Morgunblaðið - 04.02.2012, Page 33

Morgunblaðið - 04.02.2012, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 ✝ Linda HrundKáradóttir fæddist 7. maí 1991. Hún lést 23. janúar 2012. Linda Hrund var dóttir Sólveigar Pálsdóttur frá Hreiðarsstöðum í Fellum, dóttur Páls Sigfússonar og Þóreyjar Eiríks- dóttur, og Kára Sigmars Gunnlaugssonar frá Heiðarseli í Hróarstungu, sonar Gunnlaugs Gunnlaugssonar og Gunnhildar Björnsdóttur. Systir Lindu Hrundar er Katrín Huld Káradóttir, sambýlismaður hennar er Björn Þór Sigurðs- son. Dóttir Lindu Hrundar og Sigurðar Guðjónssonar er Unn- ur Kristín, f. 7. júlí 2010. Linda Hrund átti alltaf heima á Hreiðarsstöðum hjá foreldrum sínum, að undanteknum árunum 2008-2009, þegar hún dvaldi að Holtsmúla í Land- sveit, þar sem hún lærði tamningar. Á þeim tíma kynntist hún Sigurði barns- föður sínum og dvaldi á heimili hans og fjölskyldu hans að Hjallanesi í Landsveit haustið 2009, en þá stund- aði hún nám við Fjölbrautaskólann á Selfossi. Linda kláraði grunn- skólanám frá Fellaskóla og stundaði nám við Mennta- skólann á Egilsstöðum um tíma. Linda var mikill bóndi og nátt- úrubarn, og voru hestar og hestamennska hennar helsta áhugamál, hún hafði yndi af að keppa á hestum. Útför Lindu Hrundar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 4. febrúar 2012, og hefst athöfn- in kl. 14. Elsku Linda mín. Þú komst eins og lítið, blessað blóm á bjartasta lífsins vori. Fuglarnir sungu með sætum róm, við svifum svo létt í spori. Þú gafst okkur dýpstan unaðsóm á ástinni og lífsins þori. Við burtför þína er sorgin sár, af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um æviár undina dýpstu að græða. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (G. Jóhannsdóttir.) Þín amma, Gunnhildur. Kæra Linda. Mikið sem mér þótti óskaplega vænt um þig, elsku systir mín. Þær óteljandi minningar og góð- ar stundir sem við áttum saman sem litlar telpur og í seinni tíð eru ómetanlegar. Ég minnist fallegu sumardag- anna sem við eyddum úti í sól- inni, rekandi kýrnar eða að stel- ast berbakt á hestana uppí girðingu. Endalaust flæktistu út- um alla landareign að líta eftir hinum og þessum dýrum, meira að segja fuglafánan var grand- skoðuð. Forvitnin hafði engin takmörk og það var ekki annað hægt en að smitast af lífsgleði þinni og eldmóði. Þú varst svo dugleg og samviskusöm í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur, ég dáðist alltaf að metnaði þínum. Ég veit að þú ert á betri stað núna og það hefur verið tekið fal- lega á móti þér. Alltaf mun ég geyma minningu þína í hjarta mér og ekkert þykir mér dýr- mætara en að sjá þig í augum hennar Unnar Kristínar litlu, þú lifir í henni. Ég kveð þig vina klökkvaþungri lundu þín kæra minning innst í sál mér býr – þau ástabönd í æsku ljúft oss bundu fær aldrei bugað heimsins stormagnýr. Ég man þig æ og mun þér aldrei gleyma, en minnast þín við sérhvert ævistig og innst í sál mun ímynd þína geyma, uns aftur loks ég fæ að hitta þig. (Friðrik Halldórsson) Þín systir, Katrín Huld. Elsku Linda mín, ég er ekki ennþá búin að ná því að þú sért farin frá okkur og ég sakna þín alveg óendanlega mikið. Þú varst alveg frábær stelpa, skemmtileg, gáfuð, fyndin og góð mamma. Þú varst ótrúlega sterk og varst allt- af brosandi þó lífið þitt hafi oft verið erfitt. Finnst rosa skrítið að geta ekki tekið upp símann og heyrt í þér eða spjallað við þig á netinu. Ég náði reyndar ekkert að tengj- ast þér fyrr en við vissum báðar að von væri á litlu gullunum okk- ar. Og mikið rosalega áttir þú fal- legt gull. Ég mun sjá til þess að Sonja Rún fái að heyra allar fal- legu minningarnar sem ég á um þig og hún fái að eiga fallegar minningar um þig. Ég mun geyma minningarnar okkar í hjarta mér. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera frænka þín og vinkona og að stelpunnar okk- ar hafi fengið að kynnast. Ég mun passa snúlluna þína eins vel og ég get gert. Ég vona að þér líði betur þar sem þú ert núna, elsku músin mín, og við eigum eftir að hittast aftur pottþétt. Þangað til sakna ég þín, stelpa, og mun geyma þig í hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsk- an mín, því ég svo sannarlega elska þig. Við viljum votta Unni Krist- ínu, Sólveigu, Kára, Katrínu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar. Þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Guð blessi ykkur. Þínar frænkur, Þorbjörg og Sonja Rún Elsku frænka, ég bið að þú hafir fundið frið á nýjum stað og þótt nú sértu komin á ókunnar slóðir þá veit ég að vel var tekið á móti þér og vel er hugsað um þig. Ég vona og trúi því að þú fylg- ist með og vakir yfir okkur ásamt öðrum og það veitir mér hug- arró. Þín verður sárt saknað og allt- af mun verða sérstakt pláss í hjörtum okkar fyrir þig og mun- um við minnast þín með hlýju og gleði. Hvíldu í friði, elsku Linda okk- ar. Kveðjur, Hilda, Páll Hróar, Benný Rós og Sveinmar. Í dag kveðjum við elsku frænku okkar, Lindu Hrund. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Við fylgdumst með þér frá því að þú fæddist og óxt upp til að verða tápmikil og fjörug sveita- stelpa. Hrossin og dýrin voru þitt líf og yndi. Þú varst hróðug mjög þegar þú sýndir hvernig þú gast „sko alveg“ stjórnað Blesu gömlu ein og að þú gætir fengið hana til að tölta. Fæturnir náðu ekki nið- ur fyrir hnakklöfin en þú náðir ótrúlega góðu sambandi við hest- inn. Lagin og dugleg varstu við hestana og margir voru útreiðar- túrarnir skemmtilegir. Það kom því ekki á óvart að þú myndir velja þér að starfa við hesta. Allt- af var gaman að heyra þig tala um dýrin og fara með þér til að skoða kindurnar, lömbin og hest- ana. Því miður þá fékkst þú þennan illvíga sjúkdóm sem þú náðir ekki að vinna á þrátt fyrir hetjulega baráttu. Nú hlaupið þið Blesa um á fallegri og betri stað. Hvíldu í friði, litla fallega frænka okkar, minning þín lifir í hjarta okkar allra. Þá mun sól þín ekki framar ganga und- ir og tungl þitt ekki minnka, því að Drottinn mun vera þér eilíft ljós og hörmungardagar þínir skulu þá vera á enda. (Jesaja 60:20) Innilegar samúðarkveðjur til Kára, Sólveigar, Katrínar og Unnar litlu. Megi guð hjálpa ykk- ur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Helga, Rúna, Hulda Dagbjört og Árni. Elsku Linda. Ég man þegar ég og mamma vorum í berjamó og þú komst á hestbaki til okkar. Ég man líka þegar ég var í heimsókn hjá þér og ég og þú fórum í spurninga- spil, þetta voru allt svo erfiðar spurningar að ég gat ekki svarað þeim svo þú vannst. Svo man ég líka að þú áttir eitthvað gamalt nammi og ég fékk að smakka. Það var svo hart að við vildum ekki