Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
Á ritstjórn þýska dagblaðsinsFrankfurter Allgemeine Zeit-
ung hafa menn gert þau mistök að
fylgjast ekki nægilega náið með frá-
sögnum ráðamanna hér á landi af
stöðu evrunnar. Ef blaðamenn FAZ
hefðu hlustað betur á útskýringar á
því hvers vegna einmitt nú sé svo
gott fyrir Ísland að sækja um aðild
að Evrópusambandinu og þar með
evrunni, þá hefðu þeir sennilega
ekki skrifað á gamlársdag um evr-
una eins og þeim varð á að gera.
Greinin heitir „Úrsögn úr evrunnier möguleiki“ og þar er í löngu
máli rætt um tæknilegar hliðar þess
að hluta evrusvæðið í sundur eða að
leggja evruna niður. Fjallað er um
að þetta megi gera með einróma
samþykki leiðtoga ríkjanna og kom-
ast þannig framhjá þingum þeirra.
Þá er farið út í útskýringar á þeim
gjaldeyrishöftum sem þyrfti tíma-
bundið að setja, seðlana sem þyrfti
að prenta, og svo framvegis.
Ennfremur er bent á að gangiGrikkland úr skaftinu hljóti
fleiri jaðarríki að fylgja með, því að
annars myndi evrusvæðið sem eftir
er skorta trúverðugleika.
Allt eru þetta mjög athyglisverð-ar vangaveltur og lýsa því vel
hvernig eitt virtasta dagblað Þýska-
lands metur stöðu evrunnar og
framtíðarhorfur hennar.
En þá ber auðvitað að hafa í hugaað FAZ hefur gert þau mistök
að hlusta ekki á evrufræðingana og
efnahagssérfræðingana í ríkisstjórn
Íslands. Slík grein hefði vitaskuld
verið talin óþörf ef upplýsingar úr
þeirri átt hefðu legið fyrir.
Mistök FAZ
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.1., kl. 18.00
Reykjavík -7 léttskýjað
Bolungarvík -7 léttskýjað
Akureyri -1 snjókoma
Kirkjubæjarkl. -7 léttskýjað
Vestmannaeyjar -3 heiðskírt
Nuuk -16 léttskýjað
Þórshöfn 2 skúrir
Ósló 1 skýjað
Kaupmannahöfn 6 skýjað
Stokkhólmur 5 léttskýjað
Helsinki 0 slydda
Lúxemborg 5 skýjað
Brussel 7 léttskýjað
Dublin 3 skýjað
Glasgow 3 skúrir
London 7 léttskýjað
París 7 léttskýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 6 skýjað
Berlín 7 skúrir
Vín 2 alskýjað
Moskva -2 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 12 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 13 léttskýjað
Aþena 7 heiðskírt
Winnipeg -16 léttskýjað
Montreal 2 skýjað
New York 3 heiðskírt
Chicago -6 snjókoma
Orlando 16 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:18 15:47
ÍSAFJÖRÐUR 11:59 15:15
SIGLUFJÖRÐUR 11:44 14:57
DJÚPIVOGUR 10:56 15:08
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fyrirtækið Aðstoð og öryggi ehf.
(A&Ö) er í auknum mæli farið að
rannsaka vettvang fyrir trygginga-
félögin, ekki aðeins að því er varðar
umferðaróhöpp.
Ómar Þorgils Pálmason, fram-
kvæmdastjóri A&Ö, starfaði í 20 ár
hjá lögreglunni í Reykjavík, þar af
átta ár í tæknideild. Birgir Hilmars-
son, samstarfsmaður hans í A&Ö, á
að baki 13 ára starf sem lögreglu-
maður. Þeir kunna því vel til verka.
A&Ö hefur einkum fengist við
vettvangsrannsóknir umferðar-
óhappa og er með vefsíðuna arekst-
ur.is. Ómar var spurður um aukna
þjónustu við tryggingafélögin.
„Við erum farnir að fara víðar á
vettvang en í sambandi við umferð-
aróhöpp, t.d. þar sem innbrot hafa
verið framin,“ sagði Ómar. Hann
nefnir að þeir skoði ekki einungis
árekstra heldur líka sviðsetta
árekstra og þar sem ökumenn stinga
af frá vettvangi.
„Tryggingafélögin vilja skoða bet-
ur innbrot þar sem grunur leikur á
að ekki sé allt með felldu,“ sagði Óm-
ar. Það eru þau tilvik þar sem grunur
leikur á tryggingasvikum. Hann
sagði slík mál alltaf hafa verið skoðuð
en nú sé hlutlaus aðili, A&Ö, fenginn
á vettvang. Ómar sagði að rannsókn-
ir þeirra rækjust ekki á rannsóknir
lögreglunnar. A&Ö kemur alltaf eftir
að lögreglan hefur gert sínar rann-
sóknir.
Ómar sagði að eftir átta ára starf í
tæknideild lögreglunnar hefði hann
mikla reynslu af rannsóknum á vett-
vangi. Hann nýtir þá reynslu hjá
A&Ö. Ómar sagði að ákveðin breyt-
ing hefði orðið hjá lögreglunni og
tæknideild hennar sinnti ekki rann-
sókn á innbrotum í sama mæli og hún
gerði áður.
