Morgunblaðið - 04.02.2012, Side 31

Morgunblaðið - 04.02.2012, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Katrín Vil-helmsdóttir fæddist á Akureyri 21. júlí 1976. Hún lést úr sortuæxl- iskrabbameini á lyflækningadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri 26. janúar 2012. Móðir hennar er Inga Björk Ingólfs- dóttir, f. 13.4. 1943 og faðir hennar er Vilhelm Kristján Arthúrsson, f. 5.3. 1942. Systkini Katrínar eru : 1) Bjarki Vilhelmsson, f. 7.1. 1964, d. 24.1. 1964. 2) Kristjana Vilhelmsdóttir, f. 23.1. 1968, Katrín og Snorri hófu sam- búð árið 2006 og bjuggu í Reykjavík. Katrín ólst upp á Akureyri og hóf framhaldsnám í Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri. Hún fluttist til Reykja- víkur árið 1994. Stúdentsprófi lauk hún frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði árið 2000. Hún var við nám í þroskaþjálfun í KHÍ og vann að lokaritgerð sinni. Katrín vann ýmis störf samhliða námi, en lengst vann hún við umönnun á sambýlum fyrir fatlaða bæði á Akureyri og í Reykjavík. Katrín var í stjórn Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabba- mein en sökum veikinda gat hún ekki sinnt því lengi. Minningarathöfn um Katrínu verður haldin í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, 4. febr- úar 2012, og hefst athöfnin kl. 14. dóttir hennar er Bryndís Gylfadótt- ir. 3) Margrét Vil- helmsdóttir, f. 13.6. 1969, gift Hauki Eiríkssyni og eiga þau synina Jóhann Bjarka og Kristján Örn. Sam- býlismaður Katr- ínar er Snorri B. Arnar, f. 14.8. 1974. Dóttir Snorra er Ester María Ragn- hildardóttir. Foreldrar Snorra eru María S. Arnar og Birgir Arnar. Bróðir Snorra er Ottó B. Arnar og sonur hans er Ottó Bjarki Arnar. Til okkar ástkæru dóttur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Megir þú hvíla í friði, þín er sárt saknað. Með þakklæti fyrir allt, elsku Kata okkar. Mamma og pabbi. Mín ástkæra systir er látin eftir hetjulega baráttu við sortuæxliskrabbamein. Oft var ég búin að furða mig á kraft- inum í henni og alveg ótrúlegum baráttuvilja. Kata eyddi síðustu fimm mánuðum hjá foreldrum okkar á Akureyri og átti ég afar dýrmætar stundir með fjöl- skyldunni um jólin og fram í janúar. Hún var ótrúlega hress í desember og voru farnar marg- ar ferðir niður á Glerártorg, en það var eini staðurinn þar sem hægt var að fara um á hjólastól. Fastir liðir á kvöldin í desember voru að horfa á mynd með Wall- ander rannsóknarlögreglu og prjóna í leiðinni. Kláruðum við að horfa á allt safnið af Wall- ander. Einnig hafði Kata tekið upp á því að vera alltaf að nagla- lakka sig og var hún komin með heilt safn af naglalökkum. Það var vorið 2006 sem Snorri kom inn í líf Kötu og var það fyrir algjöra tilviljun en bæði höfðu þau ákveðið á síð- ustu stundu að drífa sig í sum- arbústað til kunningja og eins og Snorri hefur sagt þá var það ást við fyrstu sýn. Þau hófu svo sambúð í Flúðaseli í Reykjavík og bjuggu þar til afar fallegt heimili. Síðar bættust við hund- arnir Aþena Stjarna og Mollý. Kata og Snorri voru afar gest- risin og var mjög gaman hjá okkur þegar við elduðum góðan mat og spiluðum saman, spjöll- uðum eða horfðum á einhverja mynd. Ég á eftir að sakna þess- ara stunda alveg ótrúlega mikið. Elsku Kata mín, ég þakka all- ar góðu stundirnar okkar og ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið. Þín