Morgunblaðið - 27.01.2012, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
valkostir í Sjónvarpi Símans
Nettenging hjá Símanum gefur þér möguleika á Sjónvarpi
Símans og fjölbreyttu úrvali sjónvarps- og afþreyingarefnis.
Nú geta viðskiptavinir Símans leigt myndir
og séð útsendingar í háskerpu. Ef tengingin
þín ber HD-útsendingar geturðu virkjað
aðganginn á þjónustuvefnum og séð
Sjónvarp Símans í allri sinni dýrð.
Með smelli á VOD takkann opnarðu
SkjáBíó með yfir 4000 titlum, bíómyndum,
þáttum, barnamyndum og efni á 0 kr. Í
SkjáFrelsi, Stöð 2 Frelsi og RÚV Frelsi
sérðu nýjustu þættina og fréttirnar þegar
þér hentar.
Ef þú smellir á MENU takkann og velur
útvarp opnast Bestu lögin, sérsniðnar
tónlistarrásir fyrir öll möguleg tilefni.
Þar eru líka allar íslensku útvarps-
stöðvarnar og tugir erlendra.
Nýtt! Háskerpu-
útsending á 0 kr.
Bestu lögin skapa
stemninguna
Frelsi til að horfa
þegar þér hentar
er opin ánendurgjalds tilkynningar
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Oft er svo mikill munur á verði frá
birgjum til lágverðsverslana og minni
verslana að hinar síðarnefndu þurfa
að selja vöruna með lítilli sem engri
álagningu eða tapi til að geta keppt í
verði við stærri keðjur.
Þetta sagði Páll Gunnar Pálsson,
forstjóri Samkeppniseftirlitsins, þeg-
ar hann kynnti í gær niðurstöður
rannsóknar um verðþróun og sam-
keppni á dagvörumarkaði. Niðurstöð-
urnar benda til þess að talsverðar
hindranir mæti þeim sem hefja við-
skipti á dagvörumarkaði.
Þær hindranir má ekki síst rekja til
mismunandi kjara sem verslanir
njóta hjá birgjum. Búast má við því,
að sögn Páls Gunnars, að SE hefji
sérstök stjórnsýslumál til að meta
hvort viðskiptakjör og viðskipta-
samningar tiltekinna birgja við versl-
anir séu lögleg.
Þrjár samstæður með 90%
„Það er auðvitað vandasamt að
greina málefnalegan verðmun frá
óeðlilegum […] Hér og nú má hins
vegar leiða að því sterkum líkum að
kjör birgja til smásala styðjist ekki
alltaf við viðskiptalegar forsendur.“
Þrjár verslanasamstæður eru lang-
fyrirferðarmestar á markaði með
dagvöru, en til hennar teljast dag-
legar neysluvörur eins og matur,
drykkur og hreinlætisvörur. Þetta
eru Hagar, Kaupás og Samkaup, sem
samtals hafa um 90% markaðs-
hlutdeild. Ef staðan er skoðuð nánar
sést hins vegar að Hagar, sem reka
verslunarkeðjurnar Bónus og Hag-
kaup, gnæfa yfir hinar með rúmlega
helmings markaðshlutdeild. Á höf-
uðborgarsvæðinu er yfirburðastaða
Haga raunar enn meiri, eða 59-60%
hlutdeild, þar af Bónus 40-41%.
Ágreiningur um hlutdeild Haga
Þess má geta að Finnur Árnason,
forstjóri Haga, túlkaði niðurstöður
rannsóknarinnar með nokkuð öðrum
hætti en Samkeppniseftirlitið. Fyrir
það fyrsta hélt hann því fram að Hag-
ar hefðu ekki 53-54% markaðs-
hlutdeild, heldur 43,3%.
Þá tók hann ekki undir það mat SE
að aðgangshindranir væru til staðar
heldur sagði þvert á móti að það væri
auðvelt fyrir nýja aðila að koma inn á
dagvörumarkaðinn. „Það eru margir
valkostir í boði, samkeppnin er hörð
og viðskiptavinir greiða atkvæði dag-
lega um hvar þeir versla.“
Samkeppniseftirlitið kemst hins
vegar að þeirri niðurstöðu að það sé
því sem næst ómögulegt fyrir minni
verslanir að veita lágverðsverslunum,
þar sem risinn Bónus er í
fararbroddi, nokkra
samkeppni.
