Morgunblaðið - 27.01.2012, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Forystu-menn rík-isstjórn-
arinnar gerðu
afdrifarík mistök
þegar þeir
reyndu að hefta
tjáningarfrelsið á
þeim stað sem það á að eiga
öndvegi sitt í landinu. Það
er fádæmi að meirihluti
þings reyni að koma í veg
fyrir að mál séu rædd á
þeim stað, svo ekki sé talað
um mál sem eru hvað fyr-
irferðarmest í umræðu þjóð-
arinnar um þær mundir.
Eftir úrslit málsins hafa
bæði forsætisráðherrann og
formaður hins stjórn-
arflokksins veist að forseta
þingsins fyrir að kveða ekki
upp þann úrskurð, sem þeir
höfðu ákveðið að skyldi
falla. Forsætisráðherrann
hefur aðspurður neitað að
tjá sig um það, hvort flokks-
systir hans, forseti Alþingis,
njóti trausts eða ekki. For-
sætisráðherrann ræðst ekki
af ofsa á Ástu Ragnheiði
eins og hún gerði gagnvart
ráðherra sínum Jóni
Bjarnasyni. Nú er talað í
þokukenndum gátum og far-
ið undan í flæmingi og í því
felst hið raunverulega svar
við spurningunni. Slík við-
brögð forsætisráðherra eru
auðvitað ekki boðleg og
hefðu hingað til verið óhugs-
anleg. En þau eru vitn-
isburður um það hve hatrið
og heiftin hefur heltekið rík-
isstjórnarforystuna.
Jóhanna Sigurðardóttir
greiddi atkvæði gegn ákær-
unni á Geir H. Haarde á sín-
um tíma. Þrátt fyrir það
hefur þrálátur orðrómur
verið um að hún hafi engu
að síður tekið þátt í þeirri
hausatalningu sem Samfylk-
ingin stundaði til að tryggja
að Geir myndi verða einn
með Svarta Pétur á hend-
inni þegar að atkvæða-
greiðslunni lyki. Fram-
ganga Jóhönnu
Sigurðardóttur nú, þegar
hún beitir ásamt Steingrími
hótunum og pólitískum
handjárnum til að tryggja
að réttarhöldin, sem hún
þóttist á móti, fái áfram-
haldandi framgang, virðast
staðfesta framangreindan
orðróm.
Rökin, sem forystumenn
stjórnarflokkanna notuðu
gegn því að hverfa frá hin-
um pólitísku réttarhöldum,
voru þau að málið
væri úr höndum
þingsins og nú
færi embætt-
ismaðurinn sak-
sóknari Alþingis
alfarið með mál-
ið. Nú hefur sá
embættismaður, Sigríður J.
Friðjónsdóttir saksóknari,
tekið fram á nefndarfundi
þingsins um málið, að það sé
þingsins og þingsins eins en
ekki hennar að taka ákvörð-
un um hvort falla skuli frá
ákæru eða ekki. Fyrst að
það er skoðun saksókn-
arans, hárrétt skoðun og í
samræmi við niðurstöðu
marktækra fræðimanna, þá
verður Alþingi að gera það.
Það kemst beinlínis ekki hjá
því.
Lögvísindamenn hafa
bent á, að það er ein af
skyldum saksóknara, í
þessu tilviki Alþingis, að
vera með hina miklu ákvörð-
un um að ákæra einstakling,
sífellt til endurmats, gefist
tilefni til. Það er mjög áleit-
in spurning hvort verið geti
að forystumenn ríkisstjórn-
arflokkanna eða sú nefnd
þingsins sem sérstaklega
starfar með hinum embætt-
islega ákæranda hafi ekki
leitað þessarar afstöðu
hans, áður en þessir aðilar
fullyrtu um afstöðu, sem
Sigríður J. Friðjónsdóttir
hefur algjörlega hafnað.
Þessir aðilar, sem og hinir
embættislegu saksóknarar,
verða að upplýsa, hvort
þetta álitaefni hafi verið
rætt þeirra á milli. Þingið
og þjóðin eiga heimtingu á
að þetta verði upplýst.
Ef framangreind afstaða
Sigríðar J. Friðjónsdóttur
saksóknara hefði legið fyrir
áður en atkvæðagreiðslan
um frávísunartillöguna fór
fram hefði meirihlutinn
gegn henni vísast verið enn
þá stærri. Er þá reiknað
með að hluti þess hóps þing-
manna sem greiddu frávís-
unartillögunni atkvæði hafi
gert það af málefnalegum
hvötum en ekki eingöngu af
því að skipun um slíkt hafði
verið gefin.
Með yfirlýsingu Sigríðar
J. Friðjónsdóttur saksókn-
ara eru áfellisdómar á Ög-
mund Jónasson sem ráð-
herra dómsmála fallnir um
sjálfa sig og verður hann
væntanlega beðinn afsök-
unar.
Yfirlýsing Sigríðar
J. Friðjónsdóttur
markar þáttaskil
í meðferð málsins
á Alþingi}
Þýðingarmikil
yfirlýsing
F
yrir utan hefðbundinn vandræða-
gang stjórnmálamanna og ófærð
hefur aðalumfjöllunarefni land-
ans að undanförnu verið bleikur
og blár ís. Fyrir þá sem ekki
þekkja til snýst málið um að matvælafyrir-
tæki nokkurt framleiddi tvær gerðir af rjóma-
ís; annar var í bláu boxi og merktur strákum,
hinn var ætlaður stelpum og í bleiku boxi.
Þótti mörgum sem hér væri of langt gengið í
kyngreiningu. Aðrir segja að hér sé verið að
gera spikfeitan úlfalda úr örsmárri mýflugu,
að þetta skipti einfaldlega engu máli. Hafi fólk
eitthvað út á ísinn að setja geti það einfaldlega
sleppt því að kaupa hann.
Að sjálfsögðu er enginn skyldugur til að
kaupa þennan ís, hafi hann ekki hug á því.
Enda snýst málið ekki um það, heldur hvers
vegna í ósköpunum þurfi að kyngreina matvæli. Af
hverju þarf linnulaust að senda þau skilaboð að strákar
og stelpur, karlar og konur séu svona óskaplega ólík?
Íslensk börn alast upp í samfélagi þar sem allt er kirfi-
lega merkt hvoru kyninu fyrir sig; leikföng, föt, íþrótta-
greinar, bækur, tímarit, hegðun, tónlist, kvikmyndir,
vefsíður og áhugamál; allt er þetta merkt annaðhvort
strákum eða stelpum, konum eða körlum. En matvara
hefur að mestu leyti verið undanskilin þessari merking-
aráráttu. Þar til núna.
Svo erum við hissa á því að vinnumarkaðurinn sé kyn-
skiptur. Að konur sæki fremur í tiltekin störf og karlar í
allt önnur, að stúlkur útskrifist úr grunnskóla
með lágt sjálfsmat og drengirnir séu ólæsir í
löngum bunum. Rannsóknir hafa sýnt að
drengjum í grunnskóla finnst „stelpulegt“ að
læra heima og fylgjast með í tímum og forð-
ast það því eins og heitan eldinn. Stúlkur telja
metnaðargirni og mikið sjálfstraust frekar
vera strákalega eiginleika. Töpum við ekki öll
á þessari eilífu kyngreiningu? Er ekki kom-
inn tími til að staldra við? Hér er enginn að
segja að karlar og konur séu nákvæmlega
eins, en svona einhliða tvískipting getur varla
gert nokkrum manni gagn.
Þegar sérfræðingur í uppeldi og menntun á
borð við Margréti Pálu Ólafsdóttur segir að-
greiningu kynjanna hafi aukist undanfarna
þrjá áratugi og að það sé slæm þróun, þá er
full ástæða til að leggja við eyru. Margrét
Pála benti réttilega á það í útvarpsviðtali í vikunni að það
kæmi okkur öllum við hvað börnum væri boðið upp á,
það væri málefni alls samfélagsins en ekki bara þeirra
sem kysu að kaupa eða kaupa ekki þennan téða ís.
Og, nei lesandi góður. Bleiki og blái ísinn er ekki söku-
dólgur kynjamisréttis, slæmrar stöðu drengja í skólum
eða launamisréttis. Ísinn góði er bara einn þáttur af
þessari gegnumgangandi kynjaskiptingu sem lætur fá
svið þjóðfélagsins ósnortin, en hann varð aftur á móti til
þess að beina sjónum fólks að því hvað þetta er óskap-
lega kjánalegt. Hér sannast því gömul klisja: Fátt er svo
með öllu illt að ei boði nokkuð gott. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Ísar bláir og ísar bleikir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ísland er auglýst sem álit-legur áfangastaður ferða-manna allan ársins hring.Margir eiga hagsmuna að
gæta og mikilvægt er að þeir sem
sækja landið heim komist klakklaust
á þá staði sem þeir hafa áhuga á að
fara á. En hver á að bera ábyrgð á
því? Þeir sem selja ferðirnar eða hið
opinbera?
Gullni hringurinn svonefndi,
þar sem farið er um Hveragerði,
Kerið, Gullfoss, Geysi og Þingvelli,
er fjölsóttasti áfangastaður erlendra
ferðamanna hér á landi. Samkvæmt
könnun sem gerð var fyrir Ferða-
málastofu fara um 50% vetrarferða-
manna á ýmsa sögustaði og nokkrar
rútur aka gullna hringinn á degi
hverjum yfir vetrartímann.
