Morgunblaðið - 04.02.2012, Side 21

Morgunblaðið - 04.02.2012, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Skúli Hansen skulih@mbl.is Að áliti úttektarnefndar Lands- samtaka lífeyrissjóða er mjög nauð- synlegt að farið verði út í allsherj- arendurskoðun á lögum sem gilda um lífeyrissjóði landsins og að um leið verði lífeyrissjóðakerfið í heild endurskipulagt. Þetta kom fram í ræðu Hrafns Bragasonar, fyrrverandi hæstarétt- ardómara og formanns nefnd- arinnar, sem hann flutti á Grand hót- eli í gær þegar nefndin kynnti skýrslu sína um starfsemi lífeyr- issjóðanna í aðdraganda banka- hrunsins. Hrafn hóf fundinn í gær með því að fara yfir sumar af helstu úrbóta- tillögunum sem nefndin leggur fram í skýrslu sinni. Hann tók jafnframt fram að endurskoðendur lífeyris- sjóðanna virtust ekki hafa talið það í sínum verkahring að fylgjast með að- ferðum stjórnenda lífeyrissjóðanna við að meta fjárfestingar og gæði þeirra. Hlutverk og skipan endurskoð- enda tekin til skoðunar Að sögn Hrafns telur nefndin að mikilvægt sé að endurhugsa lagaum- hverfi endurskoðendanna og herða eftirlitshlutverk þeirra, m.a. með því að gera þá sjálfstæðari í störfum sín- um en nefndin telur að slíkt megi hugsanlega gera á þann hátt að láta Fjármálaeftirlitið framvegis skipa endurskoðendur fyrir lífeyrissjóðina. „[Nefndin] gerir sér grein fyrir því að margt varð til þess að bankarnir féllu, vissulega áttu utanaðkomandi aðstæður sinn þátt, en hún telur að Íslendingum sé nauðsynlegt að við- urkenna, að minnsta kosti fyrir sjálf- um sér, að fjármála- og bankastjórn, eða stjórnleysi eftir því sem menn vilja láta, fyrir hrun hafi haft hörmu- legar afleiðingar,“ sagði Hrafn við upphaf fundarins í gær. Mikilvægt væri að sjóðirnir lærðu af mistökum sínum. Nefndin vonaðist til þess að úttekt hennar yrði notuð til að bæta lífeyrissjóðakerfið og sömuleiðis myndi hún stuðla að því að ákvarð- anir innan kerfsins yrðu teknar á skipulagðan og traustan máta. Í skýrslunni, sem er yfirgripsmikil og skiptist í heil fjögur bindi, er farið yfir fjárfestingar og starfsemi allra þeirra lífeyrissjóða sem eiga aðild að Landssamtökum lífeyrissjóða, en þeir eru 32 talsins, frá árinu 2006 til ársins 2009. Auk Hrafns sátu í nefndinni Guð- mundur Heiðar Frímannsson heim- spekiprófessor og Héðinn Eyjólfsson viðskiptafræðingur. Tveir starfs- menn, Kristján Geir Pétursson lög- fræðingur og Þórunn Ansnes við- skiptafræðingur, störfuðu með nefndinni við gerð skýrslunnar. Breyta þarf því hvernig stjórnir sjóðanna eru skipaðar Ein af tillögum nefndarinnar er að hluti stjórnarmanna í lífeyrissjóðum verði kosinn beinni kosningu á árs- fundum. „Almenna reglan er sú að eigendur réttindanna eiga enga full- trúa í stjórnum lífeyrissjóðanna og það er bundið í samþykktir þeirra hvernig kjósa á til stjórnar,“ sagði Guðmundur Heiðar Frímannsson. Guðmundur bætti við að ástæða þessa einkennilega fyrirkomulags væri fyrst og fremst söguleg, þ.e. sú að lífeyrissjóðirnir mynduðust í kjarasamningum á almennum mark- aði. Guðmundur sagði það jafnframt eðlilegt að nokkur þungi væri í kröf- um eigenda lífeyrisréttindanna að þeir réðu því hverjir væru skipaðir í stjórnir sjóðanna. „Þegar til alls er tekið virðist úttektarnefndinni rétt að leggja til að lífeyrissjóðirnir móti sér það sem meginreglu að kosnir séu einn eða tveir stjórnarmenn í beinni kosningu á ársfundum,“ sagði Guðmundur. Að sögn Guðmundar leggur út- tektarnefndin það til að stjórnendur lífeyrissjóðanna móti sér skýrar reglur sem kveði á um hversu háar upphæðir framkvæmdastjórar sjóð- anna megi nota í mismunandi flokk- um fjárfestinga án þess að leita sam- þykkis stjórnar. „Formlegar lánanefndir og fjár- festingarráð voru ekki starfandi, ef lánanefndir voru til, þá var yfirleitt ekki til nein fundargerð,“ sagði Héð- inn Eyjólfsson sem tók síðastur nefndarmanna til máls. Héðinn greindi jafnframt frá því að skortur hefði verið á verk- og vinnuferlum