Morgunblaðið - 27.01.2012, Side 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
við Skagamenn vorum að keppa í
Evrópukeppninni við Bangor í
Wales. Flogið var beint til Liver-
pool. Í þessari ferð var Bjössi
hrókur alls fagnaðar. Ég man það
eins og það hafi gerst í gær þegar
Bjössi leysti harmonikkuspilar-
ann af fyrir utan einn veitinga-
staðinn í Bangor. Krúsin sem
harmóníkuspilarinn hafði haft á
gagstéttinni var fljót að fyllast eft-
ir nokkur lög hjá Bjössa.
Bjössi átti sitt stæði á Akranes-
velli og mætti yfirleitt á alla leiki,
dyggur stuðningsmaður ÍA. Hann
keyrði í ófáa útileiki með leikmenn
og sýndi m.a. á þann hátt stuðning
sinn í verki.
Við hjá Olís á Suðurgötu á
Akranesi komum líka til með
sakna Bjössa sem kom hér eld-
snemma flesta virka morgna í
kaffi til lesa okkur pistilinn. Við
eigum eftir að sakna þessara
stunda.
Við Sigga vottum Helgu
Bjarnadóttur og fjölskyldu og
Tryggva Björnssyni og fjölskyldu
okkar dýpstu samúð. Fallin er
góður drengur sem fór allof fljótt.
Gunnar Sigurðsson.
Kæri vinur, þá er komið að
kveðjustundinni. Hörð og snörp
glíma við vágestinn er á enda, von-
ir um lækningu sem á tímabili lof-
uðu góðu dugðu ekki þegar á
hólminn var komið. Þannig er lífið
oft og við því er ekkert að segja.
Bjössi var einstakur maður,
heiðarlegur, hjálpsamur, sjálfur
nægjusamur og einstaklega trúr
og traustur í öllu því sem hann tók
sér fyrir hendur. Hann var frábær
fjölskyldufaðir og mat sitt fólk
mikils og vildi allt gera til að
byggja traustan grunn fyrir þau
út í lífið. Hann var vinamargur og
hrókur alls fagnaðar þegar svo
bar undir.
Það er langur tími liðinn frá því
okkar vinátta hófst og vitanlega
hefur margt á daga okkar drifið.
Við áttum í raun lítið sameiginlegt
í upphafi, vorum ólíkir í flestu, en
eitthvað togaði okkur saman,
böndin styrktust frekar en hitt
með aldrinum. Ekki sakaði að eig-
inkonur okkar hafa frá fyrstu
kynnum sínum verið nánar vin-
konur. Á unglingsárunum brölluð-
um við margt og oft var glatt á
hjalla. Við tókum þátt í skátastarfi
um árabil og vorum fjórir félagar
sem mynduðum hóp sem nefndist
Útlagar. Bjössi minntist þessara
daga oft og vinátta okkar hélst alla
tíð. Við þrír söknum vinar okkar
og kveðjum hann með virðingu og
þakklæti.
Þegar ég tók við núverandi
starfi mínu þurfti ég á manni að
halda sem gæti sinnt viðskiptavin-
um okkar sem tjónamatsmaður. Í
slík störf þarf fólk með ríka þjón-
ustulund og mikið traust. Mér
fannst enginn vera betri í þetta
starf en Bjössi og hann sló til og
tók þetta að sér. Þetta var upphaf-
ið að farsælum störfum hans fyrir
Vátryggingafélag Íslands. Síðar
eða árið 1999 réð hann sig síðan
sem þjónustufulltrúi þegar við
gerðum breytingar á þjónustu-
kerfi okkar . Þar var hann svo
sannarlega réttur maður á réttum
stað og eins og áður fannst mér
verkefnið sniðið fyrir hann. Þessu
starfi sinnti hann svo til hinsta
dags af fádæma orku og dugnaði.