fá okkur meira. Þú varst líka alltaf svo góð við okkur systurn- ar. Þú ert fallegasti engillinn uppi á himnum. Ég sakna þín mjög mikið og ég þarf líka að halda áfram að lifa lífinu. En ég á minningarnar og ég man þær alltaf. Signý Þóra. Elsku fallega Linda mín. Ég er ekki búin að ná þessu. Þú ert farin frá okkur. Litla dug- lega frænka mín, sem var svo ið- in. Ég man þegar ég sá þig fyrst svo lítil og grönn með þessi fal- legu stóru augu. Mér fannst þú svo brothætt. Mig óraði samt ekki fyrir því hvað þú yrðir brot- hætt þegar þú kæmist á ung- lingsár. Þú, þessi litli dugnaðar- forkur sem kallaði nú ekki allt ömmu sína. Endalaust að brasa í kringum hestana alveg frá því að þú varst lítil og þurftir að standa uppi á einhverju til að komast á bak. Hestarnir áttu hug þinn all- an og litla fallega Unnur þín. Litli sólargeislinn sem er lifandi eft- irmynd þín. Ég vildi óska að ég hefði getað sagt já við litlu frænku þína þegar hún spurði mig hvort Linda kæmi bráðum. Þín verður sárt saknað, elsku Linda mín. Hvíldu í friði, elsku fallega litla frænka. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. (M. Joch.) Stefanía, Snæbjörn og dætur. Þó svo kynni okkar Lindu hafi verið frekar stutt fannst mér hún koma með ferskan blæ inn í fjöl- skylduna, hún bauð af sér góðan þokka og ekki spillti að hún hafði brennandi áhuga á hestum og öllu því sem þeim við kom og hafði einstaklega gott lag á þeim og þar með var hún búin að stimpla sig inn í fjölskylduna. Ekki báru þau Siggi og Linda gæfu til þess að ganga saman veginn til framtíðar, en sterkur strengur var alltaf þeirra á milli og því flutti Linda heim til for- eldra sinna, samband Sigurðar og Lindu bar yndislegan ávöxt, litlu Unni Kristínu, sem er mitt fyrsta langömmubarn, hún er núna í sveitinni hjá föður sínum umvafin ást og umhyggju afa og ömmu ásamt föðursystkinum sín- um. Von okkar og ósk er sú að geta skapað þessari litlu sál ör- yggi, góða og bjarta framtíð. Ég kveð þig, Linda mín, Guð varðveiti þig,. Hvíl í friði. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég foreldrum og öðrum að- standendum. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sin var. (Starri í Garði) Guðrún Guðjónsdóttir. Elsku Linda, allt of snemma fórstu frá okkur. Tilkynningin um andlát þitt kom svo óvænt. Það er svo óraunverulegt að við munum aldrei getað spjallað eða farið í reiðtúra saman aftur. Það var svo gaman að fylgjast með ykkur Fálma síðustu árin. Ykkur vegnaði svo vel og fannst mér alltaf ég eiga hlut í ykkur, þar sem ég hafði jú þjálfað hann Fálma þinn og kennt þér svo á hann fyrir nokkrum árum. Þér gekk vel með hestana, sem þú tókst í tamningu. Þú hafðir svo gott lag á þeim. Þín verður sárt saknað í þeim heimi sem og annars staðar. Dóttir þín er algjört ljós. Henni varstu góð móðir. Vonandi verður hægt að fylgjast með henni vaxa og dafna, þannig að dætur okkar geti leikið sér sam- an og orðið vinkonur. Þín er svo sárt saknað að orð fá því varla lýst. En vonandi ertu á betri stað núna og líður vel. Leggðu verndarhönd yfir dóttur þína. Falleg er minning þín. Carola Björk og Guðmar Ragnar. Það eru ekki til nein orð sem lýsa því hvernig manni verður innan brjósts þegar maður fær þær fréttir að ung kona, sem er í blóma lífsins, hafi látið lífið. Góð- ar minningar eru það eina sem yljar manni á svona stundum. „Margur er knár, þótt hann sé smár.