Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012 ✝ Eva Benja-mínsdóttir fæddist á Bíldudal 23. september 1946. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 24. desember 2011. Foreldrar henn- ar voru Benjamín Jónsson, f. 22.5. 1909, d. 10.3. 1995, fisksali í Reykjavík og Klara Gísladóttir, f. 25.7. 1907, d. 11.7. 1983, bæði fædd á Bíldudal. Systkini Evu eru Gísli Guðmundur, f. 20.11. 1929, d. 29.5 1995, Sigríður, f. 10.2. 1934, d. 16.1. 2001, Inda Dan, f. 13.8. 1944 og Hermína, f. 23.9. 1946. Eva giftist Pétri H. Péturssyni tónlistarmanni, f. 12.3. 1948. Þau slitu samvistir eftir tólf ára sambúð. Eva fluttist til Banda- ríkjanna og nam myndlist á árunum frá 1977 til 1984, þegar hún lauk BFA-prófi frá Tufts University í Massachusetts. Árið 1986 flutti Eva aftur heim til Íslands. Hún var fjölhæfur listamað- ur og á ferli sínum hélt hún fjölda sýninga hérlendis og erlendis í formi einkasýninga sem og í þátttöku samsýninga. Eva bjó lengst af í Reykjavík, síðast í Sílakvísl 19. Eva var lífskúnst- ner og einstök heim að sækja og stóð heimili hennar ætíð öllum opið. Útför Evu fer fram í Foss- vogskirkju í dag, 3. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Við fæddumst saman í faðm ástkærra foreldra – Klöru og Benjamíns á Bíldudal. Þrjátíu mínútur skildu okkur að – ég leit heiminn fyrst – þannig að Eva sem ég kveð nú í dag var „litla“ systir mín og jafnframt minnsta barnið í fjölskyldunni. Elstur var Gísli, þá Sigríður og síðan Inda Dan. Heimilið fór bókstaflega á hvolf af gleði þeg- ar litlar tvíburastúlkur bættust við hópinn og Bílddælingar samfögnuðu. Að fæða tvíbura er kraftaverk og tvíburabandið bindur saman á sérstakan hátt, hversu ólíkir sem einstakling- arnir eru og þótt hvor um sig lifi sínu lífi. Í útliti vorum við Eva sem nótt og dagur en margt var líka líkt. Við lékum okkur dátt í fal- legri náttúru fyrst á Bíldudal, þá í Hvalfirði og síðan mörg yndisleg ár í fallega Skerjafirði. Eitt það skemmtilegasta sem við systur vissum var að syngja tvíraddað. Það kom svona næst á eftir því að teikna, mála og búa til. Já, líf litlu tvíburasystr- anna var gott og bjart og skap- andi ævintýri. Við uxum upp og hvor hélt sína leið. Eva helgaði sig málaralistinni, erlendis og hérlendis. Systir mín fékk úthlutaðar margar lífsgjafir, allt bókstaf- lega lék í höndunum á henni, matargerð – handverk og tölv- ur. Eva hafði fagurgræna fing- ur og lítill reitur – ekki stærri en frímerki – varð að aldingarði í hennar höndum. Hún var stór- kostlegur gestgjafi, skemmtileg og naut þess að dekra við gesti sína með veislumat og af and- ríki. En alveg eins og í ævintýr- unum skiptist á gleði og sorg – hlátur og grátur og þannig var það líka í lífi okkar tvíbura- systra. Þótt vegalengdir og höf skildu okkur að var tvíbura- taugin alltaf til staðar – sterk í sjálfri sér. Hugur í fjarlægð skynjaði og nam. Lífsþræðirnir sem fléttuðust í móðurkviði, þótt fínlegir væru, voru enda- laust samtvinnaðir og slitnuðu aldrei. Á sólskinsdögum æskunnar sungum við tvíburasysturnar við lag Schuberts, af hjartans lyst og innlifun: „Við brunninn bak við hliðið stóð blaðkrýnt linditré, í forsælu þess fann ég svo friðsælt draumavé.