Morgunblaðið - 27.01.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.01.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Áhættuleikarinn Vilhjálm-ur Þór Gunnarsson er núbúsettur í Kína í annaðsinn. Hann dvaldi þar um tíma fyrir nokkrum árum og tók þátt í sýningu með áhættuatriðum en í dag stundar hann nám í markaðs- fræði þar í landi. Hann starfar einnig í útflutningsdeild kínversks bílafram- leiðanda. Heljarinnar sýning „Það er ekki fullt starf heima að vera áhættuleikari þó það komi tarn- ir. En það minnkaði nú eins og allt á krepputíma. Ég var í Kína í fimm mánuði í fullu starfi og kom þá fram í „live show“ í skemmtigarði. En heima á Íslandi stekk ég inn í ým- iskonar verkefni bíómyndir, sjón- varpsþætti og auglýsingar. Þá er mikið um að maður sé þá að vinna fyrir erlenda aðila heima fyrir. Ég tek enn að mér verkefni með náminu og kem þá heim til Íslands. Nú var ég líka að gera heimasíðu til að vekja at- hygli skemmtanahaldara á því að það er hægt að gera heljarinnar sýningu og skemmtun með svona. Hver vill ekki horfa á einhvern kveikja í sér?“ segir Vilhjálmur Þór í léttum dúr. Ráðnir til að enginn slasist Áhættuleikarar á Íslandi eru fá- ir og Vilhjálmur Þór tekur undir það að maður verði að vera óhræddur. Alla jafna sé hann í raun allt of yfirvegaður. „Fólk heldur stundum að ég sé varla með lífsmarki því ég er svo ró- legur í fasi. En í þessu er eiginlega Á enn hættulegasta áhættuatriðið eftir Vilhjálmur Þór Gunnarsson vílar ekki fyrir sér að kveikja í sér eða stökkva 15 metra ofan af palli og lenda á dýnu. Vilhjálmur Þór er lærður áhættuleikari og hefur starfað sem slíkur í nokkur ár en áhættuleik lærði hann 17 ára gamall í Flórída. Vilhjálmur Þór nemur nú markaðsfræði í Kína en hefur síður en svo lagt áhættuatriðin á hilluna og áætlar meðal annars að fara í svokallað „base jump“. Áhætta Við gerð kvikmyndarinnar Reykjavik Whale Watching Massacre. Fljúgandi Æfing í Flórída þar sem Vilhjálmur Þór lærði áhættuleik. Það er aldrei nóg af ást og gleði í þessu lífi og því er um að gera að gauka skemmtilegum gjöfum að þeim sem maður elskar, til að gleðja í hversdagslífinu. Á vefsíðunni urban- outfitters.co.uk er til dæmis sér- stakur linkur sem kallast Valentines og þar er gríðarlegt úrval hverskonar ástargjafa bæði handa honum og henni. Ekki slæmt að drífa sig í að panta fyrir ástardaginn mikla sem er framundan og gleðja sinn heittelsk- aða með ástarrottu, eða bók með hugmyndum að stellingum í ástar- leikjum, nú eða hjartalaga formi til að steikja egg og færa í rúmið með öðru góðgæti. Þarna má meira að segja kaupa frosk sem breytist í prins við það eitt að fara í vatn. Engin kona fúlsar við slíkum gersemum. Fyrir þá sem eru meira fyrir hefðbundnar gjafir er lík fullt af undirfötum, skart- gripum og öðru fallegu. Vefsíðan www.urbanoutfitters.co.uk Krútt Hjörtum skreyttar rottur til að gefa ástinni sinni á góðum degi. Ástarrottur og fleira flott Í dag hefst frábær frönsk kvik- myndahátíð og um að gera að reyna að sjá sem flestar af þeim tíu gæða- myndum sem þar verður boðið upp á. Opnunarmyndin er engin önnur en Listamaðurinn (The Artist) sem er dramatísk gamanmynd og hefur hún heldur betur slegið í gegn, þó hún sé bæði þögul og svarthvít. Hún hefur sópað að sér verðlaunatilnefningum og margir spá henni Óskars- verðlaunum sem besta myndin. Hún er víst gargandi snilld, segja þeir sem hafa séð hana. Allar hinar myndirnar á hátíðinni eru vísast líka frábærar, kíkið á midi.is og kynnið ykkur þær. Endilega … … tékkið á kvik- myndahátíð Ást Þau tvö takast á í The Artist. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ég elska ferðalög. Það verður bara að hafaþað þótt ég hljómi eins og andlaus fegurð-ardrottning, því þannig er það, ferðalög erumeðal minna helstu áhugamála. (Reyndar væri ég alveg til í frið á jörð líka ef út í það er farið. Þá gæti ég líka ferðast til fleiri staða án þess að hafa áhyggjur af öryggi mínu.) Allavega. Ég elska að ferðast og á þessum tíma árs herja dagdraumar um framandi slóðir oft á mig af miklu offorsi. Ég er auðvitað ekki ein um þetta. Jarð- arbúar fóru í 980 milljón ferðalög á árinu 2011, svo augljóslega eru fleiri en ég sem vita ekkert betra en að eyða peningum, tíma og fyrirhöfn í að fara á staði sem væri svo sem tæknilega séð hægt að sjá á mynd. Það sem ég elska við ferðalög, fyrir utan þá einföldu staðreynd að þau svala þorstanum eftir að sjá og heyra eitthvað nýtt, er spennufiðringurinn sem fylgir því. Það skiptir engu máli hvort ferðin liggur um fáfarnar slóðir á fjöllum eða til vinsælustu áfangastaða heims í stórum menningarborgum, svo lengi sem það eru framandi slóðir fyrir mér líður mér eins og landkönnuði að uppgötva eitthvað nýtt. Ég elska frelsistilfinninguna sem hel- tekur mig yfirleitt um leið og flugvélin tekur á loft og ég sé Íslandsstrendur hverfa mér. Það er frelsandi að vera á ókunnugum stað og vera ekki bundinn neinni dagskrá nema þeirri sem ég set mér sjálf. Ferðalög frelsa mann líka und- an rútínunni og verða þannig til þess að maður hugsar öðru vísi og um aðra hluti en í hversdagslífinu. Ég elska áskorunina. Það reynir stundum á að vera á framandi slóðum þar sem ein- földustu hlutir, eins og að finna mat eða klósett eða spyrja átta, verða áskorun. Þá ríður á að geta haft húmor fyrir aðstæðum og haldið jafnaðargeði, hvort tveggja eiginleikar sem hollt er að þjálfa. Ég elska hvernig ferðalög dýpka skilning manns og tengja mann við fólk í fjarlægum heimshlutum. Maður sér með eigin augum hvað margt er líkt en líka margt ólíkt. Eftir að hafa ferðast til lands vekja fréttir þaðan meiri athygli mína en áður, ég læt mig það frekar varða hvernig almenningi farnast þar sem ég hef sjálf gengið um göturnar. Ég elska líka að hitta nýtt fólk á ferðalögum, jafnvel þótt það séu yfirleitt stutt kynni. Maður fyllist trú á mannkyninu við að finna að víðast hvar sem leiðir manns liggja er að finna gott, hjálpsamt og skemmti- legt fólk. Svo einfalt er það. Ég elska að ná áttum. Fyrstu augnablikin í nýju landi þar sem tungumálið er óskiljanlegt, verðskynjunin brengluð og staðhættir ókunnir geta verið hálfgert adrenalínkikk. Þá tekur við verkefnið að átta sig á umhverfinu, finna út hvernig maður kemst frá A til B, finna mat, svefnstað, hætta að líta út eins og áttavillt og auðveld bráð. Þegar þetta tekst og maður nær stjórn á aðstæðum líður manni eins og ekkert í heiminum geti stöðvað mann lengur. Það er ótrúlegt hversu fljótt framandi staður verður kunn- uglegur. Ég elska hvernig einmitt sú staðreynd sýnir manni að þótt heima sé best þá gæti „heima“ verið nánast hvar sem er … »Þegar þetta tekst og maður nær stjórná aðstæðum líður manni eins og ekk- ert í heiminum geti stöðvað mann lengur HeimurUnu Una Sighvatsdóttir Tilkynning um framboðsfrest til stjórnarkjörs Samkvæmt 32. gr. laga Félags íslenskra rafvirkja skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarráðs. Með hliðsjón að framansögðu tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 12.00 þriðjudaginn 28. febrúar 2012 og ber að skila tillögum ásamt meðmælendum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Hverjum framboðslista skulu fylgja skrifleg meðmæli minnst 179 fullgildra félagsmanna Reykjavík 27. janúar 2012. Stjórn Félags íslenskra rafvirkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.