Morgunblaðið - 04.02.2012, Page 20

Morgunblaðið - 04.02.2012, Page 20
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Þeir sjóðir, sem hættu mestu og fjárfestu veruleg eignasöfn í hluta- bréfum og skuldabréfum eignar- haldsfyrirtækja og bankanna, töp- uðu mestu og urðu að skerða réttindin mest,“ segir í viðamikilli skýrslu nefndarinnar um fjárfest- ingarstefnu, ákvarðanatöku og laga- legt umhverfi lífeyrissjóðanna í að- draganda bankahrunsins. Veruleg gagnrýni er þar sett fram á stjórnun og starfshætti lífeyris- sjóða í aðdraganda bankahrunsins og eru settar fram fjölmargar til- lögur um úrbætur. Stjórnendur sjóðanna hefðu átt að vera miklu betur á verði gagnvart fjárfest- ingum á þessum tíma, stjórnir sumra sjóða voru sagðar óþægilega meðvirkar og sumir virðist hafa sof- ið á verðinum, eins og það var orðað á kynningarfundi vegna útgáfu skýrslunnar í gær. Einstakir lífeyrissjóðir fjárfestu of mikið í tengdum fyrirtækjum og fóru óvarlega við fjárfestingar í óhefðbundnum fjármálagerningum. Úttektin nær til 32 lífeyrissjóða og lögðu nefndarmenn áherslu á að sjóðirnir væru mjög ólíkir og komu þeir mjög misjafnlega út úr hruninu. Töpuðu tæpum 480 milljörðum Lífeyrissjóðir landsmanna töpuðu gríðarlega háum fjárhæðum í hruninu. Tap þeirra á árunum 2008- 2010 nemur alls 479.685 milljónum króna. Ítarlega er fjallað um beinar afskriftir og niðurfærslur eigna sjóðanna í verðbréfum og hlutabréf- um í úttektinni. Tap þeirra af inn- lendum hlutabréfum árin 2008-2009 nam tæplega 199 milljörðum kr. Um 90% af þessu tapi sjóðanna eða rúm- lega 178 milljarða er að finna í sex hlutafélögum; Kaupþingi, Bakkavör, Exista, Landsbankanum, Glitni og Straumi-Burðarási, að því er fram kemur í umfjölluninni. „Þrjú af félögunum eru tengd í gegnum Exista, þ.e. Exista, Kaup- þing og Bakkavör. Það vekur at- hygli að framangreind þrjú félög valda mestu af hlutabréfatapinu eða samtals 65%,“ segir í skýrslunni. Í útreikningum nefndarinnar á tapi sjóðanna af hlutabréfum er miðað við markaðsvirði bréfanna í ársbyrjun 2008. Af heildarfjárhæð- inni sem tapaðist, tæplega 199 millj- örðum kr., má rekja 90% til sex fé- laga; Kaupþings, Bakkavarar, Exista, Landsbankans, Glitnis og Straums-Burðaráss. Tap lífeyrissjóðanna vegna skuldabréfa banka og sparisjóða var rúmlega 100 milljarðar og vegna skuldabréfa fyrirtækja var tapið alls rúmlega 90 milljarðar. Tap í inn- lendum hlutabréfa- og verðbréfa- sjóðum var samtals 46,6 milljarðar kr. Afskriftir og niðurfærslur á skuldabréfum banka og fjármálafyr- irtækja voru 21% af heildartapi líf- eyrissjóðanna. Þar af voru afskriftir á Glitni tæplega 27 milljarðar og Straumi-Burðarási 18,7 milljarðar. Stærstu lífeyrissjóðirnir urðu fyrir mesta tapinu Allir sjóðirnir 32 urðu fyrir tapi en stærstu sjóðirnir töpuðu stærstu fjárhæðunum. Tap Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyris- sjóðs hjúkrunarfræðinga var mest eða samtals rúmlega 101 milljarður kr. eða 21% af heildartapi allra sjóð- anna. Næstur er Lífeyrissjóður verzlunarmanna en tap hans var 80,2 milljarðar kr. og Gildi lífeyr- issjóður kemur þriðji í röðinni en tap hans var 75,5 milljarðar. Þessir þrír sjóðir bera meirihlutann af tapi lífeyrissjóðanna eða samtals 54% að því er fram kemur í skýrslunni. 64% af tapinu í bréfum í tveimur fyrirtækjahópum Nefndin fjallar sérstaklega um tapaðar fjárfestingar sjóðanna í tveimur fyrirtækjahópum, annars vegar Exista hf. og tengdum aðilum og hins vegar í Baugi Group hf. og tengdum aðilum Baugs. „Tap lífeyr- issjóðanna á Baugi Group og tengd- um aðilum er samtals 77.182 [millj- ónir] kr. sem jafngildir 20% af tapi sjóðanna í hlutabréfum og skulda- bréfum og 16% af heildartapi sjóð- anna. Exista og tengdir aðilar eru enn fyrirferðarmeiri en tap lífeyrissjóð- anna í þeim félögum er samtals 170.932 [milljónir] kr. eða 44% af tapi sjóðanna