“ Ég trúi því og treysti að tví- burasystir mín Eva hafi nú fundið sitt draumavé og þar uni hún glöð og björt eins og hún kunni best – umvafin kærleika Guðs í ljóssins landi. Góða ferð, ástkæra systir mín. Hermína Benjamínsdóttir. Evu kynntist ég fyrir nær 20 árum þá var hún nýflutt í Hrís- móana í Garðabæ. Eva var á góðu róli í Hrísmóunum, þar fór hún aftur að vinna að myndlist- inni sem legið hafði niðri hjá henni um nokkurt skeið. Eva hélt tvær myndlistarsýningar meðan hún bjó í Hrísmóunum. Man ég sérstaklega eftir sýn- ingunni „Flæði og fræhús“ sem haldin var í Listhúsi 39 í Hafn- arfirði árið 1995. Eva var áhugamanneskja um ræktun og hafði hún sáð fyrir mánasjóði og fullræktað. Hann passaði al- veg fyrir hugmynd að verki sem Eva þurfti að koma frá sér þrem árum eftir sáningu. En þá var Eva tilbúin. „Maður er allt- af að endurskapa tilveruna ein- hvern veginn,“ sagði listamað- urinn Eva eitt sinn við mig. Hún líkti þróun listar við fjöl- æra plöntu. „Henni gengur bet- ur að fjölga sér og breiða úr sér ef hún hefur rétt skilyrði, rými og næga næringu til þess. Þá er hægt með tímanum að þróa ný og ný afbrigði.“ Eina mynd á ég eftir Evu frá Hrísmóatíma- bilinu, „Flogið til frelsis“ heitir hún. Myndina málaði Eva ásamt öðrum myndum úti á svölum heima hjá sér upp á fimmtu hæð í glampandi sól eða drunga. Hún notaði stórar strokur og bjarta liti eða dimma, eftir því sem við átti. Það var gaman að fá að fylgj- ast með Evu við vinnu. Eva var mjög tilfinninga- og umhverfi- stengd, sem endurspeglaðist vel í myndverkum hennar. Eva var líka listakokkur og fékk ég oft að njóta kræsing- anna í bland við frásagnir af fólki sem hún hafði kynnst á sinni litríku ævi. Ég kynntist al- veg nýjum hliðum á lífinu er ég kynntist Evu. Það var með Evu sem ég byrjaði að fara á mynd- listarsýningar og heilsa upp á „fræga fólkið“. Við Eva fórum stundum á kaffihús og þá oftast á Kaffi List, en þar kynnti Eva mig fyrir núverandi eiginmanni mínum, Daða Guðbjörnssyni. Eva hafði nefnilega verið barn- fóstra Daða í Skerjafirðinum fyrir allmörgum árum, þar sem hún keyrði hann um í fallegum Silverkross-barnavagni. Það þurfti ekki mikið til að gleðja Evu en alltaf vildi hún gera eitthvað á móti. Og alltaf kom hún færandi hendi ef henni var boðið í mat. Þá oftast með eitthvað sem hún hafði búið til sjálf. Fyrir mánuði lagðist Eva inn á spítala. Eitt kvöldið hringdi Eva þaðan í Daða og bað hann um að koma með gíið með kam- fórunni, sérstakt meðal fyrir nefið sem Daði útbýr sam- kvæmt jóka-fræðum. Í staðin bauð Eva Daða fótaaðgerðar- tíma sem hún gat ekki nýtt sér. Það var svo síðastliðið Þor- lásmessukvöld að Eva hringir í mig frá spítalanum en í þetta sinn voru það ekki meðul heldur kjóll, rúllur, meik og tölva, sem hana vantaði. Hún sagði að hún færi sennilega ekki heim um þessi jól, en vildi gera sig fína og senda nokkrar jólakveðjur á Fésinu. Elsku vinkona, það var ekki hérna megin sem þér var ætlað að dansa um jólin í kjólnum þín- um fína, heldur í annarri til- veru. Kærar þakkir fyrir allt, Eva mín! Soffía og Daði. „Sérðu hversu sjaldan ég græt“ – sagði Eva við mig stuttu áður en hún kvaddi, en meinti þó aldrei að hún syrgði ekki, óttaðist ekki, saknaði ekki, elskaði ekki; hún meinti þetta allt og miklu meira til – og sjaldan hef ég hitt konu sem saknaði heitar, óttaðist meira, syrgði dýpra og elskaði jafn- mikið. En þegar ég nefndi við Evu að mér þættu nú augu hennar alltaf svo óskaplega tár- vot þá hló hún, eins og henni var einni lagið, og sagði að ég ætti ekki að láta biluð táragöng blekkja mig. Þannig var Eva, alltaf sniðug og skemmtileg og alltaf svo ein- læg og sönn að mörgum þótti jafnvel nóg um og forðuðust hana; en þannig er það líka með þá sem ganga ekki troðnar slóð- ir, það finnst svo mörgum þeir vera óþægilegir – kannski lær- um við vinir Evu, sem söknum hennar í félagsskap við sam- viskubitið mikla, að