Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 ✝ GæflaugBjörnsdóttir leikskólakennari fæddist í Reykja- vík 25. ágúst 1952. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 19. desember 2011. Gæflaug var dóttir Björns Hall- dórssonar, f. á Ís- landi 8. apríl 1920, d. 24. október 2007, og Kirsten Trebbien, f. í Danmörku 16. maí 1931. Gæflaug var yngst þriggja systra. Systur Hennar eru: 1) Auður Björnsdóttir, f. á Íslandi 24. apríl 1949. 2) Fríða Frank, f. í Danmörku 19. júní 1950. Hálfsystkin Gæflaugar eru Nina Margrethe Boert- mann, f. í Danmörku 23. mars 1963, og Paul Ooi, f. í Dan- mörku 2. október 1964. Andersen nemi, f. á Akranesi 14. ágúst 1982, sambýlismaður Kristján Már Arnarson mál- arameistari, f. í Reykjavík 29. apríl 1980. Sonur Nínu Mar- grétar og Kristjáns Más er Daníel Örn A. Kristjánsson og dóttir þeirra er Katrín Gæfa A. Kristjánsdóttir. Gæflaug ólst upp í Dan- mörku og lauk þar almennri skólagöngu. Hún kynntist Lars í Danmörku og fluttu þau árið 1972 til Íslands. Gæflaug hóf nám í Fóstruskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1974. Gæflaug vann sem leik- skólakennnari í rúmlega 20 ár. Einnig stundaði hún nám í myndlist frá 1990-1995. Árið 1995 byrjaði hún með nám- skeið í örvandi myndlist þar sem hún vann með börnum á dagvistastofnunum á Akranesi. Árið 2001 skrifaði hún bókina Örvandi myndlist. Gæflaug stundaði, listavefnað, keramik, bókaskriftir, myndskreytingar og teikningar. Jarðarför Gæflaugar fór fram frá Safnaðarheimilinu á Akranesi 2. janúar 2012. Eiginmaður Gæflaugar var Lars Höjlund And- ersen kennari, lög- giltur skjalaþýð- andi og dómtúlkur, f. í Danmörku 16. júlí 1952. Hann lést 26. október 2005. Lars og Gæflaug eiga tvö börn. Þau eru: 1) Björn Eiríkur Andersen nemi, f. á Selfossi 29. mars 1977, sambýliskona hans er Íris Sigurðardóttir leikskólakennari, f. í Vest- mannaeyjum 3. október 1972. Dóttir hennar og stjúpdóttir Björns Eiríks er Þórdís Alda Hákonardóttir, f. í Reykjavík 13. júní 1995. Dóttir Björns Ei- ríks og Írisar er Gréta Rún Björnsdóttir, f. í Reykjavík 1. maí 2005. 2) Nína Margrét Elsku mamma okkar var sko besta mamma í heimi, hún var svo þolinmóð við okkur systkinin og ef átti að gera verkefni fyrir skóla eða annað tók hún sér tíma í það með okkur. Það var alltaf líf og fjör og helst ekki minna en 10 vinkonur og vinir í heimsókn í einu, og mamma allt- af tilbúin að aðstoða með leiki og annað sem okkur langaði að gera. Fyrir fyrsta brúðkaupið sem við Björn fórum í setti mamma saman skemmtilegt brúðkaupsleikrit þar sem við og vinir okkar lékum hlutverk prests, brúðhjóna og gesta, þetta var hennar besta leið til að útskýra hluti fyrir okkur á sem bestan hátt. Jólin hjá okkur fjöl- skyldunni voru að sögn vina okkar öðruvísi en hjá öðrum, við vorum með alvörukerti á jóla- trénu og dönsuðum og sungum í kringum jólatréð. Vegna veikinda mömmu lagði hún sig alltaf í hádeginu en skildi alltaf eftir diska með smurðu brauði handa okkur þegar við kæmum heim. Við ól- umst upp við það að mamma var veik en hún sýndi það aldrei hversu erfitt þetta var fyrir hana. Það var mjög skrítið að koma að mömmu sinni með sí- trónu í munninum eða að þurfa að útskýra fyrir kennaranum sínum að mamma hefði bitið í kennslubókina og rifið hana. En mamma hafði sem betur fer góðan húmor og við gátum hleg- ið að þessu. Við fjölskyldan fórum á hverju sumri til Danmerkur á fjölskyldumót og alltaf var gam- an að hitta ömmu og afa. Við eigum eftir að sakna þín mjög, elsku