Morgunblaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ámeðanhljóm-sveitin lék
enn svo listavel
fyrir dansinum í
Hruna svo ótrúleg-
ustu fyrirmenni fengu fiðring
og slógu taktinn urðu nokkur
merki þeirra tíma tákn. Bis-
nessmenn urðu bindislausir.
Enn eru margir þeirra með
flakandi frá sér og þykir flott.
Fyrirtæki spruttu upp eins og
gorkúlur og flest voru þau
„group“. Ríkidæmið sást hvar-
vetna, en aðalmælikvarði þess
var „viðskiptavildin“. Það var
ekki bara huggunarríkt orð
heldur lykillinn að nýjum lán-
um og auknum arðgreiðslum.
Endurskoðendur vítt og
breitt töldu viðskiptavildina
„gefa góða mynd“ af sterkri
stöðu fyrirtækjanna. Og hún
bólgnaði hraðar en sápukúlur
geta og haldið var svipað. Við-
skiptavildin var farin að mæl-
ast í hundruðum milljarða
samanlagt í stærstu fyrirtækj-
unum. Hún varð til með göldr-
um eins og sameiningum og
skuldsettum yfirtökum fyr-
irtækja. Og til hennar var
ákaft vitnað þegar ný lán voru
slegin og laun forsprakka
hækkuð.
Og þegar einhver af gamla
skólanum, með hallærislegt
bindi á búknum, lýsti efasemd-
um um að „viðskiptavildin“
gengi upp, þótti það ótvírætt
merki um að sá væri á skjön
við nýja efnahagslífið.
Raunar virðist ærin ástæða
til að hafa vara á sér þegar
„nýja“ er slengt fyrir framan
gamalt nafn. „ Nýja“ efna-
hagslífið og „nýju“ lögmál þess
eru þekkt. „Nýi“ Verka-
mannaflokkurinn í Bretlandi
líka og nú er það „nýja“ Ísland,
með skjaldborgum, norrænni
velferð, umbótanefndum og
rýnihópum. Og vorið 2009 tók
„ný“ ríkisstjórn við af „gömlu
hrunstjórninni“ og var for-
ystuflokkur hinnar nýju sóttur
í rústirnar á Hruna.
Á þessum tæpu þremur ár-
um „nýju“ stjórnarinnar er
hún sífellt að gera breytingar á
ráðherraliðinu Og í hvert sinn
„styrkist ríkisstjórnin“, eins
og Gunnar Helgi prófessor
hefur ekki við að staðfesta.
Þessar „styrkingar“ á rík-
isstjórninni við hvern nýjan
ráðherrakapal minna óþægi-
lega á vaxandi viðskiptavild
„group-fyrirtækjanna“.
Ögmundur fór og Álfheiður
kom og þá styrktist rík-
isstjórnin. Álfheiður fór og Ög-
mundur kom og þá styrktist
ríkisstjórnin aftur. Gylfi, kon-
súll Kúbu norðursins, kom og
Ragna ráðuneytisstjóri og þá
styrktist stjórnin rosalega,
enda hafði ekki nokkur maður
kosið þau. Svo fóru
þau aftur án skýr-
inga og enn styrkt-
ist ríkisstjórnin.
Hringlað var með
ráðuneyti og stofn-
anir og Guðbjartur Hannesson
kom inn og þá gerðist að vísu
ekki neitt nýtt nema að rík-
isstjórnin styrktist mjög við
það og eins þegar Kristján
Möller fór út og styrkti rík-
isstjórnina með því. Og nú er
Árni Páll búinn að styrkja rík-
isstjórnina með því að yfirgefa
hana og Jón Bjarnason lagði
sitt af mörkum með því að
verða samferða Árna.