forðast ekki framar þá sem gefa af einlægu hjarta; gjafir þeirra eru nefni- lega dýrmætastar gjafa. Eva vildi líka öllum í húsinu vel, eins og hún sagði sjálf, og hún var sannarlega besti og tryggasti vinur í heimi; hún var einn af eilífðarförunautunum, ein af þessum sterku manneskj- um sem fylgdu manni ævina á enda og gáfust aldrei upp á dyntunum í manni sem voru sko ekki fáir. Síðasta bréfið frá henni til mín fjallaði einmitt um að við myndum verða vinir til eilífðarnóns – og að ef hún færi á undan mér tæki hún á móti mér í varpa og það yrði sól og sléttur sjórinn. Ég get ekki annað en hlakk- að til að hitta Evu á eilífð- arströndinni – og mér er alveg sama hvort fólk trúir á þetta líf eða hitt og þrefar um það enda- laust og eilíflega í öllum skyn- semdarinnar víddum: við Eva trúðum á vináttuna, á segul hennar, á segul lífsins og lukk- unnar; í þeim segli munum við líka hittast aftur og dansa og hlæja og lesa bækur og gera símaat og hlusta á tónlist og síðast en ekki síst munum við skoða allar myndirnar sem Evu tókst ekki að ljúka við að mála hér; ekki nema í huganum sín- um frjóa, einstaka og eina; þessum dúndrandi huga sem enginn átti nema hún og færði okkur einstöku listaverkin hennar og síkviku hugsunina. Ég sendi öllum þeim sem elskuðu Evu Benjamíns samúð- arkveðjur; sérstaklega Söru sem Eva elskaði mest og vildi eftirláta allt, gefa allt. Þannig var Eva, alltaf sjálfri sér sam- kvæm; hún sótti kraft sinn til þeirra sem skildu hana og virtu hana og elskuðu hana eins og hún þá. Blessuð sé ást hennar, bless- uð sé leið hennar, sköpun henn- ar og minning. Vigdís Gríms. Evu Benjamínsdóttur hitti ég fyrst að kvöldi Þorláksmessu fyrir tuttugu og þremur árum: við stórt borð sem Dúa hafði lagt fallegan dúk á; dúkurinn var örugglega blár eða fjólu- blár, kannski rauður. Þar hitti ég víðförla ferðakonu, eins og segir frá í útlenskum sögum, kraftmikinn og vitran tilfinn- ingaauðkýfing. Seinna sýndi hún mér brot af verkum sínum, málverk og teikningar, risastór verk, sem fylltu veggi og mestallt plássið. Mannhæðarhárri teikningu af minnisvarðanum um Mugg, höf- und sögunnar um Dimmalimm, gleymi ég seint. Við heilsuðum upp á nokkur áramót saman, borðuðum eitt sinn saman hangikjöt á jólun- um, fyrir fimm árum bauð hún í páskamat; síðasta máltíð okkar saman. Eitt sumar fór hún fyrir íþróttahreyfingu sem saman- stóð af þremur. Hún lét okkur ganga, hjóla, lyfta, gera teygj- ur. Eftir morgunæfingarnar fengum við okkur ristað brauð úr afar sérstakri – ógleyman- legri – rist í hennar eigu. Eva kunni held ég næstum allt – allar teygjuæfingar heimsins – og hún þekkti lík- lega flest ef ekki öll leyndarmál hans. Kofinn var upplýstur – þar glitraði á óteljandi smáat- riði og jafnmörg aðalatriði og auðvitað lýsti skært af ástinni sem Eva var í forsvari fyrir hér á landi. Í blómlegum garði einum í Reykjavík stendur bekkur sem hægt er að setjast á – í leyf- isleysi – og gráta af því margar dyr á ófáum húsum eru þröng- ar. Bráðum ætla ég að setjast á bekkinn og snúa nafni hennar við. Ástartakk Eva. Þín Kristín. Eva Benjamínsdóttir ✝ SigríðurHjálmarsdóttir – Sissa frá Viðvík fæddist 9. júní 1918 á Helgustöð- um í Fljótum. Hún lést á Dvalarheim- ili aldraðra á Sauðárkróki á jóladag 2011. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Eiríksdóttir, f. 28. júní 1883, d. 18. janúar 1922, og Hjálmar Jónsson f. 8. sept- ember 1857, d. 8. febrúar 1922. Sigríður var næstelst fjögurra alsystkina. Þau voru, auk hennar: Línberg, f. 1917, og tvíburabræðurnir Ástvald- ur Kristján og Vilhjálmur, f. 1921, nú öll látin. Þegar Sissa var þriggja ára missti hún báða foreldra sína með þriggja vikna millibili úr lungnabólgu. Var hún þá tekin Börn Sissu og Sverris eru sex: 1) Björn, býr á Sauð- árkróki, f. 1937, kvæntur Helgu Sigurbjörnsdóttur, þau eiga þrjá syni og níu barna- börn. 2) Svavar, býr á Ak- ureyri, f. 1939, var kvæntur Lilju Rósu Ólafsdóttur (þau skildu), þau eiga tvær dætur, níu barnabörn og þrjú barna- barnabörn. 3) Torfi, býr á Ak- ureyri, f. 1941, kvæntur Her- dísi Ólafsdóttur og eiga þau fimm börn, fimmtán barna- börn og níu barnabarnabörn. 4) Sigríður Sigurlína, býr í Svíþjóð, f. 1942, gift Maríusi Sigurbjörnssyni, þau eiga fjóra syni og ellefu barna- börn. 5) Viðar, býr í Neðra- Ási 3 í Hjaltadal, f. 1952, kvæntur Maríu Grétu Ólafs- dóttur og eiga þau tvær dæt- ur, fyrir átti hann tvo syni, og barnabörnin eru fimm. 6) Hilmar, býr í Kópavogi, f. 1956, kvæntur Jenný Ragnarsdóttur, þau áttu fjög- ur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Útför Sissu frá Viðvík var gerð frá Sauðárkrókskirkju 2. janúar 2012. í fóstur að Tungu í Stíflu í Fljótum af Sigurlínu Hjálm- arsdóttur, hálf- systur sinni, og Jóni G. Jónssyni manni hennar. Þar ólst hún upp. Hinn 11. nóv- ember 1936 giftist hún Sverri Björns- syni, f. 14. janúar 1911 á Narfastöð- um í Viðvíkursveit, sonur Björns Björnssonar, bónda á Narfastöðum, f. 1873, d. 1952, og eiginkonu hans Sigríðar Pálsdóttur, f. 1879, d. 1964. Sverrir lést 23. apríl 2000. Sissa og Sverrir hófu bú- skap í Viðvík vorið 1937 í fé- lagi við foreldra hans og bræð- ur og bjuggu þar til vors 1964 að þau brugðu búi og fluttu til Sauðárkróks, þau bjuggu þar lengst af á Hólavegi 20. Elsku amma mín, mig langar í nokkrum orðum að minnast þín, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Minningabrotin eru mörg og vekja hjá mér ljúfar minningar, þegar maður kom vestur til ykk- ar afa var alltaf tekið vel á móti manni. Bros þitt og hlýja mun fylgja mér alla tíð. Það var alltaf stutt í brosið og hláturinn hjá þér. Þér virtist svo auðvelt að sjá spaugilegu hliðarnar á öllu. Ég hlakkaði alltaf til að koma vestur á Krók til ykkar, fylgjast með ykkur afa vinna í garðinum ykkar á Hólaveginum, hvað ykk- ur þótti vænt um hann og nutuð þess að vinna í honum. Fjól- urnar og rósirnar sem þíð gáfuð mér lifa enn í mínum garði og eru mér sem minnisvarði um ykkur. Þegar Alli kom með mér til ykkar í fyrsta sinn, var tekið á móti okkur með mat og ekki var um að ræða annað en að við fengjum líka kaffi og fullt af meðlæti áður en við héldum aft- ur heim. Svona voru alltaf mót- tökurnar hjá ykkur og gestrisn- in alveg einstök, elsku amma, enda talar Alli alltaf um það hversu yndislega þið tókuð hon- um frá fyrstu kynnum. Og að þú værir alveg einstök, svona ekta amma. Svo sannarlega varstu það, amma mín, hlý, góð og gjöful. Eftir að afi dó komstu oft til mín norður og varst hjá mér í nokkra daga í senn, þeir tímar voru yndislegir, þá fékk ég í raun að kynnast þér svo vel, við gátum setið tímunum saman og þú sagðir mér frá gömlu dög- unum. Svo var stutt í gleðina í kring- um þig og minnumst við öll ég og fjölskyldan mín þessara gleðistunda, alltaf komstu okkur til að hlæja, einu sinni vorum við að keyra með þig og þú sást eitt- hvað spaugilegt sem ég man ekki lengur hvað var, en þetta olli svo miklu hláturskasti hjá okkur að við urðum að stoppa bílinn til að ná okkur af kastinu. Svona minnumst við þín, elsku amma, hlátur og gleði. Sumarið 2008 geymi ég sem dýrgrip í hjarta mínu, þá fékk ég tækifæri til að vera hjá þér á Sauðárkróki þegar ég var að vinna á sjúkrahúsinu. Og enn hljómar í huga mér þegar þú kallaðir til mín: „Nafna mín, ertu komin.