Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins töpuðu alls 257,3 milljörðum króna á árunum 2008-2010 eða meira en helmingi af samanlögðu tapi allra ís- lensku lífeyrissjóðanna. Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (LH) töpuðu samtals 101,5 millj- örðum á þessum árum. Lífeyr- issjóður verzlunarmanna (LV) tapaði 80,3 milljörðum og Gildi lífeyrissjóður tapaði 75,5 milljörðum. Tap lífeyrissjóðanna varð fyrst og fremst á árinu 2008 en afleiðingarnar komu ekki að fullu fram fyrr en á ár- unum 2009 og 2010. Tapið liggur einkum í tapi á skuldabréfum banka og sparisjóða, skuldabréfum fyr- irtækja, innlendum hlutabréfum og gjaldmiðlavarnarsamningum. Skýrslu úttektarnefndar lífeyrissjóð- anna má lesa á heimasíðu Lands- samtaka lífeyrissjóða (ll.is). „Verulegar efasemdir“ Í kaflanum um LSR og LH kemur m.a. fram að það veki athygli úttekt- arnefndarinnar að af bókfærðri stöðu skuldabréfaeignar sjóðanna tveggja í bönkum og sparisjóðum í lok ársins 2008 voru rúmlega 11,5 milljarðar víkjandi lán eða 37% af skuldabréfa- eign sjóðanna í fjármálastofnunum. Öll víkjandi lán voru afskrifuð um leið og bankarnir féllu. Nefndin kveðst hafa „verulegar efasemdir“ um þess- ar fjárfestingar. Alls afskrifuðu LSR og LH skulda- bréf banka og sparisjóða upp á rúm- lega 20 milljarða á árunum 2008-2010. Þá töpuðu sjóðirnir 40.807 milljónum króna (40,8 milljörðum) á innlendri hlutabréfaeign á árunum 2006-2009. Tapið á árinu 2008 var 50,4 milljarðar en hagnaður hinna áranna vó það upp að hluta. Úttektarnefndin segir m.a. að ekki megi skilja athugasemdir hennar svo að tap LSR og LH sé aðallega stjórn- endum að kenna heldur stafi það „fyrst og fremst af afleiðingum falls bankanna og á rót sína að rekja til or- saka þess“. Margt bendi þó til þess að tapið hefði mátt verða minna „hefðu stjórnendurnir gætt að sér og hagað fjárfestingarstefnu sjóðanna meira í ætt við þá varfærni sem lífeyr- issjóðalögin og lögin um þessa sjóði mæla fyrir um“. Innlend hlutabréf hrundu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tapaði á fjórum árum 36,5 millj- örðum á innlendri hlutabréfaeign sinni. Tapið á hlutabréfunum var mest 2008 eða 47,3 milljarðar. Skýr- ingin er fyrst og fremst bankahrunið í október 1008 og aðdragandi þess. Nefndin telur að lífeyrissjóðunum hafi ekki verið nægilega ljós hættan af of mikilli eign í tengdum fyr- irtækjum. Á tímabilinu sem var skoð- að nam t.d. hlutabréfaeign LV í Kaupþingi 33-48% af innlendri hluta- bréfaeign sjóðsins. Þá átti LV hluta- bréf í Bakkavör Group, Skiptum hf. og Exista hf. Bakkavör og Skipti tengdust Kaupþingi hf. í gegnum eignarhluta Exista hf. Einnig afskrifaði LV skuldabréf banka og sparisjóða upp á 10,8 millj- arða á árunum 2008-1010. Þá voru skuldabréf fyrirtækja afskrifuð sam- tals um tæpa 13 milljarða á árunum 2008 og 2009 hjá LV. Gildi lífeyrissjóður afskrifaði skuldabréf banka og sparisjóða á ár- unum 2008-2010 samtals um 9,6 millj- arða og fyrirtækjaskuldabréf um samtals 13 milljarða á sama tíma. Þá tapaði Gildi 38,6 milljörðum af inn- lendri hlutabréfaeign á fjórum árum. Mest var tapið á árinu 2008 eða sam- tals 45,1 milljarður króna. Tapið gat verið minna  Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins töpuðu samtals 257,3 milljörðum á árunum 2008-2010  Úttektarnefnd bendir á margt sem betur mátti fara að hennar mati Heildartap einstaka lífeyrissjóða í m.kr. (Framhald:) Almenni