Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 strengur og við skildum hvor aðra. Amma Jóhanna var stór kona, sjálfstæð og mikil týpa. Það gust- aði af henni og hún lét engan segja sér fyrir verkum. Hún hafði ríka réttlætiskennd og sterka eig- in sannfæringu sem hún fylgdi, fór ekki alltaf auðveldustu leiðina og eflaust í fleiri orrustur en buð- ust. En hún var einnig mikil fjöl- skyldukona og fyrir henni var fjölskyldan mikilvægust. Hún hafði mikla trú á börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum og fannst þau flottust. Mér hefur alltaf fundist amma vera á undan sinni samtíð. Hún var elegant og alla tíð mikil fylgi- skona mennta og jafnréttis. Fyrir henni gátu konur allt sem karlar gátu og oft gott betur. Hún varð stúdent úr Versló fyrir meira en 65 árum og fékk snemma öku- skírteini og keyrði tengdaföður sinn, Bjarna lækni í Hafnarfirði, í læknisvitjanir út um allt Reykja- nes því hann hafði ekki bílpróf. Þegar hún vildi giftast afa Jónasi, sem hún kynntist í gegnum Pál Ásgeir bróður sinn, sagði langafi Tryggvi að hún þyrfti fyrst að mennta sig svo hún gæti séð fyrir sjálfri sér ef á þyrfti að halda. Og hún menntaði sig, þau afi fengu síðar að eigast og voru glæsilegt par. Þau eignuðust átta börn og komust sjö þeirra á legg. Barna- börnin eru orðin 16 talsins og barnabarnabörnin sex. Okkur af- komendurna hvatti hún til dáða í leik og starfi. Miðstöð fjölskyldunnar var Kirkjuvegur 4 í Hafnarfirði í glæsilegu húsi sem þau afi byggðu og var heimili stórfjöl- skyldunnar í nær 60 ár. Þar var nóg af spennandi hlutum fyrir börn að skoða og kanna. Ógleym- anleg eru kalkúnaboðin á jóla- dagskvöld. Amma var sigld kona. Hún fylgdi afa til sérnáms í Bandaríkj- unum árið 1952 þar sem þau bjuggu í tvö ár og áttu upp frá því stóra ameríska ísskápa. Þau afi nutu þess í mörg ár að fara í frí til Portúgals og hlaða batteríin. Henni fannst mikilvægt að börnin hennar lærðu tungumál og sæju heiminn, og sendi börn sín í tungumálaskóla erlendis á sumr- in, löngu áður en slíkt var tíðkað. Einnig hvatti hún okkur barna- börnin til að kanna heiminn. Að mörgu leyti var hún óhefð- bundin amma. Seldi rafspenna frá portúgölsku fyrirtæki í virkj- anir og átti rosalega flotta kjóla keypta í útlöndum sem hún lánaði mér eins og ekkert væri til að sýna á tískusýningum í grunn- skóla. Alltaf var til nóg af ís í frystinum og fannst ömmu bara gott ef barnabörnin borðuðu vel af honum, ísinn væri hollur og ríkur af kalki. Mér hefur verið það ómetan- legt að eiga hana að í lífsins ólgu- sjó, amma samgladdist í vel- gengni og hvatti til dáða þegar á móti blés. Af fundi hennar og afa fór ég alltaf upplitsdjarfari og ríkari. Elskulegri ömmu Jó þakka ég samfylgdina og tilveran verður tómlegri án hennar. Ég veit að afi Jónas, sem amma sakn- aði svo mjög síðustu 13 árin, og Jonna hafa tekið vel á móti henni og saman munu þau vaka yfir okkur. Jóhanna Bryndís Bjarna- dóttir. Elsku amma, þá er komið að kveðjustund. Margar góðar minningar fara um hugann á stundu sem þessari. Þú varst ein- hver mesti karakter sem ég hef nokkru sinni kynnst. Blessunar- lega vorum við nánast alltaf í sama liði enda sterkari banda- mann varla hægt að hugsa sér. Þú varst óspör á hrósin og tilbúin að leggja ýmislegt á þig fyrir þitt fólk. Þú fylgdist svo vel með öllu, hvort sem það voru heimsmálin, pólitík, tíska eða enski boltinn. Já, áhugi þinn á enska boltanum. Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst nú ansi flott að eiga ömmu sem þekkti vel til manna eins og Erics Cantona, Ryans Giggs og Christianos Ronaldos. Það vakti ekki minni athygli að eiga ömmu sem seldi portúgalska rafspenna í virkjanir. Ég man hvað það var gaman að spjalla við ykkur afa þegar ég var að vinna í garðinum ykkar og hvað ég var ánægð þeg- ar nýtyrfða grasflötin fékk nafnið Olluflöt mér til heiðurs, enda vor- uð þið þau einu sem fenguð að kalla mig Ollu. Öllum jóladags- boðunum með tilheyrandi fjöri. Og ekki má gleyma öllum ísunum sem borðaðir voru á Kirkjuveg- inum enda óhætt að segja að ís hafi lengi verið aðalréttur húss- ins. Já amma, þú varst alveg ein- stök. Nú eruð þið afi sameinuð á ný og með Jonna litla. Ég veit þú saknaðir afa svo mikið og það hafa eflaust orðið miklir fagnað- arfundir hjá ykkur. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér í gegnum tíð- ina. Ég á eftir að sakna þín mikið en veit að þú ert á góðum stað. Þín Ólöf Kristjana (Olla). Elsku amma Jóhanna, Takk fyrir allan ísinn. Takk fyrir að kenna mér að beita súkkulaðisósunni rétt þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í mjólkurhristingsgerðinni forðum daga. Þegar ég hugsa til baka til ykkar afa á Kirkjuvegi 4 þá fyllist hjartað í mér af mikilli hamingju- tilfinningu. Í mínum huga var Kirkjuvegurinn einhvers konar himnaríki þar sem allsnægtum rigndi alla daga. Þar var alltaf til nóg af ís, og ef mér skjátlast ekki þá var ísinn í raun fundinn upp í eldhúsinu á Kirkjuvegi 4. Þar ríkti alltaf mikil gleði og húsið var hrein ævintýraveröld, þar sem við systkinin upplifðum ýmislegt saman. Jólaboðin sem þið afi hélduð voru engu lík; kalkúnninn og Kirkjuvegssósan skipa stóran sess í hjarta mér, og oft var skál- að í púrtvíni í tilefni jólanna (ég var mjög stoltur 14-15 vetra drengur þegar mér var boðið púrt til að skála með í fyrsta skipti á ævinni, þá leið mér eins og ég væri kominn í fullorðinna tölu). Já amma mín, þú kunnir svo sannarlega að taka á móti gestum og varst mjög dugleg að skála fyrir fjarstöddum. Þú hafðir mjög gott lag á því að hrósa mér og frændsystkinum mínum fyrir allt mögulegt, og mér þykir sérstak- lega vænt um það að ef ekkert til- efni var til að hrósa okkur, þá hafðir þú einfaldlega orð á því við foreldra okkar (svo að við heyrð- um til að sjálfsögðu) hversu myndarleg við værum eða hversu myndarlegur hópur þetta væri. Mér hefur alltaf liðið vel innra með mér eftir heimsóknir til þín á Kirkjuveginn eða í Boðaþing og sú kærleikslíðan situr ofarlega í huga mínum nú. Að öllu þessu sögðu þá er lítil hæka sem ég vil deila með þér á þessum vegamótum í mínu lífi, og útskýrir betur en mörg orð hvernig mér líður. Þetta ljóð orti ég aðfaranótt 21. desember 2008 við svipaðar aðstæður og ég upp- lifi á líðandi stund: Sorgir, gleði, ást, tilfinningar, minningar, við söknuð minn kljást. Elsku amma. Það er alltaf erf- itt þegar leiðir skilja, og nú kveð ég þig. Ég veit að afi Jónas tók vel á móti þér þegar þú fórst til himna og nú eruð þið loks sam- einuð á ný, megi ljós ykkar skína skært að eilífu. Þitt barnabarn, Óskar Hraundal Tryggvason. „Velkomin – þú ert sólargeisli á heimilinu.“ Þessi ómótstæðilega kveðja frú Jóhönnu Tryggvadótt- ur er lýsandi fyrir móttökurnar sem ég fékk í heimsóknum mín- um á Kirkjuveg 4, og spanna nú fjögurra áratuga skeið. Sex ára stelpu líður slík upplifun seint úr minni. Ég verð örlögunum ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst dótt- urinni Jóhönnu Jónasdóttur, eða Hönnu strax í leikskóla. Ljúfar minningar tengjast uppvexti okk- ar og kynnum mínum af sex systkinum Hönnu og foreldrum, frú Jóhönnu Tryggvadóttur og Jónasi Bjarnasyni lækni. Vinátta okkar hefur haldist alla tíð síðan. Heimili þeirra hjóna var glæsi- legt og hafði yfir sér menningar- brag. Fyrir okkur vinkonurnar var heimilið einfaldlega heimur ævintýranna. Kjallarinn var leik- svæðið og hljóðverið, blómaskál- inn var setustofan þar sem mikið var bollalagt og í eldhúsinu voru kvöldverðir með fjölskyldunni eftirminnilegir. Allt var stórt í sniðum á þessu stóra heimili og ekki var hægt að hafna boði um að taka þátt í bakstri þar sem 12 döðlubrauð voru hrærð í fati á stærð við þvottabala. Hollustu- fæðið krúska var snemma kynnt til sögunnar og þótt það bragð- aðist ekkert sérstaklega vel í fyrstu þá skánaði það þegar frá leið og gerði okkur bara gott. Stofan var virðuleg og falleg en jafnframt notalegur íverustaður fjölskyldunnar þar sem málin voru reifuð í lok dags, bókahornið uppfullt af fróðleik og frímerkja- safn Jónasar hafði mikið aðdrátt- arafl. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast frú Jóhönnu og fjölskyldu svo náið. Hún var glæsileg kona, stórbrotin persóna og fylgin sér og hikaði ekki við að fara ótroðnar slóðir ef málstað- urinn var henni kær. Jóhanna var fyrirmynd og frumkvöðull. Ég minnist þess að hennar nafn rat- aði inn í kennslustofu viðskipta- fræðinema þegar eiginleikar frumkvöðla voru ræddir og greindir. Hún átti sæti í stjórn fjölskyldufyrirtækisins Júpíters hf., ávann sér fyrst kvenna á Ís- landi svarta beltið í júdó, stofnaði og rak Heilsuræktina í Glæsibæ um skeið og hún var umboðsmað- ur fyrirtækis í Portúgal sem seldi t.d. Landsvirkjun tækjabúnað. Ég minnist margra góðra stunda þar sem rætt var um allt milli himins og jarðar. Eitt þeirra mála sem henni voru hjartfólgin var saltfisksútflutningur og sú fá- keppni sem ríkti hér áður fyrr í útflutningi sjávarafurða. Hún var óþreytandi að ræða málin við okkur sem vorum að komast til vits og ára og hvatti okkur með ráðum og dáð til góðra verka. Við vinkonurnar tókum gjarnan að okkur létt húsverk, tiltekt og vinnu í garðinum, og fengum þá verðlaun t.d. í formi leikhúsferða ef vel var að verki staðið. Umfram allt var Jóhönnu annt um fjölskyldu sína. Samhent og víðsýn gættu þau hjónin vel að menntun barna sinna og lögðu kapp á að þau stunduðu tungu- málanám á erlendri grund. Ég kveð Jóhönnu með þökk í hjarta. Fjölskyldan á Kirkjuveg- inum hefur án efa átt mikinn þátt í að móta sýn mína á lífið og verið mér dýrmætt veganesti. Blessuð sé minning einstakrar konu. Ég votta kærri æskuvin- konu minni Hönnu, systkinum hennar og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Björk Þórarinsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SESSELJA GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, Deddý, Hörðukór 5, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 6. janúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð heimahlynningar Landspítalans s. 543 1159. Einar Emil Finnbogason, Guðrún Ásta Einarsdóttir, Gísli Sverrisson, Ómar Einarsson, Svanlaug R. Finnbogadóttir, Viðar Einarsson, Auður Á. Markúsdóttir, Örn Einarsson, Karólína Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDUR C.S. THORARENSEN fv. apótekari, Klapparstíg 3, Reykjavík, sem lést á Landspítala Fossvogi þriðju- daginn 20. desember, verður jarðsunginn frá Garðakirkju fimmtudaginn 5. janúar kl. 15.00. Unnur Long Thorarensen, Ragnheiður Katrín Thorarensen, Elín Thorarensen, Úlfar Örn Friðriksson, Unnur Alma Thorarensen, Sindri Sveinbjörnsson, Stefán Thorarensen, Ástríður Thorarensen, Baldvin Hafsteinn Thorarensen, Ásta Michaelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, SVAVAR F. KJÆRNESTED skrúðgarðyrkjumeistari, Kleppsvegi 134, Reykjavík, sem andaðist að kvöldi sunnudagsins 25. desember, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 15.00. Svanlaug Jónsdóttir, Borgþór S. Kjærnested, Ragnheiður Kjærnested, Ásmundur Jónsson, Erna S. Kjærnested, Gunnar Benediktsson, Kolbrún Svavarsdóttir, Heiðar Bjarndal Jónsson, Erling S. Kjærnested, Anna Sigurrós Össurardóttir, Þórhildur S. Kjærnested, Kristinn Friðjónsson, Sigrún Alda S. Kjærnested, Kristófer Kristófersson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg unnusta mín, stjúpmóðir, dóttir og systir, G. EYRÚN GUNNARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, þriðjudaginn 3. janúar, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, sími 543 1159. Árni Snær Kristjánsson, Jóhann Grétar