Morgunblaðið - 27.01.2012, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
með mikilli ánægju og vissum
söknuði. Ég man það glöggt að
oftast er hún var beðin um tillögu
að sönglagi á gildisfundum bað
hún ávallt um lagið „Undraland
við Úlfljótsvatnið blátt“ eða
„Hefurðu komið austur að Úlf-
ljótsvatni?“
Margt mætti telja upp varð-
andi Gyðu, skátastarf hennar og
gleðistundirnar á heimili þeirra
Narfa. Ég mun þó eigi gera það
hér nema til þess að segja að
minningin um þá tíma, sem kona
mín og ég nutum félagsskapar
hennar og Narfa, vináttu þeirra
og örlætis verður grafin í hjarta
okkar sem fögur endurminning
til æviloka.
Við hjónin notum tækifærið
hér til að votta börnum hennar,
frændfólki öllu og afkomendum
sem venslafólki einlægar samúð-
arkveðjur; við deilum með þeim
sorg þeirra og eftirsjá. Jafnframt
flytjum við þeim kveðjur frá fyrr-
um gildisfélögum hennar öllum.
Að lokum kveðjum við Gyðu
með skátasöng Tryggva Þor-
steinssonar:
Þýtur í laufi, bálið brennur.
Blærinn hvíslar: sofðu rótt.
Hljóður í hafið röðull rennur,
roðnar og býður góða nótt.
Vaka þá ennþá vinir saman
varðeldi hjá í fögrum dal.
Lífið söngur, glaumur, gaman.
Gleðin hún býr í fjallasal.
Guð fylgi þér, Gyða mín kær,
um fjallasali undralands eilífðar-
innar.
Inger og Einar Tjörvi
Elíasson.
Mig langar að minnast Gyðu
Guðjónsdóttur, fyrrverandi
tengdamóður minnar, í örfáum
orðum. Við áttum mikla samleið í
rúman aldarfjórðung en stopulli
eftir það. Hún bauð mér inn á
heimili sitt, þá ungum pabba; við
urðum fljótt góðir vinir og allt
hennar varð mitt. Gyða var glæsi-
leg og eftirminnileg kona sem
umvafði allt með rausnarbrag og
kærleika. Hún hafði sterka nær-
veru og kveikti gleði og bjartsýni
í öllum í kring um sig; það var eft-
irvænting og ævintýri í loftinu
þar sem Gyða fór.
Við áttum margar skemmti-
legar samverustundir hér heima
og erlendis, ferðuðumst saman
og glöddumst. Stundum var tek-
ist á um hluti eins og gengur en
aldrei neitt erft til lengdar. Gyðu
var afar annt um velferð fjöl-
skyldunnar, barna, barnabarna
og tengdabarna, og ódeig að
stuðla að líkamlegri velferð og
andlegum þroska okkar allra.
Fyrir það verð ég henni ævinlega
þakklátur.
Síðustu árin átti Gyða við erf-
iðan sjúkdóm að stríða sem rændi
hana að lokum sterkum persónu-
leika og sjálfsbjargarhvöt. Nú er
hún laus undan því oki og flogin á
vit horfinna ástvina og nýrra æv-
intýra. Guð blessi Gyðu og fjöl-
skyldu hennar.
Snorri Baldursson.
Hafnarbúðir á árunum eftir
1980 voru sérstakt samfélag,
Borgarspítalinn hafði þar hjúkr-
unardeild og dagspítala. Við stöll-
urnar unnum þar, þá ungar kon-
ur, með þessum einstöku konum
af kynslóð foreldra okkar, þær
Elsa, Bebbý og Gyða eru nú allar
gengnar. Þessar konur sem
kunnu að gera vinnustaðinn
heimilislegan, búa til hluti, baka
og skreyta fyrir jólin. Það voru
forréttindi að vinna með þessum
konum og læra af þeim.
Gyða var snillingur í hannyrð-
um og matreiðslu, gjafmild og
óspör á uppskriftir og góð ráð.
Við vorum einhleypar á þessum
árum og Gyða óskaði okkur þess
að hitta góða menn eins og hann
Narfa sinn.
