Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 Eyrún var einstök manneskja sem snerti djúpt við öllum þeim sem kynntust henni. Hún var svo hlý, heilsteypt, yndisleg, skemmtileg, fyndin, jákvæð og jafn ótrúlega falleg að innan sem utan. Eyrún hugsaði alltaf fyrst um alla aðra. Jafnvel á síðustu mánuðunum, þegar baráttan við þennan illvíga sjúkdóm var orðin virkilega erfið, hugsaði Eyrún mest um fólkið sem stóð henni næst. Hún var svo umhyggjusöm og mátti ekkert aumt sjá. Það var alltaf fjarri Eyrúnu að gefast upp í baráttunni, enda var hún mikil keppnismanneskja og það var henni óhugsandi að fara frá öllu yndislega fólkinu sínu. Það kom ekki sá dagur í allri hennar erfiðu baráttu þar sem hún vorkenndi sjálfri sér. Hún var svo jákvæð og hugrökk og það var aðdáunarvert að fylgjast með henni. Hún er hetjan okkar allra. Elsku Eyrún mín, ég veit hreinlega ekki hvernig ég get haldið áfram án þín. Besta vin- kona mín í nær 20 ár. Ég þekki ekki lífið án þín. Ég sakna þess svo að heyra í þér, hringja í þig og segja þér frá deginum mínum og heyra frá þínum. Ég er svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að vera vin- kona þín og fyrir allar okkar góðu stundir. Ég er svo þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um þig og okkur saman. Ég er líka svo þakklát fyrir jólagjöfina sem þú baðst mömmu þína að kaupa handa mér. Hún er svo dýr- mæt og ég mun passa upp á hana alla ævi. Okkur Tomma þótti ekk- ert skemmtilegra en að eyða kvöldi með þér og Árna, elda góð- an mat saman og spjalla fram á nótt. Við munum sjá til þess að Rakel Elísabet þekki þig og viti hversu yndisleg guðmóðir þú varst og hvað þér þótti vænt um hana. Elsku Eyrún okkar skilur eftir sig mikið tómarúm og skarð sem aldrei verður fyllt. Vandaðri og hjartahreinni stelpu var vart að finna og við munum halda minn- ingu hennar á lofti um ókomna tíð. Þakka þér elsku vinkona fyrir allt það sem þú gafst okkur. Þín verð- ur sárt saknað og hugur okkar verður alltaf hjá þér. Elsku Árni, Jóhann, Gunnar, Rannveig, Unnur, Gísli og aðrir ástvinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur og við hvert annað við þennan mikla missi. Hugur okkar er hjá ykkur. Edda Þ. Hauksdóttir, Tómas Páll Þorvaldsson og Rakel Elísabet Tómasdóttir. Elsku fallega Eyrún mín. Mikið er sárt að kveðja þig. Að fá ekki að sjá þig aftur, heyra í þér, hlæja með þér. Mér finnst lífið svo of- boðslega ósanngjarnt þegar ég sit með tárin í augunum að skrifa til þín þessi orð. Ég er þakklát fyrir þau ár sem ég fékk með þér. Það var alltaf svo gott að vera í kringum þig. Út- geislunin sem allir sáu sem þér kynntust, húmorinn og gleðin var svo mikil. Þú varst svo hamingju- söm, búin að finna ástina þína og allt á réttri leið. Árni þinn var svo heppinn að finna þig og þú svo heppinn að finna hann. Hann Jó- hann litli hefði ekki getað valið sér betri stjúpmóður. Þið voruð ynd- isleg saman öll þrjú. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með þér takast á við veikindin. Lést ekkert úr þér draga og alltaf heyrðist í þér „Ég er ekkert hætt að berjast!