Hann þekkti þjónustusvæðið vel
og kynntist stórum hópi fólks á
þann hátt að það treysti honum
fullkomlega. Hann ræktaði þessi
tengsl sín vel og nú í veikindum
hans höfum við samstarfsmenn
hans orðið þess áþreifanlega vör
hve margir báru hlýjan hug til
hans og hrósuðu honum fyrir störf
sín.
Bjössi var fastheldinn á ýmsa
hluti og íhaldssamur og vildi jafn-
an hafa allt sitt á hreinu. Heimilið
og fjölskyldan voru í hávegum hjá
honum og hann gerði allt til að
þeim liði sem best. Þau Helga
voru samhent í einu og öllu og
heimili þeirra bar þess glöggt
vitni. Þegar fram liðu stundir og
barnabörnin komu hvert af öðru
þá var minn maður í essinu sínu og
augasteinarnir hans áttu hug hans
allan. Þeirra missir er nú mikill, en
minningin lifir.
Þetta er það sem ég hef að
segja þegar ég minnist vinar míns
á kveðjustund. Ég þakka af heil-
um hug samverustundirnar. Mín
fjölskylda þakkar honum góð
kynni og margvíslega aðstoð á
löngum tíma. Hugur okkar er með
Helgu og fjölskyldunni og til
þeirra sendum við innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
guð að vaka yfir þeim. Minningin
um minn kæra vin mun lifa.
Jón Gunnlaugsson.
Traustur vinur og vinamargur.
Einlægur, hlýr en samt hrein-
skiptinn við þá er hann þekkti.
Greiðvikinn mjög við alla er til
hans leituðu, hvort heldur það var
á vettvangi starfs eða utan þess.
Hann var einstaklega ósérhlífinn
og röskur til flestra verka. Hans
uppáhaldssetning var: „Bara að
drífa í þessu og þá er það bingó og
búið.“ Einstakt snyrtimenni var
hann, þreif allt hátt og lát sem
hann komst yfir, t.d. þreif hann
allar bifreiðar fjölskyldunnar, þ.e.
sína, foreldra sinna og tengda-
móður, um hverja helgi ef því var
við komið vegna frosts. Þannig var
Bjössi Tryggva eins og við köll-
uðum hann. Það var gott að eiga
hann fyrir vin.
Við kynntumst fyrst í starfi
Skátafélags Akraness, hann var
þar ungur sveinn í fyrsta ylfinga-
hópi mínum (Ingvar) ásamt mörg-
um öðrum góðum drengjum.
Bjössi varð strax áhugasamur í
skátastarfinu enda átti hann eftir
að vinna til ýmissa afreka á þeim
vettvangi. Starfið með þessum
ágætu drengjum og reyndar með
öðrum skátum varð áreiðanlega til
þess að ég ákvað að hefja kenn-
aranám nokkrum árum síðar.
Samband okkar Bjössa rofnaði
aldrei þó ég flyttist og byggi á
Norðurlandi um tíma, t.d. heim-
sótti hann okkur Gunnhildi í tví-
gang norður í Hrísey. Eftir að við
fluttum á Akranes fyrir 27 árum
síðan styrktust vinaböndin enn
frekar. Sérstaklega hefur sam-
bandið verði náið eftir að við kom-
um okkur upp húsbílum og
þríeykið var stofnað.
Þríeykið var; Bjössi og Helga
og við undirrituð. Þráinn og Bjössi
kynntust fyrst þegar þeir voru
saman í Iðnskóla Akraness og
hafa verið mjög nánir vinir síðan.
Þær eru orðnar margar ferðirnar
og ánægjustundirnar sem þessi
hópur hefur átt saman og vonum
við innilega að Helga verði áfram
með okkur enda hefur hún sýnt að
hún fullfær um að keyra húsbílinn.