Með þökk í hjarta minnumst
við þessara ára og óskum Gyðu
velfarnar á nýjum slóðum.
Hlíf Kristjánsdóttir og
Ingibjörg Jónsdóttir.
✝ Ebba Að-alheiður Ey-
bólín Þorgeirs-
dóttir fæddist í
Svefneyjum á
Breiðafirði 15.
september 1926.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 19. janúar
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Þorgeir
Kristinn Jónsson, bóndi og sjó-
maður á Breiðafjarðareyjum,
síðar verslunarmaður á Lauga-
landi í Borgarfirði, frá Felli í
Strandasýslu, f. 24.3. 1898, d.
22.3. 1977, og Björg Kristófers-
dóttir húsfreyja, f. 22.12. 1886,
d. 9.3. 1971, frá Brekkuvelli á
Barðaströnd. Bræður Ebbu eru
Júlíus Gunnar, f. 8.3. 1925, og
Kristófer, f. 4.2. 1929, d. 9.10.
2010.
Hinn 7. desember 1946 gift-
ist Ebba Valdimar Jónssyni
dúklagningameistara, f. 13.5.
1921, d. 5.1. 1983, frá Fossi í
Hrútafirði. Foreldrar Valdi-
mars voru Jón Marteinsson
bóndi á Fossi í Hrútafirði, f. á
Reykjum í Hrútafirði 26.9.
1879, d. 25.6. 1970 og Sigríður
Björnsdóttir húsfreyja, f. á
Óspaksstöðum 29.10. 1884, d.
10.7. 1952. Ebba og Valdimar
eignuðust níu börn: 1) Mar-
teinn, f. 29.3. 1946, fór á fjórða
ári í fóstur að Flóðtanga í
Hólm Svavarsson, f. 17.9. 1956.
Þau skildu. Dætur þeirra a)
Birna Björg, f. 8.4. 1982, b)
Laufey Helga, f. 4.5. 1983. 7)
Jón, f. 3.2. 1958, maki Hafdís
Jóhannsdóttir, f. 10.1. 1960.
Synir þeirra a) Valdimar, f. 2.4.
1994, b) Marteinn, f. 11.5. 1996.
Fyrir átti Jón c) Svein Atla
Diego, f. 23.4. 1985, með Jónu
Diego, f. 22.7. 1962. 8) Hafdís
Snót, f. 21.4. 1960, maki Gunn-
ar Ragnar Gunnarsson, f. 18.5.
1961. 9) Börkur, f. 18.10. 1963,
maki María Jóhannsdóttir, f.
26.8. 1966. Börn þeirra a) Íris,
f. 10.6. 1989, b) Róbert, f. 14.2.
1992. Barnabarnabörn Ebbu
eru 26.
Seinni eiginmaður Ebbu var
Páll Daníelsson, f. 5.4. 1926, d.
8.3. 1989.
Ebba nam ung fataiðn er hún
dvaldi hjá Kristni föðurbróður
sínum og konu hans á Ak-
ureyri. Hún starfaði við sauma-
skap, m.a. í Solido, en lengst af
starfaði hún sem Sóknarkona í
umönnun fatlaðra hjá Sjálfs-
björg. Hún var trúnaðarmaður
þar í fjölmörg ár og var í stjórn
verkakvennafélagsins Sóknar.
Hún stundaði áhugamál sín af
kappi, einkum eftir að hún lét
af störfum en þau voru dans,
ferðalög, útivera og samvistir
við fjölskylduna.
Útför Ebbu fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 27. janúar 2012,
og hefst athöfnin kl. 15.
Borgarfirði til
hjónanna Ingi-
bjargar Sveins-
dóttur og Jóhann-
esar Jónssonar.
Fyrir áttu þau sjö
börn sem öll eru á
lífi. Maki María
Ragnhildur Ey-
þórsdóttir, f. 26.11.
1948. Þau skildu.
Dætur þeirra a)
Ingibjörg, f. 13.8.