“ þegar á móti blés. Ósjálfrátt stappaðir þú stálinu í okkur í kringum þig með krafti þínum. Þú ert og verður alltaf hetja og innblástur fyrir okkur hin. Ég vildi óska þess elsku Eyrún að þú værir enn hér hjá okkur öll- um sem elskum þig svo mikið. Ég veit í hjarta mínu að nú ert þú laus við þjáningar og komin á betri stað. Elsku Árni, Rannveig, Gunni og Unnsa. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hugur minn er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Minning um yndislega vinkonu lifir í hjarta mínu um alla tíð. Með söknuði, þín vinkona, Kristín Rut. Elsku yndislega Eyrún okkar, mikið erum við þakklátar fyrir að hafa kynnst manneskju eins og þér. Það er ómetanlegt. Við eig- um svo ótal margar dásamlegar minningar um þig. Við minnumst þess sérstaklega þegar við hitt- umst alltaf í löngu og góðu kaffi og fórum yfir málin, öll mikilvæg- ustu málin okkar allra. Sumar eftir sumar og vetur eftir vetur, við náðum alltaf svo vel saman. Alltaf tókst þér að búa til jákvætt úr öllu og varst best í því að koma með fyndna útgáfu af ótrúlegustu aðstæðum. Þér tókst alltaf að láta okkur líða vel með allt sem við gerðum. Það sem við minnumst mest, elsku fallega Eyrún okkar, er hversu yndisleg, dásamleg og falleg þú alltaf varst. Þú varst alltaf svo jákvæð og bjargaðir alltaf öllum í kringum þig og öll- um heimsins hlutum, sama hvað það var. Það eru ekki til orð til að lýsa dugnaðinum í þér, hugrekk- inu og jákvæðninni, þú ert og verður alltaf ótrúleg í alla staði. Þú ert hetjan okkar. Við munum aldrei gleyma þér og þú verður alltaf í hjarta okkar. Berglind og Svanhvít. Aðdragandinn að fréttinni um andlát Eyrúnar okkar var langur og því varla hægt að tala um reið- arslag. En fréttin um að síðasti punkturinn í lokakafla örstuttrar lífsbókar þessarar yndislegu stúlku skyldi settur á Þorláks- messu var afar dapurleg inn í jólaundirbúning okkar fyrrver- andi vinnufélaga hennar. Eyrún kom til starfa á fyrir- tækjasviði Landsbankans sumar- ið 2004. Áður höfðu allir starfs- menn höfuðstöðva bankans tekið eftir glæsilegri stúlku sem var oft með Gunna Þórðar við þjónustu- störf í mötuneyti og á samkomum á vegum bankans. Fljótlega kom- umst við að því að þetta var dóttir Gunna og þar með þurfti ekki frekari meðmæli með stúlkunni; hún fékk að sjálfsögðu starf hjá okkur á fyrirtækjasviði, fyrst sem sumarstarfsmaður og síðan með skóla fram til 2008 þegar hún færði sig í fræðsludeild bankans. Eyrún var afar samviskusam- ur og góður starfsmaður; eldklár og úrræðagóð, hjálpleg og já- kvæð. Þessa sömu eiginleika nýtti hún sér til að takast á við hinn illvíga sjúkdóm sem nú hef- ur lagt hana að velli langt, langt fyrir aldur fram. Hugur okkar hér í bankanum er að sjálfsögðu með unnusta hennar og fjölskyldu allri. Ég fyrir mína hönd og núverandi og fyrrverandi samstarfsfólks á fyr- irtækjasviði bankans vil með þessum fátæklegu orðum senda ykkur okkar dýpstu samúðar- kveðjur; engin orð geta gert ykk- ur þessa raun bærilegri en von- andi er það einhver huggun að eiginleikar og útgeislun Eyrúnar báru foreldrum hennar fagurt vitni. Megi góður Guð vera ykkur styrkur í sorginni. Árni Þór Þorbjörnsson. Það er ekki alltaf sem maður gerir samferðafólk sitt að fyrir- myndum sínum. Þegar það gerist er oft um að ræða einhvern sem er eldri en maður sjálfur. Það verður því að teljast sérstakt hversu mikil áhrif það hefur haft á okkur að kynnast Eyrúnu