okkur gild-
andi víðar“
Morgunblaðið/Ómar
Útvarpsstjóri Einar Bárðarson.
Engin breyting verður á vinnu-
reglum um viðtöku IPA-styrkja frá
ESB þegar nýtt ráðuneyti atvinnu-
vega tekur til
starfa. Þetta seg-
ir Steingrímur J.
Sigfússon, sem
mun veita ráðu-
neytinu forstöðu.
Jón Bjarnason,
forveri hans í
landbúnaðar- og
sjávarútvegs-
ráðuneytinu, lýsti
sig mótfallinn
styrkjunum, en þeir eru stuðningur
sem ESB veitir til landa sem eru í
umsóknarferli að sambandinu.
„Við höfum mótað okkur ákveðið
verklag í sambandi við þessa styrki
og munum halda okkur við það,“
segir Steingrímur. Við teljum ekki
eðlilegt að taka við styrkjum sem
eingöngu væri tekið við í því skyni
að undirbúa okkur fyrir aðildina sem
slíka. En ef um er að ræða verkefni
sem tengjast innleiðingu EES-gerða
eða eitthvað sem er beinlínis til að
styðja við viðræðuferlið; efla okkur í
getu okkar til að sinna viðræðunum
vel, þá gegnir öðru máli.“
annalilja@mbl.is
Ákveðnar
reglur um
IPA-styrki
Evra ESB veitir
löndum IPA-styrki.
Engin breyting frá
tíð Jóns Bjarnasonar
Þorleifur Gunnlaugsson í stjórn
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, segir óviðunandi
hvernig staðið var að breyt-
ingum á ráðherrastólum. „Það
er ekki samstarfsflokksins að
ákveða hverjir eru okkar fulltrú-
ar inni í ríkisstjórn,“ segir Þor-
leifur. Hann segir atburði und-
anfarna daga óheppilega.
„Þetta hefur veikt flokkinn.“
Þetta hefur
veikt flokkinn
STJÓRNARMAÐUR VG