mamma. Þú kenndir okkur á lífið og tilveruna og að gefast aldrei upp. Við munum koma skilaboðum þínum til okk- ar, áfram til barna okkar þannig að þau fái sama góða uppeldið og þú gafst okkur. Nína Margrét og Björn Eiríkur. Það er með djúpum söknuði að ég nú kveð elsku Gæfu systur mína og traustan vin, sem lést langt fyrir aldur fram. Gæfa var róleg og yfirveguð að eðlisfari en með mjög skemmtilegan húmor og dillandi hlátur. Hún var mikill náttúru- unnandi, naut þess að sýsla í garðinum sínum og rækta blóm og jurtir, ferðast um landið, safna steinum, plöntum og njóta landsins og útiverunnar. Hún var mikill grúskari, las mikið og safnaði að sér upplýsingum um ótrúlegustu hluti. Gæfa var mjög listræn, hún stundaði nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur í nokkur ár, þar sem hún lærði málun og teikn- ingu, ásamt mörgum námskeið- um sem hún sótti í art – the- rapy, vefnaði og leirgerð. Hún hafði mikinn áhuga á að fá börn- in til að tjá sig í myndlist og skrifaði og gaf út bókina Örv- andi myndlist, sem notuð var víða á leikskólum. Það var alltaf glatt á hjalla þegar við heimsóttum þau Gæfu og Lars upp á Skaga, mikið spjallað og spekúlerað, en þau voru einstaklega gestrisin og skemmtileg heim að sækja. Þeg- ar Eva dóttir mín var lítil naut hún þess að fara í pössum til þeirra og minnist oft þeirra frá- bæru tíma sem hún dvaldi hjá þeim enda bæði sérlega barngóð og hlý. Þau eignuðust Björn Eirík og Nínu Margréti sólargeislana í lífi sínu og ekki var nú ánægjan minni þegar barnabörnin bætt- ust í hópinn þau Þórdís, Gréta Rún, Daníel Örn og sú yngsta, Katrín Gæfa. Barnabörnin áttu hug hennar allan og naut hún hverrar stundar sem hún gat verið með þeim til fullnustu og þótti gaman að fræða þau og kenna um allt milli himins og jarðar. Eftir að Lars lést fyrir aðeins um sex árum flutti Gæfa að Vesturgötu 42 á Akranesi, þar sem hún bjó sér fallegt heimili. Hún var ótrúlega dugleg og allt- af bjartsýn þrátt fyrir mikinn missi og erfið veikindi. Hún átti góða vini sem reyndust henni mjög vel og eiga þakkir skildar. Aldrei leiddist henni, hún hafði alltaf nóg að gera, hún var að skrifa bók og myndskreyta, vefa, stúdera stjörnuspeki, ætt- fræði og margt fleira. Ég minnist síðasta sumars og hausts þegar Gæfa var með okkur Valda uppi í sumarbústað og við fórum í gönguferðir, sigl- ingu á Skorradalsvatni og áttum svo skemmtilegan tíma saman, hvað hún var glöð og ánægð og hafði gaman af, ekki óraði mig fyrir því að svo stutt væri eftir. Það var mikill missir og sökn- uður að Gæfa gat ekki verið hjá okkur um jólin eins og til stóð og hún var vön að vera. Allt í einu get ég ekki lengur hringt í Gæfu og spjallað eins og við vor- um vanar og á eftir að sakna þess mikið. Elsku Nína, Björn Eiríkur og fjölskyldur ykkar, mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar. Megi algóður Guð vaka yfir ykkur á þessum erfiðu tímum. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Gæfa mín. Auður Björnsdóttir. Gæflaug Björnsdóttir vinkona mín er farin og mig langar að þakka henni fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Þessi góða vinkona mín átti við alvarleg veikindi að stríða og flogaveikin dró úr henni máttinn smátt og smátt þótt hún bæri sig alltaf vel. Ég veit að hún er nú sátt að vera laus úr veikindum sínum sem voru farin að hafa svo mikil áhrif á líf hennar. Við Gæfa hittumst fyrst árið 1993 þegar hún átti heima á Vesturgötu en ég á Háteigi. Við urðum fljótt góðar vinkonur og áttum