Ekkert var farið síðastliðið sumar
af skiljanlegum ástæðum en sum-
arið 2010 fórum við m.a. norður í
Árneshrepp á Ströndum, heima-
sveit Bjössa þar sem hann var átta
sumur kaupamaður á Melum enda
naut hann sín við að fræða okkur
hin um lífið þar norður frá með
sögum og lýsingum á mönnum og
málefnum. Við þökkum fyrir að
hafa fengið að kynnast góðum
dreng og eiga með honum margar
ánægjulegar stundir.
Sendum Helgu, börnum,
barnabörnum og tengdabörnum
þeirra, foreldrum og systkinum
Bjössa og fjölskyldum þeirra svo
og tengdamóður hans innilegar
samúðarkveðjur.
Ingvar Ingvarsson,
Gunnhildur Hannesdóttir,
Dröfn Gísladóttir og
Þráinn Sigurðsson.
Elsku Bjössi
Ég trúi því ekki að þú hafir
kvatt okkur. Af hverju varst þú
tekinn sem varst alltaf svo góður
og vildir allt fyrir fólkið þitt gera?
Við fjölskyldan á Víðigrund vorum
svo heppin að vera hluti af þínu
fólki, þú áttir svo mikið í okkur öll-
um. Þú varst ekki eingöngu
traustur vinur foreldra minna, þú
vildir allt fyrir okkur systkinin
gera og fylgdist með því sem við
tókum okkur fyrir hendur.
Það eru margar minningarnar
sem koma upp í hugann og það má
með sanni segja að þær fá mig til
að brosa í gegnum tárin, því þú
varst engum líkur. Öll gamlárs-
kvöldin sem fjölskyldurnar okkar
áttu saman, skemmtilegu húsbíla-
ferðirnar sem ég og Martin
smygluðum okkur með í og marg-
ar skemmtilegar umræður við eld-
húsborðið á Víðigrund þar sem þú
og pabbi reynduð að æsa tjallann
upp. Ég á sérstaklega eftir að
sakna þess að koma upp á Akra-
nes og að þú komir ekki inn um
dyrnar á laugadags- eða sunnu-
dagsmorgni með tilheyrandi lát-
um. Því eins og Þröstur bróðir
sagði við mig, þvílíkar innkomur
sem hann Bjössi átti. Bjössi, þú
varst engum líkur og við munum
sakna þín sárt.
Elsku Helga, Rúna, Bjarni
Ingi, Guðrún, Elínborg og fjöl-
skyldur. Guð gefi ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Kær kveðja,
Heiðrún Þráinsdóttir.
Það bregður birtu í tilverunni
þegar kvaddur er góður vinur og
félagi Björn Tryggvason. Skaga-
maður af Strandakyni, gleðigjafi,
hressilegur í orði og athöfnum en
umfram allt verkfús, greiðvikinn
og úrræðagóður vinur. Hann
veiktist á vordögum síðasta árs og
eftir góða von um bata sló í bak-
seglin og nú er kveðjustund.
Ég, eins og svo margir Skaga-
menn, kynntist Birni fyrst þegar
hann vann um borð í Akraborg-
inni auk þess sem hann lagði fús
hönd á plóginn fyrir knattspyrn-
una á Skaganum. Síðar vann
Björn fyrir Spöl ehf. en síðustu ár-
in fyrir VÍS. Alls staðar gat hann
sér gott orð fyrir lipurð og velvilja.
Hver sem átti Björn að vini átti
þar hauk í horni og einstaklega
skemmtilegan félaga.
Í minningarsjóði geymast
margar samverustundir, ferðir og
ævintýri svo sem eins og þegar
Skagaliðið lék gegn velska liðinu
Bangor City. Í heimsókn til borg-
arinnar Chester gengum við fram
á harmonikkuleikara og skipti
engum togum að Björn leigði
nikkuna og þandi af list. Þá hljóm-
aði „Kátir voru karlar“ sem aldrei
fyrr og glaðlegur hlátur allra sem
með fylgdust.