og fá að fylgjast með henni í gegnum súrt og sætt sl. þrjú ár. Ef til vill spil- aði þar inn í að hún var gömul sál og reynd þó hún væri ung að ár- um. Það var haustið 2008 sem við fengum Eyrúnu til liðs við okkur í fræðsludeild Landsbankans. Gull- fallega unga konu sem vakti at- hygli fyrir glæsileika hvert sem hún fór. Okkur varð fljótt ljóst að Eyrún var ekki bara glæsileg heldur bjó hún einnig yfir ein- stökum mannkostum. Hún var harðdugleg, skarpgreind og skipulögð og það var mjög auðvelt að láta sér þykja vænt um hana. Eyrún reyndi ávallt að láta öllum líða vel í kringum sig og hafði sér- stakt lag á að laða fram það besta í fólki. Hún nálgaðist aðra með ást og húmor að leiðarljósi og upp- skar iðulega gott viðmót til baka. Samskipti hennar einkenndust af virðingu og fyrir henni voru allir menn jafnir. Hún passaði sérstak- lega upp á þá sem minna mega sín og að allir væru með. Við áttum margar skemmtilegar stundir með Eyrúnu. Hún átti auðvelt með að sjá björtu hliðarnar, sagði skemmtilega frá og var óspör á grínið. Jákvætt viðhorf Eyrúnar til annarra og lífsins var einn af hennar helstu styrkleikum sem hún hélt fast í allt til enda þrátt fyrir mikil veikindi. Einstakt fólk sprettur úr ein- stökum jarðvegi. Að Eyrúnu stendur yndisleg fjölskylda og þaðan fékk hún gott veganesti; dugnaðinn, jákvæðnina, húmor- inn og endalaust af ást og virð- ingu. Samband hennar við þau og „strákana sína“ þá Árna og Jó- hann, var henni mikilvægara en allt annað. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Eyrúnu og þær minn- ingar sem hún gaf okkur. Við spyrjum drottin særð, hvers vegna hann hafi það dularfulla verkalag að kalla svona vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag. Og þó, með trega og sorg, skal á það sæst, að sá með rétti snemma hvílast megi í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst, fundið svo til, að nægði löngum degi. (Jóhann S. Hjálmarsson.) Elsku Árni, Jóhann, Gunnar, Rannveig, Unnur, Gísli og aðrir aðstandendur og vinir. Hugur okkar er hjá ykkur. Bergdís og Halla. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku tengdadóttir, hafðu þökk fyrir allt og allt. Við munum ávallt gæta strákanna þinna. Blessuð sé minning Eyrúnar Gunnarsdóttur. Þuríður og Kristján. Það er svo skrýtið þetta líf. Okkur samstarfsfólk Eyrúnar í bankanum setur hljóð, um leið og við erum svo ótrúlega þakklát fyrir samveruna og tækifærin sem við fengum til að skapa minningar sem við munum varð- veita alla tíð. Fallega Eyrún, svo einstakur sólargeisli sem veitti öllum að- njótandi birtu og yl. Einhvern veginn svo hlý og þykk nærvera og svo mikil gleði og falleg sýn á lífið og framtíðina. Þvílík forrétt- indi að fá að hafa svona fólk í kringum sig. Elsku Gunni, Rannveig, Árni, Jóhann, Unnsa og Gísli, við send- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur og minnumst Eyrúnar okkar með einlægt þakklæti í huga, þakklæti fyrir samveruna og þakklæti fyrir alla björtu sól- argeislana. Fh. samstarfsfólks í mann- auðsdeild Landsbankans, Bergþóra Sigurðardóttir. Ég kynntist Eyrúnu á þeim ár- um sem ég starfaði í Landsbank- anum en segja má að hún hafi að hluta til verið alin upp í bankan- um. Ung byrjaði hún að aðstoða föður sinn við móttökur sem