Katrín Júlíusdóttir mun
ekki styrkja ríkisstjórnina
fyrr en eftir fáeinar vikur þeg-
ar hún fer í frí. Katrín Jak-
obsdóttir mun þá styrkja
stjórnina um sinn með því að
taka ráðuneytið yfir þar til að
Steingrímur J. getur bætt því
við hin fjögur og styrkt þar
með stjórnina. Á meðan verður
kona úr þingflokki Samfylk-
ingarinnar fengin til að styrkja
ríkisstjórnina með því að
„verma ráðherrastólinn“ í fjár-
málaráðuneytinu í einhverja
mánuði þar til að Katrín Júl-
íusdóttir kemur til baka til að
verða fjármálaráðherra í fá-
eina mánuði til að styrkja rík-
isstjórna.
Ef að „styrkingarvild“ rík-
isstjórnarinnar er lögð saman
er hún orðin magnþrungin og
ekki minni en „viðskiptavild“
group þetta og group hitt var á
góðárunum fyrir hrun.
Það verður mikið að gera hjá
Gunnari Helga og hinum
fræðimönnunum við að gera
grein fyrir þessum miklu
styrkingum á ríkisstjórn á
næstunni. Þær bætast við þá
styrkingarvild sem varð þegar
Lilja, Atli og Ásmundur Einar
fóru úr þingflokki VG, en
stjórnmálafræðingum bar ein-
mitt saman um að sú fækkun
stjórnarliðsins myndi styrkja
ríkisstjórnina.
Til þess að hugga Samfylk-
inguna hafa fræðimennirnir
upplýst að aldrei áður hafi
einn flokkur í ríkisstjórn feng-
ið að fara með forsætisráðu-
neytið, utanríkisráðuneytið og
fjármálaráðuneytið á sama
tíma. En þeir telja auðvitað
ekki Framsókn með flokkum
enda er hann ekki í Samfylk-
ingunni. Ólafur Jóhannesson,
Halldór E. Sigurðsson og Ein-
ar Ágústsson fóru með forsæt-
isráðuneyti og efnahagsmálin,
dómsmálaráðuneytið fjár-
málaráðuneytið landbún-
aðarráðuneytið og utanrík-
isráðuneytið frá 1971-1973. En
Jóhanna fékk að vísu kvenrétt-
indi fyrir efnahagsmálin í
heild, sem vissulega styrkti
ríkisstjórnina.
Vaxandi styrking-
arvild ríkisstjórnar
er styrkleikamerki}
Styrkingarvild
G
leðilegt nýtt ár, nýtt ár sem byrjar
með látum í stjórnmálum lands-
ins. Uppstokkun í ríkisstjórninni
var kynnt fyrir áramót og fyrsta
dag nýs árs tilkynnti forsetinn að
hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til embætt-
isins aftur. Eða ætlar hann kannski að gera
það? Það fer eftir því hvernig orð hans eru túlk-
uð. Ég kýs að rýna ekkert of djúpt í þau, trúi
því að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið að
segja okkur að hann ætli ekki að bjóða sig fram
til forseta Íslands í fimmta sinn og það sé eng-
inn vafi í því máli. Vissulega skil ég samt að fólk
skuli hafa gaman af því að velta því fyrir sér
hvað lá í raun og veru að baki orðum hans. Ég
hef enga trú á því að Ólafur Ragnar nenni að
vera á Bessastöðum í fjögur ár í viðbót. Mað-
urinn verður sjötugur á næsta ári, hefur verið í
stjórnmálastappi nærri alla sína tíð og horfir nú líklega
löngunaraugum á jafnaldra sína sem lifa áhyggjulausu lífi
á golfvellinum og fá sér lúr eftir hádegismatinn.
