Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 ✝ Hulda Þórð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 21. feb. 1927. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 25. des- ember 2011. Foreldrar henn- ar voru Þórður Ágúst Jónsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu í Reykjavík, f. 26.8. 1896, d. 14.9. 1975, og Josefine Charlotte Olsen, f. 19.12. 1895, d. 20.4. 1971. Systur Huldu eru 1) Svana Ingibjörg Þórðarsóttir, hárgreiðslumeistari, f. 11.10. 1930. Sonur hennar er Þórður Kristinn Kormáksson, f. 27.9. Börn hennar eru Karl Hrannar, Árni Freyr og Elín Edda. Hulda hóf sambúð árið 1998 með Hólmsteini Þórarinssyni, loftskeytamanni frá Siglufirði, f. 1.12. 1926. Börn Hólmsteins eru Jóninna, Sigurður, Oddný og Díana. Hulda og Hólmsteinn áttu bæði heimili á Fossvegi 10, Siglufirði og á Laugarnesvegi 112, Reykjavík. Stóðu heimili þeirra ávallt opin öllum sem leið áttu hjá og voru þau einkar gestrisin. Hulda ólst upp í Norðurmýr- inni í Reykjavík. Hún útskrif- aðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Hulda starfaði í Út- vegsbankanum í Lækjargötu alla sína starfsævi eða í rúm 42 ár. Hulda var jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. janúar 2012. 1951. 2) Charlotta Olsen Þórðardóttir, sjúkraliði, f. 8.3. 1936. Gift Úlfari Gunnari Jónssyni húsasmíðameistara og eiga þau þrjú börn: a) Karl Ágúst Úlfarsson, f. 3.2. 1956, d. 1.12. 1990. Kona hans Henrí- etta Haraldsdóttir. Dætur þeirra eru Charlotta og Josefine. b) Hulda Hrönn Úlfarsdóttir, f. 27.7. 1963. Gift Aðalsteini Finsen. Börn þeirra eru Úlfar Gunnar, Karen Ósk, Ólafur Karl, Dagur Kári og Eva Hrönn. 3) Edda Sól- veig Úlfarsdóttir, f. 16.8. 1967. Hún Hulda hans pabba er látin eftir stutta en erfiða sjúkrahús- legu. Síðasta minning pabba um Huldu heilbrigða og lífsglaða er þar sem hún stendur og vinkar honum á næstefsta stigapalli á leið í lagningu. Okkur systkinin langar að segja ykkur frá stuttri en fallegri ástarsögu okkar ást- kæra föður, Hólmsteins Þórarins- sonar, og Huldu hans pabba eins og við kölluðum hana. Þau hittust fyrst fyrir rúmum fimmtíu árum er faðir okkar var hér við nám í Loftskeytaskóla Íslands. Ungi maðurinn faðir okkar hélt síðan heim á æskustöðvarnar að námi loknu og fór að vinna. Unga stúlk- an varð eftir í Reykjavík. Á æsku- stöðvunum beið hans gömul kær- asta og þau endurnýjuðu sambandið. Unga stúlkan úr Reykjavík kom víst erindisleysu í heimsókn norður á Siglufjörð. Ár- in líða, Hólmsteinn eignast fjöl- skyldu, fjögur börn og eiginkonu. Hulda lifði góðu og viðburðaríku lífi en giftist ekki. Hún vann mest- allan starfsaldur sinn í gamla Út- vegsbankanum. Hún talaði af væntumþykju og virðingu um gamla vinnustaðinn sinn og sam- starfsmenn. Hún átti tvær systur, Svönu og Charlottu, sem lifa hana báðar. Þær systur eignuðust báð- ar fjölskyldur og tók Hulda fullan þátt í uppeldi barna þeirra og er fram liðu stundir einnig í lífi og starfi barnabarna þeirra systra. Hulda fylgdist með lífi pabba norður á Siglufirði í öll þessi ár. Pabbi verður svo ekkjumaður haustið 1996 og hélt upp á 70 ára afmælið með börnum og barna- börnum hér á höfuðborgarsvæð- inu. Hulda vissi af þessum tíma- mótum og var hvött af systrum sínum til að hafa samband við hann en ekkert varð af því í þetta sinn. Til að gera langa sögu stutta þá hittust Hulda og pabbi aftur hinn 2. janúar 1998. Áður en þau hittust urðu símtölin bæði löng og mörg eins og gengur og gerist hjá ástföngnu fólki. Sambúð pabba og Huldu var einstaklega góð. Vænt- umþykjan og umhyggjusemin var til fyrirmyndar. Faðir okkar