Það var ætíð líflegt í kringum
Björn og þegar spjallið beindist að
knattspyrnunni var hann aldeilis
ekki skoðanalaus – ekki síst um
bræður sína frændur og frænkur
sem gerðu garðinn frægan með
Skagaliðinu og einn frændi hans
gerir enn. Þegar vel gekk brosti
hann sínu breiðasta og fór mikinn,
en í andstreymi var hann kankvís
óspar á það sem betur mátti fara –
einkum hjá þeim sem stóðu hon-
um næst. Brá þar fyrir hrein-
skiptu og umbúðalausu tali
Strandamannsins. En umfram allt
vildi Björn öllum vel og sýndi það
ávallt í verki því hjarta hans var
hlýtt.
Björn var léttur í lund og á
stundum stríðinn í því skyni að
örva umræðu um dægurmál og at-
vik. Hann kallaði undirritaðan
„Öreigaskáld“ og fékk tilfallandi
kviðlinga og bögur um líðandi
stund og atvik í samfélaginu.
Margt fór í þeim efnum á milli sem
báðir höfðu gaman af. Nú er vinur
fallinn – langt um aldur fram – og
við leiðarlok er þakkað fyrir allar
góðar samverustundir hvort held-
ur var á vettvangi vinnu eða vin-
áttu.
Eiginkonu hans, Helgu Bjarna-
dóttur, börnum þeirra og fjöl-
skyldu eru færðar innilegar sam-
úðarkveðjur og huggunarorð, en
Björns verður minnst fyrir vináttu
hans, verk og liðsinni.
Gísli Gíslason.
Það var reiðarslag að fá fréttir
af andláti vinar okkar og starfs-
félaga, Björns Tryggvasonar nú í
upphafi nýs árs. Vonir okkar um
að hann myndi ná sér upp úr veik-
indum eftir hetjulega baráttu voru
miklar og héldum í þá von að hann
væri kominn yfir erfiðasta hjall-
ann. Því miður var það ekki svo.
Bjössi hóf störf hjá Vátrygg-
ingafélagi Íslands sem tjónaskoð-
unarmaður í hlutastarfi árið 1990
en 1999 tók hann við sem þjón-
ustufulltrúi í föstu starfi. Fyrst
um sinn var megináhersla starfs
hans að þjónusta bændur og búa-
lið en fljótlega útvíkkaðist starfið
meðal annars í þjónustu við sveit-
arfélög og smábátasjómenn auk
tjónaskoðunar sem hann var ein-
staklega laginn við.
Bjössi þekkti vesturlandsum-
dæmið eins og lófann á sér. Ein af
eftirminnilegustu vinnuferðum
mínum var ferð um Vesturlandið
með Bjössa og Jóni Gunnlaugs-
syni. Bjössi var óþreytandi við að
segja sögur úr sveitinni, þuldi upp
staðanöfn og sagði okkur frá ábú-
endum og störfum þeirra. Heim-
sóknirnar til viðskiptavina voru
árangursríkar og skemmtilegar
og átti hann stóran þátt í að skapa
þann anda með sínum einstaka og
glaðværa persónuleika.
Það er ómetanlegt fyrir fyrir-
tæki að hafa á að skipa frábærum
starfsmönnum sem þjónusta við-
skiptavini sína umfram væntingar
og hugsa um fyrirtækið eins og
það sé þess eigið. Bjössi var einn
af þessum starfsmönnum. Við-
skiptavinir sóttust í að fá þjónustu
Bjössa enda var hann ekki bara
fyrirmyndar starfskraftur heldur
einnig einstaklega skemmtilegur
og vinsæll bæði meðal viðskipta-
vina og samstarfsmanna.
Við kveðjum góðan vin og sam-
starfsfélaga og þökkum fyrir að
hafa fengið að njóta hans starfs-
krafta og vinskapar hjá VÍS.
