Morgunblaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
✝ Björn H.Tryggvason var
fæddur á Hólmavík
3. ágúst 1949. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
við Hringbraut 18.
janúar 2012.
Foreldrar Björns
eru Tryggvi Björns-
son, f. 1. júní 1927 og
Margrét Guðbjörns-
dóttir, f. 30. apríl
1928. Systkini Björns eru: Bryn-
dís, f. 24 maí 1953, Guðbjörn, f. 26.
janúar 1958, og Tryggvi Grétar, f.
23. maí 1970.
Eiginkona Björns er Helga
Bjarnadóttir, f. 10. nóvember
Guðrún Hallfríður, f. 20. júní
1976. 3) Elínborg, f. 8. ágúst 1984,
í sambúð með Sturlu Magnússyni.
Börn þeirra eru: a) Viktor, f. 2010,
b) Marinó, f. 2011.
Björn var í sveit á Melum í Ár-
neshreppi hjá hjónunum Ragn-
heiði Jónsdóttur og Guðmundi
Guðmundssyni um árabil. Björn
flutti ásamt fjölskyldu sinni á
Akranes árið 1958 frá Hólmavík
þar sem hann kynntist eftirlifandi
eiginkonu sinni og bjuggu þau
alla tíð á Kirkjubraut 17.
Björn var lærður húsasmíða-
meistari, en lengstum starfaði
hann á Akraborginni. Eftir síð-
ustu ferð hennar árið 1998 hóf
hann störf hjá Speli en þar starf-
aði hann í stuttan tíma. Hann
starfaði í hjáverkum sem tjóna-
skoðunarmaður hjá Vátrygginga-
félag Íslands hf. frá árinu 1990, en
kom að fullu til starfa hjá félaginu
sem þjónustufulltrúi árið 1999 og
sinnti því starfi til æviloka. Björn
var félagsmaður í Oddfellow stúk-
unni nr. 8 Egill á Akranesi frá
árinu 1974 og starfaði hann mikið
í reglunni. Björn var dyggur
stuðningsmaður knattspyrnu-
félagsins ÍA og öflugur liðsmaður
og bóngóður þegar hann var beð-
inn um viðvik fyrir knattspyrnu-
félagið. Margan greiðann gerði
hann félaginu þó svo að hann væri
ekki að gera mikið úr því eða að
ætlast til sérstakra þakka fyrir
það. Akstur með leikmenn, lið-
sinni í tryggingamálum, uppsetn-
ing auglýsingaspjalda og fjöl-
margt fleira vann hann glaður í
þágu félagsins sem hann studdi
og hverju handtaki var sinnt af
ánægju og gleði.
Björn var mikill fjöl-
skyldumaður og naut hann þess
að verja öllum sínum stundum
með börnum og barnabörnum.
Útför Björns fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 27. janúar
2012, kl. 14.
1947. Foreldrar
hennar eru Bjarni
Ingi Bjarnason, f. 5.
apríl 1909, d. 17. maí
1995, og Guðrún
Hallfríður Jóns-
dóttir, f. 12. mars
1924. Björn og
Helga giftu sig hinn
5. maí 1973 í Akra-
neskirkju. Börn
þeirra eru: 1) Bjarni
Ingi, f. 10. sept-
ember 1973, kvæntur Ingibjörgu
Barðadóttur. Börn þeirra eru: a)
Björn Ingi, f. 1998, b) Helgi Rún-
ar, f. 2003. Ingibjörg á úr fyrra
sambandi Oddnýju Björgu, f.
1990, og Hauk Atla, f. 1993. 2)
Sá dagur sem við óttuðumst
mest er því miður runninn upp en
það er dagurinn sem þú, elsku
pabbi okkar, kvaddir okkur. Þessi
dagur er án efa erfiðasti, lengsti
og átakanlegasti dagur sem við
höfum upplifað. Það er svo margt
sem okkur langar að segja þér,
elsku pabbi. Við áttum eftir að
gera svo margt saman.
Elsku pabbi, þú varst okkur
allt, fyrirmynd, stoð og stytta í
öllu sem við systkinin tókum okk-
ur fyrir hendur. Það var fátt sem
við gerðum án þess að ráðfæra
okkur við þig fyrst, því þú hafðir
ráð við öllu og varst ótrúlega
skynsamur, ráðagóður og útsjón-
arsamur.