Vegamálastjóra berast reglu-
lega kvartanir frá ferðaþjónustu-
aðilum vegna skorts á snjóruðningi á
gullna hringnum. „Gullni hringurinn
er ein þeirra leiða sem eru með fimm
daga mokstur og er ekki mokuð á
þriðjudögum og laugardögum,“ seg-
ir Hreinn Haraldsson vegamála-
stjóri. „Það fjármagn, sem er til ráð-
stöfunar, stýrir þessu.“
Breyttir tímar eftir hrun
Hreinn segir að áður hafi þessi
leið verið mokuð alla daga vikunnar,
„en þetta var endurskipulagt eftir
hrun, eins og svo margt annað“. Að
sögn Hreins var samráð haft við
ferðaþjónustuaðila um skipulag
ruðningsins. En væri ekki hægt að
fá ferðaþjónustuna til að taka þátt í
kostnaði við snjóruðning? Hreinn
segir að hugmynd þess efnis hafi
verið varpað fram á fundi Vegagerð-
arinnar og innanríksiráðuneytisins
með fulltrúum Samtaka ferðaþjón-
ustunnar fyrir nokkru. „Þetta fyrir-
komulag kæmi a.m.k. vel til greina
af hálfu Vegagerðarinnar.“
Gangi veðurspár helgarinnar
eftir mun hlána ofan í mikinn snjó,
sem getur valdið afar þungri færð,
ekki síst utan höfuðborgarsvæðisins.
Hreinn segir að Vegagerðin
reyni að gera allar mögulegar ráð-
stafanir þegar aðstæður séu slíkar.
„Við erum með veðurfræðing á okk-
ar snærum alla daga sem ráðleggur
okkur um hvort við getum verið með
einhverjar fyrirbyggjandi aðgerðir.
Þetta snýst að miklu leyti um fjár-
magn og við verðum að velja
ákveðna staði og ákveðnar leiðir.“
Ferðaþjónustufyrirtækið Allra-
handa fer gullna hringinn að öllu
jöfnu tvisvar á dag yfir vetrartím-
ann. Þórir Garðarsson, sölu- og
markaðsstjóri Allrahanda, segir fyr-
irtækið verða vel vart við þennan
samdrátt hjá Vegagerðinni. „Við för-
um fram á að menn horfi sterkt á
staði eins og Gullhringinn, því gríð-
arlegur fjöldi manna fer þar yfir vet-
urinn. Þetta stendur vonandi allt til
bóta,“ segir Þórir.
Ekki einkamál ferðaþjónustu
Þórir segir að þess séu dæmi að
ferðaþjónustuaðilar taki þátt í
kostnaði við snjóruðning og nefnir
sem dæmi leiðina að Sólheimajökli,
sem er ekki á mokstursáætlun.
Hann bendir á að það sem er-
lendir ferðamenn aðhafist hér á
landi sé síður en svo einkamál
ferðaþjónustunnar og segir
mikinn skilning hjá stjórn-
völdum á að finna leiðir til að
uppfylla væntingar ferða-
manna. „Það eru gríðarlega
miklir hagsmunir í húfi. Ferða-
menn hafa skapað gríðarmiklar
tekjur yfir vetrarmánuðina
sem skiptir máli á mörgum
sviðum, ekki síst fyrir rík-
issjóð.“
Hver á að sjá um
mokstur og ruðning?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gullfoss í vetrarklæðum Margir erlendir ferðamenn vilja sækja Gullfoss
heim og aðra áfangastaði sem tilheyra gullna hringnum svokallaða.
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar, segir samtökin
hafa bent stjórnvöldum á nauð-
syn greiðs aðgengis að vinsæl-
um ferðamannastöðum. „Við er-
um í herferðinni „Ísland allt
árið.“ Þetta verður að vera í
lagi,“ segir Erna. Hún bendir á
að tíðarfarið að hafi verið
óvenjulegt, t.d. hafi allar rútur,
sem hugðust aka gullna hring-
inn fyrir tveimur vikum, þurft að
snúa við vegna hálku. „Það
þurfti að endurgreiða öllum
farþegum.“ Erna segir
vart koma til greina að
ferðaþjónustufyr-
irtæki taki aukinn
þátt í kostnaði við
snjóruðning. „Þau
gera það með því að
greiða hæstu elds-
neytisskatta sem
þekkjast á
byggðu bóli.“
Miklir hags-
munir í húfi
MINNA FÉ, MINNI MOKSTUR
Erna
Hauksdóttir