Hann telur það kost að A&Ö sé
óháð fyrirtæki og geti nálgast rann-
sóknina á annan hátt en lögreglan.
A&Ö skoði málin frá hlið trygginga-
félaganna en lögreglan rannsaki
málin einkum með tilliti til mögu-
legra hegningarlagabrota. Ómar
sagði tryggingafélögin ráða því alfar-
ið hvað þau gera með niðurstöður
vettvangsrannsókna A&Ö.
Ómari telur að tryggingasvik hafi
mögulega færst í aukana með versn-
andi efnahag. „Sem betur fer eru
95% af fólki strangheiðarleg og ekki í
neinum svona pælingum. En það er
alltaf eitthvert hlutfall sem ákveður
að fara svona leiðir,“ sagði Ómar.
„Við skoðum bara brotabrot af þeim
innbrotum sem eru gerð á höfuð-
borgarsvæðinu. Oft eru það mál þar
sem grunur er um eitthvað mis-
jafnt.“
Ómar taldi það mjög gott fyrir alla
sem brotist er inn hjá að fá vett-
vangsrannsókn á borð við þá sem
A&Ö gerir. „Við förum ekki til fólks
með það fyrirfram í huga að það sé
eitthvað misjafnt í gangi. Það er gott
fyrir fólk ef við getum staðfest að
málið sé eins og það hefur tilkynnt,“
sagði Ómar.
Aukin vitund um tryggingasvik
„Við erum meira vakandi fyrir
mögulegum tryggingasvikum en við
vorum. Á undanförnum árum höfum
við orðið vör við fleiri meint vátrygg-
ingasvik en áður,“ sagði Agnar Ósk-
arsson, framkvæmdastjóri tjóna-
sviðs VÍS. Hann leggur áherslu á að
langflestir tryggðra sem sæki bætur
vegna tjóns séu heiðarlegir og leggi
ekki stund á tryggingasvik.
Agnar sagði dæmi um að trygg-
ingasvikamál hefðu farið alla leið í
gegnum dómskerfið. Hann nefndi
t.d. árekstur sem var sviðsettur á
Vatnsenda fyrir nokkrum árum til að
svíkja út bætur. Því máli lyktaði með
dómi þar sem tryggingafélagið var
sýknað af bótakröfu.
Skoðunarmenn VÍS skoða vett-
vang innbrota og gæta sérstaklega
að því hvort eitthvað sé þar ekki með
felldu, að sögn Agnars. Hann sagði
það hafa komið fyrir að innbrot hefðu
reynst vera sviðsett. Í slíkum tilvik-
um sé málið kært til lögreglunnar.
„Vitundin um þessi brot hefur ver-
ið að vakna undanfarin misseri,“
sagði Kjartan Vilhjálmsson, yfirmað-
ur tjónaþjónustu TM. „Það eru fleiri
mál kærð til lögreglu og rannsökuð
með tilliti til þessa.“
Kjartan sagði að á málþingi Sam-
taka fjármálafyrirtækja í fyrra hefðu
erlendir sérfræðingar metið það svo
að Ísland sé í þessu tilliti nú statt þar
sem önnur norræn ríki voru fyrir
áratug.
Hann sagði að TM kærði til lög-
reglu þegar staðfestur grunur væri
um að reynt hefði verið að fremja
tryggingasvik. Kjartan segir að
mörgum málum þar sem grunur leiki
á tryggingasvikum ljúki með því að
vátryggingafélagið hafni einfaldlega
bótaskyldu. Sá tryggði láti þá þar við
sitja. Alvarlegustu málin rata til
ákæruvaldsins.
A&Ö rannsakar bæði vett-
vang árekstra og innbrota
Rannsaka fyrir tryggingafélögin Tryggingasvik eru talin hafa færst í vöxt
Morgunblaðið/Eggert
Innbrot Dæmum hefur fjölgað um að reynt hafi verið að sviðsetja innbrot
og umferðaróhöpp til að svíkja út tjónabætur frá tryggingafélögunum.
Vettvangsrannsóknir Aðstoðar
& öryggis ehf. (A&Ö) á inn-
brotum fyrir tryggingafélögin
hafa orðið til þess að upplýsa
um stórfelld tryggingasvik. Tal-
ið var víst að innbrot hefðu ver-
ið sviðsett í a.m.k. átta tilvikum
á síðustu tveimur árum til þess
að svíkja út tryggingabætur.
Þá komst upp um mann sem
talið er að hafi svikið út á þriðja
tug milljóna úr atvinnutrygg-
ingu hjá tryggingafélagi á tíu
ára tímabili.
Maðurinn aflaði sér falinna
tekna í gegnum þrjú einkahluta-
félög sem hann tengdist á sama
tíma og hann taldi trygginga-
félaginu trú um að hann væri
óvinnufær með öllu.
Milljóna svik
TRYGGINGASVIK UPPLÝST