Þú varst hrókur alls fagnaðar
og alveg sama hvar þú varst eða
hvert þú fórst þar var gleði og
gaman og stundum hávaði því þú,
vinir þínir og ættingjar áttu það til
að tala hver ofan í annan og þá var
bara röddin hækkuð stundum
hressilega. Alveg frá því að við
munum eftir þér höfum við litið
upp til þín og alltaf verið mjög
stolt af því að kynna okkur sem
börnin hans Bjössa Tryggva í
VÍS, það vissu allir hver þú varst.
Þú varst einstaklega góður við
barnabörnin og gafst þér tíma á
hvaða stund sem var til þess að
sinna þeim.
Við söknum þín óskaplega mik-
ið og erum ósátt við hvað þú varst
tekinn allt of snemma frá okkur.
Þú sigraðir óvininn sem heim-
sótti þig á vordögum og frá degi
eitt tókst þú á við hann án þess að
kvarta eða kveina sama hversu
veikur þú varst. En því miður
varst þú einn af þeim sem fengu
hliðarverkun og þar tapaðir þú,
baráttumaðurinn sjálfur.
Við vitum að það verður tekið
vel á móti þér þarna hinum megin
af afa Bjarna, ættingjum og vin-
um, það mun hjálpa okkur í sorg-
inni að vita af þér í þeirra góðu
höndum. Þú ert og verður alltaf
stóra ástin í lífi elsku mömmu sem
syrgir þig svo mikið. Við munum
gæta hennar vel og halda utan um
hana. Hún mun geyma þær góðu
minningar sem þið áttuð saman.
Þín verður sárt saknað, elsku
pabbi, og langar okkur að kveðja
þig með þessu ljóði.
Elsku besti pabbi minn,
þú alltaf varst svo glaður og hress,
ég mun ætíð minnast þess,
elsku besti pabbi minn.
Elsku besti pabbi minn,
við sjáumst síðar aftur,
veit ég að mér alltaf fylgir
þinn ótrúlegi kraftur.
Elsku besti pabbi minn,
kveðjustundin komin er,
aldrei mun ég gleyma þér,
elsku besti pabbi minn.
Ástar- og saknaðarkveðja,
Bjarni Ingi, Guðrún Hall-
fríður og Elínborg.
Elsku afi Bjössi.
Við systkinin sendum okkar
hinstu kveðju til þín, eins óraun-
veruleg og þessi kveðjustund er
þá er hún þrungin trega og sorg,
upp í hugann koma upp hugsanir
sem innihalda minningar, yndis-
legar og ljúfsárar sem við munum
geyma í hjörtum okkar að eilífu.
En svo þessi eilífðarspurning: af
hverju?
Það er erfitt að lýsa þakklæti
okkar, þú komst alltaf fram við
okkur með ástúð og hlýju eins og
við þín eigin barnabörn, tókst okk-
ur opnum örmum. Síðustu 15 árin
hefur þú verið svo stór hluti af
okkar lífi og við aldrei hugsað ann-
að en þú myndir vera hjá okkur til
eilífðar, alltaf svo yndislega hress
og kátur, allir skiptu þig máli, fjöl-
skyldan var þér svo dýrmæt. Við
fengum að vera hluti af henni, og
við erum svo ólýsanlega þakklát
fyrir það.
Þú vafðir okkur hlýju þinni og
umhyggju, talaðir tæpitungulaust
við okkur með þeirri ákefð sem
einkenndi þig, alltaf til staðar fyrir
okkur eins og alla aðra í fjölskyld-
unni. Minningarnar þjóta í gegn-
um huga okkar, við eigum erfitt
með að hugsa það til enda að þú,
afi Bjössi, sért ekki lengur hjá
okkur, komir eldsnemma á laug-
ardagsmorgni og fussir yfir því
hvað bíllinn sé skítugur og drífir
Bjarna af stað til að þrífa bílinn.
Við söknum þín mikið, þú barð-
ist hetjulega, en tapaðir að lokum,
því miður. Lífið er stundum svo
ósanngjarnt. Við erum þess full-
viss að hinum megin verður vel
tekið á móti þér, þú tekur lag á
nikkuna við og við með vinum og
ættingjum. Einnig erum við í
öruggri trú að þú vakir yfir velferð
okkar eins og annarra ástvina
þinna.