Það virðist svolítið vera í tísku í stjórnmálaheiminum að
hleypa ekki nýjum að, sitja sem fastast í sínum stól og
treysta engum til að taka við. Leiðtogarnir halda að þeir
séu svo æðislegir og einstakir að ný kynslóð muni aðeins
skemma þeirra sögulegu verk. Því sitja þeir sem fastast,
telja það öruggast og þjóðin lætur blekkjast með, heila-
þvæst af þeim áhyggjum að enginn muni standast þeim
gamla snúning. Ég er ekki að ýta undir æskudýrkun eða
að segja að eldri borgarar megi ekki sitja í æðstu emb-
ættum landsins, þeir hafa reynsluna sem er
seint metin að verðleikum. En þeir eru
kannski líka búnir með kraftinn og metnaðinn
sem þarf að hafa í þessum embættum. Birtast
mæddir í fjölmiðlum og fara með sömu gömlu,
öruggu, tugguna aftur og aftur. Stokka svo
upp í starfsstöðinni til að sýnast vera að gera
eitthvað, líkt og barn sem hrærir í matnum á
diskinum sínum svo það líti út fyrir að það hafi
borðað eitthvað. Þeir eiga það til að þrjóskast
við í embætti og horfa í eina átt eins og hross
með augnhlífar, í þá átt sem þeir vonast til að
muni bjarga þeim undan þeirri ábyrgð sem
felst í starfi þeirra. Losa þá undan oki ábyrgð-
arinnar sem fylgdi því embætti sem þeir tóku
að sér. Svolítið eins og unglingur sem vonast til
að með nægu kvarti og kveini verði hann los-
aður undan skylduverkefnunum svo hann geti
sest ábyrgðarlaus fyrir framan sjónvarpið á meðan aðrir
vinna verkin sem hann átti að gera.
Það er ljóst að það er spennandi ár framundan í stjórn-
málum landsins og við eigum nú von á mörgum mánuðum
af vangaveltum um hver muni bjóða sig fram til forseta og
hvort ríkisstjórnin tóri í „nýjum“ búningi inn í Evrópu-
sambandið. Það eina sem ég bið um er að nýtt ár færi okk-
ur kraft og fjör og vilja til árangurs í starfi. Að í stólinn á
Bessastöðum setjist einhver með spriklandi lífsneista, sem
sér að í stólnum felast óendanleg tækifæri fyrir land og
þjóð, en lítur ekki á hann sem ruggustól áhyggjulausra
ævidaga. ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Að þekkja sinn vitjunartíma
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Fyrstu uppsjávarveiðiskipinleggja væntanlega úr höfnnú í morgunsárið og haldatil loðnuveiða fyrir norðan
land. Á árinu eru væntingar bundnar
við góða loðnuveiði miðað við síðustu
ár. Aflaheimildir Íslendinga í kol-
munna hafa á ný aukist, en hins veg-
ar er 16% samdráttur í norsk-
íslenskri síld miðað við nýliðið ár og
óvissa er með íslensku sumargots-
síldina vegna sýkingar. Þá var það
eitt af síðustu embættisverkum Jóns
Bjarnasonar sem sjávarútvegsráð-
herra að gefa út svipaðan heildar-
kvóta í makríl og var á síðasta ári.
Reiknað er með að um fimmtán
loðnuskip haldi til veiða í dag og á
leiðinni á miðin munu tíu þeirra kort-
leggja tiltekin svæði samkvæmt for-
skrift Hafrannsóknastofnunar. Það
einfaldar verkefni rannsókna-
skipsins Árna Friðrikssonar sem
jafnframt heldur í loðnuleiðangur í
dag. Loðnu gæti verið að finna hvar
sem er út af Norðurlandi, en líkleg-
asta veiðisvæðið gæti verið norður af
Melrakkasléttu.
Upphafsheimild á loðnuvertíð-
inni var 181.269 lestir af loðnu til ís-
lenskra skipa og veiddust rúmlega
átta þúsund tonn fyrir áramót. Mæl-
ingar á loðnustofninum gengu illa í
haust, en eigi að síður er vonast til að
hluti íslenskra skipa af heildinni
verði um hálf milljón tonna. Miðað
við hagstæða samsetningu loðnuafl-
ans í bræðslu, frystingu og hrogna-
vinnslu áætlaði sjávarútvegsráðu-
neytið í haust að heildarverðmæti úr
sjó gæti orðið 20 til 30 milljarðar.
