Morgunblaðið - 04.02.2012, Side 24

Morgunblaðið - 04.02.2012, Side 24
Almennir styrkir og FS-styrkir Umsóknarfrestur til 15. mars 2012 Almennir styrkir Stjórn Rannsóknarnámssjóðs auglýsir almenna styrki úr sjóðnum 2012. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til rannsóknartengds framhaldsnáms sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Doktorsnemar geta sótt um styrk til allt að þriggja ára en meistaranemar geta sótt um styrk til vinnu að meistaraverkefni í allt að 4 mánuði. Við mat á umsóknum er vísindalegt gildi rannsóknarverkefnisins lagt til grundvallar. Að auki er horft til árangurs umsækjanda í námi og rannsóknum, sem og virkni leiðbeinanda. FS-styrkir Auk almennra styrkja veitir Rannsóknarnámssjóður FS-styrki í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Árið 2012 verður einn umsóknarfrestur fyrir FS-styrki, þann 15. mars kl. 16:00. Sjá nánari upplýsingar um FS-styrki á heimasíðu Rannís. Umsóknir skulu vera á ensku Við úthlutun 2012 miðast fjárhæð styrkja til doktorsnema við 280 þús. kr. á mánuði og fjárhæð styrkja til meistaranema við 220 þús. kr. á mánuði. Allar umsóknir eru rafrænar og ber að sækja um fyrir kl. 16:00 hinn 15. mars 2012 á www.rannis.is. Þar er jafnframt að finna reglur og leiðbeiningar varðandi sjóðinn. Allar nánari upplýsingar veitir Guðlaug Þóra Kristjánsdóttir, gudlaug@rannis.is, sími 515 5800. Rannsóknarnámssjóður H N O T S K Ó G U R gr af ís k hö nn un Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s. Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Námsmenn í fuglabúningum taka þátt í dansi á Ibon-Ebon-hátíðinni í Candaba í Pampanga- héraði á Filippseyjum. Hátíðin er haldin árlega og hefur einnig verið nefnd Fugla- og eggjahá- tíðin, þar eð orðið ibon þýðir fuglar og ebon egg. Hún er haldin til heiðurs heilögum Nikulási af Tolentino sem var uppi á árunum 1246 til 1306 og er verndardýrlingur fugla í votlendinu í Can- daba. Á hátíðinni eru meðal annars landbún- aðarsýningar sem tengjast ýmsum fuglateg- undum, auk dansa og skrúðgangna þar sem þátttakendurnir klæðast fuglabúningum. Margir fuglavinir hvaðanæva úr heiminum sækja hátíðina og nota tækifærið til að skoða fjölbreytt fuglalíf í votlendinu í Candaba. Fjöl- margar fuglategundir hafa vetursetu í Candaba eða hafa þar viðdvöl á farflugi suður á bóginn á þessum árstíma. bogi@mbl.is Reuters Fuglavinir flykkjast til Candaba á Filippseyjum Dansað á Fugla- og eggjahátíðinni Enski skákmeist- arinn Nigel Short sigraði Hou Yifan, heimsmeistara kvenna, í úrslita- viðureign á sterku skákmóti í Gíbraltar í fyrra- dag. Hou Yifan er frá Kína og aðeins sautján ára. Hún stóð sig frábærlega á mótinu, fékk átta vinninga af tíu mögulegum eins og Short. Hún lagði hvern stórmeist- arann á fætur öðrum, þ. á m. Alexei Shírov og Judit Polgár, stigahæstu skákkonu sögunnar, að því er fram kemur á skákvefnum chess- base.com. Hou Yifan stal senunni Hou Yifan Skák Tölvuhakkarar í hópi, sem kallar sig Anonymous, hafa birt upptöku á símasamtali bandarískra og breskra lögreglumanna um aðgerð- ir bandarísku alríkislögreglunnar FBI og bresku lögreglunnar gegn tölvuþrjótum. Í samtalinu ræddu lögreglumennirnir meðal annars aðgerðir til að hafa uppi á félögum í Anonymous og fleiri hópum tölvu- hakkara, hvenær ráðgert væri að handtaka þá og hvaða sannanir lög- reglan hefði fyrir lögbrotum þeirra. Bandaríska alríkislögreglan staðfesti að samtalið hefði verið birt á netinu. Hópurinn birti einnig tölvupóst þar sem sjá mátti netföng þátttakendanna í símasamtalinu. bogi@mbl.is Samtal lög- reglu birt Hakkarar á netinu Að minnsta kosti tveir menn biðu bana í átökum milli lögreglu og mót- mælenda í Kaíró í gær þegar fólk safnaðist saman í miðborginni til að mótmæla framgöngu lögreglunnar þegar mannskæðar óeirðir blossuðu upp á fótboltaleikvangi í hafnarborg- inni Port Said. Kvöldið áður lágu tveir menn í valnum eftir mótmæli í Súesborg. 74 manns biðu bana og yfir þús- und særðust í óeirðum á miðvikudag þegar stuðningsmenn heimaliðsins al-Masry réðust inn á fótboltavöll- inn, vopnaðir hnífum, eftir leik gegn liðinu al-Ahly í Kaíró. Stuðnings- menn al-Ahly saka yfirvöldin um að hafa staðið fyrir óeirðunum til að refsa þeim fyrir þátttöku þeirra í mótmælunum í Kaíró fyrir ári. Rússland Nepal Suður-Afríka Gvatemala Fílabeins- ströndin Gana Egyptaland Bretland Belgía Frakkland SLYS OG ÓEIRÐIR Á FÓTBOLTALEIKVÖNGUM TALA LÁTINNA Í MANNSKÆÐUSTU SLYSUM OG ÓEIRÐUM SÍÐUSTU 30 ÁRIN Frakkland 1992 Stúka á Furiani- leik- vanginum hrundi Gvatemala 1996 Áhorfendur steyptust niður stúku og stiga S-Afríka 2001 Fólk reyndi að troða sér inn á leik- vang Gana 2001 Troðningur eftir að lögregla beitti tára- gasi til að stöðva átök Fílabeinsstr. 2009 Troðningur fyrir leik í undan- keppni HM Egyptaland 2012 Óeirðir eftir leik í borginni Port Said Rússland 1982 Troðningur þegar fólk streymdi úr stúkunum Bretland 1985 Eldur kviknaði í stúkum Belgía 1985 Óeirðir fyrir úrslitaleik í Evrópu- keppni Nepal 1988 Troðningur við lokaðar dyr þegar það gekk á með hagléljum Bretland 1989 Troðningur á Hills- borough- leikvanginum í Sheffield S-Afríka 1991 Troðningur eftir að áhorfandi réðst á fólk með hnífi 66 - 340 dóu 56 39 90 96 42 18 82 43 126 19 74 Blóðug átök í Kaíró

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.