En við systkinin öll eigum þér
margt að þakka og svo margt sem
við höfum lært af þér, hvort sem
það tengist baráttunni við lífið eða
bara að brosa framan í heiminn,
þú komst alltaf til dyranna eins og
þú vast klæddur og gleðin og húm-
orinn sem fylgdi þér er eitthvað
sem við tökum með okkur út í lífið.
Við eigum erfitt með að sætta okk-
ur við að fá ekki að hafa þig lengur
hjá okkur. Við söknum þín mikið,
takk fyrir að vera okkur alltaf svo
góður, afi Bjössi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Oddný Björg, Haukur
Atli, Björn Ingi og
Helgi Rúnar.
Bróðir minn, Björn Tryggva-
son, var einfaldlega algjör topp-
maður.
Ég var svo heppinn að vera
ættleiddur upp á Skaga og detta í
þann lukkupott sem þessi fjöl-
skylda er. Því tel ég mig hafa notið
þvílíkra forréttinda að alast upp
með Bjössa bró.
Fyrstu minningar mínar af
Bjössa bró eru þær að hann smíð-
aði skjöld og sverð handa mér 8
ára gömlum fyrir stríðið mikla
uppi í skógrækt og þótti það sjálf-
sagt mál eins og allt sem maður
bað hann um.
Akraborgarárin eru líka sveip-
uð nettum ævintýraljóma fyrir
litla bró, þar sem Bössi bauð
manni í mat niðri hjá Helgu sinni,
og E-1900 var oftar en ekki bón-
aður í sumarblíðu uppi á dekki.
Talandi um E-1900, alltaf stífbón-
aður að innan sem utan, nákvæm-
lega eins og eigandinn, því aldrei,
og þá meina ég aldrei, man ég eftir
Bjössa órökuðum.
Gjarnan fékk maður ræðuna
um hvurslags uppeldi þetta væri á
manni.
Það hafði nú ekki verið neitt
sældarlíf norður á Ströndum þeg-
ar hann var að alast upp. Bjarn-
firðingar og Balamenn voru fólk
sem kallaði ekki allt ömmu sína,
en Bjössi var líka gríðarlega
hreykinn og jafnvel montinn af
uppeldi sínu.
Það var líka stutt í húmorinn
hjá Bjössa, en það er mér eftir-
minnilegt þegar ég tók mér einn
mánudaginn „lögbundið frí“ hjá
HB&CO, eftir erfiða helgi á öðr-
um vígstöðvum. Nei, nei þá mætir
Bjössi nánast við sólarupprás, og
er nokkuð skemmt því hann var að
fara að henda á parketi fyrir
gamla manninn. Hamarshöggin
dundu og ekkert var slegið af.
Ekki náði litli bró hvíldinni þenn-
an mánudaginn og fannst Bjössa
þetta mátulegt á mig og fussaði og
sveiaði glottandi yfir ræfildómn-
um.
Bjössi var giftur henni Helgu
sinni sem hann elskaði, dýrkaði og
dáði. Ekki síður fannst mér hon-
um þykja vænt um Rúnu tengda-
móður sína. Nánast allt sem
Bjössi fór var Helga með í för og
Rúna að sjálfsögðu líka, hvort sem
það var til útlanda, upp í bústað
eða á húsbílnum. Þetta er eitt af
því sem sýnir hjartahlýju Bjössa,
því ekki sé ég alla karlmenn þessa
lands fyrir mér búa fyrir neðan
tengdó og ferðast með henni líka
um alla heima og geima.
Alltaf þegar ég heyrði í Bjössa
á seinni árum byrjaði hann á því
að spyrja um líðan barnanna og
Þóreyjar, því fjölskyldan var hon-
um það mikilvægasta í lífinu.
Bjössi var einstaklega stoltur af
börnunum sínum, þeim Bjarna,
Guðrúnu og Elínborgu, enda eru
þau toppeintök.