átti heimili á Siglufirði og Hulda í Reykjavík. Hvernig skyldi það mál hafa verið leyst? Jú, þau skiptust bara á að vera á Sigló og Reykjavík. Ein jól á Sigló, þau næstu í Reykjavík. Þannig leið tíminn og við systkinin vorum al- sæl yfir að vita af þeim saman. Þau voru hamingjusöm og lifðu innihaldsríku lífi. Þau fóru tvisvar til Noregs að heimsækja sonarson sinn og fjölskyldu hans. Þau ferð- uðust einnig innanlands með fé- lagi aldraðra á Siglufirði. Árleg vikudvöl þeirra á Hótel Örk er okkur systkinunum minnisstæð vegna þess að pabbi vann alltaf helgardvöl í bingó eða félagsvist. Ferðirnar á Örkina urðu því tvær en ekki ein á ári. Við systkinin þökkum Huldu fyrir að færa okkur pabba hingað suður svo við þurftum ekki að leggja eins oft land undir fót til að heimsækja hann. Við þökkum henni fyrir allar ánægjustundirn- ar sem við höfum átt með þeim. Við þökkum fyrir hversu ærleg og góð manneskja hún var. Mest af öllu þökkum við Huldu fyrir að gera pabba okkar hamingjusam- an. Við systkinin biðjum Guð að blessa Huldu og megi góðar minn- ingar ylja föður okkar um ókomna tíma. Jóninna Hólmsteinsdóttir. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (H. Laxness) Elsku besta systir okkar, sem gafst okkur svo mikla hlýju og blíðu með fallegri framkomu þinni, ást og umhyggju, þú varst fyrirmynd okkar og barnanna okkar í einu og öllu í lífinu. Hvíldu í friði, elsku systir, Svana og Charlotta. Hulda „frænka“ var frænka æskuvinkonu minnar, Huldu Hrannar. Ég hef þekkt hana nán- ast allt mitt líf og mér þótti alveg óskaplega vænt um hana. Hún var einhver allra besta manneskja sem ég hef á ævinni kynnst. Hulda frænka var óvenjuleg kona. Hún var alltaf jákvæð og alltaf glöð. Hún var einstaklega hjálpsöm, hlý og öllum velviljuð. Hún var alltaf að sinna einhverj- um. Fyrst foreldrum sínum og síðar systrum og fjölskyldum þeirra. Hún vildi allt fyrir alla gera og naut sín best þegar hún gat hjálpað og létt undir með sínu fólki. Þegar Hulda Hrönn flutti með fjölskyldu sína til Englands flutti Hulda frænka þangað með henni til að aðstoða með börnin og heim- ilið. Þær voru alla tíð mjög sam- rýndar og miklar vinkonur. Ég bjó þar líka á þessum tíma og við hittumst oft og gerðum margt saman. Vinátta okkar þroskaðist. Hulda frænka var alveg óskap- lega góð við mig og fjölskyldu mína og við eigum margar góðar minningar frá þessum tíma. Það var alltaf gaman að hitta hana og hún var alltaf svo kát og hress og til í allt. Hulda frænka var alveg einstaklega barngóð og því fékk dóttir mín sannarlega að kynnast, enda elskaði hún Huldu frænku alla tíð. Örlögin höguðu því þannig að Hulda frænka hitti æskuást sína, Hólmstein, aftur fyrir nokkrum árum. Þá flutti hún til Siglufjarðar til að vera með honum. Þau voru mjög ánægð saman og síðustu æviárin voru Huldu góð. Fjölskylda Huldu reyndist henni vel og samband þeirra allra var einstaklega fallegt. Hulda hafði alltaf hugsað um þau og látið þau njóta sín. Á síðustu árum snerist þetta við. Fjölskyldunni var mjög umhugað um að Hulda frænka nyti sín og að henni liði vel. Þau báru hana á höndum sér og gerðu allt fyrir hana sem hægt var, öll sem eitt. Hulda naut sín í ástríkinu sem henni var sýnt. Hún átti það svo sannarlega skilið. Ég kveð þessa flottu konu, sem var út ævina örlát á tíma sinn og elsku, með virðingu. Það er mikið ríkidæmi í minningunum um Huldu frænku. Hólmsteini, systrum Huldu, fjölskyldum þeirra og öðrum ást- vinum votta ég innilega samúð. Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir. Elskuleg frænka okkar Hulda Þórðardóttir lést á jóladag. Hún lenti í slysi hinn 8. okt. og náði aldrei heilsu eftir það. Hún var sterk og hraust kona og lifði leng- ur en allir spáðu. Hún vildi ekki frá okkur fara og kaus hátíðleg- asta dag ársins, jóladag, til þess að kveðja. Það passaði ekkert annað þessari góðu konu. Hulda hét Karen Hulda Þórð- ardóttir en notaði þó alltaf bara Huldunafnið, en fékk viðurnefnið Hulda „frænka“ hjá okkur öllum í fjölskyldunni og langt út fyrir hana. Hún var móðursystir okkar, en var okkur svo miklu meira en það. Hún eignaðist engin börn sjálf en sagðist alltaf eiga okkur og það voru orð að sönnu því hún átti í okkur hvert bein. Frá því við vorum litlar vildum við gista hjá henni um hverja helgi, heimsótt- um hana oft á tíðum í Útvegs- bankann og fengum kakó og rúnn- stykki, löbbuðum með henni heim í Norðurmýrina með stoppum í ýmsum verslunum á Laugavegin- um og alltaf var hún að kaupa eitt- hvað fyrir okkur. Það var svo gott að vera með henni, því hún var svo einlæg og heil í öllu sem hún gerði. Hún var börnunum okkar afar góð. Alltaf gátu þau komið til hennar og leikið sér og dundað við alls kyns föndur og leiki. Hún geymdi allt sem þau gerðu eins og gersemar og henti aldrei neinu. Stundum fannst manni alveg nóg um þegar ekki sást í eldhúsborðið fyrir útklipptum pappírsdúkum og inni í stofu var búið að tjalda með teppum yfir borðstofuborðið. Þá sagði hún: „Hvað er þetta? Eitthvað verða blessuð börnin að hafa fyrir stafni, þau eru ekki full- orðið fólk. Ég laga þetta bara til á morgun,“ sagði hún og brosti svo góðlega. Hún setti sig inn í öll málefni barnanna og var þess vegna svo mikill vinur þeirra alla tíð. Ef það var körfubolti vakti hún yfir NBA með þeim langt fram á nótt, skipti svo yfir í enska boltann eða hand- boltann eftir því hvað var efst á baugi hjá þeim. Hjá henni var ekkert kynslóðabil, hún skildi allt og alla og studdi þau dyggilega. Huldu fannst mjög gaman að ferðast og ferðaðist mikið, bæði innanlands og erlendis. Talaði hún oft um það hvað henni þótti skemmtilegt að hafa getað dvalið í lengri tíma erlendis með nöfnu sinni í Englandi, eftir að hún fór á eftirlaun í bankanum, þar sem hún starfaði alla sína starfsævi. Í Útvegsbankanum í Lækjargötu starfaði Hulda í rúm 40 ár og fór á eftirlaun sextug. Hún sagðist ætla að njóta eftirlaunaáranna og það gerði hún svo sannarlega á sinn hátt með fjölskyldunni og börnun- um. Hún var alltaf afar glæsileg, ungleg og heilsuhraust kona. Þegar Hulda varð sjötug urðu straumhvörf í lífi hennar er hún kynntist aftur eftir 50 ár æskuást- inni sinni, honum Hólmsteini Þór- arinssyni frá Siglufirði. Tókust með þeim miklar ástir og voru þau saman æ síðan eða í tæp 14 ár, frá því 2. janúar 1998. Er þessi dagur því mjög sérstakur í lífi þeirra Hólmsteins og Huldu. Fjölskylda Hólmsteins tók Huldu opnum örmum eins og allir sem kynntust henni. Samband Huldu og Hólm- steins var sérstaklega einlægt og fallegt og saga þeirra einstök. Hulda var einstök. Þínar Hulda og Edda. Kveðja til elsku Huldu frænku okkar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku frænka, Úlfar Gunnar, Karen Ósk, Ólafur Karl, Dagur Kári og Eva Hrönn Finsen. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Elsku Hulda okkar, þú varst okkur svo dýrmæt. Alltaf til stað- ar fyrir okkur. Við vitum ekki hvernig við sjáum fram á veginn án þín. Við reynum að halda áfram með gildin þín að leiðarljósi. Þú gafst okkur svo mikið, svo mikla visku og kærleik, með trega og söknuði kveðjum við þig, minning þín verður ljós í lífi okkar. Takk fyrir allt, elsku frænka. Þín, Karl Hrannar, Árni Freyr og Elín Edda. Hulda frænka var yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var lítil, nett og gullfalleg, alltaf klædd í fín föt og átti fullt af flottum skóm – í mínum huga var hún algjör pæja. Hulda var ein- stök kona, hjartahlý, sá það besta í fari allra og var mér mikil fyr- irmynd. Í hvert sinn sem ég hitti hana fylltist hjarta mitt af gleði og ég gat ekki annað en brosað. Hulda og Hólmsteinn voru eins og ástfangnir unglingar, eitt krútt- legasta par sem ég hef hitt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga Huldu að og hún fær mig til að vilja vera betri manneskja. Elsku Hulda mín, megir þú hvíla í friði. Ég elska þig uppáhalds- frænka mín, þín verður sárt sakn- að. Þín frænka, Josefine Karlsdóttir. Hulda frænka kvaddi þennan heim á jóladagsmorgun eftir stranga baráttu á Landspítalan- um eftir að hafa dottið 8. október. Hulda frænka var yndislegust allra, einstök, hlý, einlæg, falleg og stórglæsileg kona. Hún tók vel á móti öllum með fínu svuntuna sína, hlýjaði manni um hjartaræt- ur með fallegu röddinni sinni, góða kaffinu og kökunum á líflega heimilinu sínu. Hún gaf ávallt frá sér góða strauma og var stjarna bæði að utan sem innan og var mér mikilvæg fyrirmynd. Hulda frænka elskaði börn og kom fram við dætur mínar sem sínar eigin. Hún mundi öll afmæli, var hug- ulsöm, félagslynd og átti alltaf einföld svör við öllu sem hittu beint í hjartastað. Hinn 3. október var ég á heim- leið og fann í hjarta mínu að ég ætti að kíkja í kaffi til Huldu og Hólmsteins. Hulda tók á móti mér glöð að vanda, við áttum góða stund saman, spjölluðum um dag- inn og veginn, hlógum og rifjuðum upp gamlar góðar minningar. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þessa stund með henni. Hinn 8. október var mér til- kynnt að Hulda frænka hefði orð- ið fyrir slysi. Í framhaldinu hófst mikil raun og þeir voru ófáir dag- arnir sem við áttum saman í þess- ari ströngu og miklu baráttu. Að- faranótt aðfangadags var mér svo hjartnæm, að hafa legið þér við hlið og haldið í hönd þína, burstað hár þitt og strokið þér með votum klút um vangann. Ég mun alltaf varðveita þessa stund í hjarta mínu, elsku Hulda mín. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að standa með þér í þessari baráttu eins og þú stóðst við hlið mér og dætra minna þegar Kalli minn dó. En vegir drottins eru órannsak- anlegir og núna ertu komin til föð- ur okkar á himninum. Ég veit að þér líður vel núna í faðmi ljósanna og það er mikil huggun í því að þú munir hvíla við hlið Kalla míns. Elsku Hólmsteinn minn, megi góður Guð varðveita þig og blessa og gefa þér styrk og áframhald- andi trú á því góða í lífinu. Þín Henríetta Haraldsdóttir. Það er gífurlega erfitt að finna réttu orðin til að kveðja konu eins og Huldu frænku svo skiljist hve mikilvæg og dásamleg manneskja hún var. Fyrir mig og systur mín- ar var Hulda eins og athvarf í stormi með rólyndi sínu, jafnaðar- geði og hlýju viðmóti. Hún opnaði heimili sitt og hjarta fyrir fólki skilyrðislaust og gaf sig eðlislægt að þeim sem mest þurftu á að halda. Sem barn var heimili Huldu frænku griðastaður þar sem maður var alltaf velkominn og ávallt tekið á móti okkur með brosi, brandara, ristuðu brauði og kakói eftir langan og strangan dag. Gjafmildi Huldu frænku var ómetanleg, ekki endilega í verald- legum gæðum heldur í óendaleg- um forða af hlýju, visku, skap- styrk og tíma sem hún veitti óspart af. Á fullorðinsárum voru samskiptin ekki eins mikil og ég hefði óskað en maður mætti sama hlýja viðmótinu þrátt fyrir það og kunni jafnvel enn betur að meta húmor og persónuleika þessarar litlu