systir, Kristjana. Elsku Kata mín. Þú varst al- veg einstakur persónuleiki og sama hvar þú komst, alls staðar eignaðist þú vini og áttir stórt hólf í hjörtum samferðamanna þinna. Þú hafðir óþrjótandi bar- áttuvilja og það reyndi svo sannarlega á hann undanfarin ár í baráttunni við brjósklosið, krabbameinið, kvíðann og alla fylgikvillana sem fylgdu veik- indunum. Að lokum varst þú þó ofurliði borin. En þú varst stór- huga alveg fram á síðustu stund. Þú varst búin að finna þér áhugamál sem þú ætlaðir að stunda þar til þú næðir heilsu aftur. Þú varst búin að kaupa margar sortir og liti af garni og ætlaðir að prjóna hálskraga handa öllum sem þú þekktir. Þú varst búin að sanka að þér perl- um og búnaði til að búa til háls- men og eyrnalokka, og þú varst meira að segja búin að finna og kaupa öskjurnar sem þetta átti að fara í þegar þú værir búin að búa þetta til. Þú varst með ákveðnar skoð- anir á flestu, mjög ríka réttlæt- iskennd og tókst ætíð málstað þeirra sem minna máttu sín. Þessir eiginleikar þínir nýttust þér vel í því námi og starfi sem þú ætlaðir að gera að ævistarfi þínu, þroskaþjálfun. Elsku systir, ég þakka þér allar stundirnar sem við áttum saman og öll símtölin sem við áttum þegar við vorum hvor í sínum landshlutanum. Þín verð- ur sárt saknað. Þín systir, Margrét. Hvað er líf og hvað er heimur? Klæddur þoku draumageimur, þar sem ótal leiftur ljóma, er lifna, deyja og blika um skeið. Hvað er frægð og hreysti manna? Hvað er snilli spekinganna? Það er af vindi vakin alda, er verður til og deyr um leið. Allt sem lifir, lifa girnir: lífið heli móti spyrnir – þegar lífsins löngun hverfur, lífið er eðli sínu fjær. Hetjan, sem vill heldur deyja, en harðstjórans und vald sig beygja, lífi sínu ei lifað getur lengur en meðan sigrað fær. Þannig orti Kristján Jónsson fjallaskáld forðum, en hann átti ekki langan lífdaga frekar en Katrín Vilhelmsdóttir, sem hér er kvödd af tengdaforeldrum, sem þakka henni fyrir að hafa komið inn í líf Snorra sonar þeirra og átt þátt í að eiga með honum hamingjuríkt líf þau hartnær sex ár sem þau áttu hvort annað, komu sér upp fal- legu heimili þar sem þau áttu sér athvarf saman og deildu með sér mörgum ánægjustund- um uns banvænn sjúkdómur barði að dyrum og hafði sitt fram að lokum. Katrín eða Kata eins og við ávallt kölluðum hana hafði sterkan persónuleika, var ein- örð og ákveðin í skoðunum sín- um, hafði næmt auga fyrir feg- urðinni kringum sig og var í eðli sínu mjög listfeng. Hún var ein- staklega góð lítilmagnanum í þjóðfélaginu, um það bera orð um hana vitni og lengi lét hún ekki bugast í veikindum sínum þar sem hún naut stuðnings ást- vina sinna, maka, foreldra og systra, og hafði lengst af óbil- andi trú á að hún myndi sigrast á þessum hjalla lífs síns, lifði sig inn í jólahátíðina sem hún trúði að myndi færa aftur birtu inn í líf hennar og hreif okkur hin með sér í þeirri trú að það væri enn einhver von. Hún hefur nú kvatt þennan jarðneska heim og vonandi öðl- ast þann frið, sem hún sjálf hafði skapað í hugskoti sínu. Blessuð sé minning hennar. Snorri sonur okkar, foreldrar hennar, systur og aðrir ættingj- ar eiga okkar dýpstu samúð, megi algóður Guð hugga þau í harmi sínum. María og Birgir Arnar. Elsku Kata frænka. Aldrei mun ég gleyma öllum þeim góðu stundum sem við átt- um saman. Ég mun sakna þess að fara ekki oftar