EFÍA Esj.stm Esj. Festa Frjálsi Gildi lsj. Íslenski Kjölur Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. LSA LSBÍ lsj. Hafnarfj. Reykjan. lsj. lsj. lsj. lsj. Akran. bankam. bænda Nesk. Rang. Skuldabréf banka og sparisjóða 9.105 143 239 58 6.128 2.414 9.636 354 159 12 582 691 229 287 121 Skuldabréf fyrirtækja 5.997 282 195 4.366 1.499 13.081 102 128 3 541 336 5 248 57 97 Innlend hlutabréf 3.972 103 419 87 5.646 1.074 44.433 303 89 15 254 156 18 59 191 Innlendir hlutabréfasjóðir 6.040 673 62 209 6.568 1.118 216 63 856 1.373 3 132 43 788 Innlendir skuldabréfasjóðir 4.813 2.784 30 29 480 1.194 6.355 1.828 128 1.837 1.358 180 52 14 Innlend veðskuldabréf Framtakssjóðir Erlend veðbréf 56 40 1.277 76 Gjaldmiðlavarnarsamn. (175) -269 2.824 -843 7.113 201 Samtals 29.658 3.985 883 236 19.709 11.946 75.540 8.232 2.420 221 4.146 3.914 8 807 699 1.211 Lsj. stm Lsj. stm LsRb LSR og LSS Lsj. stm. Lsj.Tannl. Lífsverk LV Lvest Lsj. Samein. Stafir Stapi Söfnunar- Alls Húsav. Kópav. LH Vestm. fél. Vestm. lsj. lsj. lsj. sjóður Skuldabréf banka og sparisjóða 23 1.164 20.262 1.987 5.154 10.799 1.212 1.219 5.486 6.019 13.729 2.911 100.111 Skuldabréf fyrirtækja 59 103 796 21.216 1.096 4.278 12.975 2.446 592 5.607 7.212 4.947 2.041 90.317 Innlend hlutabréf 130 79 50.052 919 37 1.620 46.857 5.174 2.129 10.445 14.872 4.158 5.473 198.764 Innlendir hlutabréfasjóðir 97 74 431 102 2.519 294 109 21.770 Innlendir skuldabréfasjóðir 11 65 70 71 1.360 458 868 299 602 24.886 Innlend veðskuldabréf 116 503 619 Framtakssjóðir 421 421 Erlend veðbréf 978 647 1.056 189 672 774 594 36 6.395 Gjaldmiðlavarnarsamn. (175) 8.528 359 664 9.651 827 3.209 558 3.580 36.402 Samtals 70 418 2.299 101.528 7.302 597 16.159 80.282 10.441 3.940 25.419 29.435 27.719 10.461 479.685 Heimild: Úttektarskýrsla LL Ýmsu ábótavant » Úttektarnefndin segir flest benda til þess að áhættustýr- ingu hafi verið ábótavant hjá líf- eyrissjóðunum fyrir fall íslensku fjármálafyrirtækjanna. » Úttektarnefndin bendir einnig á að svo virðist sem aðilar innan lífeyrissjóðakerfisins hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir áhættunni sem felst í því að fjár- festa um of í tengdum aðilum. Í skýrslu úttektarnefndarinnar kemur m.a. fram að Þorgeir Eyj- ólfsson, fyrrverandi forstjóri LV, og Gunnar Páll Pálsson, fyrrver- andi stjórnarformaður LV, hafi rætt hvort eðlilegt væri að Gunnar Páll gegndi áfram stjórnarstörfum í Kaupþingi banka hf. eftir að hann var orðinn formaður stjórnar líf- eyrissjóðsins. Gunnar Páll sat þó áfram í stjórn bankans allt þar til bankinn féll og segir í skýrslunni að afstaða félaga hans í stjórn VR hafi ráðið ein- hverju um það. Hann sagði í viðtali við úttektarnefndina að VR hefði fengið Siðfræðistofnun HÍ til að greina siðferðileg álitaefni varð- andi stjórnarsetu fulltrúa VR í LV og félögum sem sjóðurinn átti hlut í. Siðfræðistofnun benti á að for- maður VR gæti lent í trúverðug- leikavanda að þessu leyti. Fjallað var um málið í trúnaðarráði VR en ákveðið að aðhafast ekki. „Þeir Þorgeir voru þó sammála um það, að eftir á að hyggja hefði stjórnarseta Gunnars Páls í Kaup- þingi banka verið óheppileg,“ segir í skýrslunni. Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) kveðst í tilkynningu fagna út- komu skýrslu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóða. LV segir að beint tjón lífeyrissjóðsins vegna efnahagshrunsins hafi verið metið um 50 milljarðar. Lesa má til- kynninguna í heild á heimasíðu LV, www.live.is. gudni@mbl.is Stjórnarsetan í bankanum var óheppileg „Það var ákveðið fyrir nokkru að hafa sérstakan stjórnarfund á mánudaginn til þess að ræða innihald skýrsl- unnar,“ sagði Ei- ríkur Jónsson, kennari og stjórnarmaður í LSR, um skýrslu úttektarnefndarinnar um lífeyr- issjóðina. Eiríkur var einnig í stjórn lífeyrissjóðsins á árunum 2006-2009 og var formaður stjórnarinnar árið 2009. gudni@mbl.is Stjórn LSR fundar um skýrsluna Eiríkur Jónsson Þegar stutt var eftir af spurningatíma blaða- og frétta- manna tók Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, til máls. Víglundur spurði formann úttektarnefndarinnar, Hrafn Bragason, hvort hann mætti spyrja hann einnar spurningar þó svo að hann væri ekki fjölmiðlamaður. Þrátt fyrir neitun Hrafns lagði Víglundur fram þá spurningu sína hver væri, að mati Hrafns, í eðli sínu munurinn á því að kaupa víkjandi lán á föstum vöxtum í tilteknu fjármálafyrirtæki, sem væri fyrir framan hlutabréf í skuldaröðinni, eða að kaupa hlutabréf. „Þú hefur ekki neitt markaðsvirði þegar þú átt víkjandi lán eftir því sem ég best veit og þú hafðir það ekki,“ svar- aði Hrafn og bætti við að hvergi í lögunum væri talað um víkjandi lán, heldur einungis skuldabréf. Spurningu sína setti Víglundur fram, að eigin sögn, vegna þess að Hrafn hafði viðrað á fundinum lögskýr- ingu sína á hugsanlegum lögbrotum stjórnarmanna í lífeyrissjóðunum vegna kaupa á víkjandi lánum í til dæmis bönkum. Morgunblaðið/Kristinn Spurning Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður LV, spurði Hrafn Bragason, formann úttekt- arnefndarinnar, út í lögskýringar hans á kaupum sumra lífeyrissjóðanna á víkjandi lánum í t.d. bankastofnunum. Tekist á um kaup sjóðanna á víkjandi lánum Úttekt á lífeyrissjóðunum Skannaðu kóðann til að lesa skýrsl- una og tengt efni. „Við tökum að sjálfsögðu allt alvar- lega sem þarna stendur og munum fara yfir þetta,“ sagði Vilhjálmur Eg- ilsson, formaður stjórnar Gildis líf- eyrissjóðs, um skýrslu úttektar- nefndarinnar. Vilhjálmur sagði að skýrslan yrði örugglega rædd á næsta stjórnar- fundi Gildis og hann teldi víst að hún yrði einnig til umfjöllunar á full- trúaráðsfundi. Vilhjálmur sagði að hann og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefðu átt frumkvæði að því á fundi Landssamtaka lífeyrissjóða að fengnir yrðu óháðir aðilar til að gera úttekt sem þessa á lífeyrissjóðunum. „Við viljum nota allt sem þarna kemur fram til að bæta störf okkar,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði að líf- eyrissjóðirnir hefðu þegar horfst í augu við tapið á árunum 2008-2010. „Við setjum þetta í ákveðið sam- hengi við það sem gerðist á árunum á undan. Ef við hjá Gildi lítum yf- ir tíu ár þá er raunávöxtunin að jafnaði jákvæð um 2% þrátt fyrir að mesta hrun í sögu lýðveldisins sé tekið með í reikninginn,“ sagði Vilhjálmur. „Að sjálfsögðu hefðum við viljað gera betur, en þeg- ar allt er talið hafa lífeyrissjóðirnir staðið af sér hrunið.“ Hann sagði það hlutverk sjóðanna að taka allar ábendingar um hvað mætti betur fara alvarlega og það ætluðu lífeyrissjóðirnir að gera. Sjóð- irnir hugsuðu til framtíðar og reyndu ávallt að gera betur. gudni@mbl.is Lífeyrissjóðirnir stóðu af sér hrunið Vilhjálmur Egilsson  Gildi mun fara yfir skýrsluna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.