Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Við höfum verið að prufukeyra
þessi nýju þingsköp og fylgjast með
því hvað mætti betur fara og munum
meta reynsluna af því í vor hvað
þurfi að slípa til. Síðan erum við að
vinna áfram í frekari breytingum
eins og til dæmis á ræðutímanum og
ný ákvæði eru til að mynda að koma
inn varðandi fjárlögin þannig að far-
ið verði að vinna í fjárlagaramman-
um fyrr,“ segir Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir, forseti Alþingis,
aðspurð hvaða breytingar séu fyrir-
hugaðar á þingskaparlögunum, en
hún kom inn á mögulegar breytingar
á þeim í lokaræðu sinni áður en þing-
ið fór í jólafrí. Lögin tóku miklum
breytingum síðastliðið vor.
Margar breytingar til bóta
Ásta Ragnheiður segir þó engar
fullmótaðar hugmyndir liggja fyrir í
þeim efnum. „Margt af þingsköpun-
um hefur reynst vel og er til mikilla
bóta líkt og til að mynda lagaákvæði
um opnun nefndarfunda og fleira í
anda opnari stjórnsýslu.“
Spurð um gagnrýni Sigurðar Kára
Kristjánssonar, fyrrum þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, í Sunnudags-
mogganum nýlega, þess efnis að
vinnubrögð á Alþingi hefðu breyst til
hins verra sem aftur mætti að ein-
hverju leyti rekja til of hraðrar end-
urnýjunar þeirra sem sæti eiga á Al-
þingi segir Ásta Ragnheiður að það
hljóti að koma fram að einhverju
leyti í vinnunni í þinginu þegar svo
stór hluti þingmanna sé nýr eins og
raunin sé í dag.
„Það eru auðvitað mikil viðbrigði
þegar tveir þriðju þingmanna, líkt og
eftir síðustu kosningar, eru annað-
hvort með enga þingreynslu eða í
mesta lagi tvö ár. Það hefur ekki
gerst áður. Og það tekur alltaf tíma
fyrir hvern þingmann að temja sér
þau vinnubrögð sem eru á þinginu.
Þannig að ég get alveg tekið undir
það að það hafi áhrif að svona stór
hluti þingmann sé nýr,“ segir Ásta
Ragnheiður.
„Ráðherrar og fyrrum þingmenn
hafa sagt okkur að þeir hafi aldrei
séð svona ástand eins og verið hefur
á Alþingi núna. Manni finnst eins og
það sé ekki nógu mikið utanumhald
og skipulag á störfum þingsins og vil
ég fyrst og fremst rekja það til ósam-
stöðu og illinda innan stjórnarflokk-
anna enda ráða þeir mjög miklu um
það hvernig þingið starfar,“ segir
Gunnar Bragi Sveinsson, þing-
flokksformaður Framsóknarflokks-
ins, spurður um gagnrýni Sigurðar
Kára.
Morgunblaðið/Kristinn
Þingsköpin prufukeyrð
Skoðað hvaða frekari breytingar þurfi að gera á þingsköp-
um Mikil endurnýjun þingmanna haft áhrif á vinnulagið
1. Pétur H. Blöndal 651 mín.
2. Steingrímur J. Sigfússon 561 mín.
3. Guðlaugur Þór Þórðarson 515 mín.
4. Gunnar Bragi Sveinsson 456mín.
5. Ásbjörn Óttarsson 418mín.
6. Tryggvi Þór Herbertsson 412 mín.
7. Höskuldur Þórhallsson 363mín.
8. Einar K Guðfinnsson 362mín.
9. Kristján Þór Júlíusson 340mín.
10. Illugi Gunnarsson 339mín.
Talað mest á yfirstandandi þingi
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
H
a
u
ku
r
0
9
b
.1
1
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Haukur Halldórsson hdl.
haukur@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar.
Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is.
• Spennandi sérverslun í miðbæ Reykjavíkur. Verslunin er vel þekkt og hefur
langa og stöðuga rekstrarsögu. Ársvelta um 65 mkr. og EBITDA um 10% af
veltu. Orðspor, saga og staðsetning bjóða upp á spennandi möguleika á að
þróa reksturinn frekar.
• Lítil heildverslun með innflutning á sérhæfðum tæknivörum. Góður hagnaður.
• Gott umboð fyrir gjafa- og heimilisvörur, sem bæði hefur verið rekið sem
deild í stórri verslun og einnig sem sérverslun. Auðveld kaup.
• Lítið sérhæft verktakafyrirtæki sem vinnur fyrir sveitarfélög og einkafyrirtæki.
Góð verkefnastaða og miklir stækkunarmöguleikar á áhugaverðu sviði.
Góður tækjakostur. EBITDA 15 mkr.
• Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og
góða vaxtamöguleika. Ársvelta 400 mkr. Góð framlegð.
• Rótgróið og vel þekkt gólfefnafyrirtæki. Ársvelta 200 mkr. Góð afkoma og
hagkvæmur lager.
• Hvalalíf. Stórt hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík með stærsta og
glæsilegasta hvalaskoðunarskip landsins. Mikill vöxtur milli ára og hægt að
gera enn betur.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins eru í hópi þeirra tíu alþing-
ismanna sem talað hafa mest á
yfirstandandi þingi sem hófst síð-
astliðið haust. Tveir framsóknar-
menn komast á þann lista en að-
eins einn stjórnarliði. Athygli
vekur að enga konu er að finna á
listanum.
Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, talaði mest
eða samtals í 651 mínútu, en hann
hefur verið ræðukóngur undan-
farin fjögur
þing. Stein-
grímur J. Sig-
fússon, fjár-
málaráðherra
og þingmaður
Vinstri grænna,
er í öðru sæti
með 561 mín-
útu og í því
þriðja er Guðlaugur Þór Þórðar-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, með 515 mínútur.
Sjálfstæðismenn áberandi
PÉTUR H. BLÖNDAL TALAÐI MEST Á YFIRSTANDANDI ÞINGI
Pétur H. Blöndal
Á þriðja hundrað ökutæki eru á lista
lögreglunnar yfir eftirlýst, stolin eða
horfin ökutæki sem sjá má á Lög-
regluvefnum. Geir Jón Þórisson,
yfirlögregluþjónn hjá lögreglu
höfuðborgarsvæðisins, segir að list-
inn hafi verið svona langur undan-
farin ár, lítið fari út af honum. „Það
er ekkert meira núna en áður af eft-
irlýstum ökutækjum. Það fer lítið út
af listanum og þegar einn fer út kem-
ur annar strax inn, svo hann er alltaf
í þessum fjölda. Nýjustu bílar finn-
ast yfirleitt fljótt en það er því miður
dálítið af bílum sem hverfa alveg og
finnast aldrei,“ segir Geir Jón.
Ökutækin geta verið á listanum í
tvö til þrjú ár áður en þau eru alveg
afskrifuð. „Bílarnir sem finnast ekki
hafa flestir verið rifnir niður og not-
aðir í varahluti. Það eru sérstaklega
eldri bílarnir sem sitja eftir. Nýir
bílar finnast yfirleitt fljótt enda er
þeim stolið til að keyra á milli staða á
meðan þeir eldri fara í varahluti.
Það er afar lítið um það að stolnir
bílar fari út landi. Svo er nú erfitt að
finna bíla á höfuðborgarsvæðinu sem
hafa verið skildir eftir, þeir geta
staðið bak við hús í langa tíma áður
en þeir uppgötvast eða einhver lætur
af þeim vita.“
Geir Jón segir að að jafnaði sé ein-
um til fjórum bílum stolið á viku. Um
50% til 70% af þeim finnst aftur.
„Þegar bílar hverfa er það fyrst
flokkað sem nytjastuldur en ef þeir
finnast ekki innan nokkurra mánaða
er farið að skoða þetta sem þjófnað.
Annars merkjum við ekki neina sér-
staka aukningu í bílaþjófnuðum.“
ingveldur@mbl.is
Stolnir bílar í varahluti
Á nýliðnu ári voru nítján börn ætt-
leidd til íslenskra foreldra fyrir milli-
göngu félagsins Íslenskrar ættleið-
ingar. Er það fjölgun frá síðustu
árum en ættleiðingum hefur fjölgað
hægt og bítandi frá árinu 2006 þegar
þær voru einungis átta.
„Fjölgunin kemur fyrst og fremst
til af því að fólk sem hefur verið á
biðlista úti í Kína hefur verið að færa
umsóknirnar sínar af almennum list-
um yfir á lista með börn með skil-
greindar sérþarfir, t.d. smávægileg-
an hjartagalla eða skarð í vör. Þessi
börn eru sett í forgang og biðtíminn
er miklu styttri,“ segir Hörður Svav-
arsson, formaður Íslenskrar ættleið-
ingar. „Af þeim 14 börnum sem
komu frá Kína 2011 voru 8 af listan-
um með skilgreindar sérþarfir. Þeir
sem ættleiddu af almenna listanum
frá Kína voru búnir að bíða í fimm ár
og sá biðtími er alltaf að lengjast
vegna aukinnar velmegunar þar.
En biðtíminn eftir börnum af list-
anum með skilgreindar sérþarfir
hefur verið niður í nokkra mánuði
eftir að umsóknin hefur verið sam-
þykkt hér af sýslumanni. Það hefur
stundum liðið hálfur mánuður frá því
þar til barn hefur verið skráð á fólk-
ið,“ segir Hörður.
Ellefu drengir og átta stúlkur
Þau nítján börn sem voru ættleidd
hingað til lands á síðasta ári komu
frá Tékklandi, Kólumbíu, Kína og
Indlandi. Þetta voru ellefu drengir
og átta stúlkur fædd árin 2007 til
2010. Á síðasta ári voru yfir eitt
hundrað fjölskyldur á biðlistum hjá
félaginu eftir barni erlendis frá.
Íslensk ættleiðing gerði ættleið-
ingarsamning við Tógó í febrúar í
fyrra. Þar bíða nú fjórar umsóknir
afgreiðslu að sögn Harðar. „Svo hef-
ur utanríkisráðuneytið unnið með
okkur í því að koma á ættleiðinga-
sambandi við Rússland. Við eðlilegar
aðstæður ættu ættleiðingar að vera
um fjörutíu talsins á ári og vorum við
um það bil að ná því þegar það gekk
sem best frá Kína og Indlandi. Það
er nóg af umsóknum og ekkert í spil-
unum sem bendir til þess að þeim
muni fækka.“ ingveldur@mbl.is
Ættleiðingum
hefur fjölgað