Morgunblaðið - 27.01.2012, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi
í Kópavogi, stakk niður penna í
gær og skýrði stjórnmálaástandið
í Kópavogi á sinn sérstaka hátt.
Þar eru Guðríði Arnardóttur, odd-
vita meirihlutans, ekki vandaðar
kveðjurnar. Grein Gunnars dæmir
sig vissulega sjálf en það er ekki
annað hægt en að svara dylgjum,
rangfærslum og ásökunum hans.
Núverandi bæjarstjóri var ráð-
inn vorið 2010 af meirihluta bæj-
arstjórnar, þ.e. bæjarfulltrúum
Samfylkingar, Vinstri grænna,
Næstbesta flokks og Lista Kópa-
vogsbúa. Bæjarstjórinn situr í um-
boði kjörinna fulltrúa og þeir bera
pólitíska ábyrgð á störfum hans.
Það hefur skipt okkur bæjarfull-
trúana miklu máli að honum vegni
vel í starfi og bæjarfulltrúar meiri-
hlutans hafa stutt hann í störfum
sínum. Guðríður Arnardóttir, odd-
viti meirihlutans, hefur á engan
hátt unnið gegn Guðrúnu Páls-
dóttur bæjarstjóra, heldur þvert á
móti hefur hún staðið með henni
sem og aðrir bæjarfulltrúar meiri-
hlutans. Hið sama er t.d. ekki
hægt að segja um bæjarfulltrúann
Gunnar Birgisson sem gengið hef-
ur afar hart fram gegn bæjarstjór-
anum.
Eins og hefur komið fram var
það mat allra sex bæjarfulltrúa
meirihlutans að bæjarstjórinn
næði ekki utan um starfið og því
þyrfti að koma til breytinga.
Ákvörðunin var þáverandi meiri-
hluta og er því alfarið hafnað að
þar hafi Guðríður Arnardóttir haft
úrslitaáhrif.
Verkefni næstu daga er að
mynda starfhæfan meirihluta í
Kópavogi. Það er ljóst af skrifum
Gunnars bæjarfulltrúa að þaðan er
varla að vænta uppbyggilegs fram-
lags við það erfiða verkefni.
Eftir Hafstein Karlsson,
Ólaf Þór Gunnarsson og
Pétur Ólafsson
» Guðríður Arnar-
dóttir hefur á
engan hátt unnið gegn
Guðrúnu Pálsdóttur
bæjarstjóra, heldur
þvert á móti hefur hún
staðið með henni.
Ólafur Þór
Gunnarsson
Höfundar eru bæjarfulltrúar
í Kópavogi.
Hafsteinn
Karlsson
Pétur
Ólafsson
Dylgjum Gunnars svarað
Hve mikil er raun-
veruleg fækkun? Eru
mælingar í nokkrum
björgum áreiðanlegar
stofnmælingar eða eru
líkur á að minnkandi
fæðuframboð valdi því
að færri fuglar reyna
varp? Er aukinn hiti
að hrekja norðlæga
stofna norðar, er aukn-
ing á Svalbarða eða
Norður-Grænlandi? Hefur mikil
aukning refs og minks í björgunum
áhrif? Sjófuglar heims éta meira
sjávarfang en fólk gerir, er ástæða
til að halda stofnunum svona gríð-
arlega stórum? Það er fullt af ósvör-
uðum spurningum. Spurningum sem
enginn virðist vera að spyrja, alla-
vega enginn að leita að svörum við.
Hvaða tölur notum við sem við-
mið um stofnstærð? Hvað eru stofn-
arnir stórir? Hvenær á var-
úðarreglan við? Veiðistjórnun hlýtur
að miða við að nýting stefni ekki
stofni í voða. Fækkunin virðist stafa
af hlýnun og fæðuskorti, sérstaklega
skorti á sandsíli. Hvernig er það. Er
enginn að hugsa um afdrif sandsíl-
anna? Væri ekki nær að auka
svartfuglaveiðar til að sandsílastofn-
inn næði sér hraðar enda er hann
einnig fæði fyrir t.d. ýsu og makríl.
Myndi líka minni stofn hafa meira
að éta og þá minna um að fuglar
yrðu hungurdauða? Hvað varðar
varúðarregluna þá miðar hún að því
að náttúran eigi að njóta vafans.
Það er að segja ef einhver vafi er á
ferðum. Það er morgunljóst að svo
er ekki. Það er fátt vitað um svart-
fugla. Við vitum þó nokkurn veginn
hvað er skotið og háfað en ekki
hvað lendir í netum. Við höfum
gróft viðmið parafjölda sem reynir
varp á hverju ári, þekkingu vantar
um fjölda geldfugla og hvort fuglinn
sé að flytja sig norðar. Það eina sem
við vitum er að veiðar eru hverfandi
þáttur af afföllum og sennilega
liggja þær nærri einu prósenti hjá
álku, langvíu og stuttnefju. Því væri
einfaldlega fáránlegt að leggja til
friðun þessara stofna, enda eru þeir
gríðarlega stórir og alveg morg-
unljóst að enginn er að
fara að veiða seinustu
fuglana.
Einhverjir vilja
halda því fram að það
sé rangt að veiða úr
minnkandi stofni eða
stofni sem er minna en
hann var fyrir u.þ.b. 20
árum. Ef svo væri þá
ættum við að leggja af
allar fiskveiðar við Ís-
land. Það að einhver
stofn sé minni en hann
var áður á ekki að vera
ávísun á veiðibann. Það er því
bjargföst skoðun mín að ekki sé
nokkur minnsta ástæða til að friða
hvorki álku, langvíu né stuttnefju.
Hins vegar er sennilega annað upp
á teningnum með lunda og teistu
þótt mismunandi aðstæður séu fyrir
hendi. Lundinn er stór stofn og þol-
ir örugglega alla þá veiði sem hefur
verið stunduð, en veiðin gæti orðið
til þess að lundinn minnkaði gíf-
urlega á ákveðnum eyjum sunn-
anlands, en þar hefur varp misfarist
að undanförnu, þótt honum virðist
ganga mun skár á Norðurlandi.
Hugsanlega væri skynsamlegt að
friða lunda svæðisbundið eitt ár í
senn meðan varp virðist misfarast
en fá þess í stað úteyjafélögin til að
háfa og merkja lunda. Mætti gjarn-
an greiða þeim fyrir, og slá þannig
tvær flugur í einu höggi. Félögin
héldu við gömlum hefðum og þús-
undir lunda yrðu merktir árvisst.
Strax og varp færi aftur að glæð-
ast mætti síðan hefja hefðbundnar
nytjar að nýju. Hvað varðar teistuna
þá er hún mun minni stofn en hinir
og nytjar mjög litlar. Því má leiða
að því nokkur rök að friða bæri
teistuna, rétt eins og veiðimenn
lögðu til að friða blesgæs á sínum
tíma. Slíkri friðun yrðu hins vegar
að fylgja markgildi þannig að ef
varpstofninn færi t.d. yfir 25 þúsund
pör þá hæfist nýting að nýju.
Ástæða þess að það verður að hafa
ákveðnar viðmiðunartölur er sú að
frá því að Ísland var danskt hafa
allar breytingar á lögum eða veiðum
miðað við að þrengja að íslenskum
veiðimönnum eða útivistarfólki al-
mennt. Nýjustu dæmin eru að t.d.
er verið að þrengja að heið-
argæsaveiðum enn og aftur á sama
tíma og Bretar eru að tala um
stofnsprengingu og vilja fara að
eitra fyrir henni. Sá stofn er samt
aðeins brot af svartfuglastofnunum!
Fimm ára friðun eins og hún er
lögð upp er auðvitað alfriðun um
alla framtíð, rétt eins og tímabundin
friðun á Reykjanesi fyrir rjúpu í
rannsóknarskyni eða friðun á skúmi
og kjóa!
Annars læðist að manni svolítið
sérstakur grunur þegar umræðan
um svartfuglinn kemur upp á þess-
um tíma. Hverjir vilja friða svart-
fuglinn og hvers vegna? Annars
vegar eru það áhugamenn um friðun
sem vilja helst ekkert nýta af neinu.
Helst finnst mér að þeir ættu allir
að vera grænmetisætur en ég skil
alveg þeirra skoðanir og ber nokkra
virðingu fyrir þeim. Hinn hópurinn
sem virðist standa að þessu upp-
hlaupi er með annarlegri markmið.
Það er samt hópur sem er að róa að
þessu á bak við tjöldin. Það er hóp-
ur sem vill banna veiðar vegna þess
að í Evrópusambandinu eru þessir
fuglar alfriðaðir og engar und-
anþágur leyfðar um veiðar á þeim
skv. fuglatilskipun ESB. Það er alla-
vega bjargföst skoðun mín að álka,
langvía og stuttnefja þarfnist ekki
friðunar en full ástæða er til að
auka vöktun þessara stofna. Fylgj-
ast betur með hvað er að gerast.
Mæla einnig með því við veiðimenn
að sýna hófsemi en minnkandi veiði-
tölur virðast benda til að hækkandi
olíuverð, minni áhugi á svartfugli
sem matfugli ásamt minna af fugli á
veiðislóð hafi nú þegar dregið gríð-
arlega mikið úr veiðum.
Eftir Einar Kristján
Haraldsson » Starfshópur á vegum
umhverfisráðherra
leggur til friðun á svart-
fugli næstu fimm árin.
Bara mótrök við því.
Stofninn stór og ESB-
reglur gilda ekki enn.
Einar Kr. Haraldsson
Höfundur er byggingartæknifræð-
ingur, veiðimaður og útivistarmaður.
Svartfugl: veiða eða ekki
veiða – hugleiðingar vegna
tillagna um fimm ára friðun
Guðríður Arn-
ardóttir, oddviti Sam-
fylkingarinnar og tals-
maður gegnsærra
samræðustjórnmála í
Kópavogi, fer mikinn í
fjölmiðlum og sver af
sér alla ábyrgð á
stjórnmálaklúðri árs-
ins. Það er ekki að sjá
að hún sé nýbúin að
standa fyrir einni sér-
kennilegustu stjórn-
málauppákomu í sveitarstjórn-
armálum síðari ára á Íslandi.
Guðríður og félagar segja langan veg
til Sjálfstæðisflokksins og þau fái
óbragð í munninn af tilhugsuninni að
vinna með honum. Ekki kannski póli-
tískt klókt þegar næsta setning af
vörum Guðríðar er að Samfylkingin
og Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að tala
saman en svo sem í anda stjórn-
málavisku hennar. Hún má líka eiga
það að þarna fannst þó loksins eitt at-
riði sem er uppi á borðinu. Skemmti-
legt!
Úllen dúllen doff
En er það ekki Sjálfstæðisflokk-
urinn sem ætti að hafa efasemdir um
að hjálpa Guðríði úr því fúafeni sem
hún sjálf er búin að leiða Samfylk-
inguna og samstarfsflokka hennar út
í. Eru einhverjar minnstu líkur á því
að Guðríður breyti um stefnu og fari
að sýna sanngirni og heilindi í sam-
starfi. Ekki gerði hún það gagnvart
bæjarstjóranum sínum eða sam-
starfsflokkum ef marka má skýr-
ingar þeirra á ástæðum samstarfs-
slitanna. Yfirlýsingar þeirra í upphafi
samstarfsins voru á þá leið að vandað
hefði verið til verka og tjaldað til
fjögurra ára, að minnsta kosti, svo
varla hefur óvandaður málefnasamn-
ingur verið ástæða skuespillerísins.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegn-
um tíðina sýnt að hann gengur heill
til meirihlutasamstarfs og verði af
þátttöku hans í slíku samstarfi munu
fulltrúar hans líka gera það núna
hverjir sem viðsemjendur verða. Það
væri betra ef heilindin yrðu gagn-
kvæm.
Kikke lane koff
Er yfirleitt hægt að starfa með
Guðríði og Samfylkingunni sem hafa
úthrópað Sjálfstæðisflokkinn sem
birtingarmynd spillingar og kennt
honum um allt sem miður fer? Guð-
ríði verður tíðrætt um ábyrgð og allir
eiga að axla hana. Nema hún auðvit-
að, samstarfsslitin eru sko ekki henni
að kenna, oddvitanum sjálfum, og
hún ber enga ábyrgð á þeim. En
hverjum er þá um að kenna? Hjálm-
ari? Rannveigu? Engum? Guðrúnu
bæjarstjóra? Nei, auðvitað, hvernig
læt ég, þau eru náttúrlega Gunnari
Birgissyni að kenna. Eins og allt ann-
að vont í Kópavogi.
Koffe lane bikke bane
Er ekki undarlegt að stjórn-
málafólk sem er búið að missa niður
um sig pólitískt skuli brúka sig enn
meira en áður og bæta bara í vitleys-
una. Ekki ætla ég að halda því fram
að Guðríður Arnardóttir hafi eitthvað
minna tjáningarfrelsi eftir hinn póli-
tíska kamakaze-leiðangur sem hún
lagði í og tókst reyndar að klára með
bravör. Hún fékk samt sannarlega
ekki meira vald til að
segja t.d. Sjálfstæð-
isflokknum hvernig
hann skuli bera sig að til
að verða þess heiðurs
aðnjótandi að fá að tala
við Guðríði og félaga.
Eða hverjir megi sitja í
bæjarstjórn fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Ég gæti
best trúað því að hægt
væri að finna í Kópavogi
einhverja íbúa sem eru
farnir að efast um for-
ystuhæfileika Guðríðar
og pólitíska visku. Þetta sama fólk
mundi kannski ráðleggja Sjálfstæð-
isflokknum að setja á sig belti og
axlabönd, bleiu, smekk og svuntu áð-
ur en hann sest upp í stjórnmála-
hraðlest Guðríðar og félaga í Sam-
fylkingunni. Það er nefnilega allt eins
líklegt að lestin sú sé hvorki um-
hverfisvæn né sjálfbær.
Úllen dúllen doff
Sjálfstæðisflokkurinn fékk að fara
í smáóvissuferð í hnitakerfi X- og Y-
flokkanna þar sem fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins lærðu margt nýtt. Að
það nýtist þeim í stjórnmálavafstri
framtíðarinnar verður að telja ólík-
legt því líklega skildu fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins aldrei lexíuna sem
var eitthvað á þá leið að Sjálfstæð-
isflokkurinn skyldi ganga brosandi til
samstarfs og fyrsta verkið yrði að
setja af stað rannsókn á fjölmörgum
óhæfu- og spillingarverkum Sjálf-
stæðisflokksins hér í bæ. Fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins voru víst eitt-
hvað tregir til og þumbuðust við þar
til viðræðunum var slitið með tilheyr-
andi yfirlýsingum í fjölmiðlum, trix
sem litlu flokkarnir náðu að tileinka
sér í skammvinnu samstarfi sínu við
Samfylkinguna.
Núna þegar Samfylkingin er búin
að planka eða innlima flesta smá-
flokkana í Kópavogi og virðist vera
búin að stilla veiðihárin á næsta fórn-
ardýr, Sjálfstæðisflokkinn, væri
óneitanlega gaman ef Sjálfstæð-
isflokkurinn fengi að ráða einhverju í
meirihlutaviðræðum. Sætur en
óraunsær draumur væri að við fengj-
um t.d. að ráða hvort Guðríður segði
af sér eða ekki. Við vorum jú bara að
bíða eftir því að hún ynni Samfylk-
ingunni hámarksóskunda og nú þeg-
ar hún er búin að því, reyndar framar
björtustu vonum, mundum við ekki
slá hendinni á móti því að fá að ráða
því að hún yrði látin fara og nýr jafn
hæfileikaríkur stjórnmálaleiðtogi
yrði fenginn í hennar stað til að leiða
Samfylkinguna á vit nýrra enn meira
spennandi ævintýra. Ef við mættum
velja hann yrði það kærkominn bón-
us. Já, þá væri nú sannarlega gaman
að búa í Kópavogi.
Það er fjör
í Kópavogi
Eftir Jóhann Ísberg
Jóhann Ísberg
» Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur gegnum
tíðina sýnt að hann
gengur heill til meiri-
hlutasamstarfs og svo
verður áfram. Það verð-
ur að vera gagnkvæmt.
Höfundur er útgefandi.
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum.
Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda
og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna
starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við-
burði, svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Smellt er á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst
og viðeigandi liður, „Senda inn grein“, valinn úr felliglugganum. Ekki er leng-
ur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á
aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn
að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn net-
fang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt.
Móttaka aðsendra greina