1968, b) Vigdís, f. 26.5. 1970, c)
Heiðrún Harpa, f. 15.12. 1981.
Maki Marteins er Guðný Sigríð-
ur Gunnarsdóttir, f. 7.5. 1963.
2) Margrét Hugrún, f. 4.3. 1947,
maki Gunnar Ellert Bald-
ursson, f. 6.3. 1947. Dætur
þeirra a) Aðalheiður, f. 10.9.
1966, b) Sigríður Hrönn, f. 4.1.
1974, c) Sif, f. 9.7. 1979. 3) Sig-
ríður, f. 7.7. 1949, maki Roar
Wik, f. 29.4. 1948. Börn þeirra
a) Valdimar Thorbjörn, f. 8.6.
1975, b) Thorgeir, f. 31.3. 1979,
c) Sigrid Elise, f. 4.4. 1984. 4)
Þorgeir, f. 12.7. 1951, maki Sig-
urbjörg Norðfjörð, f. 16.8.
1952. Börn þeirra a) Magnea
Lilja, f. 11.5. 1975, b) Ebba
Björg, f. 1.3. 1980, c) Einar
Gauti, f. 8.4. 1986. 5) Björgvin,
f. 9.6. 1954, maki Elín Ásgríms-
dóttir, f. 5.1. 1955. Börn þeirra
a) Helgi Már, f. 17.8. 1977, b)
Brynja, f. 1.5. 1983, c) Thelma,
f. 1.5. 1983. 6) Anna Guðrún, f.
5.12. 1956, maki Guðmundur
Ég sá Ebbu tengdamóður
mína fyrst fyrir fjörutíu og átta
árum, ég var sautján ára og var
skotinn í dóttur hennar, Mar-
gréti Hugrúnu, núverandi eig-
inkonu minni. Ég vissi að hún
var níu barna móðir og bjóst því
við að sjá þreytta og þjakaða
barnakonu. En því fór fjarri, ég
var kynntur fyrir unglegri og
glæsilegri konu. Ebba var and-
litsfríð með brúnt liðað hár,
gráblá lífleg augu, grannvaxin
og spengileg, kvik í hreyfingum
og létt á fæti. Þessu útliti og eig-
inleikum hélt hún ævina út.
Fyrsta hálfa sambúðarár
okkar Hugrúnar bjuggum við
hjá þeim Ebbu og Valdimar,
okkur hafði fæðst dóttir og tók
Ebba því sem sjálfsögðum hlut
að bæta mér og dóttur okkar í
hópinn. Ég kynntist því heim-
ilisbrag þeirra Ebbu og Valdi-
mars vel.
Tíðarandinn var þannig að
hlutverkaskipti kynjanna voru
skýr. Ebba sá um heimilishaldið
og uppeldi barnanna en Valdi-
mar um að afla tekna. Uppeldis-
aðferðir Ebbu og Valdimars
voru mjög mannúðlegar og ár-
angursríkar. Þau komu til
manns níu börnum sem öll eru
fyrirmyndarborgarar. Aðferðin
fólst í því að hunsa óæskilega
hegðun en styrkja jákvæða.
Ekki veit ég hvort aðferðin
var í orð færð, en hún var fram-
kvæmd í verki. Vitaskuld kom
það frekar í hlut Ebbu að fram-
fylgja stefnunni, hún var meira
með börnunum. En hjónin voru
ávallt samstiga í uppeldinu.
Ebba gaf sér alltaf tíma til að
ræða ágreiningsefni og hafði
einstakt lag á því að stýra um-
ræðunni þannig að niðurstaðan
varð sú sem kom barninu best,
án þess að barninu fyndist það
hafa beðið ósigur.
Fljótlega eftir að Ebba varð
ekkja hófst erfitt tímabil í henn-
ar lífi. Yngstu börnin voru enn í
hennar forsjá og eingöngu lág-
launastörf í boði. Hún vann í
fyrstu á saumastofu, en réð sig
fljótlega til starfa hjá Sjálfs-
björgu þar sem hún vann út
starfsævina.
