Morgunblaðið - 27.01.2012, Page 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012
Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Nort-
hern Wave verður haldin í fimmta
sinn 2.-4. mars næstkomandi í
Grundarfirði á Snæfellsnesi. Yfir
160 stuttmyndir bárust hátíðinni í ár
en 49 myndir voru valdar til sýn-
ingar.
39 af þessum myndum keppa í
verðlaunaflokknum „Alþjóðlegar
stuttmyndir“ og 10 í verðlauna-
flokknum „Íslenskar stuttmyndir“.
Þrenn peningaverðlaun eru í boði,
besta alþjóðlega stuttmyndin
(80.000 krónur), besta íslenska stutt-
myndin (80.000 krónur) og besta ís-
lenska tónlistarmyndbandið (40.000
krónur + premium áskrift í ár á
gogogyoko.com og 50 evra inneign).
Mikil gróska var í íslenskri tón-
listarmyndbandagerð á síðasta ári
en Gogoyoko hefur valið úr 20
myndbönd sem keppa til verðlauna á
hátíðinni í ár.
Í dómnefnd sitja þær Kristín Jó-
hannesdóttir leikstjóri, Elísabet
Rónaldsdóttir klippari og franska
kvikmyndatökukonan Isabelle Raza-
vets.
Isabell er sérstakur heiðursgestur
í ár og verður með masterklass um
kvikmyndatöku á hátíðinni. Isabell
hefur unnið mikið að gerð heimild-
armynda t.a.m. tók hún heimild-
armyndina Murder on a sunday
morning sem vann Óskarsverðlaun
2001 sem besta heimildarmyndina.
Koma Isabelle á vel við því í fyrsta
skipti í sögu Northern Wave verður
boðið upp á dagskrá heimild-
armynda en einnig sérstaka dagskrá
kvikra (teiknimynda) mynda ætluð
börnum. Kinoklúbburinn verður
með námskeið í stuttmyndagerð þar
sem þátttakendur gera stuttmynd á
einum degi á Súper 8 vélar. Þau læra
að framkalla filmuna á staðnum og
afraksturinn verður svo sýndur á
lokadegi hátíðarinnar og besta
myndin verðlaunuð. Hægt er að skrá
sig á heimasíðu Northern Wave eða
á facebook síðu hátíðarinnar. Boðið
verður upp á ball og tónleika og hina
vinsælu fiskisúpukeppni eins og
undanfarin ár. Fiskisúpukeppnin
verður þó með nýju sniði í ár þar
sem keppnin mun ekki aðeins miðast
við fiskisúpur heldur fiskrétti af öllu
tagi. Landsliðskokkurinn Hrefna
Rósa Sætran dæmir í keppninni og
vegleg verðlaun verða í boði.
Northern Wave á
Grundarfirði í mars
Erfiði Heimildarmyndin Man Machine frá Bangladesh sem verður sýnd á
Alþjóðlegu stuttmyndahátíðinni Northern Wave á Grundarfirði.
Hið árlega febrúarball verður haldið
í Sunnusal Hótel Sögu laugardaginn
4. febrúar nk. Lögð er áhersla á að
fólk komi og skemmti sér í góðra
vina hópi með vinnufélögunum, vina-
hópnum, gömlu bekkjarfélögunum,
saumaklúbbnum, íþróttahópnum og
sletti ærlega úr klaufunum. Hljóm-
sveitin samanstendur af þeim Gauja
Hilmars, Pétri Hjalt, Atla Viðari,
Kristjáni Blöndal og Hallbergi Svav-
ars en það verður Roof Tops-
maðurinn Sveinn Guðjónsson sem
leiðir hljómsveitina í gegnum úrvals-
safn soul-laga. Óvæntar uppákomur
eru á vinnslustigi. Miðasala og borð-
apantanir er í Blómagalleríi á Haga-
mel, hjá Þráni skóara á Grettisgötu
3 og í Innrömmun Rammastúdíói í
Ármúla 20.
Febrúar-
ball á Hótel
Sögu
Hótel Saga Febrúarball á næsta leiti.
Söngvarinn knái Geir Ólafsson mun
syngja í Hollywood, Los Angeles,
hinn 18. febrúar næstkomandi. Viku
síðar verður hann svo í höfuðborg
söngsýninganna, Las Vegas. Geir
hefur unnið náið með Don Randi,
fyrrverandi samstarfsmanni Frank
Sinatra, í Bandaríkjunum und-
anfarin ár og eru nefndar uppá-
komur afraksturinn af þeirri vinnu.
Geir hefur verið iðinn við söngkol-
ann að undanförnu en fyrir jól gaf
hann út barnaplötuna Amma er best
ásamt hljómsveit sinni Furstunum.
Geir í Holly-
wood og
Las Vegas
Morgunblaðið/RAX
Stjörnudraumar Geir Ólafsson.
flugfelag.is
Flugfélag Íslands og Leikhús Akureyrar bjóða sjóræningjapakka fyrir
alla fjölskylduna – frægasta sjóræningjasaga allra tíma – bráðfjörug
leikgerð Karls Ágústs Úlfssonar og Sigurðar Sigurjónssonar
eldfjörug tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson
Bókaðu flugið tímanlega á flugfelag.is
Bókanir í síma 570 3075 eða á netfanginu hopadeild@flugfelag.is
Gull, græðgi og talandi páfagaukar
Nýr áfangastaður Flugfélags Íslands
Sjóræningjapakkar frá 22.750 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
F
L
U
56
67
8
01
.2
01
2