haldnar voru á vegum bankans. Frá árinu 2002 kom hún til starfa sem afleysinga- og sumarstarfs- maður og svo sem fastráðinn starfsmaður árið 2008. Fyrstu tvö árin var hún sumarstarfs- maður í mötuneyti bankans og á árunum 2004 til 2008 var hún sumarstarfsmaður á fyrirtækja- sviði en kom svo til starfa í fræðsludeild á starfsmannasviði í ágúst 2008. Þar var hún í fullu starfi þar til í september 2009 þegar hún hóf nám í sálfræði við Háskóla Íslands en eftir það var hún í hlutastarfi með námi allt þar til hún varð frá að hverfa vegna veikinda sinna. Eyrún reyndist Landsbankan- um frábær starfsmaður og sam- starfsfólki sínu góður félagi. Ey- rún hafði góða nærveru, var glaðlynd, jákvæð og skemmtileg. Styrkur hennar fólst ekki síst í hæfni hennar í mannlegum sam- skiptum sem henni var í blóð bor- in. Eftir að Eyrún greindist með krabbamein hef ég fylgst með baráttu hennar og alltaf vonaðist ég eftir góðum fréttum og að veikindunum linnti. Þegar mér bárust fregnir á Þorláksmessumorgun þess efnis að Eyrún hefði látist þá um nótt- ina fylltist ég harmi og sorg yfir því óréttlæti sem á sér stað þegar efnilegri ungri manneskju er kippt burt. Hugur minn er hjá ykkur kæru Gunnar, Rannveig og aðrir aðstandendur. Ég bið guð að gefa ykkur styrk til að halda áfram á þessum erfiðu tím- um. Minningin um Eyrúnu lifir með þeim sem kynntust henni, blessuð sé minning hennar. Atli Atlason. ✝ Sigurður Rós-ant Ólafsson fæddist á Ísafirði 5. júní 1941. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 22. desember sl. Foreldrar hans voru Ólafur Ingvar Þorsteinn Ásgeirs- son, f. í Ísafjarð- arsýslu 14.12. 1894, d. 21.12. 1977, og kona hans Freyja Kristín Rós- antsdóttir, f. í Strandasýslu 22.7. 1902, d. 18.1. 1998. Systkini Sig- urðar voru Ásthildur Sigurrós Ólafsdóttir, f. 5.7. 1921, d. 15.10. 1999 og Jón Hilmar Ólafsson, f. 2.11. 1927, d. 18.10. 2004. Börn Hilmars eru: Garðar, Ragnar Geir, Sigurlaug, Freyja og Ólaf- ur. Dóttir Ásthildar er Kristín Graham. Sigurður eignaðist eina dóttur, Kristrúnu, f. 12.11. 1964, með Maríu Vilhjálmsdóttur frá Þórshöfn, f. 3.2. 1943. Kjörfaðir Kristrúnar er Arnar Sigurmunds- son, f. 19.11. 1943. Maki Krist- rúnar er Ævar Einarsson, f. 17.1. 1963. Börn þeirra eru María Æv- arsdóttir, f. 4.1. 1992 og Sigríður Freyja Ævarsdóttir, f. 20.2. 1997. Sonur Ævars er Einar Árni Æv- arsson, f. 17.9. 1983. Systkini Kristrúnar, sammæðra, eru Eiður og Dagný Arnarsbörn. Árið 1990 hóf Sigurður sambúð á Ísafirði með Kolbrúnu Daníelsdóttur frá Saurbæ, f. 12.4. 1936, d. 9.9. 2010. Þau giftust árið 2001 og slitu sam- vistum 2008. Börn Kolbrúnar frá fyrra hjónabandi eru: Gunnhildur, Bragi og Þórður. Sig- urður starfaði um árabil fyrir Alþýðu- flokkinn á Ísafirði og sat í bæjarstjórn, m.a. sem formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar. Sig- urður var virkur meðlimur í Golklúbbi Ísafjarðar og barðist ötullega fyrir góðri aðstöðu golfklúbbsins fyrir vest- an. Sigurður tók héraðsdóm- araréttindi í golfi árið 1988 og dæmdi hann nær öll opin mót er fram fóru á Ísafirði. Sigurður var formaður Sjó- mannafélags Ísfirðinga frá 27.12. 1981 til 26.12. 