Síðustu mánuðir voru þér erf-
iðir, fullfrískum manninum. Þú
sem mættir daglega, helst fyrir
klukkan 6 á morgnana, í sundlaug-
ina á Jaðarsbökkum. Ekki var
verra að geta angrað Kongóann í
leiðinni. Rétt fyrir jólin fékkst þú
svo góðar fréttir og varst eins og
þú áttir að þér að vera þegar við
hittumst annan í jólum. Þú lést
mig heyra það út af sekknum á
mér, en óskaðir mér þó ekki að
ganga í gegnum sama „kúr“ og þú
hafðir gengið í gegnum og misst
20 kíló. Með þínum húmor og
æðruleysi tókst þú á þessum veik-
indum og fannst mér jafnvel votta
fyrir glottinu þínu þegar ég
kvaddi þig í hinsta sinn.
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð Bjössa bró, mann
sem hafði allt.
Tryggvi Grétar.
Þegar stystu dagar ársins voru
í nánd og myrkrið færi að hörfa
fyrir birtunni fengum við þær
góðu fréttir að þú, Bjössi okkar,
hefði sigrast á veikindum þínum.
Þetta var fjölskyldu og vinum
besta jólagjöfin, sigur ljóssins á
myrkrinu sem hafði fylgt þessu
stríði þínu. Allt gekk svo vel á milli
jóla og fram á nýársdag þegar þú
varðst fárveikur á nokkrum
klukkutímum og fluttur suður á
Landspítalann þar sem þú lést 18
dögum síðar. Við þökkum fyrir, að
leiðarlokum, frábæra samveru í
gegnum lífið. Við giftum okkur
saman 5. maí 1973 og farnaðist
okkur vel. Oft höfum við hlegið
saman að orðum nágrannakonu
þinnar sem sagði við þig rétt fyrir
brúðkaupið: „Bjössi minn, systk-
inabrúðkaup lukkast aldrei“ en
síðan eru liðin 38 ár. Við þökkum
fyrir allar stundirnar sem við átt-
um saman sem hefðu mátt vera
miklu fleiri. Þú varst frábær fjöl-
skyldumaður, umhugað um að
fjölskyldunni gengi sem best og
varst vakandi og sofandi yfir vel-
ferð hennar. Á Austurvöllum, ætt-
aróðalinu, leið þér og þínum vel,
allt svo snyrtilegt að eftir var tek-
ið. Þú varst fyrirmynd í að hafa
hlutina í lagi á öllum sviðum í líf-
inu.
Á hverjum föstudegi hittumst
við systkinin í heita pottinum á
Jaðarsbökkum ásamt nokkrum
félögum. Þar var oft mikið fjör og
tekist á um málefni líðandi stund-
ar. Við héldum okkar þorrablót,
litlu jól og sumarfagnað, þessar
stundir eru einstaklega dýrmætar
en pottaferðirnar verða ekki þær
sömu án þín. Þú komst mjög oft í
Einarsbúð og fór það ekki framhjá
neinum manni. Ég og vinir þínir á
kaffistofunni eigum eftir að sakna
þess að heyra ekki í þér, rökræða
við þig og hlæja með þér.
Undir bláhimni var lagið sem
þú spilaðir oft á nikkuna þegar
stuð var á okkur. Það er okkar trú
að nú sért þú undir bláhimni þar
sem ljósið skín skært.
Minning um frábæran bróður
og mág verður okkur styrkur í
sorginni og yljar okkur um ókom-
in ár. Takk fyrir allt.
Elsku Helga, Bjarni, Guðrún,
Elínborg, Rúna, mamma, pabbi,
Guðbjörn, Tryggvi Grétar og fjöl-
skyldur, söknuður okkar er mikill
en í sameiningu munum við styðja
hvert annað á þessum erfiðu tím-
um.
„Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.“
(Bubbi Morthens.)
Þín systir,
Sunna og Áki.
Elsku frændi. Það er með mikl-
um söknuði sem við systkinin
kveðjum þig og eigum við erfitt
með að trúa því að þú sért farinn.