Við sendum Helgu, Bjarna
Inga, Guðrúnu, Elinuborgu og
fjölskyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd Vátryggingafélags
Íslands hf.,
Auður Björk
Guðmundsdóttir.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Bækur
Fornbókabúð á vefnum
30% afsláttur
20. jan. til og með 7.feb.
www.gvendur.is
Gisting
AKUREYRI
Höfum til leigu ýmsar gerðir sumar-
húsa við Akureyri og á Akureyri.
Upplýsingar á www.orlofshus.is.
Leó, sími 897 5300.
Hvataferðir, fyrirtækjahittingur,
óvissuferðir, ættarmót
Frábær aðstaða fyrir alla hópa.
Líka fjölskyldur. Heitir pottar og grill.
Opið allt árið.
Minniborgir.is
Gisting á góðum stað.
Upplýsingar í síma 868 3592.
Húsnæði íboði
Lokastígur, 101 miðbær/
Vesturbær — Herbergi
Herbergi sem eru lítil, 10 til 15 fer-
metrar með húsgögnum, sameigin-
legt eldhús og þvottahús, þráðlaust
Internet, baðherbergi með sturtu.
Langtímaleiga sem þýðir 6 mánuðir
og lengur, kr. 35.000 til 60.000.
Tveir mánuðir fyrirfram, laust.
Vinsamlegast takið fram í svari við
auglýsingunni frá hvað tíma
húsnæðið óskast og hvað langan
tíma. osbotn@gmail.com
Sími: 861 4142 kl. 8.00 til 16.00.
Einbýlishús til leigu, um 340 m²,
á veðursælum stað í botnlanga í
Kópavogi. Algjör barnaparadís, stutt
í allt, næg bílastæði.
halldorjonss@gmail.com eða
sími 892 1630.
Húsnæði óskast
Hjón með 1 barn vantar
3-4 herb. íbúð
Hjón að austan vantar íbúð í Vestur-
bænum. Erum með eina 7 ára stelpu
og vantar langtímaleigu. Ekki yfir 150
þ. Vinsamlega hafið samband í s.
846 2653, Guðrún eða 868 9406 Árni.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Tómstundir
Fjarstýrðar þyrlur í úrvali
Erum með mikið úrval af fjarstýrðum
þyrlum. Nýjasta tækni. Tilbúin til
flugs beint úr kassanum.
Netlagerinn slf / Tactical.is
Dugguvogur 17-19 2. hæð.
S. 517-8878
Til sölu
Harðfiskur frá Vestfjörðum
Nýpakkaður gæðaharðfiskur, ýsa og
steinbítur. Frí heimsending á
höfuðborgarsvæðinu. Tveir pokar,
tæp 800 grömm, á aðeins 5700
krónur. Pantanir í síma 692-1706 eða
hardfisk@gmail.com
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Útsala - Útsala - Útsala
Handslípaðar kristalsljósakrónur
frá Tékklandi og Slóvakíu. Kristals-
glös, vasar, handútskornar trévörur,
Kristalsskartgripir.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Verslun
Fjarstýrðar þyrlur í úrvali og m.fl.
Erum með fjarstýrðar þyrlur í miklu
úrvali. Netlagerinn slf. Dugguvogi
17-19, 2. hæð. Vefsíða
www.Tactical.is. Einfalt að versla.
Sími: 517-8878.
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og
endurvinnslu.
Fannar verðlaunagripir, Smiðju-
vegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - s. 551 6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bílaþjónusta
Hjólbarðar
Kebek vetrardekk tilboð
Hönnuð og testuð í Kanada.
185/65 R 15 12.900 kr.
195/65 R 15 12.900 kr.
205/55 R 16 14.900 kr
215/65 R 16 17.990 kr.
205/50 R 17 17.900 kr.
Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
s. 544 4333.
Vélsleðar
Til sölu Skidoo vélsleði
Skidoo Renegade 600, árg. 2007.
Ekinn aðeins 1250 km. Vel með far-
inn. Verð kr. 1.000.000,-. Upplýsingar
gefur Jón Auðunn í síma 824-4888.