í hluta- og skuldabréf- um og 36% af heildartapi sjóðanna. Það er eftirtektarvert að tap líf- eyrissjóðanna vegna fjárfestinga þeirra í þessum tveimur fyrir- tækjahópum er um 64% af hluta- og skuldabréfaeign sjóðanna og 52% af heildartapi allra sjóðanna,“ segir í skýrslunni. Fórnarlömb markaðarins? Fram kemur að verulegur hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna í fjár- málafyrirtækjum og eignarhaldsfyr- irtækjum eftir mitt ár 2007 var reistur á gögnum sem hefðu ekki átt að standast skoðun, hefði hennar verið kostur. Nefndin tekur fram í skýrslunni að þeirri hugsun verði ekki varist, „að lífeyrissjóðirnir hafi ekki séð við aðferðum þessara fyrirtækja […]. Þeir hafi því a.m.k. eftir mitt ár 2007 orðið einhvers konar fórnarlömb markaðarins svo sem ýmsir viðmæl- endur nefndarinnar hafa orðað það“. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að lífeyrissjóðunum virðist ekki hafa verið nægjanlega ljós hættan sem gat stafað af of miklum fjárfestingum í samstæðum og tengdum fyrirtækjum á árunum fyr- ir bankahrun. Nefndin gagnrýnir einnig breyt- ingar sem gerðar voru á löggjöf um fjárfestingar sjóðanna, þar sem há- marki fjárfestinga þeirra í hluta- bréfum var breytt í áföngum úr 35% af hreinni eign í 60%. „Hæpið er að telja að þetta hámark hafi sam- ræmst ákvæðum 20. gr. laganna um áhættudreifingu eftir að heimildin var aukin úr 35% í 60%. Í ljósi þess sem síðar gerðist virðist það raunar fráleitt,“ segir í skýrslunni. Fjallað er rækilega um gjald- miðlavarnir sjóðanna á þessum ár- um til að verja erlendar eignir sínar fyrir gjaldeyrissveiflum. Eru það sögð hafa verið „hrapalleg mistök“ að auka í gjaldmiðlavarnirnar þegar leið á árið 2008. „Úttektarnefndin er þeirrar skoðunar að nokkrir lífeyr- issjóðanna hafi farið mjög óvarlega. Virðast þeir ekki hafa gert sér grein fyrir hversu tæpt bankarnir stóðu. Eftir á að hyggja er ljóst að þegar komið var fram yfir mitt ár 2007 var mjög áhættusamt að auka við gjald- miðlavarnir og hefðu sjóðirnir átt að leita ráðgjafar um þetta atriði,“ seg- ir í niðurstöðum umfjöllunarinnar en jafnframt er tekið fram að bank- arnir hafi einnig átt að vara sjóðina við. Fram kemur að verulegar brota- lamir voru í útgáfu fyrirtækja- skuldabréfa fyrir fall bankanna sem bakað hefur lífeyrissjóðunum líkt og öðrum fjárfestum gríðarmikið tjón. Til að mynda voru oftast engin ákvæði í skilmálum bréfanna um að breyttust rekstrarforsendur fyrir- tækja eða eiginfjárhlutfall verulega féllu bréfin í gjalddaga. „Úttektarnefndin er þeirrar skoð- unar að vegna eiginleika fjárfest- inga lífeyrissjóðanna og þeirrar gætni sem fyrirsvarsmenn þeirra verða að sýna varðandi vörslu og ávöxtun á fé sjóðfélaga hafi það ver- ið ámælisvert af þeim sem fagfjár- festum að gæta þess ekki að sett væru í skuldabréf skilmálar um gjaldfellingu yrðu breytingar á eignarhaldi, eiginfjárhlutfalli og rekstrarforsendum,“ segir í skýrsl- unni. Þá eru gerðar verulegar athuga- semdir við takmarkað eftirlit með fjárfestingum sjóðanna og hvernig að þeim var staðið. Dæmi voru um að engin formleg lánanefnd væri til staðar og þar sem þær voru til var yfirleitt ekki rituð fundargerð. Eft- irlit Fjármálaeftirlitsins með sjóð- unum var veikburða, tveir til þrír starfsmenn FME hefðu að jafnaði eingöngu sinnt lífeyrissjóðunum. „Virðist eftirlitið fremur hafa verið í því fólgið að taka á móti skýrslum frá öðrum og stofnunin reitt sig á þær,“ segir í skýrslunni. Tekið er fram að í dag sinni a.m.k. helmingi fleiri starfsmenn FME eft- irliti með sjóðunum, sem hafi eflst til muna. Nefndin vann skýrsluna að beiðni Landssamtaka lífeyrissjóða, aflaði gagna frá sjóðunum og tók viðtöl við yfir 100 manns. Sumir fóru mjög óvarlega  Lífeyrissjóðirnir töpuðu 248 milljörðum í tveimur fyrirtækjahópum Baugs Group og Exista  199 milljarða hlutabréfatap  Hefðu átt að