Hvers vegna er lífið svona ósann-
gjarnt? Þú sem reyndist öllum svo
vel og hugsaðir einstaklega vel um
þá sem stóðu þér næst. Það er
þannig á lífsleiðinni að við kynn-
umst fullt af einstaklingum og
hafa sumir meiri áhrif en aðrir. Þú
ert einn af þeim og fyrir það erum
við þakklát. Við eigum margar
góðar minningar um þig og þar
sem við sitjum hérna saman og
rifjum þær upp er okkur efst í
huga gleði, hlátur, umhyggjusemi
og einstakur frændi. Það fór aldr-
ei framhjá neinum þegar þú mætt-
ir á svæðið með hlátrasköll og há-
vaða og lást ekki á skoðunum
þínum. Okkar fyrstu minningar
eru frá samverustundum á
Kirkjubrautinni þar sem gaman
var að koma og m.a. að leika í
skotinu undir stiganum. Það voru
ófáar ferðirnar sem við fórum með
Akraborginni og þar fannst okkur
þú vera aðalmaðurinn. Þú fórst
með okkur upp í brúna og síðan
fengum við veitingar hjá Helgu.
Þetta voru skemmtilegar stundir.
Við eigum mjög góðar minningar
frá jólum og áramótum. Jólaboðin
á Jaðarsbrautinni voru skemmti-
leg þar sem stórfjölskyldan hittist,
við spiluðum bingó og nutum þess
að vera saman. Á áramótunum
hittumst við alltaf þegar þú komst
til mömmu og pabba og þá var sko
hlegið. Fótbolti var okkar sameig-
inlega áhugamál og varstu dug-
legur að fylgjast með okkur og
styðja. Þú varst stoltur af okkur
og við fundum fyrir því. Við erum
sérstaklega þakklát fyrir þann
tíma sem við áttum saman annan í
jólum sl. í íþróttahúsinu. Þrátt fyr-
ir erfið veikindi gafstu þér tíma til
að koma og vera með fjölskyld-
unni en hún skipti þig svo miklu
máli. Fjölskyldan var þér allt og
er missir okkar mikill.
Elsku Helga, Bjarni, Guðrún,
Elínborg og fjölskyldur, amma og
afi, mamma, Guðbjörn, Tryggvi
Grétar og Rúna hugur okkar er
hjá ykkur en megi minningin um
frábæran mann styrkja ykkur í
sorginni.
Margrét, Áslaug Ragna,
Hrefna Rún og Jón Vilhelm.
Góður burtu genginn er.
– Glymur í dauðans steðja.
Varð ei fleirum vandi en mér
vininn þann að kveðja.
(JM.)
Þannig kvað Jón Magnússon
við lát vinar síns.
Björn Tryggvason, vinur minn,
hefur kvatt okkur eftir harða og
snarpa baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Mín fyrstu kynni af Bjössa voru
er ég bjó á Jaðarsbraut og hann á
Höfðabraut hér á Akranesi. Leiðir
okkar hafa legið saman frá því í
barnaskóla. Ungir byrjuðum við í
skátafélaginu og náðum við þar
góðum árangri með vinum okkar,
Jóni Gunnlaugs og Þórði Þ. Við
stofnuðum dróttskátaflokkinn
„Útlaga“, og fengum Pál Gíslason
skátahöfðingja til að verða okkar
leiðbeinanda. Við náðum þeim
áfanga fyrstir skáta hér á Akra-
nesi, ásamt fjórum góðum vinkon-
um okkar, að fá forsetamerkið,
sem Ásgeir Ásgeirsson forseti af-
henti okkur fyrir gott skátastarf.
Bjössi fékk forsetamerki nr. 100.
Leiðir okkar lágu síðan saman í
leik og starfi, saman keyptum við
bát er fékk nafnið Örn AK-86 og
gerðum út í okkar tómstundum
ásamt fleiri félögum okkar. Faðir
Bjössa, Tryggvi Björnsson, fylgd-
ist vel með okkur félögum og fór
oft með okkur í róður og kenndi
okkur hvernig við ættum að
standa að þessari útgerð.
Er við félagarnir, Jón Gunn-
laugs. og Þórður Þ., tókum sæti í
bæjarstjórn Akraness hafði Bjössi
mjög gaman af því að segja okkur
félögunum hvernig bæjarmálum
væri best komið hér á Akranesi og
var ekki að skafa utan af hlutun-
um. Ekki vorum við alltaf sam-
mála enda ekki allir í sama flokki.
Hann náði oft upp einstakri
stemningu og gat fengið okkur fé-
lagana til að takast á um málefni
bæjarfélagsins og pólitík og hafði
gaman af og hló mikið er við vor-
um að takast á.
