Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 14

Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 14
Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 17. febrúar. Í blaðinu verður fjallað um tískuna vorið 2012 í förðun, snyrtingu, og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. febrúar. LifunTíska og fö rðun Tíska & förðun SÉRBLAÐ 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Fram kom með afdráttarlausum hætti í máli Sigríðar J. Friðjóns- dóttur, saksóknara Alþingis, á fundi með stjórnskipunar- og eft- irlitsnefnd þingsins í gærmorgun að Alþingi færi með ákæruvaldið í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, og gæti þar með hvenær sem er afturkallað ákæruna allt fram að því að dómur fellur í mál- inu. Ákæruvaldið í málinu væri þannig ekki í höndum saksóknara Alþingis. Þá sagði Sigríður enn- fremur við fjölmiðla að loknum fundinum að það fæli að hennar áliti ekki í sér íhlutun í dómsmál þótt Alþingi tæki þá ákvörðun að falla frá ákærunni á hendur Geir. Miklar umræður sköpuðust um málið á Alþingi síðastliðinn föstu- dag í aðdraganda atkvæðagreiðslu í þinginu um það hvort vísa ætti frá þingsályktunartillögu sjálf- stæðismanna um að draga til baka landsdómsákæruna. Töldu margir þeirra sem vildu málið af dagskrá þingsins að tillagan væri ekki þing- leg og hefði ekki átt að vera tekin á dagskrána. Þá var því einnig haldið mjög á lofti að Alþingi gæti ekki fallið frá ákærunni þegar hún hefði einu sinni verið samþykkt. Ákæruvaldið hefði þá verið fram- selt til saksóknara Alþingis. Því var ennfremur haldið fram að um óeðlileg afskipti þingsins af dóms- máli væri að ræða og ennfremur að engar efnislegar breytingar hefðu orðið á málinu sem réttlættu að fallið væri frá því. Sigríður sagðist ekki telja að neinar efnislegar breytingar hefðu orðið á málinu í grundvallaratrið- um frá því sem Alþingi hefði lagt upp með í byrjun sem gæfu tilefni til þess að falla frá ákærunni og undir það tók Helgi Magnús Gunn- arsson varasaksóknari. Hún lagði þó áherslu á að ekki væri um per- sónulegt eða faglegt mat þeirra að ræða í því sambandi. Alþingi hefði ákveðið að ákæra í málinu og það væri ekki þeirra hlutverk að end- urmeta ákvörðun þingsins. Mikilvægt að fá niðurstöðu Spurð hvaða áhrif það hefði á rekstur dómsmálsins að þings- ályktunartillaga um að falla frá því væri til umfjöllunar á Alþingi sagði Sigríður að það hefði ekki áhrif enn sem komið er en að þessi staða væri auðvitað bagaleg og óþægileg. Ef málið væri enn óafgreitt á Al- þingi 5. mars næstkomandi, þegar það verður dómtekið og vitna- leiðslur hefjast, sagðist hún vænt- anlega þurfa að ráðfæra sig við forseta Landsdóms um framhaldið. Helgi bætti því við að það væri auðvitað ósk þeirra að niðurstaða fengist á Alþingi sem fyrst. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði að því á fundi nefndarinnar hvort það fyr- irkomulag sem væri á Landsdómi færi saman við réttarríkið og þá meðal annars í ljósi þess að ekki hefði verið framkvæmd nein eig- inleg sakamálarannsókn áður en gefin var út ákæra. Þau svör feng- ust frá Sigríði og Helga að fyr- irkomulagið í kringum dómstólinn væri á margan hátt sérstakt og ekki að öllu leyti í samræmi við meginreglur sakamálaréttar. Hins vegar lögðu þau áherslu á að hlut- verk þeirra væri einfaldlega að fylgja því sem fram kæmi í lögum. Ef slík sakamálrannsókn hefði átt að fara fram hefði það þurft að gerast áður en Alþingi tók ákvörð- un um að ákæra í málinu og það kom inn á borð saksóknara Alþing- is. Þá sagði Helgi að það sem máli skipti varðandi dómsmálið væri fyrst og síðast hvort líkur teldust á sekt eða sýknu. Hann sagði ýmis sjónarmið sem komið hefðu fram í umræðunni um það hvort halda ætti dómsmálinu til streitu, eins og að það væri gott fyrir Geir að fá tækifæri til þess að verja