1999, samtals 18 ár eða lengst allra er hafa gegnt því starfi. Hann var um áraraðir fulltrúi í sambandsstjórn og framkvæmdastjórn Sjómanna- sambands Íslands. Einnig sat hann eitt kjörtímabil í stjórn Sambands sveitarfélaga. Sig- urður fluttist ásamt Kolbrúnu til Reykjavíkur árið 2000. Í Reykja- vík hélt Sigurður áfram að stunda sín helstu áhugamál sem voru golf, brids, sund og göngu- skíði. Í höfuðborginni starfaði hann við bókhald meðan hann hafði heilsu til. Sigurður var jarðsunginn í kyrrþey frá Fossvogskapellu 30. desember 2011. Dagur var kominn að kvöldi, kyrrð og svefnró i bænum, lognöldusöngvar frá sænum, … (Jóhann Jónsson.) Við kölluðum hann alltaf afa Ísa. Það var vegna þess að María litla, fyrra barnabarnið hans, átti erfitt með að segja Ísafjörður og stytti þetta erfiða orð í Ísa. Hon- um fannst þetta snjallt og festist gælunafnið við hann á okkar heimili. Honum þótti afskaplega vænt um afastelpurnar sínar tvær, Maríu og Sigríði Freyju. Þær náðu að hitta afa sinn þegar við vorum í heimsókn á Íslandi og einnig kom afi tvisvar í heimsókn til okkar eftir að við fluttum til Noregs. Samverustundir pabba míns og barnanna minna voru ástríkar og hlýjar og dætur mín- ar eiga aðeins góðar minningar um afa sinn. Sama er að segja um hálfbróður þeirra, Einar Árna. Sjálf kynntist ég föður mínum fyrst um fermingaraldur og framan af voru samverustundir okkar ekki tíðar, m.a. vegna þess að ég ólst upp í Vestmannaeyj- um. Langvinnt stríð hans við Bakkus jók fjarlægðina enn frek- ar. Sömuleiðis kom það stríð að mörgu leyti í veg fyrir að hans mörgu mannkostir nytu sín til fulls. Smám saman kynntist ég honum nánar og áttaði mig þá á því að hann var einstaklega góður og skarpgreindur maður. Síðustu tvö árin voru pabba mínum erfið og var hann orðinn mjög máttfarinn vegna veikinda. Undir lokin óskaði hann þess heitt að fá að kveðja þennan heim. Nú hefur honum orðið að ósk sinni. Blessuð sé minning hans. Kristrún Arnarsdóttir. Sigurður Rósant Ólafsson ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför GUÐMUNDAR G. GÚSTAFSSONAR, Kristnibraut 59, Reykjavík. Með ósk um gleðilegt nýtt ár. Else Zimsen, Gunnar Guðmundsson, Ingveldur Finnsdóttir, Kristján Guðmundsson, Sigríður Ólöf Árnadóttir, Gréta Björk Guðmundsdóttir,Terje Almening, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og barna- barn, ARNÞÓR INGI ANDRÉSSON, sem lést sunnudaginn 18. desember, verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju miðviku- daginn 4. janúar kl. 15.00. Andrés R. Ingólfsson, Guðlaug Helga Konráðsdóttir, Ása Andrésdóttir, Auður Ásta Andrésdóttir, Benjamin Beier, Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Hilmar Þór Sunnuson, Hafliði G. Guðlaugsson, Elva Dröfn Adolfsdóttir, Konráð G. Guðlaugsson, Eygló Árnadóttir, Ásta Haraldsdóttir, Steinþór Nygaard, Ragnheiður Halldórsdóttir, Ingólfur Konráðsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, HRÓÐMAR GISSURARSON vélfræðingur, Kleppsvegi 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill. Sigrún S. Waage, Valgerður M. Hróðmarsdóttir, Karl J. Halldórsson, Gunnar Hróðmarsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Karólína S. Hróðmarsdóttir, Svavar Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (03.01.2012)
https://timarit.is/issue/369535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (03.01.2012)

Aðgerðir: