Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
✝ Unnur Júl-íusdóttir fædd-
ist á Kirkjubæj-
arklaustri 3.
september 1930.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 18. jan-
úar 2012. Foreldrar
hennar voru Júlíus
Lárusson, f. 6. júlí
1905, d. 18. feb.
1993 og Anna Krist-
jánsdóttir, f. 24. okt. 1904, d. 21.
sept. 1983.
Unnur giftist R. Thomas Wen-
ger, f. 18. okt. 1931, d. 2004. Þau
skildu. Sonur þeirra er Eiríkur
Marteinn Tómasson, f. 2. sept.
1958. Kona hans er Kristín Sig-
urlaug Brandsdóttir, f. 22. ágúst
1964. Sonur þeirra er Ísak Wen-
ger, f. 13. des. 2004. Dætur Eiríks
eru Anna Júlía, f. 15. ágúst 1983,
og Harpa María, f. 28. sept. 1985.
Móðir þeirra er Hulda Svav-
arsdóttir, f. 29. jan. 1958. Börn
Önnu Júlíu eru Kristófer Marel,
f. 10. maí 2001, og Erika Lind, f.
24. des. 2008.
Unnur ólst upp í foreldra-
húsum á Kirkjubæjarklaustri en
stundaði nám við Kvennaskólann
í Reykjavík. Um tvítugt flutti hún
í Kópavog ásamt for-
eldrum sínum sem
byggðu þar hús við
Álfhólsveg. Eftir að
Unnur gekk í hjóna-
band flutti hún til
New York þar sem
hún bjó og starfaði í
nokkur ár en eftir
skilnað flutti hún
aftur í Kópavog og
bjó þar ætíð síðan.
Unnur starfaði hjá
embætti bæjarfógetans í Kópa-
vogi í 30 ár og sá þar lengi um
málefni eldri borgara. Hagur
þeirra varð henni mjög hugleik-
inn. Unnur var meðal stofnfélaga
Soroptimistaklúbbs Kópavogs.
Hún starfaði ötullega í þeim fé-
lagsskap meðan heilsa leyfði þar
sem málefni aldraðra og bygging
hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíð-
ar var eitt helsta baráttumálið.
Fyrir 20 árum veiktist Unnur
mjög alvarlega. Við það skertust
lífsgæði hennar mikið. Hún dvaldi
á sambýli aldraðra í Kópavogi um
margra ára skeið en síðustu árin
dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi.
Unnur verður jarðsungin frá
Lindakirkju, 27. janúar 2012 kl.
11.
Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag, sú er við kveðjum í dag
hinsta sinni leit dagsins ljós 1930 í
Skaftafellssýslu, á því herrans ári
þjónaði ungur prestur í sókninni
sem jós dömuna vatni og skírði
hana Unni, sá var Sigurbjörn Ein-
arsson, það leyndi sér aldrei
hversu stolt hún var af uppruna
sínum og einnig því að biskupinn
okkar góði hefði í þá tíð ritað nafn
hennar í kirkjubækurnar.
Unni var ég svo lánsöm að
kynnast við vinnu mína í Sambýl-
inu Gullsmára. Unnur hafði á sín-
um tíma gengist undir hjartaað-
gerð í Lundúnaborg með þeim
sorglegu afleiðingum að hún átti
ekki afturkvæmt til síns fyrra lífs
og starfa, æðrulaus tók hún hlut-
skipti sínu og var kannski sú
manneskja sem kenndi mér
manna best að lífinu þarf stundum
að taka með festu og af æðruleysi.
Hún sagði okkur oft af uppruna
sínum, frá íslenska búningnum
sem varð hennar, frá Elínu ömmu
sinni, því hún var sú sem hafði
sama vöxt og passaði hann því
eins og sniðinn. Unnur lét það líka
flakka að hún væri gamall veður-
fregnalesari, vissulega í fyrstu
hafi það verið kvíðvænlegt að lesa
„gengur á með stinningskalda
lægir ekki í dag“ en það hafi vanist
fljótt, oft síðan hef ég hugsað til
Unnar þegar ég hlusta á veður-
fréttir á öldum ljósvakans.
Stolt var hún af sjálfri sér þeg-
ar hún flutti heim til Íslands með
einkasoninn og gullmolann sinn í
burðarúmi, eftir það bjuggu þau
hjá foreldrum hennar, ömmu og
afa Eiríks. Árin liðu og hún starf-
aði hjá bæjarfógetanum í Kópa-
vogi sem tryggingafulltrúi en fjöl-
skyldan bjó alla tíð í Kópavogi.
Hugurinn var ósjaldan heima í
Hrauntungu hjá Eiríki og fjöl-
skyldu eða í sumarbústaðnum á
Klaustri. Í sambýlinu tók Unnur
að sér eins og hún gjarnan orðaði
það embætti ruslamálaráðherra,
en því hafði hún gaman af að slá
fram að minna mætti það ekki
vera því afabróðir hennar Jónas
frá Hriflu hefði jú haft ráðherra-
titil. Þegar ég vitjaði hennar í
Sunnuhlíð og spurði til vegar,
heyrðist frá einu herberginu
„Unnur Júlíusdóttir er hér“ þegar
ég kom í gættina sagði hún „þær
duga vel þessar bresku plastæð-
ar“. Þarna voru þær Áróra Helga-
dóttir orðnar herbergisfélagar, en
þær voru sessunautar við mat-
borðið í Gullsmára. Við fæðumst
öll með feigðaról um hálsinn því
dauðinn er það sem bíður og eng-
inn getur umflúið. Dauðinn var
eitt af því sem Unnur færði í tal
við undirritaða í bítið dag einn, er
ég aðstoðaði hana. Fullviss um að
hún færi á undan mér, á gaman-
saman máta færðum við Gullna
hliðið í umræðuna, þarna var
ákveðið að sú sem á undan færi
yrði svo hugulsöm að standa við
hlið Péturs og grípa sálarskjóðu
þeirrar síðari, nú er ljóst hvor
okkar mun efna samninginn. Að
leiðarlokum langar mig að grípa
til þess orðatiltækis sem elskuleg
Unnur Júlíusdóttir notaði gjarnan
þegar við starfskonur á sambýlinu
lukum við vaktina: „See You La-
ter, Alligator“ eða einfaldlega sæl
að sinni.
Blessuð sé minning Unnar Júl-
íusdóttur.
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Soroptimistaklúbbur Kópa-
vogs var stofnaður 4. júní 1975 og
var Unnur sem við kveðjum í dag
ein af 19 stofnfélögum. Undirbún-
ingur fyrir stofnfundinn hafði þá
staðið í rúmt ár, og voru strax á
fyrstu fundunum mynduð sterk
vináttusambönd og rætt fram og
til baka hvernig við gætum nýtt
krafta okkar til aðstoðar þeim
sem mest þyrftu á því að halda í
kaupstaðnum okkar. Markmið
samtakanna er að vinna að vin-
áttu og skilningi, jafnrétti, fram-
förum og friði öllum til handa og
veita þjónustu í heimabyggð,
heimalandi og á alþjóðavettvangi.
Unni var ákaflega annt um að
við tækjum að okkur að vinna að
málefnum aldraðra en hún vann
sem fulltrúi hjá umboði Trygg-
ingastofnunar ríkisins sem heyrði
undir bæjarfógetann í Kópavogi
og vissi betur en nokkur annar
hvar helst var þörf fyrir aðstoð.
Hún stóð fyrir því að við komum
okkur upp spjaldskrá yfir alla
ellilífeyrisþega í Kópavogi sem
hjálpaði okkur að velja úr þá sem
bjuggu við mesta einsemd. Tvær
bæjarhjúkrunarkonur í klúbbn-
um aðstoðuðu við að koma upp
spjaldskránni. Þessi spjaldskrá
gerði okkur kleift að gleðja
marga aldraða Kópavogsbúa fyr-
ir jól og páska með því að færa
þeim blómaskreytingar og gjafir.
Ekkert sjúkrahús eða hjúkr-
unarheimili var til í Kópavogi og
var fyrsta stóra verkefni okkar
rekstur á litlu hjúkrunarheimili,
sem við starfræktum í 6 vikur
sumarið 1977 í húsnæði sem við
fengum að láni og var það rekið í
samvinnu við Félagsmálastofnun
Kópavogs. Þarna sannfærðumst
við um að stærsta vandamálið í
bæjarfélagi okkar væri að hjálpa
sjúku öldruðu fólki eins og Unnur
hafði bent á.