Ebba tók þátt í félagsstarfi og
gegndi trúnaðarstörfum bæði
hjá stéttarfélagi sínu Sókn og
hjá samstarfsfólki sínu hjá
Sjálfsbjörgu.
Þegar hún kynntist seinni
manni sínum Páli Daníelssyni
fóru í hönd hamingjurík ár, þau
ferðuðust innanlands og utan og
tóku þátt í félagslífi.
Aftur varð Ebba fyrir þungu
höggi þegar Páll veiktist og lést
eftir erfið veikindi. Ebba lét
ekki bugast, hún átti nokkur góð
ár fyrir höndum sem eftirlauna-
þegi og naut lífsins með fjöl-
skyldu og vinum.
Ebba tengdamóðir mín hafði
gaman af rökræðum og hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum. Hún var lítið fyrir að
láta í minni pokann og vildi eiga
síðasta orðið. Eitt sinn sátum
við saman og horfðum á lands-
leik í fótbolta, landanum gekk
illa og var undir í leiknum. Fúll
og reiður hreytti ég út úr mér:
„Þetta er ljóta hörmungin, þeir
geta ekki neitt.“ „Nei,“ sagði
Ebba „þeir geta ekki neitt þegar
Bjarki og Patrekur eru ekki
með.“ Ég gat ekki á mér setið og
hreytti í hana: „Þeir spila hand-
bolta, ekki fótbolta“. Svarið kom
um hæl: „Þeir eru líka í fót-
bolta.“ Hún átti síðasta orðið
eins og svo oft áður.
Síðustu þrjú árin dvaldi Ebba
á Grund þar sem heilarýrnunar-
sjúkdómur lagði hana að velli.
Blessuð sé minning góðrar og
skemmtilegrar konu.
Gunnar Baldursson.
Vegferð elskulegrar tengda-
móður minnar á þessari jörðu er
lokið. Vegferð sem ég læt aðra
um að rekja, en mér er efst í
huga þakklæti. Þakklæti fyrir
allt sem Ebba var mér. Þegar
Nonni kynnti mig fyrst fyrir
henni, fyrir næstum 20 árum,
fór ég heim með þá tilfinningu
að henni hefði nú ekki þótt mikið
til koma. En það reyndist óþarfi,
eftir nánari kynni tókst með
okkur góð vinátta og gagnkvæm
virðing.
Þar sem ég á yngstu barna-
börnin hennar Ebbu, naut ég oft
góðs af því að hún hafði lausan
tíma til að koma í heimsókn þeg-
ar ég var með heima með strák-
ana litla. Það var alltaf notaleg
tilfinning að sjá litlum, rauðum
bíl lagt upp að húsi (stundum
bara á heilmiklum hraða) og út
snaraðist Ebba, létt á fæti og
oftar en ekki með kanillengju
handa strákunum. Hún hafði
gaman af að fylgjast með þeim
og hafði oft á orði að hún sæi
sjálfa sig í þeim yngri þegar hún
var á sama aldri. Þau höfðu oft-
ast síðasta orðið.
Það lék allt í höndunum á
henni og því fannst henni lítið
mál að taka nokkrar buxur af
strákunum með sér heim og
laga, eða sauma gardínur fyrir
glugga strákanna þegar við
fluttum, nú eða þá bara púða úr
gömlum gardínum. Og ekki má
gleyma ómetanlegri aðstoð við
ömmu Möggu við að passa
strákana þegar við hjónin fórum
í frí erlendis. Hún var ótrúlega
sterk og dugleg kona og fannst
ekkert merkilegt afrek að hafa
eignast 9 börn. En hún var með-
vituð um hversu rík hún var
enda ótrúlega flottur og sam-
hentur hópur. Hópur sem hún
var stolt af og ég þakklát fyrir
að hafa tengst.
Síðustu æviárin voru Ebbu
erfið sökum heilabilunar en hún
naut góðrar umönnunar á
Grund. Það ber að þakka.
Blessuð sé minning hennar.
Hafdís Jóhannsdóttir.
Það er ekki hægt að segja um
Ebbu ömmu að hún uppfyllti
staðalímyndina fyrir ömmur
sem fæddar á sama tíma og hún.