margar góðar stundir saman við alls konar skemmti- lega hluti, m.a. fórum við mikið út að ganga og keyra saman. Margar kvöldstundir áttum við líka saman við að púsla, því hún var snillingur í því og vildi reyna að kenna mér þolinmæði. Henni þótti fátt eins gaman og að fara út að borða eða á kaffihús og hún átti það til að hringja í mig og segja mér að sig langaði svo að sjá hinum megin við Akrafjallið og ég sagði henni á móti að klæða sig því ég yrði komin eftir svolitla stund. Við fórum líka stundum í skógræktina og gerðum jafnvel engla í snjónum þar. Hún kenndi mér allt um stjörnurnar. Einu sinni spurði hún mig hvað ég héldi að væri á bak við tungl- ið? Ég svaraði: Er það ekki bara eins og hér? Þá hló hún og sagði við mig: Solla, þegar ég sé það þá skal segja þér frá því. Ég veit hún stendur við það. Það var auðvelt að fá Gæfu til að hlæja því hún var alltaf svo hláturmild. Gæfa vissi allt um garðyrkju og okkur fannst gaman að vinna í garðinum, hún kom gjarnan til mín og saman gerðum við ótrú- lega hluti. Ég er mjög loft- hrædd, en hún stóð uppi í him- inháum stiga og klippti niður hjá mér trén eins og ekkert væri. Við Gæfa töluðumst við í síma á næstum hverjum einasta degi því okkur fannst báðum gott að heyra rödd hvor annarrar. Ég hafði stundum áhyggjur af að henni leiddist, en það var ástæðulaust. Hún hafði um nóg um að hugsa og var alltaf sjálfri sér nóg. Gæfa var mikil listakona, hún var að leggja lokahönd á jóla- sveinabók og átti bara eftir að teikna myndirnar. Ég hlakkaði til að sjá bókina þegar þetta allt væri tilbúið, en henni entist því miður ekki aldur til að ljúka við hana. Gæfa las mikið og var svo fróð um bókmenntir og mynd- list. Seinni árin átti goðafræðin hug hennar allan og hún las allt sem hún náði í um þau. Við töl- uðum mikið um goðafræði og hún sagði mér frá því sem hún las. Gæfa vinkona var ekki allra en ég var svo heppin að fá að kynnast henni og vera hluti af lífi hennar og við pössuðum upp á hvor aðra eftir bestu getu. Gæfa átti meðal annars með mér nokkur góð jól og áramót og ég mun sakna hennar mikið. Hafðu þökk fyrir allt, kæra vinkona mín, það var ynd- islegt að þekkja þig. Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf og hlátur við hlátri Þín vinkona, Sólveig Jóna Jóhannesdóttir. Gæflaug Björnsdóttir ✝ Theodóra J.Mýrdal fædd- ist 24. apríl 1922 á Þórustöðum í Ölf- usi. Hún lést á Dvalarheimilinu Sunnuhlíð 20. des- ember síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðbjörg Guðjóns- dóttir og Guð- finnur Ari Snjólfs- son. Systkini hennar eru: Jón Arason, f. 11. feb. 1918, d. 15. mars 1999, Ástdís Aradóttir, f. 19. nóvember 1989. Þau giftu sig 7. nóv. 1948. Börn Theo- dóru og Njáls eru: 1) Björk Mýrdal, f. 9. sept. 1949, gift Árna Mars Friðgeirssyni, þau eiga tvö börn og fjögur barna- börn. Einnig á Björk eina dótt- ur af fyrra hjónabandi með Guðmundi Ólafssyni og tvö barnabörn þar. 2) Sigursteinn Mýrdal, f. 6. jan. 1956. Á hann einn son og tvö barnabörn. 3) Þór Mýrdal, f. 6. jan. 1956, kvæntur Jóhönnu Gunn- arsdóttur, þau eiga eina dóttur og tvö barnabörn. Theodóra vann alla tíð við húsmóð- urstörf og almenn verka- kvennastörf. Útför Theodóru fer fram frá Kópavogskirkju í dag, þriðju- daginn 3. janúar 2012 og hefst athöfnin kl. 13. 