Morgunblaðið - 04.02.2012, Side 12

Morgunblaðið - 04.02.2012, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 mánudaginn 6. febrúar, kl. 18, í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg KarlKvaran KarlKvaran Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta eru heilmiklar náttúru- hamfarir. Ég reikna ekki endilega með að vinna baráttuna en reyni að tefja fyrir,“ segir Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi. Bærinn er í hættu vegna mikils aurfram- burðar í Hverfisfljóti og Brunná. Aska úr Grímsvatnagosi í fyrra bættist við eldri framburð og hrað- aði mjög þróuninni. Hannes er með fjárbú á Hvoli og rekur farfuglaheimili ásamt konu sinni, Guðnýju Óskarsdóttur. Jökul- árnar Brunná og Hverfisfljót flæm- ast um sanda og aura vestan við bæ- inn og eru orðnar heldur nærgöngular við nágranna sína. Hannes rekur upphaf hamfaranna til þess að Síðujökull hljóp fram, rétt fyrir aldamót. Þegar hann svo byrj- aði að hopa aftur nokkrum árum seinna fór að bera á auknum fram- burði í jökulánum. „Það er ekkert lát á þessum fjanda,“ segir Hannes og vísar til þess að ómælt efni sé enn í jökulsporðinum. Þegar árnar koma niður á láglend- ið ná þær ekki að flytja allt þetta efni fram í sjó og farvegurinn hækkar. Þessi þróun magnaðist upp á síð- asta ári við Grímsvatnagosið. Þá féll mikil aska í Fljótshverfinu sem er austasta sveit Vestur-Skaftafells- sýslu og þykkt lag var næst eldstöð- inni. Askan rífur með sér gamlar malarfyllingar í giljum og allt fer af stað. Landið hefur hækkað Hannes telur að framburður ánna hafi hækkað landið um 10 til 15 metra á undanförnum fimmtán ár- um. Mesta hækkunin í Brunná var í fyrra, eftir Grímsvatnagosið, þegar farvegur hennar hækkaði um hálfan annan metra við varnargarða. Nú er aurkeilan orðin það há að farvegur Hverfisfljóts er á kafla að- eins um feti undir lofti neðri hæðar farfuglaheimilisins á Hvoli. Ekki er að sökum að spyrja ef vatnið nær að flæða þangað. „Ef Hverfisfljót fengi óáreitt að flæmast um væri neðri hæð farfugla- heimilisins farin og rafstöðin líka,“ segir Hannes og telur að þá yrði óbúandi á Hvoli og í framhaldinu yrðu fleiri bæir og hringvegurinn í hættu. Hann segir alltaf spurningu með verðmæti eignarinnar á móti kostn- aði við að verja hana. „Farfugla- heimilið gengur vel og það væri slæmt að missa tekjurnar. Það óraði engan fyrir því að hrað- inn á þessu yrði svona mikill. Ég vissi að hér gætu orðið vandræði með vatn en datt ekki í hug að aurinn og sandurinn myndi hlaðast jafn mikið upp. Eftir þróunina síðastliðin eitt til tvö ár er ljóst að ég er ekki í góðum málum,“ segir Hannes. Hann segir að menn hafi talið sig svartsýnan þegar hann fullyrti að Hvollinn yrði ekki til eftir 20 til 30 ár. Hann á jörðina Núpsstað og hef- ur verið að velta fyrir sér að byggja yfir sig þar. Hannes hefur gert varnargarða við Brunná og Hverfisfljót í sam- vinnu við Landgræðslu ríkisins. Þeir hafa verið lengdir og hækkaðir. Til dæmis þurfti að gera stórátak í því síðasta haust vegna öskuframburðar eftir Grímsvatnagosið. Mestu garð- arnir eru við Hverfisfljót, til að koma í veg fyrir að það renni að Hvoli um farveg Brunnár. „Ég veit ekki hvort við fáum hlé á næsta ári eða hvort við þurfum að halda áfram,“ segir Hannes. Lengja þarf garða Hannes reiknar með að lengja þurfi varnargarðinn við Hverfisfljót, alveg upp í hraun. Þangað eru nokkrir kílómetrar. Hann segir að garðarnir sem gerðir hafa verið til þessa séu ódýrir, miðað við annað, aðeins hafi þurft að grafa upp möl úr farveginum. Vélavinnan sé tiltölu- lega ódýr. Þá segir hann að gott væri að veita Brunná yfir í Hverfisfljót en til þess þurfi leyfi landeigenda og skipulagsyfirvalda. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir að Landgræðslan muni vinna áfram að vörnum gegn land- broti á Hvoli, í samvinnu við land- eiganda. Hann segir að áætlanir séu til um frekari aðgerðir en bendir á að þær kosti mikið. Spurður um þá hugmynd að veita Brunná í Hverfisfljót segir Sveinn að torsótt kunni að vera að fá leyfi til slíks af umhverfis- ástæðum og óljóst um árangur. Tafið fyrir náttúruöflunum  Bærinn Hvoll í Fljótshverfi í hættu vegna aurframburðar jökulvatnanna  Grímsvatnagosið magnaði upp vandann  „Það er ekkert lát á þessum fjanda,“ segir Hannes Jónsson bóndi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Farfuglaheimilið Bæjarlækurinn sem rennur við farfuglaheimilið er nógu ógnvænlengur þótt jökulvötnin Brunná og Hverfisfljót bætist ekki við. Upp í loft Hannes Jónsson sýnir hvar Hverfisfljót er hæst í farvegi sínum, miðað við farfuglaheimilið á Hvoli. Áin myndi fylla neðri hæð hússins. „Ég tel að Hvoll sé í einna mestri hættu,“ segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, þegar hann er spurður hvar aur- og öskuframburður ógni byggð á Suðurlandi. Veruleg vandræði eru undir Eyjafjöllum og Sveinn bætir því við að mikill fram- burður hafi sest til í Skaftá, neðan við brýrnar hjá Kirkju- bæjarklaustri. Þar hefur verulega reynt á garða sem verja Landbrotið en Einar Bjarnason í Dalbæ telur að þeir sleppi núna, þótt tæpt hafi staðið um tíma. Sveinn segir að garðarnir séu veik- burða og brýnt að sjá til þess að þeir bresti ekki. Hann segir að mikið tjón geti orðið á ræktunarlandi í Landbroti og Með- allandi en tekur fram að bæir séu ekki í hættu. Framburður sest í Skaftá VÍÐAR ÓGN Á SUÐURLANDI Sveinn Runólfsson Vaka bar sigur úr býtum í kosningum til Stúdenta- ráðs og Háskólaráðs Há- skóla Íslands. Kosið var á miðvikudag og fimmtudag og úrslit lágu fyrir um miðnætti þann dag. Úrslit kosninganna urðu eftirfarandi: Stúdentaráð: A-listi Vöku fékk 2.499 atkvæði, eða 55,86% og fimm menn kjörna. V- listi Röskvu fékk 1.975 atkvæði, eða 44,14% og fjóra menn kjörna. Auð atkvæði voru 333 (6,93%) og kosningaþátttaka var 4.807, eða 31,62%. Háskólaráð: A-listi Vöku fékk 2.056 atkvæði og einn mann kjör- inn. V-listi Röskvu fékk 1.763 at- kvæði og einn mann kjörinn. Auð atkvæði voru 346 og kosningaþátt- taka var 4.165 eða 27,40%. Í kosningum í fyrra fékk Vaka fimm fulltrúa kjörna og náði meiri- hluta í Stúdentaráði. Röskva fékk þrjá fulltrúa kjörna og Skrökva, félag flokksbundinna framapotara, náði einum manni inn. Stúdenta- félag hægrimanna, sem bauð fram í fyrsta sinn, kom engum fulltrúa að. Skrökva og Stúdentafélag hægrimanna buðu ekki fram að þessu sinni. sisi@mbl.is Vaka hélt meirihluta sínum í Stúdentaráði Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.