til þín í kalkún og fara í æsispennandi Buzz- keppni. Kata var eins og allar frænk- ur ættu að vera. Hún leyfði mér svo margt, svo sem þegar hún sýndi mér hryllingsmynd í fyrsta sinn þegar hún var að passa mig sem endaði þó með því að ég þurfti að sofa uppí hjá henni. Við Kata vorum mjög líkar, okkur líkaði við mikið af sömu hlutunum. Það var nú hún Kata sem gerði mig að hrikalegum sjónvarpsfíkli. Hún kom mér upp á þætti líkt og The X-Files, sem enginn annar í fjölskyld- unni gat skilið. Áhugi hennar á trúarbrögð- um kveikti einnig áhuga hjá mér. Okkur fannst gaman að læra um hin ýmsu trúarbrögð heims. Og hvar sem þú ert nú, í himnaríki, í röð hinna fornu konunga Egyptalands, endur- fædd í nýju lífi eða hefur fundið hið fullkomna nirvana þá veit ég að við munum hittast aftur. Þín frænka, Bryndís. Hvernig væri að flýja í kvöld á Fiatnum og finna nýjan næturstað? (Stefán Hilmarsson) Þetta var pottþétt samið um elsku Kötu – og það var það sem hún gerði fyrir viku síðan. Við Kata kynntumst þegar við byrjuðum í Gagganum, hún kom úr Lundarskóla og ég úr barnaskólanum, ólíkar að mörgu leyti en um leið áttum við margt sameiginlegt. Ég mun aldrei gleyma fermingardeginum okk- ar þar sem ég í fyrsta skipti sá uppreisnarandann koma fram í Kötu. Þarna stóð hún í ferming- arkjólnum með hatt eða kollu á hausnum, þrátt fyrir að mamma hennar og systur hefðu reynt að segja henni að það gengi ekki að vera með kolluna því presturinn þyrfti að leggja hönd á höfuðið á henni. „Mér er alveg sama hvað þeim finnst, ég verð með hana,“ og Kata stóð við sitt. Þetta litla atvik lýsti Kötu ágætlega, ef hún beit eitthvað í sig þá var henni ekki haggað. Síðar um vorið vildi svo til að fjölskyldur okkar voru í sum- arhúsi í Hollandi á sama tíma. Við Kata héldum að mestu til í sundlauginni, borðuðum fransk- ar með majonesi í öll mál og urðum ótrúlega góðar vinkonur. Minningar unglingsáranna eru fullar af uppátækjum okkar Kötu og sjálfsagt var krot-vegg- urinn í herberginu hennar besti vitnisburðurinn um hvað hún tók sér fyrir hendur. Kata fór síðar í VMA en ég í MA og því lágu leiðir okkar ekki saman á hverjum degi í skólanum, en sumrin voru þeim mun dýrmæt- ari og ég að auki í fríi frá sund- inu. Fljótlega eftir að við feng- um bílpróf eignaðist Kata bíl, bláan Fiat, sem gekk undir nafninu Fífí. Fífí kom okkur hratt (og örugglega) milli staða og eru sumrin 1994 og 1995 sér- staklega minnisstæð. Ég, Auður og Kata brölluðum margt þau sumur við misjafnan fögnuð for- eldra okkar. Margt af því rifj- aðist upp fyrir mér þegar Hild- ur Ýr hringdi í mig fyrr í vikunni og las fyrir mig úr bréf- um sem Kata hafði sent henni til Bandaríkjanna haustið 9́4. Þó svo að leiðin milli okkar vinkvennanna hafi lengst um tíma þá var alltaf eins og við hefðum hist í gær þegar við mættumst. Ég, Auður og Kata fórum saman í sumarbústað fyr- ir akkúrat tveimur árum og þar náðum við að endurnýja kynnin og rifja upp hversu ótrúlega góðar vinkonur við vorum. Uppfrá þeirri ferð vorum við í reglulegu sambandi fram á síð- asta dag. Fyrir það er ég óend- anlega þakklát. Fyrir nokkrum vikum áttum við langt spjall þar sem við ræddum um lífið. Kata vissi í hvað stefndi og velti fyrir sér sínu hlutskipti og sagði við mig: „Hvað er æðruleysi þegar mað- ur er 35 ára?