Þegar innkaupsverð
og álagning á u.þ.b. 270
algengum dagvörum voru
borin saman kom í ljós
að álagning lág-
verðsverslana var
að jafnaði um 18%
ofan á innkaups-
verð. Minni versl-
anir greiddu að
meðaltali 16%
hærra innkaupsverð en lágverðs-
verslanir fyrir sömu vörur. Þessar
minni verslanir hefðu því neyðst til
þess að selja vörurnar með einungis
1-2% álagningu, ef þær ætluðu sér að
bjóða þær á sama verði og lágverðs-
keðjurnar.
Páll Gunnar áréttaði að verðmunur
frá birgjum ætti sér oft haldbærar
skýringar í samkeppnisumhverfi.
Hins vegar væru ýmsar vísbendingar
um að sú væri ekki alltaf raunin. Til
dæmis gætu stóru verslunarkeðj-
urnar nýtt sér kaupendastyrk til að
knýja fram óréttlátan verðmun.
Stjórnvöld grípi til aðgerða
Ómar Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Samkaupa, tók undir
þetta og sagði þau rök ofnotuð að
betri kjör frá birgjum væru réttlætt
með magnhagræði. „Eru það boðleg
rök að dreifingarkostnaður framleið-
anda, sem dreifir sjálfur vörunni, sé
tugum prósenta hærri til Fjarðar-
kaupa í Hafnarfirði en til Bónuss í
Hafnarfirði?“ Eini kostur smærri
verslana í stöðunni væri oft að þiggja
bara það sem að þeim væri rétt.
Páll Gunnar sagði óhjákvæmilegt
að birgjar tækju verðstefnu sína til
athugunar með hliðsjón af þessum
niðurstöðum og hvatti aðila á dag-
vörumarkaði til að skoða vel starfs-
hætti sína. „En það er einnig brýnt að
stjórnvöld grípi til aðgerða […]
Reynslan sýnir því miður að stjórn-
völd hafa undantekningalítið horft
framhjá tilmælum samkeppnis-
yfirvalda um að bæta samkeppnis-
aðstæður á dagvörumarkaði.“
Samkeppni við risana ómöguleg
Hagar með yfir helmings markaðshlutdeild á dagvörumarkaði Birgjar mismuna verslunum
Smærri verslanir greiða um 15% hærra verð Rannsakað hvort viðskiptakjör séu lögmæt
Ómar Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Samkaupa, sagði
dagvörumarkaðinn einkennast
af ofríki og yfirráðum Haga, sem
hefðu yfirburðastöðu og beittu
henni. „Ef um væri að ræða þrjá
aðila með álíka stóra hlutdeild á
markaði væri það forsenda til
samkeppni.“
Þær forsendur væru hins veg-
ar ekki fyrir hendi, því þar sem
einn aðili réði um helmingi
markaðarins gæti hann ráðið til-
veru hinna.
Nefndi hann sem dæmi að for-
senda þess að nýjar vörur næðu
fótfestu á markaði væri að koma
þeim í sölu hjá stóru keðjunum.
„Þannig getur stóri aðilinn verið
eftirsóknarmyndandi, þetta vita
birgjar og nýta sér gjarnan
gagnvart smærri aðilum.“ Þá
komi fyrir að smærri verslunum
sé gert ómögu-
legt að bjóða
sterk vörumerki,
dæmi séu um að
vörur sem eft-
irspurn sé eftir
séu þannig nán-
ast í einkasölu hjá
einum aðila.
Ofríki og
yfirráð Haga
MEÐ RÁÐANDI STÖÐU
Páll
Gunnar
Pálsson
Markaðshlutdeild verslana á Íslandi árið 2010
Hagar
53-54%
Bónus
Hagkaup
10-11
Kaupás
21-22%
Krónan, Nóatún, 11-11, Kjarval
Samkaup
15-16%
Nettó, Kaskó, Samkaup-úrval,
Samkaup-strax
Aðrar dagvöruverslanir
Fjarðarkaup (2-3%)
Melabúðin (0,5-1%)
Kostur (0,5-1%)
Kaupf. Skagfirðinga (0,5-1%)
Versl. Einar Ólafsson (0,5-1%)
Kaupf. V-Húnvetninga (0-0,5%)
Miðbúðin (0-0,5%)
Aðrar dagvöruverslanir (3-4%)