hjá sjóðunum. Vill allsherjarendurskoðun  Formaður nefndarinnar segir þörf á allsherjarendurskoðun lífeyrissjóðakerfisins og lagaramma þess  Herða þarf eftirlitshlutverk endurskoðenda og breyta því hvernig stjórnir sjóðanna eru skipaðar Morgunblaðið/Kristinn Kynning Kristján Geir Pétursson starfsmaður og nefndarmennirnir Héðinn Eyjólfsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson og Hrafn Bragason. „Það er ýmis- legt í skýrsl- unni sem kem- ur ekki á óvart eins og til að mynda tap lífeyris- sjóðanna við hrunið, það eru tölur sem komu mér ekkert á óvart,“ segir Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lands- samtaka lífeyrissjóða. Ýmisleg annað hafi ekki komið honum á óvart, s.s. að ganga þurfi betur frá öllum verkferlum í tengslum við fjárfestingar- ákvarðanir lífeyrissjóðanna og tillögur um að á ársfundum verði kosið beint í stjórnir sjóðanna. Skýrslan verulega vel unnin „Það kemur þá ekki á óvart að menn skuli hafa misjafnar skoð- anir á gengisvörnum lífeyrissjóð- anna, sem ég tel að hafi verið nauðsynlegar,“ segir Hrafn. „Ég held að skýrslan sé verulega vel gerð og unnin þó svo að ég hafi ekki haft tækifæri til þess að fara í gegnum hana að neinu ráði.“ Hann segist vera búinn að lesa meginniðurstöður skýrslunnar og sé að feta sig í gegnum umfjöllun hennar um einstaka lífeyrissjóði. Hrafn Magnússon lét af störf- um sem framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða í maí- mánuði í fyrra eftir að hafa sinnt því starfi í samfelld tólf ár, eða frá árinu 1999. Þar áður var Hrafn framkvæmdastjóri Sam- bands almennra lífeyrissjóða frá 1975 til 1999. Segir úttektar- skýrsluna ekki hafa komið sér á óvart Hrafn Magnússon „Þetta var mjög viðamikil skýrsla og ég hef ekki kynnt mér innihald hennar enda fékk ég ekki að sjá hana fyrr en í dag. Það fyrsta sem ég tók eftir var það að skýrslan kemur mun víðar við en ég átti von á en það er einungis af hinu góða,“ segir Arnar Sig- urmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, spurður út í fyrstu viðbrögð við skýrslu nefndarinnar. Arnar segist vona að sjóðstjórnirnar fari á næstu miss- erum vel og ítarlega yfir skýrsluna í ljósi þess að hver og einn sjóður á sínar síður í skýrslunni. Að hans sögn munu landssamtökin einnig gera hið sama. „Ég vil þakka nefnd- armönnum og starfsfólki nefndarinnar fyrir gott starf og þetta er nokk- uð sem við hljótum að læra af,“ segir Arnar. Aðspurður hvort hann telji meiri eða minni líkur á því að sjóðirnir muni fylgja eftir tillögum nefnd- arinnar um úrbætur segist Arnar telja mjög líklegt að farið verði í gegnum úrbótatillögurnar en tillögurnar séu þó miserfiðar í fram- kvæmd. „Boðsferðirnar var löngu búið að fara í gegnum, það var búið að svara þeim áður en nefndin var skipuð og sjóðirnir sem ekki voru komnir með reglur um boðsferðir fyrir 2008 settu sér þá nýjar reglur árið 2009, við gengum mjög á eftir því og það voru búnar til samræmd- ar reglur og ég hef ekki heyrt talað um annað en að þeim hafi verið fylgt mjög vel eftir,“ segir Arnar spurður út í boðsferðir en slíkar ferðir voru á meðal þess sem nefndin gagnrýndi í skýrslu sinni. Búið að fara yfir boðsferðir gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt lögum VR gerir Uppstillinganefnd tillögu um skipan í trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda erindi á netfangið uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12 á hádegi þann 10. febrúar nk. Uppstillinganefnd stillir upp lista til trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið eins og mögulegt er hvað varðar aldur, kyn og störf félagsmanna. Einnig verður litið til félagsaðildar og starfa fyrir félagið. Hlutverk trúnaðarráðs VR er að vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins svo sem við gerð kjarasamninga og stærri framkvæmda. Uppstillinganefnd VR Viltu leggja þitt af mörkum í starfi VR?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.