Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 11
Alelda Eitt af því sem Vilhjálmur Þór hefur lært að gera sem áhættuleikari er að kveikja í sér. eins og ég sé allt önnur mann- eskja.Þú verður aldrei góður áhættu- leikari ef þú ert kolruglaður, þá drep- ur þú þig bara. Sá munur er á okkur áhættuleikurunum og þessum svo- kölluðu „dare devils“ að við erum ráðnir til að sjá til þess að enginn slasist. Það er okkar starf og maður undirbýr smæstu atriði í margar vik- ur í hausnum á sér. Mörgum finnst þetta spennandi en ég veit ekki hversu margir myndu fara út í þetta. Ég hélt að ég hefði bara fengið þessa hugdettu þegar ég var 17 ára en svo rakst ég á bók úr barnaskóla síðan ég var í þriðja bekk. Þar hafði ég skrifað að ég ætlaði að verða áhættuleikari þegar ég yrði stór. Svo þetta blund- aði greinilega alltaf í mér. Ég var samt frekar rólegur í æsku þó maður væri að leika sér að stökkva á reið- hjólum og slíkt,“ segir Vilhjálmur Þór. Áhuginn kviknaði snemma Vilhjálmur Þór byrjaði í mot- orcross í kringum 15 ára aldurinn og fékk upp úr því áhuga á áhættuleik. Hann hafði því uppi á íslenskum áhættuleikara sem benti honum á skóla í Flórída þar sem hægt væri að læra áhættuleik. Þangað hélt Vil- hjálmur Þór og er nú skráður sem leiðbeinandi við skólann. Vilhjálmur Þór hélt síðan til Kína ásamt félaga sínum síðastliðið haust og verða þeir þar við nám fram á næsta ár. „Við vorum þeir einu sem vorum nógu djarfir til að fara til Kína og ég hafði verið hér áður og vissi að mér myndi líka að vera hér. Hvað varðar áhættuleikinn þá er ég með tengiliði um allan heim í hverju fagi fyrir sig og er ágætlega staddur með þetta hvað atvinnu varðar. En fyrir sjálfan mig er planið að fara í fallhlífarstökk og reyna að koma mér í „basejump“ sem er eins fallhlífarstökk nema fram af byggingum og klettum og slíku. Dálítið meira „extreme“, ég held það sé bara hættulegasta íþrótt í heimi. Annars er mjög misjafnt hvað fólk segir að sé hættulegast. Margir segja að eldatriðið sé hættulegast því ef eitthvað klúðrast fer það ekki vel. En ég hef alltaf haft þá skoðun að minnstu „stuntin“ séu hættulegust. Fólkið sem vinnur í kringum þau er ekki alltaf nógu hæft til þess og mað- ur veltir minna fyrir sér þessum minni atriðum. Þá verða miklu oftar slys,“ segir Vilhjálmur Þór. www.icestunts.com DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 Velkomin í Litlatún í Garðabæ Opið 10-19 alla virka daga og 12-18 laugardaga. er í Litlatúni. Verið velkomin. Á stórum tískusýningum er að ýmsu að hyggja. Sýningin þarf að ganga eins og í sögu og til þess er mik- ilvægt að undirbúningur sé góður á alla kanta. Það var nóg um að vera baksviðs á tískusýningu Patrick Mohr í Berlín nýverið. Þar biðu fyr- irsætur eftir að máta klæðnað kvöldsins og ungur herramaður hlaut heldur óvenjulega skeggsnyrtingu. En skegg hans var sléttað með sléttujárni og ekki víst að margir karlmenn myndu leika þann leik eftir. Jafnvel þó margir karlmenn safni í dag dágóðu skeggi. Ætli flestir láti ekki duga að snyrta það dálítið öðru hvoru. Þá liggur mikil vinna á bak við hár og förðun fyrirsætnanna sem skiptir máli til að skapa heildarútlit sýning- arinnar. Á bak við eina tískusýningu sem virðist stutt liggur því mun meiri vinna en flestir gera sér grein fyrir. Baksviðs í Berlín Skeggsnyrting Það þarf fleiri en tvær hendur í þetta vandaverk. Sléttujárn á skeggið Greiðsla Meira en nóg af krullum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.