Bjössi var mjög hjálpsamur og
greiðvikinn, oft hef ég leitað til
hans eftir aðstoð. Minn vinur var
ætíð mættur strax og tók til hend-
inni og stjórnaði verkinu og dugn-
aður hans smitaði ætíð út frá sér
til þeirra er voru honum nálægir.
Saman áttum við Bjössi góð ár í
Oddfellowreglunni. Við gengum
árið 1974 í stúkuna nr. 8 Egill IO-
OF, og höfum átt þar margar góð-
ar stundir sl. 37 ár. Ég vil fyrir
hönd okkar Egilsbræðra þakka
honum gott og fórnfúst starf fyrir
stúkuna okkar. Nú þegar komið er
að leiðarlokum, kæri vinur, viljum
við Sigrún þakka þér samfylgdina
og allt það sem þú hefur reynst
okkur á gleði- og sorgarstundum.
Helga mín. Við Sigrún sendum
þér börnum þínum, foreldrum
Bjössa, systkinum og tengdamóð-
ur hans innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kristján Sveinsson.
Ungdómsárin með öllu því sem
þeim fylgdi rifjast upp þegar
æskuvinur er kvaddur. Bjössi
Tryggva var í hópi átta dróttskáta
á Akranesi árið 1966 sem settu sér
það markmið að vinna að því að ná
svokölluðu forsetamerki, en það
krafðist skipulagðrar vinnu og
lausnar á fjölbreyttum verkefn-
um. Við slíkar aðstæður kynnast
félagar vel og skátastarfið byggist
á því að hver og einn leggi af
mörkum. Þetta var yndislegur
tími, oft erfiður en alltaf skemmti-
legur og það er það sem ber hæst í
minningunni. Óhætt er að segja að
Bjössi var sá langkátasti af öllum.
Alltaf léttur í lund, sá aldrei
vandamál, bara lausnir. Hafði ein-
staka hæfileika til að létta and-
rúmsloftið. Á kveðjustund þökk-
um við fyrir þann yndislega tíma
sem við áttum saman við leik og
störf og kveðjum gamla vininn
okkar með ljóði Sigurbjörns Ein-
arssonar biskups:
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma. –
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
Hugheilar samúðarkveðjur til
ástvina hans um leið og við þökk-
um samferð sem aldrei bar
skugga á.
Vertu guði falinn.
Rún Elfa, Þórunn Drífa,
Inga Jóna og Jóhanna.
Í dag, föstudaginn 27. janúar
2012, er til moldar borinn frá
Akraneskirkju Björn Tryggva-
son, félagi minn og vinur. Hann
kvaddi alltof fljótt. Engum manni
hef ég kynnst á minni ævi sem hef-
ur verið eins umhugað um sína
fjölskyldu og Birni Tryggvasyni,
eða Bjössa eins og hann var kall-
aður. Mig langar að minnast hans
og rifja upp nokkur af okkar sam-
skiptum.
Hann tók það iðulega fram við
mann að það væri ekki nóg að eiga
börnin heldur yrði að hugsa um
þau, hvort sem það væru börnin
manns eða barnabörn. Hafa fjöl-
skylduna í fyrirrúmi. Við höfum
átt samleið um langan tíma. Það
voru skemmtilegir tímar þegar við
ásamt félögum okkar vorum í út-
gerð, bæði á grásleppuveiðum og
á línu- og handfæraveiðum. Bjössi
var aldrei sáttur við okkur nema
að vel væri þrifið og umgengnin
um bátinn okkar Örn AK – 86
væri til fyrirmyndar. Þá skemmdi
það ekki fyrir þegar pabbi hans,
Tryggvi Björnsson og Óli bróðir
Tryggva, voru beitningamenn hjá
okkur en Óli var titlaður landfor-
maður.
Nokkur sumur fórum við til lax-
veiða í Víðidalsá. Þar vorum við
oftast átta Skagamenn og átta
Hafnfirðingar. Bjössi naut sín vel í
þessum hóp og eignaðist þar vini
eins og ég veit að hann hefur gert
alls staðar þar sem hann hefur
komið nálægt hlutum.
Ógleymanleg er ferðin sem
hann fór með okkur Skagamönn-
um sumarið 1994 til Bangor þegar
Björn H
Tryggvason