vera miklu betur á verði gagnvart fjárfestingum Heildartap lífeyrissjóðanna 2008-2010 í m.kr. Baugur Group hf. og tengdir aðilar – tap í m.kr. Exista hf. og tengdir aðilar – tap í m.kr. Samtals % Skuldabréf banka og sparisjóða 100.111 20,9 Skuldabréf fyrirtækja 90.317 18,8 Innlend hlutabréf 198.764 41,4 Innlendir hlutabréfasjóðir 21.770 4,5 Innlendir skuldabréfasjóðir 24.886 5,2 Innlend veðskuldabréf 619 0,1 Framtakssjóðir 421 0,1 Erlend verðbréf 6.395 1,3 Gjaldmiðlavarnarsamningar (GVT 175) 36.402 7,6 Samtals 479.685 100,0 Skuldabréf Hlutabréf Samtals Glitnir banki hf. 26.870 20.696 47.566 Baugur Group hf. 4.818 4.818 Eik fasteignafélag hf. 364 364 Fjarskipti hf. / Vodafone 32 32 Íslensk afþreying hf. 527 527 Kö hf / T i hf 2 Kögun hf. Teymi hf. 2.332 2.332 Landic Property hf. 12.220 12.220 Mosaic Fashions hf. 2.427 2.427 Stoðir hf. / FL Group hf. 6.408 6.408 Stoðir Invest ehf. 6 6 Styrkur Invest ehf./BG Capital ehf. 13 13 Sýn ehf. / 365 hf. 469 469 Samtals 56.486 20.696 77.182 Samtals tap sjóðanna í hluta- og skuldabréfum 389.192 Hlutdeild Baugs Group hf. og tengdra aðila 20% Skuldabréf Hlutabréf Samtals Kaupþing banki hf. 16.253 78.500 94.753 Bakkavör Group hf. 10.590 28.027 38.617 Exista hf. 14.045 22.558 36.603 Lýsing 51 51 Skipti hf./Síminn hf. 908 908 Samtals 41.847 129.085 170.932 Samtals tap sjóðanna í hluta- og skuldabréfum 389.192 Hlutdeild Exista hf. og tengdra aðila 44% Varasöm víkjandi lán » Kaup lífeyrissjóða á víkjandi lánum eru gagnrýnd sér- staklega í skýrslunni þar sem þau samræmist illa varfærnum fjárfestingum. » Er 15 milljarða skuldabréfa- útboð Glitnis í mars 2008 nefnt sem dæmi um mjög mis- lukkaða fjárfestingu. Tveir af þremur stærstu sjóðunum fjár- festu fyrir umtalsverðar upp- hæðir sem töpuðust strax við fall bankans. » Úttektarnefndin er þeirrar skoðunar að lífeyrissjóðir ættu ekki að fjárfesta í slíkum gern- ingum nema lög heimili það sérstaklega. 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Flestir þeirra lífeyrissjóða sem úttektarnefndin skoðaði höfðu sett sér siðareglur. Þær eru þó flestar nýjar af nálinni, sam- þykktar á árinu 2008 eða 2009, að því er fram kemur í skýrslu nefndarinnar. „Fáeinir sjóðir höfðu sett sér siðareglur fyrr og lagt að því er virðist töluverða vinnu í þær. Ástæða er til að nefna Lífeyrissjóð verslunar- manna í þessu samhengi, Gildi og Sameinaða lífeyrissjóðinn,“ segir í skýrslunni. Nefndin bendir á að setning samskipta- og siðareglna sé ein- ungis fyrsta skrefið í lengra ferli. „Íslenskur almenningur getur gert þá kröfu til íslenskra lífeyr- issjóða sem hann greiðir til að þeir virði almenn siðferðissjón- armið í verkum sínum og leitist við að vinna þeim brautargengi sem víðast í því samfélagi sem þeir starfa í,“ segir þar. Lögð er áhersla á það í skýrslunni að lögin um lífeyr- issjóði verði endurskoðuð m.a. til að stuðla að ábyrgri áhættu- stýringu. „Einboðið sýnist að takmarka heimild til innlendra hlutabréfakaupa, enda getur ís- lenskur hlutabréfamarkaður, vegna þess hversu takmarkaður og veikburða hann er, ekki bor- ið uppi þær ábyrgu fjárfestingar sem lífeyrissjóðunum eru nauð- synlegar nema í takmörkuðum mæli.“ Bent er á að í ein- hverjum tilvikum hafi lífeyr- issjóðir ekki farið eftir ákvæði lífeyrissjóðslaganna um að verð- bréf sem þeir kaupa skuli hafa skráð kaup- og sölugengi á verðbréfamarkaði. Stundum hafi þau ekki verið skráð fyrr en á uppgjörsdegi. Ljóst sé að þar sé um að ræða þverbrot á reglum sem sjóðunum beri að starfa eft- ir. Loks telur nefndin að eðli- legra væri að málefni lífeyr- issjóða heyrðu undir ráðherra viðskipta eða félagsmála. Morgunblaðið/Kristinn Úrbætur nauðsynlegar  Setning siðareglna er fyrsta skrefið í lengra ferli  Mikilvægt að stuðla að ábyrgri áhættustýringu Úttekt á lífeyrissjóðunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.