Í árslok 1977 leituðum við til
annarra félagasamtaka í bænum
með það í huga að sameina krafta
félaganna með það að markmiði
að vinna saman að einhverri úr-
lausn. 17. mars 1979 var formlega
stofnuð sjálfseignarstofnun með
þátttöku 9 klúbba og félagasam-
taka í Kópavogi um byggingu
hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í
bænum. Hjúkrunarheimili með
38 hjúkrunarrýmum tók til starfa
20. maí 1982 og fékk nafnið
„Sunnuhlíð“. Unnur sagði alltaf
að ef hún gæti á einhvern hátt
stuðlað að því að bæta líðan
gamla fólksins síns, þá væri hún
ávallt tilbúin. Hún stóð svo sann-
arlega við það á meðan heilsan
leyfði. Ekki vissi hún þá að hún
ætti eftir að eyða síðustu æviár-
um sínum í Sunnuhlíð, heimilinu
sem hún átti svo stóran þátt í að
reisa.
Fyrir 20 árum veiktist Unnur
alvarlega og náði aldrei heilsu eft-
ir það. Hún naut þess að koma á
klúbbfundi og fylgjast með því
sem þar fór fram og hitta sínar
gömlu vinkonur þó að hún gæti
ekki lengur tekið þátt í starfinu.
Við erum þakklátar fyrir að
hafa þekkt Unni og notið krafta
hennar og félagsskapar í áratugi.
Eiríki og fjölskyldu hans sendum
við innilegar samúðarkveðjur og
biðjum algóðan Guð að styrkja
þau og blessa.
Fyrir hönd Soroptimista-
klúbbs Kópavogs,
Hildur og
Jóhanna.
Unnur
Júlíusdóttir ✝ Sigurður ÁrniJónsson fæddist
á Syðri-Húsabakka í
Skagafirði 21. ágúst
1921. Hann lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Sauð-
árkróki 17. janúar
2012. Foreldrar
hans voru Emilía
Kristín Sigurð-
ardóttir, f. á Mar-
bæli á Langholti
29.4. 1880, d. 7.5.
1971, og Jón Kristinn Jónsson, f.
á Skinþúfu, nú Vallanesi í Vall-
hólmi 28.9. 1888, d. 6.9. 1966.
Systir Sigurðar var Lilja Jóns-
dóttir f. á Syðri-Húsabakka 3.4.
1924, d. 1.7. 2007.
Barnsmóðir Sigurðar var Jón-
ína Guðný Jónsdóttir, f. í Skrapa-
tungu í Laxárdal 6.10. 1908 , d.
16.12. 1980. Dóttir þeirra er Jón-
ína Kristín Sigurðardóttir, f. á
Syðri-Húsabakka 28.1. 1946, gift
Karel Sigurjónssyni, f. 10.3.
1957. Þau eru búsett á Syðri-
Húsabakka. Börn þeirra eru: 1)
Þórey Sigurjóna, f. 25.8. 1975,
maki Gísli Óskar Konráðsson, f.
6.11. 1971. Börn þeirra eru Kon-
ráð Karel, f. 7.2. 2000, og Ásta
Lilja, f. 16.7. 2003. Þau eru búsett
stundum sínum. Sigurður var
áhugamaður um veiðiskap. Neta-
veiði í Héraðsvötnum var mikil í
þá daga sem og skotveiði í
grennd við Vötnin. Færði það
heimilinu mikla björg í bú.
Barnsmóðir Sigurðar, Guðný,
kom að Húsabakka í vinnu-
mennsku. Þau Guðný og Sig-
urður giftust ekki og voru ekki í
sambúð. Þeirra sameiginlega
áhugamál var að ala upp dóttur
sína og deildu þau því heimili allt
til andláts Guðnýjar. Með þeim
bjó einnig Lilja, systir Sigurðar,
alla tíð. Upp úr 1980 fóru þau
systkinin að sækja vinnu til Sauð-
árkróks. Fyrst í Sláturhúsi Kaup-
félags Skagfirðinga en lengst af
störfuðu þau í Sútunarverksmiðj-
unni Loðskinn. Dóttir hans og
tengdasonur tóku þá alfarið við
búinu. Árið 1982 keyptu þau
systkinin Sigurður og Lilja, efri
hæð hússins á Lindargötu 3. Síð-
an árið 1988 keyptu þau Freyju-
götu 46 og var það heimili þeirra
til ársins 2006, er heilsu þeirra
þraut. Þau fluttu þá bæði á deild
2 á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki.