28. sept. 1919, d. 22. sept. 2001, Fjóla Guðrún Ara- dóttir, f. 10. maí 1924, d. 3. feb. 2010, Sigríður Kjartansdóttir, f. 15. feb. 1926, Þor- steinn Eyjólfur Valur Einarsson, f. 5. júní 1927, d. 27. okt. 2010 og Hreindís Ein- arsdóttir, f. 7. júlí 1935. Eig- inmaður Theodóru var Njáll Mýrdal, f. 4. júlí 1921, dáinn Elsku amma ég mun sakna þín meira en orð fá lýst. Ég á svo frábærar minningar um þig og mig á Borgarholtsbrautinni bæði sem barn og fullorðin. Þú varst alltaf með svo skemmtilegan húmor og hlátur, og þegar ég hugsa til þín þá minnist ég fyrst þessa skemmtilega hláturs. Ég fann mér margt til dund- urs á Borgarholtsbrautinni, þar á meðal man ég eftir rifsberj- unum sem ég elskaði að borða, svo ekki sé minnst á lakkrísinn sem þú áttir alltaf nóg af í fata- skápnum þínum. Við áttum margar umræður um trúmál og ég naut þeirra stunda sem við áttum saman og gátum talað um hvað sem var. Þú vildir vita allt um mitt líf og það var svo auðvelt að tala við þig því það var engin fordæming hjá þér, aðeins kærleikur. Ég kveð þig með trega í hjarta en ég veit að þú ert hjá Jesú og með afa og ert á besta stað sem hugsast getur og ekki meiri þjáning. Ég elska þig amma og mun alltaf gera. Í sorg minni minnist ég þín Ég þrái að eiga með þér enn eina stund. Þar sem við hlæjum og gerum grín En minningarnar létta mér lund. Ég veit að þú þjáist ei meir og kveður þennan heim í hljóði. Ég trúi að þú horfir niður á þennan heim. Eins og engill í fallegu ljóði. Ég sakna þín svo mikið og elska þig meir en orð fá lýst. En ég veit að Jesús hefur mig ekki svikið og í faðmi sínum hann hefur þig hýst Gleðin og sorgin haldast hönd í hönd. En það er gangur lífsins sem við vitum fyrir víst. Svona er ástin með sín órjúfanlegu bönd Sem vekur hlýju í hjartanu sem enginn fær lýst. Þetta ljóð er ort til þín frá mér. Elska þig amma og sakna þín ólýsanlega. Þín dótturdóttir, Una. Elsku amma mín hefur nú loksins fengið hvíldina sem hún þráði svo lengi. Það er verst að það er svo erfitt að sleppa af henni takinu og leyfa henni að fara. Þessi stórkostlega kona hefur verið svo mikill miðpunkt- ur í lífi mínu frá því að ég fædd- ist. Þó svo að veröldin í kringum mig hafi verið einn ólgusjór frá upphafi þá var hún alltaf þessi klettur sem hvergi bifaðist og ég gat leitað skjóls hjá í stormi lífs- ins. Alltaf tók hún á móti mér og var tilbúin að hlusta á mig og sinna mér þegar að ég kom. Borgarholtsbrautin var mitt ann- að heimili alla mína tíð. Ég man eftir stundunum þegar ég gisti hjá afa og ömmu og amma færði mér alltaf einhverja ávexti eða nýuppskorið grænmeti úr garð- inum þegar ég var komin uppí rúm. Þetta var eins og helgiat- höfn þegar amma kom með handklæðið og skálina, og í henni var alltaf eitthvert hollt og gott góðgæti. Gulræturnar hennar ömmu voru þó toppurinn á tilver- unni því að jafn góðar gulrætur og safaríkar hef ég ekki á ævinni smakkað. Uppskerunnar var beðið með óþreyju bróðurpartinn af sumrinu. Þá er ekki hægt annað en að minnast „Gúndunnar“ góðu. Ég finn ennþá lyktina og bragðið af henni nýbakaðri með kaldri mjólkinni. Maður kom aldrei að tómum kofanum hjá henni ömmu Dóru. Ef það var ekki Gúnda, þá voru það kleinur og ef það voru ekki kleinur þá var það súkku- laðikaka. Og meira að segja í seinni tíð þegar heilsan var farin að svíkja hana þá átti hún alltaf einhver sætindi til eða sendi mann út í bakarí til að kaupa eitthvert kruðerí. Þá eru ófá ferðalögin sem ég fór í með þeim afa og ömmu. Hvort sem það voru veiðiferðir, berjamór eða sunnudagsbíltúrar. Ég man ennþá lyktina úr Saab- inum hans afa og ópalpakkanum eða tópaspakkanum sem kom reglulega úr framsætinu afturí til að gleðja. Aldrei þreyttist hún á að segja manni sögur. Má þar helst