sig fyrir Landsdómi og að málið væri upp- gjör vegna bankahrunsins, ekki hafa neina þýðingu í tengslum við málið. Tillagan ekki afskipti af dómsmáli  Saksóknari Alþingis segir ákæruvaldið í landsdómsmálinu hjá Alþingi sem geti hvenær sem er fallið frá málinu fram að því að dómur fellur  Dómsmálið ekki í samræmi við meginreglur sakamálaréttar Morgunblaðið/Kristinn Fundur Saksóknarar Alþingis á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. „Þarna stað- festir hún það sem hefur ítrekað komið fram að ákvörðun mín var rétt og byggð á lögum og mér bar að sjálfsögðu að fara að lög- unum. Og þessa ákvörð- un tók ég að mjög vandlega athug- uðu máli,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Ásta var spurð um þau ummæli Sigríðar J. Friðjónsdóttur, saksókn- ara Alþingis, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í gær- morgun að Alþingi hefði ákæruvald- ið í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráð- herra, og gæti hvenær sem er kallað ákæruna á hendur honum til baka fram að því að dómur yrði kveðinn upp. Var gagnrýnd Ásta Ragnheiður hefur verið gagnrýnd af ýmsum undanfarna daga, ekki síst innan úr eigin flokki, Samfylkingunni. Gagnrýnin beindist að henni fyrir þá ákvöðun að sam- þykkja að setja á dagskrá Alþingis þingsályktunartillögu Bjarna Bene- diktssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, um að draga lands- dómsákæruna gegn Geir til baka. Ennfremur fyrir að greiða síðan at- kvæði gegn því að henni yrði vísað frá í atkvæðagreiðslu sem fram fór í þinginu á föstudaginn fyrir viku. hjorturjg@mbl.is  Forseta bar að fara að lögum Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Staðfestir að ákvörð- un var rétt Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Skýrt er kveðið á um það í úrskurði Landsdóms frá 3. október 2011 um frávísunarkröfu vegna ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrum for- sætisráðherra, að forræði málsins sé í höndum Alþingis og þar með talið ákæruvaldið. Saksóknari þingsins hafi þannig hvorki ákæru- vald í þeim málum sem vísað er til Landsdóms né forræði yfir því hvers efnis ákæran sé. Þannig segir á blaðsíðu 12 í úrskurðinum: „Eins og fyrr greinir fer Alþingi samkvæmt 14. gr. stjórnarskrárinn- ar með ákæruvald í málum, sem það ákveður að höfða gegn ráðherrum fyrir Landsdómi. Ákvörðun Alþingis um málshöfðun er samkvæmt 13. gr. laga nr. 3/1963 gerð með sam- þykkt þingsályktunartillögu. Í þingsályktunartillögunni „skulu kæruatriðin nákvæmlega tiltekin ... enda sé sókn málsins bundin við þau“. Sá sem Alþingi kýs til að sækja málið af sinni hálfu, eftir að það hefur tekið ákvörðun um að ákæra, hefur ekki forræði á því hvers efnis ákæran er, sem hann gefur út í málinu. Telji hann rétt að takmarka eða auka við ákæruatrið- in, sem fram koma í þingsályktun- artillögunni, verður hann að beina því til Alþingis að samþykkja nýja þingsályktun með þeim breytingum, sem hann telur rétt að gera. Sak- sóknari Alþingis hefur því hvorki ákæruvald í málinu né hefur hann forræði á því hvers efnis ákæran er.“ Morgunblaðið/Golli Dómur Landsdómur kemur saman vegna málsins gegn Geir H. Haarde. Landsdómsmálið á forræði þingsins  Saksóknari ekki með ákæruvaldið „Ég hef talið þetta mjög skýrt en það er gott að fá það stað- fest enn frekar af saksóknara Alþingis og að hún líti málið sömu augum,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, um þau um- mæli saksóknara Alþingis að Alþingi geti tekið ákvörðun um að falla frá ákæru í lands- dómsmálinu. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, tekur undir þetta og segir að sé ekki lengur vilji hjá meirihluta Alþingis til þess að ákæra í málinu sé eðlilegt að málið sé endur- skoðað. Enn frekari staðfesting LANDSDÓMUR Bjarni Benediktsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.