Útför Sigurðar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 27. jan-
úar 2012, og hefst athöfnin kl. 11.
á Sauðárkróki. 2)
Sigurður Árni, f.
20.8. 1977, maki
Hólmfríður Jóns-
dóttir, f. 20.8. 1980.
Sonur þeirra er
Grétar Þór, f. 23.1.
2003. Þau eru búsett
á Akureyri. 3) Jón
Guðni, f. 16.10. 1981,
maki Rakel Sturlu-
dóttir, f. 18.10. 1981.
Dætur þeirra eru
Kristín Bára, f.
11.11. 2004 og Fanney Klara, f.
5.4. 2009. Þau eru búsett á Sauð-
árkróki. 4) Gunnar Karel, f. 13.5.
1988. Býr í foreldrahúsum.
Sigurður var frumburður for-
eldra sinna, sem þá voru nýflutt
að Syðri-Húsabakka. Hann ólst
upp í foreldrahúsum ásamt systur
sinni Lilju sem var þremur árum
yngri. Sigurður var alla tíð mjög
handgenginn föður sínum og
unnu þeir flest verk á búinu sem
einn maður væri. Báðir voru
handlagnir og bjargaði það húsa-
kosti yfir fólk og fénað á bænum á
þeim tíma. Á unglingsárum lærði
Sigurður að spila á orgel hjá Páli
Erlendssyni á Þrastarstöðum.
Var þá keypt orgel og spiluðu
feðgarnir mörg kvöld í frí-
Elsku afi.
Manni finnst þessi stund aldrei
tímabær en samt er þetta allt
partur af lífinu. En það er huggun
harmi gegn að þú varst veggbratt-
ur allt til enda. Þú lifðir tímana
tvenna og margt var öðruvísi og
miklu erfiðara viðfangs en við
þekkjum sem yngri erum. Þó að
Héraðsvötnin séu á fögrum sum-
ardegi prýði Skagafjarðar, voru
þau líka stór þröskuldur. Engin
brú var þá yfir Glaumbæjarkvísl
og enginn vegur í Húsabakka. All-
ir aðdrættir fóru því fram yfir
Vötnin sem og að fara með mjólk-
ina yfir þau oft í viku, annaðhvort
á pramma eða draga hana yfir á
sleða á ís. Aldrei kom æðruorð yf-
ir þessum óþjálu búskaparhátt-
um. Afi unni þessum stað og hann
útheimti þetta bara. Einn var sá
tími sem tók öllu öðru fram í huga
afa, það var heyskapurinn. Að slá
niður hávaxna störina í Húsa-
bakkaflóa með orfi og ljá, var hans
íþrótt. Aldrei fannst honum heyin
vera nógu mikil. Fram á efri ár
spurði hann pabba gjarnan „held-
urðu að þú hafir nú nóg hey,
góði?“
Við minnumst þín sem hafsjós
fróðleiks, sama hvað maður var að
vandræðast með. Aldrei kom
maður að tómum kofunum, þó að
barnshuginn hafi ekki meðtekið
allt þá kom það seinna. Þú vildir
ekki sjá illa farið með nokkurn
hlut og allt var gert af natni og
vandvirkni. Við eldri bræðurnir
munum vel stundir með þér við
ýmsa smíða- og girðingavinnu,
þar sem þú gafst mikið af þér. Öll
munum við eftir þér í heyskapn-
um, sem þú lifðir fyrir að gengi
vel. Þessar stundir verða alltaf
geymdar. Við eldri systkinin tvö,
munum eftir því þegar þið Lilja
(Gagga) bjugguð með okkur í
sveitinni. Svo síðar þegar þið
fluttuð á Krókinn þá voruð þið tíð-
ir gestir á Bakkanum. Alltaf var
það okkur tilhlökkunarefni þegar
þið komuð í sveitina. Í þau fáu
skipti sem mamma og pabbi
brugðu sér á ball voruð þið heima
að líta eftir okkur. Við þá orðin
fjögur grislingarnir. Þá var oft
brugðið á leik áður en farið var í
háttinn. Ekki tók síðra við þegar
við fórum í Fjölbraut á Króknum
og við héldum til hjá ykkur
Göggu. Þá var stjanað við okkur á
alla lund. Alltaf var heitt á könn-
unni þegar við litum inn á Freyju-
götunni og þið systkinin þotin af
stað með það sama að taka til kök-
ur og kex. Einnig er ánægjulegt
að hugsa til þess hversu vel þú
tókst alltaf á móti okkur þegar við
heimsóttum þig á ellideildina.
