Morgunblaðið - 27.01.2012, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.01.2012, Qupperneq 44
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 27. DAGUR ÁRSINS 2012 JUICY CHICKEN - fljótleg og einföld leið til að töfra fram safaríkan kjúkling Lokið pokanum með klemmunni um fjóra sentímetra frá opi. Dreifið kryddblöndunni með því að velta pokanum. Setjið í eldfast mót neðst í ofninn. Steikið í u.þ.b. 30 mínútur. 1 2 3 4 Stillið ofninn á 200 °C. Setjið kjúklingabita í steikarpokann sem fylgir Maggi Jucy Chicken kryddblöndunni. Stráið kryddinu yfir kjúklinginn. Takið eldfasta mótið út og látið standa í 15 mín. Opnið pokann varlega og fjarlægið. Berið fram með til dæmis salati og kartöflum. VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Sá félaga sína hverfa 2. Sjómaðurinn fær áfallahjálp 3. Nöfn þeirra sem er saknað 4. 47 cm snjódýpt í Garðabæ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Jónas Sigurðsson & Ritvélar fram- tíðarinnar verða með tónleika á Fjöruborðinu á Stokkseyri föstudag- inn 3. febrúar til að fagna nýju ári og komandi humarvertíð. Fram kemur að ærinn tími sé síðan sveitin kom fram síðast og „við verðum með fullskip- aða hljómsveit og blásum í alla her- lúðra af þessu tilefni“. Humar og Ritvélar á Fjöruborðinu  Tónlistarkonan Azealia Banks held- ur tónleika í Vodafone-höllinni á Hlíð- arenda 6. júní nk. Forsala aðgöngumiða hefst 3. febr- úar á midi.is. Banks er aðeins tvítug að aldri og hafnaði hún í þriðja sæti á hinum mjög svo áhrifa- ríka lista BBC yfir „Hljóm“ ársins 2012. Það er því ljóst að um er að ræða upp- rennandi stór- stjörnu. Azealia Banks með tónleika á Íslandi Á laugardag Suðaustan 8-13 m/s og víða súld eða rigning. Suðaustan 10-18 og tals- verð rigning sunnan- og vestanlands um kvöldið. Hiti 3-10 stig. Á sunnudag Suðvestan 10-15 m/s. Rign- ing fram eftir degi suðaustanlands, annars skúrir eða él. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt, 13-20 m/s síðdegis en hægari vindur á Norður- og Austur- landi. Fer að snjóa sunnan- og vestan- lands, en slydda eða rigning undir kvöld og hiti 0 til 5 stig. Þykknar upp á norð- austanverðu landinu og dregur úr frosti. VEÐUR Leikmenn Snæfells komu fram hefndum gegn KR-ingum þegar liðin áttust við í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í gær. Á dög- unum hafði KR betur í tvíframlengd- um leik gegn Snæfelli í bikarnum en í gær fögnuðu Hólmarar sigri í miklum spennuleik. »4 Snæfellingar komu fram hefndum „Rúnar Kárason kom skemmtilega á óvart fyrir mína parta. Hann skoraði góð mörk og var mjög ógnandi auk þess sem hann var alls ófeiminn við að skjóta á markið.“ Þetta skrifar Ívar Benediktsson, íþróttafrétta- maður Morgunblaðsins, meðal ann- ars um landsliðið á EM. »2 Það er ekki nóg að vera efnilegur ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hafþór Yngvason, safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur, hefur lagt til að styttan Minnismerki óþekkta emb- ættismannsins eftir Magnús Tóm- asson verði flutt úr Jörundarstíg milli Póst- hússtrætis og Lækjargötu og sett niður við Tjörnina þar sem brúin frá ráðhús- inu liggur að Iðnó. Helstu rök Hafþórs fyrir breytingunni eru skýr: „Hún nýtur sín engan veg- inn,“ segir hann um núverandi stað- setningu styttunnar og ástæðu hug- myndar sinnar um flutning hennar. Falin stytta Í minnisblaði til menningar- og ferðamálaráðs áréttar Hafþór að fá- ir sjái styttuna þar sem hún standi í litlum garði milli Lækjargötu og Pósthússtrætis, hún sé falin bak við háhýsi og nánast ósýnileg frá nær- liggjandi götum. Hátt rimlagrind- verk fæli frá og margir haldi að þarna sé einkagarður eða húsasund sem tilheyri Hótel Borg frekar en opinbert torg. Þegar inn í garðinn sé komið sé rýmið þröngt þannig að erfitt sé að sjá styttuna úr eðlilegri fjarlægð. Með þetta í huga leggur Hafþór til að styttan verð sett niður nálægt Iðnó við Tjörnina. Þar sé opið og bjart svæði sem bjóði upp á langar sjónlínur úr öllum áttum. Ungir og aldnir komi á staðinn og myndu fá að njóta þessarar skemmtilegu styttu á svæðinu. Vel heppnaðar breytingar Styttan er tveggja metra há, gerð úr basalti og bronsi. Hún var sett upp á núverandi stað 1994. Í fyrra- sumar samþykkti borgarráð tillögu Listasafns Reykjavíkur um að Vatnsberinn, stytta Ásmundar Sveinssonar, sem hafði verið í holt- inu í grennd við húsnæði Veðurstofu Íslands frá 1967, yrði flutt á lóðina á mótum Lækjargötu og Bankastræt- is. Það var síðan gert um miðjan ágúst. „Ég hef ekkert heyrt nema ánægju um þá færslu,“ segir Hafþór. Hann bendir jafnframt á að styttan af Jónasi Hallgrímssyni hafi upp- haflega átt að vera fyrir framan Þjóðmenningarhúsið, en hafi fyrst eða 1907 verið sett upp á mótum Lækjargötu og Amtmannsstígs, þar sem styttan af séra Friðriki sé nú. Styttan af Jónasi hafi síðan verið færð í Hljómskálagarðinn 1947. Styttan af Jóni Sigurðssyni hafi upp- haflega verið fyrir framan Stjórn- arráðshúsið en færð á Austurvöll 1931. Þar hafi stytta af Thorvaldsen verið en hún þá færð í Hljóm- skálagarðinn. Næsta skref er gerð fjárhagsáætlunar um flutning stytt- unnar. Vill færa Minnismerkið  Óþekkti emb- ættismaðurinn verði við Tjörnina Hugmynd Safnstjóri Listasafnsins lét gera þessa samsettu mynd sem sýnir Óþekkta embættismanninn við Tjörnina. Hafþór Yngvason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.