“ Ég hef oft velt þessari setningu fyrir mér síð- ustu daga. Kata var vinur vina sinna og kom til dyranna eins og hún var – beinskeytt og hrein- skilin og alltaf til í að „taka sénsinn“, sem sumum þótti örugglega stundum óþægilegt. Um leið var Kata uppfull af húmor, hlýju og hjálpsemi. Ég kveð elsku vinkonu mína og segi takk fyrir kókómjólk og banana- stykki fyrir Nýdönsk og Sálina fyrir sveitaböllin og rúntinn fyrir hlátur og góðar minn- ingar og ekki síst fyrir yndislega vináttu. Þorgerður Benediktsdóttir. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Vinátta er eitt það mikilvæg- asta sem nokkur maður getur eignast. Ég var svo lánsöm að eiga einstaka vinkonu sem ég kveð með þakklæti í huga. Þakklæti fyrir allar stundirnar sem hún gaf mér og gleðina sem hún færði mér með nærveru sinni. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Þó fyrst og fremst allt það góða og skemmtilega. Vinátta okkar var einstök, við gátum talað um allt en virtum samt sem áður skoð- anir hvor annarrar eins og sannir vinir gera. Við Kata kynntumst þegar við byrjuðum í grunnskóla og lágu leiðir okkar saman allt frá því. Á unglingsár- unum kunnum við svo sannar- lega að njóta lífsins og hugsa ég til þessara ára með mikilli gleði í hjarta. Við vorum mjög uppá- tækjasamar og framkvæmda- glaðar. Ef okkur datt eitthvað sniðugt í hug var næsta öruggt að við framkvæmdum það, hvort sem það var að fara á eitthvert sveitaballið, bíltúr til Sigló, úti- legu eða bara liggja uppá bíl- skúrsþaki heima hjá henni undir teppi og horfa á stjörnurnar og norðurljósin. Eitt sinn þegar við sátum í sumarbústað fjölskyldu minnar, sem við notuðum óspart, heyrðum við auglýsingu í útvarpinu um U2 tónleika í Dublin. Við litum á hvor aðra og sögðum nánast samtímis: Eig- um við? Og það varð ekki aftur snúið. Sumarhýran sumarið sem við vorum 17 ára fór öll í þetta ævintýri okkar og var þeim pen- ingum vel varið þar sem minn- ingarnar úr þessari ferð eru óteljandi og allar skemmtilegar. Tónleikarnir voru á föstudags- kvöldi og vorum við vinkonurn- ar mættar á ball með Ný dönsk í Ýdölum á laugardagskvöldinu, þetta fannst okkur nú ekki leið- inlegt og fannst við eiginlega bara vera svolítið flottar. Góðar manneskjur geisla langar leiðir og það átti svo sannarlega við hana Kötu. Hún bjó yfir mikilli orku og hreif fólk áfram með persónutöfrum sín- um. Hún var einstaklega fróð- leiksfús og er eina manneskjan sem ég þekki sem var byrjuð að lesa bækurnar Öldin okkar 11 ára gömul sér til gagns og gam- ans. Ég skildi ekki þá hvað henni fannst þetta gaman en hafði nú samt sem áður gaman af því þegar hún fór að segja mér sögurnar sem hún hafði les- ið. Kata var gædd aðdáunar- verðum kostum, hún var mjög skilningsrík, hleypidómalaus og auðvelt að tala við hana um alla skapaða hluti. Hún var gjafmild með eindæmum og mátti aldrei neitt aumt sjá, þá var hún kom- in til hjálpar. Hún gaf einnig óendanlega mikið af sjálfri sér, óumbeðin og af skilningi, sem er hin sanna gjöf. Ég lít á það sem forréttindi af hafa fengið að kynnast Kötu, að hafa fengið að eyða þeim tíma saman sem við gerðum og að hafa fengið að kynnast sannri vináttu. Ég trúi því að hún sé komin á góðan stað núna, fái að njóta sín og vera hún sjálf. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skil- ur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orð- ið þér ljósara í fjarveru hans. (Kahlil Gibran.) Elsku Snorri, Inga, Villi og fjölskyldur, ykkur sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Hildur Ýr. Það var erfitt símtalið sem ég fékk sl. föstudag. Kata mín, þú varst búin að kveðja. Ég veit að þú ert laus undan öllum þeim þjáningum sem lagðar voru á þig en samt varð ég eigingjörn, vildi hafa þig aðeins lengur hérna hjá okkur. Vildi fá að hitta þig einu sinni enn. Við ætl- uðum að hittast þennan örlaga- ríka dag og eiga góða stund saman, kíkja í búðir ef heilsan leyfði en það bíður betri tíma. Ég er ævinlega þakklát fyrir að leiðir okkar lágu saman og hef alltaf sagt að þú hafir verið mín stoð og stytta í náminu. Þú varst frábær námsmaður og það voru ófáar ritgerðirnar sem þú last yfir ef ekki fyrir þig eða mig, þá fyrir einhverja aðra. Ég minnist sérstaklega allra okkar lærdómsstunda í Flúðaselinu með Kolku. Þú varst alltaf boðin og búin að aðstoða og segja manni til. Þú varst sterkur karakter sem settir mark þitt hvar sem þú komst. Þitt helsta einkenni og það sem ég dáði mest í fari þínu voru skoðanir þínar á hin- um ýmsum málum. þú varst allt- af trú sjálfri þér og komst hreint fram. Við gátum rætt um heima og geima og alltaf gast þú komið með nýtt sjónarhorn á hlutina. Þegar veikindinn fór að láta á sér bera varðst þú að draga þig úr náminu og ég veit að það hvíldi mikið á þér en fyrir mér ert þú þroskaþjálfi númer eitt. Elsku Kata mín, takk fyrir allt og fyrir að vera frábær vin- kona, ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið. Elsku Snorri, Inga, Vilhelm, Kristjana, Margrét og aðrir að- standendur, ég vona að þið finn- ið styrk í öllum þeim góðu minn- ingum sem þið eigið um Kötu okkar og sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ég þakka vinur, þakka allt sem gæfan okkur báðum galt. Það er mín trú, mitt trausta skor að aftur finnumst annað vor. (Höf. ók.) Anna María Þórðardóttir. Elsku Kata. Ég veit að nú ertu komin á betri stað eftir harða baráttu við erfið veikindi. Mig langaði bara að segja þér hvað ég dáðist að styrkleika þínum alveg fram á síðasta dag. Það var alltaf svo gott að heyra í þér. Og þótt þú hafir sjálfsagt vitað að þú ættir stutt eftir, varstu svo jákvæð og glöð þegar ég talaði við þig frá Noregi. Ég mun alltaf minnast þín sem ótrúlega skemmtilegr- ar, fyndinnar og góðrar mann- eskju. Ég kveð þig með miklum söknuði og með innilegu þakk- læti fyrir alla þína hlýju og vel- vild. Elsku pabbi, Inga, Vilhelm og fjölskylda, amma og afi, megi allar góðu minningarnar styrkja okkur öll. Hvíl í friði. Þín Ester María. Elsku Kata. Nú er komið að kveðjustund. Ég er ævinlega þakklát fyrir allar yndislegu stundirnar okk- ar saman, elsku vinkona. Minn- ing þín mun ávallt lifa í hjarta mér. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. Og sólbrenndar hæðir hnípa við himin fölan sem vín: Það er ég, sem kveð þig með kossi, kærasta ástin mín. Því okkur var skapað að skilja: Við skiljum. Og aldrei meir. Það líf kemur aldrei aftur, sem einu sinni deyr. (Halldór Kiljan Laxness) Halldóra Kolka. Katrín Vilhelmsdóttir HINSTA KVEÐJA Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Fjölskyldu Katrínar sendum við okkar hlýjustu kveðjur á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd bekkjar- félaga úr þroskaþjálfadeild – HI Kolbrún Ósk Albertsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.