Aðalsteinn á kolmunna
Meðan bróðurparturinn af upp-
sjávarflotanum heldur á loðnumiðin
hyggst Eskja á Eskifirði senda
frystiskipið Aðalstein Jónsson á kol-
munnaveiðar við Færeyjar. Þar hef-
ur oft fengist ágætur afli í janúar
þegar kolmunninn er á suðurleið. Í
ár koma um 63.477 tonn af kolmunna
í hlut Íslendinga samkvæmt sam-
komulagi strandríkja, en samið var
um að heildaraflinn yrði 391 þúsund
tonn. Í fyrra var aðeins heimilt að
veiða alls 40 þúsund tonn af kol-
munna.
Leyfilegur heildarafli á norsk-
íslenskri síld er í ár 833 þúsund tonn,
en það er 16% samdráttur milli ára.
Samkvæmt samkomulagi strand-
ríkja er íslenskum skipum heimilt að
veiða 120.868 tonn í ár.
Aflamark í makríl
Eins og áður sagði var það eitt
af síðustu embættisverkum Jóns
Bjarnasonar að gefa út heildar-
aflamark í makríl á þessu ári. Ráð-
herra tilkynnti ákvörðun sína um 145
þúsund tonna heildarafla 30. desem-
ber, en benda má á að í fyrra lá sam-
bærileg ákvörðun fyrir 17. desem-
ber. Það er hins vegar nýs sjávar-
útvegsráðherra að útfæra hvernig
veiðunum verður háttað. Fram-
undan er viðræðufundur strandríkja
um makríl í Bergen í lok mánaðarins.
Makrílveiðar skiluðu þjóðar-
búinu yfir 25 milljörðum í fyrra. Þær
sköpuðu yfir 1.000 ársverk á sjó og
landi, að afleiddum störfum með-
töldum. Alls komu íslensk skip með
um 156 þúsund tonn að landi eða
16% af allri veiði úr stofninum, skv.
frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu.
Skipuleg makrílveiði í íslenskri lög-
sögu hófst fyrst á þessari öld og fór
fyrst yfir þúsund tonn árið 2006.
Loðnuleit og veiðar
fyrir Norðurlandi
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Vertíð Kap VE í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gær. Uppsjávarskipin
halda flest í dag og næstu daga til loðnuveiða fyrir norðan land.
Spurningar hafa vaknað um vetursetu makríls í lögsögunni, en nokkuð
hefur verið um að ungur makríll hafi ánetjast síðustu vetur og fundist í
mögum annarra fiska. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofna-
sviðs Hafró, segir að makríls hafi orðið vart í hlýsjónum undan Suðaust-
urlandi og allt vestur undir Snæfellsnes. Aðspurður hvort þessi makríll
sé með íslenskt ríkisfang, segir Þorsteinn að líklegt sé að hann hafi eitt-
hvað klakist út í lögsögunni síðastliðið vor líkt og staðfest var með rann-
sóknum að gerðist árið 2010. „Við erum að rannsaka sýni sem við höf-
um fengið í vetur til að reyna að meta hvenær hann klaktist út. Í klak-
rannsóknum sumarið 2010 sáum við að klakið teygði sig inn í íslenska
lögsögu djúpt suðaustur af landinu og miklu norðar en áður hafði verið.
Aldursgreiningar á makrílseiðum við landið haustið 2010 og veturinn
2011 bentu jafnframt til þess að sá makríll hefði klakist út á svipuðum
tíma og vart varð við hrygninguna, þ.e. í júní,“ segir Þorsteinn.
Með íslenskt ríkisfang?
VETURSETA MAKRÍLS Í LÖGSÖGUNNI