Árnason, Gunnar Þórðarson, Rannveig Rúna Viggósdóttir, Unnur Guðný Gunnarsdóttir, Gísli Jóhannsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, STEFÁN S. BJARNASON skipatæknifræðingur, sem lést á heimili sínu að Kambahrauni 19, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar kl. 15.00. G. Sigríður Geirsdóttir, Bjarni Stefánsson, Lillian Gundestrup-Sørensen, Halldór Ásgrímur Stefánsson, Guðrún Bjarnadóttir Bergese, Margrét Rósa Bjarnadóttir. Elsku amma Villa. Mikið hvað ég sakna þín, ég trúi því varla að þú sért farin frá okkur, þú fórst svo snögglega. Ég á eftir að sakna þess að mest að ræða við þig um lífsins mál, þú hafðir svo sterkar skoðanir á öllu og lést þig allt saman varða. Ég gat alltaf leitað til þín varðandi mín vandamál og mína drauma. Ég leitaði t.d. nokkrum sinnum til þín í gegnum námið, til þess að fræðast um miðbæinn og þegar ég skrifaði um Laugaveg 34, hús- ið sem þú ólst upp í. Þú sagðir mér skemmtilegar sögur af því hvernig það hefði komið til og hvernig miðbærinn hefði litið út þá. Sögurnar þínar voru alltaf óborganlegar og létu mig alltaf langa að ferðast aftur í tíma og lifa á meðal þinna samferða- manna. Það var líka alltaf svo ótrúlega Vilborg Guðsteinsdóttir ✝ Vilborg Guð-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1927. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítala v. Hringbraut 7. des- ember síðastliðinn. Útför Vilborgar fór fram frá Há- teigskirkju í Reykja- vík þriðjudaginn 20. desember 2011. gaman að koma í pössun til þín sem barn, ég fékk alltaf coca puffs fyrir háttinn og las svo Tinnabækurnar þangað til ég sofn- aði, þegar ég vakn- aði svo fékk ég að horfa á Stöð2 langt fram eftir degi. Oft- ar en ekki voru Friðrik og Stefán í pössun líka og þá var alveg sér- staklega mikið fjör. Svo var siður að fara upp í Hallgrímskirkju- turn og skoða útsýnið yfir borg- ina okkar, því næst var haldið niður að Tjörn til að gefa önd- unum brauð og svo var rúntinum lokið í Kolaportinu. En hvað það var mikið uppáhalds að koma í pössun til ömmu Villu. Hreinskilni, kæti, kímni og þrjóska eru allt saman fullkomin orð til þess að lýsa þér, ég hafði alltaf svo gaman af því að heyra þínar skoðanir á lífinu og tilver- unni, á málum sem skiptu ann- aðhvort miklu máli eða jafnvel engu máli. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar ég fór með ykkur afa út í Viðey í ferminguna hans Stefáns og ég tók eftir því að þú leist niður á fæturna á mér allnokkrum sinnum í veislunni og ég sá að þú varst að velta ein- hverju fyrir þér. Þegar við vorum svo á leiðinni heim gastu svo ekki setið á þér lengur og sagðir við mig: „Sigurlín mín, mikið hrika- lega ertu í ljótum skóm en af- skaplega ertu með fallega fætur.“ Ég hafði aldrei áður fengið jafn mikið hrós fyrir fæturna á mér og var því hæstánægð með það, svo var ég líka sammála þér að skórnir voru bara frekar ljótir. Um daginn var sagt við mig að minningargreinar væru leið fólks til þess að segja allt það góða sem það myndi í fari manneskjunnar, enda væri það það eina sem skipti máli þegar upp væri staðið, ann- að gleymdist. En það ótrúlegasta við mannskepnuna er það að hún þurfi að bíða með að segja ann- arri manneskju allt það fallega og góða í fari hennar þangað til það er of seint. Ég vona að fólk venji sig á það að ná sáttum í sínu lífi og að tala út um það sem það þarf að ræða, en enn fremur vona ég að fólk læri að biðjast fyrirgefn- ingar og að sama skapi að það læri að fyrirgefa. Ég hef heyrt að það eina sem maður sjái eftir í lífinu þegar að lokum sé komið, sé það sem mað- ur gerði ekki eða sagði ekki. Ég vona af þú hafir alltaf fundið fyrir því hversu mikið álit ég hafði á þér og hvað mér þótti sérstak- lega vænt um þig, ég vildi að ég hefði sagt það miklu oftar við þig. Sigurlín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.