Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Rannsóknarnefnd sjóslysa á Íslandi
mun rannsaka sjóslysið í fyrradag en
njóta aðstoðar systurstofnunar sinn-
ar í Noregi við upplýsingaöflun.
Útgerð skuttogarans Hallgríms
SI var með alla pappíra í lagi, sam-
kvæmt upplýsingum Siglingastofn-
unar. Skipið var fullmannað til sigl-
ingarinnar til Noregs, mennirnir
með réttindi og lögskráðir. Skipið
var með haffærnisskírteini sem gefið
var út 4. janúar, að lokinni skoðun,
og gilti út apríl.
Skipið var smíðað í Englandi 1974
og keypt notað til Íslands 1982. Það
hefur farið á milli nokkurra útgerða
og gengið undir ýmsum nöfnum;
Clen Carron, Skipaskagi AK, Þur-
íður Halldórsdóttir GK, Sturla GK,
Sólborg ÍS og Öngull GK.
Hallgrímur var gerður út til
rækjuveiða frá Siglufirði frá því um
mitt sumar 2010 og fram að versl-
unarmannahelgi í fyrra. Þá var brot-
ist inn í skipið og stolið dýrum tækj-
um, m.a. aflanemum. Hallgrímur
hefur ekki farið á sjó síðan og legið
við öldubrjótinn. Hirt var um skipið
á þessum tíma, rafmagn var á og
skipið hitað upp.
Skipið var selt til niðurrifs. Komu
fjórir sjómenn á vegum útgerðarinn-
ar til Siglufjarðar síðastliðinn
fimmtudag og byrjuðu á því að und-
irbúa siglinguna. Þeir héldu af stað
klukkan fjögur síðdegis á sunnudag.
Átti að sigla til Álasunds í Noregi og
síðar til Danmerkur þar sem rífa átti
skipið í brotajárn.
Jón Arilíus Ingólfsson, forstöðu-
maður rannsóknarnefndar sjóslysa,
segir að rætt verði við sjómanninn
sem bjargaðist þegar hann kemur
heim. Norðmenn muni senda
skýrslur frá björgunaraðilum,
skýrslur um veður og veðurhorfur
og lögregluskýrslu ef hún verður
gerð. helgi@mbl.is
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
Við bryggju Hallgrímur SI-77 var tæplega 300 brúttólestir að stærð.
Sjóslysanefnd
rannsakar slysið
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Björgunarstjórnstöð Landhelgis-
gæslunnar hefði leitað til norsku
strandgæslunnar um björgun, þótt
Hallgrímur SI hefði ekki verið kom-
inn út af íslenska leitar- og björg-
unarsvæðinu og inn á það norska.
Ávallt er leitað til þeirra björgunar-
aðila sem eru í bestu aðstöðunni til
að koma til bjargar.
Hallgrímur SI var kominn um 20
sjómílur inn í norska leitar- og
björgunarsvæðið þegar hann sökk.
Hjalti Sæmundsson, aðalvarð-
stjóri í stjórnstöð Landhelgisgæsl-
unnar, segir að Gæslan hafi verið
með tvöfalda vöktun á skipinu.
Fyrst hafi borist skeyti frá neyðar-
sendi um borð. Stundarfjórðungi
síðar hafi skipið horfið úr feril-
vöktun.
Hjalti segir að samstarf sé meðal
björgunarmiðstöðvanna í Bretlandi,
Noregi, Íslandi og Færeyjum og
vinni þær samkvæmt alþjóðlegu
leitar- og björgunarkerfi. Strax hafi
verið haft samband við stjórnstöð-
ina í Noregi þar sem mestar líkur
hafi verið á að hægt væri að bjarga
skipverjunum þaðan. Raunar fékk
norska stjórnstöðin einnig boð frá
sjálfvirka neyðarsendinum. „Við
veljum alltaf hagstæðasta kostinn
út frá hagsmunum þeirra sem hlut
eiga að máli,“ segir Hjalti.
Ef skipið hefði farist nær Íslandi
hefur gæslan ýmis úrræði. Þegar
svona kemur upp er leitað til ná-
lægra skipa og varðskipa Landhelg-
isgæslunnar. Eftirlits- og björg-
unarflugvél Landhelgisgæslunnar,
Sif, er tiltæk en aðeins ein björg-
unarþyrla, Gná. Hin björgunar-
þyrlan, Líf, er í stórri skoðun í Nor-
egi og leiguþyrlan, sem kölluð
verður Sýn, er ekki komin til lands-
ins. Sýn verður auk þess ekki búin
til flugs með nætursjónauka sem
skerðir björgunargetu sveitarinnar.
Landhelgisgæslan vinnur sam-
kvæmt reglum Flugmálastjórnar
um að þyrlur megi ekki fljúga
meira en 20 sjómílur frá strönd
landsins nema tvær fari saman.
Augljóst er að ekki hefði verið hægt
að koma við björgunarþyrlu Land-
helgisgæslunnar á slysstað Hall-
gríms SI.
Þegar Landhelgisgæslan til-
kynnti að gengið hefði verið frá
leigu nýju þyrlunnar kom fram að
verið væri að leggja lokahönd á
skoðun og skráningu þyrlunnar og
gert ráð fyrir að henni yrði flogið til
Íslands í þessari viku. Áður hafði
komið fram að hún yrði væntanlega
tilbúin um eða upp úr miðjum
næsta mánuði. Ekki fást nánari
upplýsingar hjá Landhelgisgæsl-
unni um það hvenær leiguþyrlan
verður tilbúin til notkunar.
Alltaf leitað til næsta
björgunaraðila
Ein björgunarþyrla tiltæk Ekki hægt að fara út á haf
Ljósmynd/LHG
Björgun Leiguþyrlan Sýn er ekki komin til landsins frá Noregi.
Maðurinn sem bjargaðist af Hall-
grími SI-77 í fyrradag var tæpa
fjóra klukkutíma í sjónum. Hitastig
sjávar var um 2°C og ölduhæð mikil.
Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysa-
varnaskóla sjómanna, segir þetta
líklega lengsta tíma sem íslenskur
sjómaður hefur verið í sjó í björg-
unarbúningi. Hann veit þó um dæmi
í útlöndum þar sem menn hafa verið
átta tíma í sjó í búningnum. „Maður í
björgunarbúningi á að geta verið í
sex tíma í 0°C heitum sjó án þess að
líkamshitinn falli um meira en eina
gráðu. Ef búningurinn er alveg þurr
á hann að halda nokkuð vel. Svo fer
þetta líka eftir því hvernig ein-
staklingarnir eru á sig komnir og
hversu vel þeir eru klæddir innan
undir.“
Andlitið er ekki hulið í björg-
unarbúningnum og flotið í þeim er
jafnt. „Það er ekkert sem leitast við
að snúa andlitinu upp. Þannig að ef
þú ert meðvitundarlaus og lendir á
grúfu þá verður þú á grúfu. Hugs-
unin með gallana er að menn komist
í björgunarbáta, að þeir lifi í sjónum
frá því að þeir yfirgefa skip og þar
til þeir komast í bát.“
Á öllum íslenskum skipum á að
vera einn björgunarbúningur á
hvern skipverja. „Um borð í skip-
unum eru búningarnar hafðir í
plastpokum og tilbúnir til notkunar.
Þeir eiga svo að fara í skoðun á
fimm ára fresti. Björgunarbúning-
arnir komu ekki í íslensk skip fyrr
en 1989 svo í mörgum gömlum skip-
um var ekki gert ráð fyrir þeim og
oft erfitt um pláss en á nýjum skip-
um er þessu komið fyrir í hönnun
skipanna á aðgengilegum stöðum.“
Íslenskir sjómenn eru skyldugir
til að fara á námskeið í Slysavarna-
skólanum ekki sjaldnar en á fimm
ára festi og þar læra þeir að nota
búningana. Hilmar segir að það taki
um 40-60 sekúndur að klæða sig í
búning fyrir þá sem hafa prófað það
áður. „Það er lykilatriði að byrja að-
gerðir snemma þegar hætta steðjar
að og fara í búninginn. Þegar komið
er í sjóinn er gott að halda sér sam-
anhnipruðum, t.d. taka um hnén, til
að halda kjarnhitanum í líkamanum
og verja sig sjógangi. Björg-
unarbúningar eru mikilvægt örygg-
istæki þegar á þarf að halda.“
ingveldur@mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
Björgunarbúningur Frá námskeiði í Slysavarnaskólanum þar sem sjómenn læra að nota björgunarbúning.
Geta verið sex tíma í 0°C
sjó í björgunarbúningi
Einn búningur á hvern skipverja á að vera um borð
óskast tímabundið
til að hafa umsjón
með bæklingagerð
og önnur störf
í markaðsdeild
öflugs fyrirtækis
í Reykjavík.
Áhugasamir eru
beðnir að senda
ferilskrá á
netfangið
box@mbl.is og
merkt „S-24850
Grafískur
hönnuður