“ Þessi málsháttur dettur okkur fyrst í hug þegar við minn- umst Lindu Hrundar. Frá fæð- ingu var hún svo smávaxin og fín- leg, en það kom fljótt í ljós að þessi litla dama vissi vel hvað hún vildi og var ákveðin og úr- ræðagóð. Við pössuðum Lindu af og til þegar hún var á leikskóla- aldri. Það tók Lindu svolítinn tíma að taka okkur í sátt, en þeg- ar það gerðist átti hún í okkur hvert bein. Sérstaklega áttu þau Agnar góðar stundir saman, enda áttu þau það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á sveit- inni og öllu sem henni tengdist. Þegar Linda varð unglingur gagntók hestabakterían hana, og þar var hún á heimavelli. Hún hafði mikla hæfileika á sviði hestamennskunnar, hvort sem var í keppni eða tamningum. Það var gaman að fylgjast með henni feta þessa braut, þó svo að það hafi verið úr fjarlægð. Svo fæddist Unnur Kristín, smágerð eins og mamma sín. Okkur þótti svo sniðugt að sjá hvað hún er skemmtileg blanda af mömmu sinni og Kára afa sín- um. Núna er það okkar, sem eftir lifum, að halda minningu Lindu á lofti, og hjálpa litlu stelpunni hennar að fylla minninga- bankann sinn af fallegum minn- ingum um mömmu sína. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku Kári, Sólveig, Katrín og litla Unnur Kristín og aðrir þeir sem eiga um sárt að binda. Megi Guð styrkja ykkur og vernda á þessum erfiðu tímum. Anna og Agnar. Margar minningar koma upp í hugann þessa dagana. Ástkær bekkjarsystir okkar og vinkona er horfin á braut svo alltof snemma og langar okkur fyrr- verandi bekkjarsystkini Lindu að minnast hennar með nokkrum orðum. Linda var ein af sex krökkum í bekknum okkar sem voru alla sína grunnskólatíð í Fellaskóla og sum okkar voru reyndar líka með henni í leikskólanum. Í Fellaskóla komu og fóru margir eins og gengur og gerist, en allir þeir sem stöldruðu við eru sam- mála um að það besta í fari Lindu var glaðværðin og góðmennskan, hún hafði svo góða nærveru, þessi ljúfa stúlka með blikandi augun. Í fámennum bekk eins og við sátum setja allir stóran svip á hópinn og Linda gerði það svo sannarlega. Það var aldrei langt í hláturinn hjá henni og alltaf gott að tala við hana. Það fór líka ekki framhjá neinum hversu elsk hún var að hestum og öllu sem við- kom þeim sem og öðrum dýrum, enda uppalin í sveit og skein það svo sannarlega í gegn ásamt manngæsku hennar. Við gleymum seint afmælum og bekkjarhittingum sem við fengum að eyða hjá henni á Hreiðarsstöðum og eiga þónokk- ur okkar henni sína fyrstu reynslu af útreiðartúrum að þakka. Linda mun alltaf eiga stað í huga okkar allra þó svo að leiðir bekkjarsystkina hafi skilið fljótt eftir grunnskólann. Við minn- umst hennar sem duglegu, sam- viskusömu stelpunnar með glað- væra viðmótið og höldum fast í minningarnar og þökkum fyrir tímann sem við fengum, þín verð- ur sárt saknað, elsku bekkjar- systir og vinkona. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Fyrir hönd 1991 árgangs Fellaskóla, Hrafnhildur Baldursdóttir og Guðbjörg Aðalsteinsdóttir. Linda Hrund Káradóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Linda. Þú varst góð frænka og þú passaðir mig þegar ég var 1 árs. Ertu engill? Kveðja, Krista. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.