Hún var ávallt útum hvippinn og
hvappinn að hjálpa vinum og
kunningjum eða á ferðalögum
með vinkonum sínum. Hún eign-
aðist níu börn sem öll eru
dásamlegt fólk og eru dugleg að
halda hópinn. Iðulega er farið í
útilegur og þar tók amma þátt í
öllu, hljóp upp um fjöll og firn-
indi og lék í boltaleikjum með
barnabörnunum. Það fékk sko
enginn að upplifa það að Ebba
amma væri farin að eitthvað að
reskjast. Það er ávallt glatt á
hjalla þegar fjölskyldan hittist
og það er veganesti sem kemur
frá ömmu, það á ekkert að vera
að velta sér upp úr hlutunum
heldur halda áfram með bros á
vör og hafa gaman af öllu saman
um leið.
Amma var þannig að hægt
var að segja henni leyndarmál
sem maður trúði ekki mömmu
fyrir, það var gott að tala við
hana og skildi hún ávallt við
samræðurnar þannig að maður
hafði eitthvað að hugsa um og
þurfti að finna út úr hlutunum
sjálfur. Þó hafði hún beint
manni á rétta braut án þess að
tekið væri sérstaklega eftir því.
Það var erfitt að horfa upp á
Ebbu ömmu verða veika og geta
ekki séð um sig sjálfa, eins sjálf-
stæð og hún var. Góð minning
um hversu kvik og glaðvær hún
var þegar við vorum samferða
austur til foreldra minna í
Hveragerði. Hún var búin að fá
sér nýja Toyotu Corolla og það
sem hún var ánægðust með var
liturinn, hún átti nefnilega vara-
lit í stíl. Við leggjum af stað og
mér finnst hún keyra aðeins of
hratt en þori ekkert að tjá mig
um það, viss um að ég yrði skot-
in í kaf. Þegar hún lítur loks á
hraðamælinn jesúsar hún sig í
bak og fyrir og skammar mig
fyrir að hafa ekki látið hana vita
hversu hratt hún keyrði, því það
eigi ekki að keyra svona hratt
þegar verið er með jafndýrmæt-
an farm í bílnum og barnabörn-
in.
Þegar ég hugsa til Ebbu
ömmu nú þegar hún er farin sé
ég hana fyrir mér á dansleik í
fallegum kjól og góðum dans-
skóm svífandi um dansgólfið þar
sem hún heillar alla upp úr
skónum.
Hvíl í friði, elsku Ebba amma.
Sigríður Hrönn
Gunnarsdóttir.
Í dag kveðjum við ástkæra
ömmu okkar. Amma okkar var
engin venjuleg kona en hún
eignaðist níu börn. Níu börn
sem öll hafa náð langt í lífinu.
Níu börn sem öll styðja hvert
annað og hittast reglulega til að
eiga ánægjulegar stundir með
fjölskyldum sínum. Það er ekki
fyrr en maður eignast fjölskyldu
sjálfur að maður gerir sér grein
fyrir hversu ótrúlegt afrek þetta
er og það eru fáir, sama hversu
mikinn pening þeir eignast eða
hversu mikilvægu starfi þeir
sinna, sem skilja jafn mikið eftir
sig og amma okkar gerir.
Amma, takk fyrir, þú ert sönn
hetja og fyrirmynd. Að vera
hluti af stórfjölskyldu þinni eru
forréttindi og spilar stóran þátt
í því hversu gott við höfum það í
dag. Minning þín mun lifa um
ókomna tíð í þeim kærleik og
þeim góðu gildum sem þú skilur
eftir og fjölskylda þín hefur til-
einkað sér.
Með eilífri kveðju
Helgi Már, Thelma og
Brynja.
Það er ekki hægt að segja að
Ebba amma mín hafi verðið
staðalímynd hinnar hefðbundnu
ömmu sinnar kynslóðar. Hún ól
upp níu fyrirmyndarborgara.
Já, þetta er heilt keppnislið í
handbolta með tveimur vara-
mönnum!