“ Já, elsku amma ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér þá. Í síðasta skiptið sem ég hitti þig varstu orðin mjög veik en samt stutt í húmorinn og komstu mér til að hlæja, þarna sat ég hjá þér og hló og hálfskamm- aðist mín en hugsaði svo, svona er amma og hlátur er hennar líf. Elsku besta amma Sissa, alltaf varstu kát og hress. Sárt er mér svo þig að missa, í hinsta sinn ég segi bless. Elsku amma mín, þín verður sárt saknað en núna líður þér vel. Við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur, allar þær góðu minningar sem þú skilur eftir hjá okkur. Guð blessi þig Sigríður Svavarsdóttir og fjölskylda. Elsku amma Sissa. Ég man þegar ég var lítil, hvað það var alltaf dásamlegt að koma á Hólaveginn til ykkar afa. Mín beið alltaf heitur faðmur, flatbrauð með smjöri og sykri og líka skemmtilegar samveru- stundir. Það var alltaf hægt að treysta á að þú værir til staðar, alltaf brosandi og alltaf kát. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta, hjálpa eða leika við mig. Ég man hvað mér fannst gaman að fylgj- ast með þér drekka kaffið þitt, af því að þegar þú varst búin úr bollanum þá bléstu í hann, sner- ir honum yfir höfðinu á þér og settir hann svo á hvolf á ofninn svo þú gætir seinna „kíkt í hann“, lengi vel hafði ég ekki hugmynd um hvað það var sem þú varst að gera, en seinna sagð- irðu mér að þú gerðir þetta svo þú gætir spáð í bollann, og reyndir meira að segja að kenna mér það. Bernskan mín er svo uppfull af minningum af okkur tveim saman að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Ein af þínum uppáhaldssögum, sem þú sagðir í hvert skipti sem við hittumst eftir að ég varð fullorðin er þeg- ar ég og Margrét systir gistum hjá ykkur afa. Við gistum í gestaherberginu, en svo um miðja nótt var ég búin að gera systur mína alveg brjálaða á mér, svo hún fór og bankaði á svefnherbergisdyrnar ykkar og sagði að þú yrðir að koma og sofa hjá mér af því ég væri alveg ómöguleg, sem þú gerðir. Þetta fannst þér mjög fyndið og sagðir öllum þessa sögu sem endaði alltaf í hláturskasti hjá þér, þess vegna þykir mér mjög vænt um þessa sögu. Þú varst mín stoð og stytta eftir að ég byrjaði í barnaskóla, þegar ég gekk í gegnum erfiða tíma þar gat ég alltaf komið til ykkar afa eftir skóla þar sem ég gerði heimavinnuna mína eða fékk að horfa á Ronju ræningja- dóttur þangað til mamma var búin í vinnunni. Alltaf mætti mér blíða, bros og skilningur þegar ég kom til ykkar. En svo dó afi, maðurinn sem þú trúlofaðist þegar þú varst sextán ára gömul. Alltaf varstu samt jafn kát, brosandi og glett- in en ég sá að þarna var höggvið skarð í tilveru þína sem aldrei yrði fyllt upp í. Eftir að hann dó talaðir þú alltaf um það þegar við hittumst hvað þig langaði til að fara til hans, eða eins og þú orðaðir það „guð gefi að ég fái að fara til hans fljótlega“. Og nú ertu hjá honum aftur, og ég veit að nú líður þér vel. Þetta er mín hinsta kveðja til merkrar konu, konu sem bless- aði líf mitt með tilveru sinni. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð hana, þó að þessi sorg sé líka léttir vegna þess að undir það síðasta leið henni ekki vel. Ég veit að elsku amma mín er nú þegar byrjuð að stjana við afa aftur, hamingjusöm og glöð yfir að vera með honum á ný. Þakkir fyrir allt, elsku amma mín, Þín, Hrafnhildur Viðarsdóttir. Sigríður Hjálmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.