Hvað þér leið vel þar og varst
ánægður. Alltaf var hugurinn þó
bundinn við fjölskylduna og fá
fréttir af öllum, að allir væru nú
frískir og allt gengi vel. Það skipti
þig mestu. Einnig að fá fréttir af
Bakkanum. Hvernig búskapurinn
gengi, hvernig heyjaðist, hvort
Vötnin væru komin yfir bakka
sína og þar fram eftir götunum,
enda varstu mikið náttúrubarn.
Í dag kveðjum við þig, elsku afi,
með söknuði en trúum því að þú
sért nú á betri stað.
Við þökkum fyrir ástúð alla,
indæl minning lifir kær.
Nú mátt þú vina höfði halla,
við herrans brjóst er hvíldin vær.
Í sölum himins sólin skín
við sendum kveðju upp til þín.
(H.J.)
Þórey, Sigurður (Iddi), Jón
og Gunnar Karelsbörn og
makar, Gísli, Hólmfríður
(Hóffý) og Rakel.
Sigurður Árni Jónsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi, nú líður
þér betur hjá Guði.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Við söknum þín.
Konráð Karel, Ásta
Lilja, Grétar Þór,
Kristín Bára og Fann-
ey Klara.
Kæri bróðir.
Mikið tók það mig sárt að lesa
að þú værir farinn og en sárara var
það að enginn skyldi láta mig vita
um þín veikindi.
Þótt samband okkar hafi ekki
verið mikið varstu bróðir minn og
mér hefur alltaf þótt vænt um þig.
Við fengum ekki mörg tækifæri
til að hittast og kynnast en þau fáu
sem við fengum sem börn lifa enn í
minningunni.
Þau skipti sem ég fékk leyfi til
að koma í vinnuna til pabba hlakk-
aði ég alltaf til og bað Guð um að
þú værir þar svo við gætum talað
og leikið og toppurinn var þegar
ég fékk að fara með ykkur heim til
Óla frænda, sá dagur gleymist
seint.
Valdimar Viðar
Tómasson
✝ Valdimar Við-ar Tómasson
fæddist í Reykjavík
18. júní 1970. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
við Hringbraut 7.
janúar 2012.
Viðar var jarð-
sunginn frá Foss-
vogskirkju 20. jan-
úar 2012.
Síðan uxum við og
leiðir okkar skildu, sem
ekki er skrítið þegar
börnum er gert erfitt
fyrir að hittast og
kynnast, en alla tíð hef
ég hugsað mikið til þín
og oft tekið upp símann
og langað að hringja í
þig, en hræðslan við
það óþekkta tók alltaf
yfirhöndina. Mikið sé
ég eftir því í dag því að
tækifærið er farið.
Undanfarin ár höfum við hist á
götu úti og þá notuðum við tæki-
færið og spjölluðum, þessi augna-
blik eru mér dýrmæt.
Við ráðum litlu er við fæðumst í
þennan heim hvernig hlutskipti
okkar í lífinu verður en trúðu mér,
þú ert og verður alltaf bróðir minn
sem mér þótti mjög vænt um og
hugsaði oft til með stolti.
Við fengum ekki tækifæri í
þessu lífi en ég er viss um að tæki-
færið kemur í því næsta.
Ég sendi konu þinni og börnum
mínar dýpstu samúðarkveðjur og
bið engla guðs að vaka yfir þeim.
Hvíldu í friði kæri bróðir.
Þín systir,
Karen Jósefs Tómasdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORSTEINN S. ÓLAFSSON
frá Vopnafirði,
Hraunbæ 76,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn
20. janúar.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn
3. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Eir.
Ólafur Jónas Þorsteinsson, Hanna Dröfn Gunnarsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Guðrún Guðmundsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar,
GUÐJÓN ÁRNASON,
Erluási 68,
Hafnarfirði,
frá Bern,
Ólafsvík,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 11. janúar.
Útförin fór fram í kyrrþey frá Hafnarfjarðarkirkju 20. janúar.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sambýlið Erluás 68,
Hafnarfirði.
Viktoría Þóra Árnadóttir,
Sigurbjörg Árnadóttir
og fjölskyldur.