Ég var fyrsta barnabarn
Ebbu. Hana munaði ekki um að
bæta mér og föður mínum inn á
heimili sitt fyrstu sambúðar-
mánuði foreldra minna sem þá
voru í námi.
Það var ávallt gaman og gott
að koma í heimsókn til ömmu
enda var alltaf líf og fjör í kring-
um hana. Ekki man ég eftir
ömmu minni í eldhúsinu eins og
flestar ömmur voru á þessum
tíma. Amma var útivinnandi og í
minningunni vann hún alltaf
mikið, hún tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum og stéttabaráttu já
og lífinu almennt. Hún var lífs-
glöð ávallt brosandi og stór-
glæsileg kona sem í raun varð
aldrei gömul fyrr en veikindi
hennar fóru að ágerast. Hún var
sterkur persónuleiki, sjálfstæð
og hafði mjög ákveðnar skoðan-
ir á öllum hlutum og málefnum,
sem hún var ekkert að skafa af,
enda átti hún oftast síðasta orð-
ið í rökræðum.
Afkomendur Ebbu ömmu eru
stór og samheldinn hópur. Þeg-
ar við söfnuðumst saman var
amma hrókur alls fagnaðar, kát,
brosandi, gullfalleg með dillandi
hlátur.
Elsku Ebba amma, takk fyrir
samleiðina og það veganesti sem
þú hefur gefið mér. Hvíl í friði
Aðalheiður Gunnarsdóttir.
Hjá kærleikanum situr sál þín,
en ég hér eftir meyr.
Þó veit sál mín,
að ekkert raunverulegt deyr.
(Einar Gauti Þorgeirsson.)
Amma Ebba var ávallt létt í
lund og hafði sérstaklega gaman
af því þegar öll stórfjölskyldan
var samankomin á góðri stund
en það var enginn smáhópur þar
sem börn ömmu og afa voru alls
níu. Sérstaklega minnumst við
skemmtilegra ferðalaga innan-
lands þar sem amma Ebba skar
sig ekki úr sem aldurforsetinn
heldur var eins og ein af okkur
táningunum.
Amma skilur eftir sig magn-
aða fjölskyldu og áminningu um
það hvernig hægt er að fara
æðrulaus og glaður í gegnum líf-
ið. Það hlýtur að hafa tekið á að
eignast og ala slíkan barnafjölda
en aldrei heyrði maður hana tala
um að það hefði verið erfitt.
Elsku amma, takk fyrir sam-
fylgdina og minning þín mun lifa
áfram í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Þín barnabörn,
Magnea Lilja, Ebba
Björg og Einar Gauti
Þorgeirsbörn.
Ebba Aðalheiður Eybólín
Þorgeirsdóttir
Elsku Þórir Karl.
Mig langaði til að minnast þín
með nokkrum orðum. Kynni okk-
ar voru stutt en skilja eftir ljúfar
minningar. Þú varst dagfars-
prúður og góður maður og
kenndir mér margt. Hjálpsemi
einkenndi þig mjög og langar mig
til að þakka þér fyrir þann tíma
sem við áttum saman. Allir hlutir
sem þú komst nálægt einhvern
veginn léku í hendi þér. Tómasi
Þórir Karl
Jónasson
✝ Þórir Karl Jón-asson fæddist í
Reykjavík 25. júlí
1969. Hann lést á
heimili sínu í
Reykjavík 8. nóv-
ember 2011.
Útför Þóris
Karls fór fram frá
Grafarvogskirkju
17. nóvember 2011.
syni mínum varstu
alltaf svo góður og
verð ég þér ævin-
lega þakklát fyrir
það sem þú gerðir
fyrir hann og hvað
þið náðuð vel sam-
an. Erfið veikindi
hrjáðu þig sem tóku
þig frá okkur alltof
fljótt. Mig langar að
kveðja þig með
þessum orðum.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Farðu í friði vinur minn, hafðu
þökk fyrir allt og allt. Friður
guðs þig blessi, Þórir minn.
Þín
Kolbrún S. Þorvaldsdóttir.