Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Barningur Þessi maður lenti í basli með barnavagn í fannferginu í gær og þurfti að fara með vagninn út á miðja Holtsgötuna til að komast leiðar sinnar. Sem betur fer var bílaumferðin hæg.
Kristinn
Ekkert lát
virðist vera á
þeirri sundr-
ungu, því stjórn-
leysi og þeirri
spillingu sem
einkennt hefur
stjórnmálastétt
Íslands. Þing-
menn ganga
kaupum og söl-
um eins og um
ódýra skiptivöru sé að ræða.
Ekki þarf meira en lof um
ráðherraembætti, þótt emb-
ættistíminn verði með svo
ólíkindum stuttur að engu
getur mögulega verið hrint í
framkvæmd, til þess að fá
hina og þessa þingmenn til að
selja samvisku sína. Virðist
sem þingmenn, sem fara að
hluta til með löggjafarvaldið,
selji sig afar ódýrt fyrir tak-
markaða hlutdeild að fram-
kvæmdavaldinu og eiga þátt í
að óþjóðkjörnir formenn
stjórnmálaflokka, ásamt ráð-
gjöfum, í krafti samtvinn-
ingar löggjafar- og fram-
kvæmdavalds ráða ekki
aðeins lagasetn-
ingu heldur einnig
framkvæmd
þeirra.
Sannkallað
óþjóðkjörið fáræði
virðist búið að
festa sig í sessi, fá-
ræði sem hefur
nánast ótakmark-
að vald til að bæði
setja lög, staðfesta
og hrinda í fram-
kvæmd. Ekkert
valdajafnvægi er
til staðar.
Gallinn við þetta fyrr-
nefnda óþjóðkjörna fáræði
felst í því að þjóðin hefur lítið
sem ekkert um það að segja
hver fer með æðstu stöðu
framkvæmdavaldsins og skip-
ar við hlið sér hóp ráðherra.
Getur þá útkoman oft á tíðum
orðið að hópur sjálfumglaðra
uppskafninga, sem reyna
frekar að þóknast fámennum
valdahópum samfélagsins
frekar en þjóðinni sem heild,
er valinn til að gegna ráð-
herraembættum.
Það ástand sem skapast
hefur í íslensku stjórnmálalífi
er ekki eðlilegt og ekki ásætt-
anlegt. Það er óviðunandi að
þing þjóðarinnar með miklum
meirihluta verji hagsmuni
Breta og Hollendinga þegar
íslenska þjóðin þarf svo sann-
arlega á vörnum að halda.
Það getur varla talist eðli-
legt að leiðtogar þjóðarinnar
tali í hvívetna gegn hags-
munum hennar, tali fyrir
eyðileggingu á gjaldmiðli
hennar, tali fyrir afnámi full-
veldis og komist upp með það.
Þá er það afar óeðlilegt að
stjórnmálamenn tali fyrir
stórfelldri landsölu til útlend-
inga og að orkuframleiðsla
fari í hendur einkaaðila þegar
vitað er að slík framkvæmd
mun engu góðu áorka. Þeir
stjórnmálamenn sem tala fyr-
ir slíku geta ekki annað en
uppskorið algjöra fyrirlitn-
ingu almennings.
Hvar er þjóðernisást þeirra
sem á þingi sitja og vinna
gegn gjaldmiðli þjóðarinnar
og hafa með svikum unnið
gegn sjálfstæðinu, þeirra sem
vilja selja sjálft landið til er-
lendra stórfjárfesta og hafa
nú þegar komið stórum raf-
orkufyrirtækjum í hendur út-
lendinga. Skal allt selt á þess-
um dimmu tímum? Er
forsjálnin engin eða er verið
að borga þessum ráðamönn-
um í falda kosningasjóði?
Gleymum ekki hvernig sér-
hagsmunakerfi bankanna
borgaði stjórnmálaflokkum
tugi milljóna í kosningasjóði.
Það var nú einungis hluti sem
komst upp. Það mál var aldrei
rannsakað að fullu þegar í
raun hefði átt að setja á fót
stórfellda lögreglurannsókn.
Varla voru þessir styrkir
neitt annað en mútur.
Gleymum því heldur ekki
að bankamenn reyndu að
bera fé á fyrrum forsætisráð-
herra Íslands að hans eigin
sögn og að það sitja menn
jafnt sem makar á þingi sem
fengu stórfelld lán sem að
lokum þurfti aldrei að end-
urgreiða. Þessi mál voru aldr-
ei rannsökuð. Hvað eru ann-
ars því sem næst vaxtalaus
lán til stjórnmálamanna sem
aldrei þarf að endurgreiða
annað en mútur?
Tölum nú ekki um þá þing-
menn sem fengu persónulega
fleiri milljónir í kosn-
ingastyrki frá þeim sem ætlað
er að hafi tæmt íslensku
bankana innan frá, þá þing-
menn sem flugu með einka-
þotum bankamanna, og þeim
þingmanni sem ætlað er að
hafa gengið á fund forsvars-
manna Landsbankans ör-
skotsstundu fyrir hrun, í
vitna viðurvist, og sagst vera
„þeirra maður“ eins við-
urstyggilega og það hljómar.
Hvernig getur slíkur maður
setið sem þingmaður, maður
sem hefur heitið örfáum hópi
bankamanna algjörri holl-
ustu?
Er það furða að millj-
arðamæringar fái nú, þegar
verið er að kúga fjölskyldurn-
ar í landinu, afskriftir upp á
fleiri tugi milljarða á sama
tíma og þeir fá að halda sínum
eignum, fjármunum og fyr-
irtækjum?
Hvernig horfir þetta við al-
menningi sem þarf að end-
urgreiða öll sín lán og það
með slíkum okurvöxtum að
engin svipuð dæmi finnast í
hinum vestræna heimi nema
þá helst að skoðuð séu lána-
kjör skipulagðra glæpahópa?
Breytir engu hvort um sé að
ræða fjölskyldur sem ekki
geta haldið jól eða fjölskyldur
sem ekki geta keypt föt á
börnin sín. Afskriftirnar fara
til þeirra sem eyðilögðu land-
ið svo að þeir geti haldið
áfram sukkinu.
Þarf að kúga þjóðina svo
harkalega að hún sér ekki
annað í spilunum en að ganga
á svig við landslög? Vilja
ráðamenn landsins misbjóða
almenningi upp að því marki
hann tekur lögin í sínar eigin
hendur? Í hvaða stöðu er hinn
almenni fjölskyldufaðir sem
borgar helming sinna tekna
til kerfisins sem í þakk-
arskyni snýr baki í hann, faðir
sem alla tíð hefur sýnt kerf-
inu virðingu, alla tíð farið eftir
landslögum en getur nú
hvorki haldið jól né séð fyrir
fjölskyldu sinni því kerfið er
að setja allt fjármagnið í hina
fáu?
Sannarlega er illa komið
fyrir þjóðinni þegar leiðtogar
hennar á erfiðum tímum
brugga henni launráð. Þjóð
með slíka leiðtoga er leiðtoga-
laus þjóð.
Eftir Viðar H.
Guðjohnsen » Það getur varla
talist eðlilegt að
leiðtogar þjóð-
arinnar tali í hví-
vetna gegn hags-
munum hennar, tali
fyrir eyðileggingu á
gjaldmiðli hennar,
tali fyrir afnámi
fullveldis og komist
upp með það.
Viðar H. Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur.
Leiðtogalaus þjóð
Nú hefur Össur
Skarphéðinsson
lagt fram þings-
ályktunartillögu á
Alþingi sem heim-
ilar viðtöku ESB-
styrkja að upphæð
allt að 30 millj-
ónum evra sem
svara til um 5.000
milljóna íslenskra
króna. Nú þegar
hefur ríkisstjórnin tekið yf-
irdráttarlán af þessari upp-
hæð því í fjárlögum fyrir 2012
voru færðar 596 milljónir. Það
kom fram í umræðum á Al-
þingi nú í vikunni að hvorki ut-
anríkisráðherra
né fjár-
málaráðherra
vissu um fyr-
irframgreiðsl-
una. Að rík-
issjóður taki að
„láni“ fjárhæðir
frá ESB og færi
þær í fjárlög rík-
isins án þess að
heimild liggi fyr-
ir frá Alþingi um
hvort taka megi
við styrkjunum
eða ekki er í besta falli vafa-
söm athöfn.
Þáverandi fjármálaráð-
herra Steingrímur J. Sigfús-
son ber mikla ábyrgð á þess-
um gjörningi og sífellt hækkar
afglapastabbi hans í starfi.
Það er afar ógeðfellt að
skoða þingsályktunartillöguna
sem byggist á rammasamningi
um IPA-styrki á milli ESB og
Íslands, sem skilgreint er sem
„styrkþegi“. Samningurinn
var undirritaður í Brussel hinn
8. júlí 2011 og er fyrst núna að
koma fyrir Alþingi. Þessar
háu fjárhæðir eiga allar að
fara inn í EES-stofnanir hér á
landi að kröfu ESB og hinn al-
menni Íslendingur ber ekkert
úr býtum. Ég bendi hér á al-
varlegustu ákvæði samnings-
ins.
Í fyrsta lagi mun fram-
kvæmdastjórn ESB annast
stýringu á „aðstoð“ við Ísland.
Ekkert annað ríki sem sótt
hefur um aðlögun að ESB hef-
ur verið niðurlægt á þennan
hátt – en framkvæmdastjórnin
telur að stjórnvöld hér á landi
hafi ekki burði til að annast
þessa stýringu. Þessu kyngir
utanríkisráðherra.
Í öðru lagi varðandi yfirum-
sjón, eftirlit og endurskoðun á
styrkveitingunum skal fram-
kvæmdastjórn og endurskoð-
unardómstóll ESB fara með
þær valdheimildir. Þetta þýðir
að framkvæmdastjórn ESB
endurskoðar sínar eigin gjörð-
ir – en það er nú ekki nýtt –
enda hafa löggiltir endurskoð-
endur ekki treyst sér til að
skrifa upp á reikninga ESB í
tæp 20 ár. Þessu kyngir utan-
ríkisráðherra.
Í þriðja lagi skal ESB njóta
friðhelgi gagnvart lögsókn og
lögsögu íslenskra dómstóla
vegna ágreinings við þriðja að-
ila eða vegna ágreinings milli
þriðju aðila er varðar á beinan
eða óbeinan hátt IPA-aðstoð
sem veitt er samkvæmt samn-
ingnum. Íslensk stjórnvöld
skuldbinda sig til að verja
þessa friðhelgi og taka þá af-
stöðu til ágreiningsefnisins er
ver hagsmuni framkvæmda-
stjórnar ESB og skulu þessir
aðilar hafa samráð um hvaða
stefna skuli tekin í dómsmáli.
Þessu kyngir utanrík-
isráðherra. Enn á ný er rík-
isstjórnin að selja dómsvaldið
úr landi. Gera menn sér grein
fyrir hvað þetta þýðir í raun og
sann? Hér er verið að lögleiða
að ríkisvaldið standi með ESB
í dómsmáli á móti sínum eigin
þegnum. Er hægt að komast
neðar í undirlægjuhætti gagn-
vart Brussel-veldinu? Þessi
samningur er fjandsamlegur
íslensku samfélagi og leiðir
það eitt af sér að uppfylla kröf-
ur ESB – að gera Ísland að
ESB ríki án undanfarandi
þjóðaratkvæðagreiðslu. Í
næstu grein mun ég fjalla um
ótrúleg skattfrelsisákvæði og
undanþágur opinberra gjalda
er í IPA-rammasamningnum
felast fyrir aðila sem búsettir
eru utan Íslands.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur » Þáverandi fjár-
málaráðherra
Steingrímur J. Sig-
fússon ber mikla
ábyrgð á þessum
gjörningi og sífellt
hækkar afglapa-
stabbi hans í starfi.
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og
alþingismaður Framsókn-
arflokksins í Reykjavík.
IPA – styrkir ESB