konu sem svo auðvelt var að líta upp til. Það er skært ljóst horfið úr heiminum við fráhvarf Huldu frænku, en ég mun alltaf eiga sér- stakan stað í hjarta mínu fyrir hana, eins og líklega allir sem hittu hana á sinni lífsleið, og kannski getum við í sameiningu fyllt aðeins í skuggana með björt- um minningum um einstaka manneskju. Jórunn Ólafsdóttir. Á jóladagsmorgun fregnuðum við að elsku Hulda væri látin eftir erfiða baráttu á Landspítalanum. Þó að ég hafi vitað hvað væri í vændum þá er raunveruleikinn ótrúlega sár og erfitt að hugsa sér tilveruna án Huldu. Hulda, eða Hulda frænka eins og allir kölluðu hana, var einstök kona sem átti stóran hluta af hjarta mínu. Allir sem kynntust henni heilluðust af persónuleika hennar og góð- mennskunni sem af henni stafaði. Hún var fyrirmynd í alla staði og erfitt að finna yndislegri konu. Dyr Huldu stóðu okkur ávallt opnar, hún var jákvæð, glöð, rétt- sýn, og alltaf til staðar. Hulda frænka var sannkölluð dama. Hún átti flottustu stígvélin og kápurnar sem ég dáðist að. Það eru til ófáar myndirnar þar sem ég var klædd í loðskinnshúfuna, pelsinn og leðurstígvélin, allt auð- vitað of stórt, en ég var þvílíkt ánægð með mig – glæsileg eins og Hulda frænka. Ég gleymi aldrei þegar ég var nýflutt til Íslands og hafði hand- leggsbrotnað í fimleikum, pabbi fór með mig til Huldu sem leist ekkert á þennan hvíta fatla og útbjó í staðinn þennan fína fatla fyrir mig úr silkislæðunni sinni. Það var alltaf gott að koma til Huldu hvort sem það var í Vest- urbergið eða á Laugarnesveginn, hún átti alltaf nóg af dóti. Það er svo skrýtið og lýsir persónuleika Huldu að það var allt betra hjá henni. Ristað brauð og te, sem er í uppáhaldi hjá mér, bragðaðist öðruvísi hjá Huldu. Maður gat setið með henni inni í eldhúsi og spjallað áreynslulaust um allt í léttu andrúmslofti – það var svo auðvelt að vera til hjá Huldu. Þar sem ég hef verið búsett í Svíþjóð síðasta eina og hálfa árið hitti ég Huldu minna en ég hefði viljað en hún var alltaf dugleg að hringja til að spjalla, segja mér frá Siglufirði og hvað þau Hólmsteinn voru að bralla. Hún leyfði mér líka að heyra hvað það gladdi hana að ég hefði flutt aftur til Svíþjóðar og rifjaði upp með mér góðar minn- ingar frá því hún heimsótti okkur þangað. Síðast þegar ég hitti Huldu var dóttir mín með í för og gleymdi sér einmitt í einum dótakassanum hennar, þeim sama og ég hafði leikið mér með í Vesturberginu sem lítil stelpa. Kalli pabbi minn átti sérstakan stað í hjarta Huldu líkt og hún hjá honum. Ég minnist þess að þegar hann dó þá stóð Hulda eins og klettur við hlið okk- ar fjölskyldunnar sem var ómet- anlegt. Það var alltaf hægt að treysta á Huldu. Það er einhvern veginn passandi að þau fái að hvíla saman núna og tilhugsunin um endurfundi þeirra veitir huggun og léttir á sorginni sem fylgir því að missa konu sem snerti okkur svo djúpt með mildi sinni og sam- úð, eiginleikar sem hún gaf skil- yrðislaust og frjálst til allra. Elsku Hólmsteinn, hugur minn er hjá þér en það var einstakt að fá að kynnast þér og upplifa hvað ykkur leið vel saman. Eftir sitja yndislegar minningar um ein- staka konu, minningar sem aldrei gleymast. Það eru forréttindi að hafa fengið að eiga Huldu að í gegnum árin. Hennar verður sárt saknað en ég veit að nú er hún á betri stað, í faðmi pabba míns. Elsku Hulda, ég geymi þig ávallt í hjarta mínu, hvíldu í friði elsku frænka. Þín Charlotta Karlsdóttir. Hulda Þórðardóttir HINSTA KVEÐJA Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ástarkveðja, Hólmsteinn Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.