nefna söguna af Rauðhettu og úlfinum sem ég hef heyrt í hinum ýmsu útgáfum og aldrei þreyttist hún á að segja mér hana aftur og aftur og aftur með leikrænum tilburð- um. Það er hægt að minnast svo margs þegar svona stórbrotin kona hverfur á braut, því skarðið sem myndast er stórt. En þau orð sem lýsa henni best í huga mínum finnast í Orðskviði 31:10- 31. Hún var væn kona, hún amma mín. Ég minnist hennar með söknuði. Ruth Guðmundsdóttir. Vá, hvílík forréttindi að hafa fengið að kynnast ömmu Dóru. Sú kona er engri lík, hún var ákveðnari en flestir sem ég hef kynnst. Það var stundum alveg sérstaklega hlægilegt en á öðr- um tímum hvetjandi. Amma kom inn í líf mitt þegar ég kynntist Ruth, barnabarni hennar, en amma bjó þá hjá þeim hjónum. Ég vissi lengi ekki hvort amma hét eitthvað annað en amma Dóra, því á heimilinu gekk hún ekki undir neinu öðru nafni, jafn- vel eiginmaður Ruthar, Guðjón Ingi, ávarpaði hana með því nafni. Ég varð að kynnast þess- ari konu sem allir elskuðu svo mikið. Einn daginn fór ég inn til hennar og sagði: „Amma Dóra, viltu kaffi?“ Elsku ömmu nátt- úrulega dauðbrá við að einhver ókunnug manneskja kæmi inn til hennar og hvað þá að kalla hana ömmu. „Er hún skyld mér?“ hef- ur hún örugglega hugsað. En þar sem amma hafði ákveðið að eng- inn drykkur væri betri en kaffi, sló hún ekki hendinni á móti því. Kaffi var sameiginlegt áhugamál okkar. Amma áttaði sig auðvitað fljótt á því að ég var ekki skyld henni, ég var bara heimalningur sem átti eftir að vera mikið í kringum þau fjölskylduna. Eins sérvitur og hún var þá sam- þykkti hún mig sem vinkonu, ég er enn upp með mér. Vorið 2006 flutti ég svo inn á Borgarholtsbrautina til þeirra hjóna og ömmu. Ég laumaði mér að hjarta hennar með því að færa henni kaffi og hún nálægt hjarta mínu með því hver hún var. Ég held að hvoruga okkar hafi grun- ar hve mikil ást, traust og virð- ing myndi þróast á milli okkar. Á þessum tíma var amma byrjuð að eiga erfitt með hreyfingu, hún naut sín best við skrifborðið sitt með heitt á könnunni, sígarettu- pakkann hjá sér og tópas eða ópal í skúffunni. Samfélagið sem við áttum var því aðallega þar. Þá sat ég yfirleitt á göngugrind- inni hennar og við hlógum og gerðum grín að hvor annarri. Hún sagði mér sögur af því hvernig hún og Njáll hefðu byggt húsið á Borgarholtsbrautinni frá grunni og frá allri fjölskyldunni sinni. Ég gerði mér þá grein fyr- ir að ákveðni og staðfesta var eiginleiki sem var ríkur í henni og kom henni langt áfram. Ég ákvað einu sinni að gerast einkaþjálfarinn hennar ömmu og við fórum í göngutúr út að búð og til baka. Sú var dugleg, hún kom með mér og fór alla leið, ég tók ekki eftir því fyrr en heim var komið hve mikið þetta hafði tekið á fyrir hana. Það snerti mig djúpt í hjartað að hún skyldi ekki gefast upp. Þó ég kynntist ömmu bara sem eldri konu þá fékk ég að kynnast glæsileika hennar sem ungrar konu í gegnum fataskáp- inn hennar. En ófáar flíkur fékk ég að gjöf úr fataskápnum henn- ar. Ég held að það hafi glatt hana jafnmikið að sjá mig klæðast þeim og það gladdi mig að fá að eiga þær. Það voru forréttindi að eiga samfélag við ömmu Dóru, það voru forréttindi að drekka með henni kaffi, búa í húsinu sem hún byggði, biðja með henni og eiga hana að sem vin. Ég votta samúð mína allri fjölskyldunni og vinum og ég hlakka til að hitta ömmu Dóru aftur á himnum með frels- aranum okkar, Jesú Kristi. Guðríður Svava Óskarsdóttir. Theodóra J. Mýrdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.