Morgunblaðið - 04.02.2012, Síða 35

Morgunblaðið - 04.02.2012, Síða 35
Þetta var yndisleg heimsókn, spjölluðum saman í dágóða stund, hún var svo sátt og ánægð með lífið. Ég kvaddi hana vel og innilega því ég var að fara til útlanda og sagði henni að vera áfram hress og kát. Ég kveð þig, mín kæra Pálína, með söknuð í hjarta og bros á vör. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku fjölskyldan mín í Berja- nesi, ég votta ykkur mína inni- legustu samúð. Megi Guð styrkja ykkur. Tinna Ösp Bergmann. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Svandís Þórhalls- dóttir og synir. „Fótmál dauðans fljótt er stigið.“ Pálína vinkona mín í Berjanesi hefur kvatt land og lýð snöggt og óvænt. Ég hafði rætt við hana í síma fyrir um tveimur vikum, glaða og hressa að venju, röddin var rödd ungrar konu og minnið enn óskeikult jafnt til fortíðar og nútíðar, þótt komin væri hún hátt á tíunda tug ára. Við varðveittum bæði sömu arfleifð íslenskrar þjóð- menningar og þar var af mörgu að taka. Tómið er mikið hjá ætt- ingjum og vinum þegar hún er horfin á braut, gott er að geta yljað sér við minningar genginna samverustunda. Foreldra Pálínu þekkti ég einkar vel. Faðir minn og Guð- jón Einarsson voru jafnaldrar, gamlir skipsfélagar og góðvinir. Guðríður Jónsdóttir var honum einnig hugstæð eftir dvöl þeirra í Vestmannaeyjum. Þetta var öndvegisfólk að viti og mann- gæðum. Fornusandar buðu enga vildarkosti í búskap á þriðja tugi 20. aldar en þó sáu þau hjón búi og börnum þar vel borgið. Drjúg matbjörg kom úr sjónum og Guðjón var fengsæll formaður í Sandavörum. Mikil og góð voru umskiptin árið 1931 er fest voru kaup á Berjanesi, einni landrík- ustu jörð í Vestur-Landeyjum. Guðjón og Guðríður gerðu hana ásamt börnum sínum að kosta- ríku höfuðbóli. Víðar og fagrar túnlendur Berjaness gleðja í dag augu allra sem aka þar um Suð- urlandsveg. Oft lá leið mín að Berjanesi til Guðjóns og Guðríðar, að maður gleymi ekki Pálínu. Alltaf var hún söm hlýjan og velvildin sem mætti gestinum. Ógleymanlegt er mér er Guðríður söng mér inn á segulband gömlu Passíusál- malögin með sinni fögru rödd, lögin sem hún hafði numið barn að aldri í fjósbaðstofunni austur í Reynishólum í Mýrdal. Góðvild og gestrisni héldu áfram að ráða húsum í Berjanesi er gömlu heiðurshjónanna Guð- jóns og Guðríðar missti við, arf- urinn sá gekk áfram til Pálínu, til dóttur hennar Ernu Árfells og fjölskyldunnar allrar. Stöku sinnum átti ég því láni að fagna að fá Pálínu í heimsókn að Skóg- um og þá var ekki þegjandi krókurinn, einatt rætt um horfið mannlíf, gamla sveitamenningu, um líf og líðandi stund. Stundum var slegið á þráðinn eins og sagt er og fræðst um eitt og annað úr fortíð er á hugann leitaði og krafðist svars. Nú er þar til fárra að leita hjá mér. Kynslóðin sem óx með mér úr grasi undir Eyjafjöllum er að heita má horf- in og gamlir góðvinir týna ört tölunni. Við Pálína ráðgerðum að hittast á komandi sumri í Skóg- um til viðhalds gömlum og góð- um kynnum. Nú er vonin sú að það kynni að gerast á landi lif- enda. Ég sendi Ernu Árfells og fjöl- skyldu hennar innilegar samúð- arkveðjur. Staðreyndin sú að hafa kynnst Pálínu í Berjanesi og eignast vináttu hennar er eitt af því dýrmæta sem löng lífs- ganga hefur látið mér í té. Hug- ur minn varðveitir áfram hlýja rödd og notalega nærveru. Þórður Tómasson, Skógum. Hjartkær vinkona mín, Palla, er látin allt of snöggt. Nýbúin fyrir viku að fylgja systur sinni sinn síðasta spöl. Það voru for- réttindi að hafa átt hana að sem vin. Ég kom að Berjanesi sumarið sem ég varð 16 ára, heimasæta úr Vestmannaeyjum. Réð ég mig sem kaupakonu til Ernu, dóttur Pöllu, og Jóns, manns Ernu. Palla sá um eldamennskuna og aðstoðaði Ernu með börnin og heimilið meðan Erna sinnti úti- störfum og búi. Til marks um kunnáttu Pöllu í matargerð þá bjó hún til heimsins bestu hrossabjúgu, kjötbollur og sól- skinsköku og margt fleira. Hugur hennar fór oft á undan líkamanum eins og að tína 300- 500 fíflahausa úti á túni í fífla- síróp síðasta sumar, 97 ára göm- ul. Eins bjó hún til bestu sápur sem til voru. Hjá þeim lærði ég, dekurrófan úr Vestmannaeyjum, að vinna og eignaðist ég sanna vini þetta sumar. Palla var fróð og vel lesin, mikill fagurkeri á bókmenntir. Það var fátt sem hún ekki vissi, sagði vel frá og var hafsjór að visku um allt sem sneri að fyrri lifnaðarháttum bænda og búa- liða. Hún kunni að vinna ullina frá a til ö og hafði gaman af að gefa það sem hún bjó til úr ull. Var hún fengin til að sýna með öðrum konum á landbúnaðar- sýningunni á Selfossi 1978. Sat hún þá við að kemba og spinna ull í upphlut. Mér veittist sá heiður að fara með henni í fyrstu utanlands- ferðina hennar er hún bað mig að koma með sér í bændaferð 1977 til Írlands. Það var stór- kostleg ferð. Í einu orði ævin- týri, út í gegn, fyrir mig og hana líka. Hún var hrókur alls fagn- aðar. Brandarakerling sem átti alltaf svar á reiðum höndum. Mörgum árum og áratugum seinna þegar við hittumst gátum við rifjað upp ferðina og hlegið og gantast saman og var unun að hvað hún var minnug. En þarna varð ekki aftur snúið, hún fékk bakteríuna eins og hún sagði sjálf og fór að ferðast á fullorðinsárum. Alltaf hringdi hún í mig og spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að koma og slást í för með sér. Og þessar bændaferðir, hún naut þeirra fram í fingurgóma, myndaði tengsl og vinskap við fólk alls staðar. Eins og til dæmis á Ír- landi og í Þýskalandi, og skrif- aðist á við fólk. Hún var sannur vinur, fag- urkeri mikill á bókmenntir, nátt- úruna, góðan mat og kunni þá list að daðra eins og sönn hefð- arkona kann þannig að bónda- durgarnir vissu ekkert í hvorn fótinn þeir ættu að stíga, hringsnúandist í kringum sjálfa sig og allir hlæjandi að brönd- urum sem hægt var að skilja á báða vegu og hún særði engan. Það er komið að leiðarlokum og þakka ég guði að leiðir okkar lágu saman og að hafa átt hana Pöllu mína að vinkonu. Drottinn verndi sálu hennar og minning- ar hennar lifa í hjörtum okkar. Votta ég Ernu, Jóni, Guð- mundi, Gunnhildi, Björgvini og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Katrín G. Hilmarsdóttir og fjölskylda. Elsku langamma. Mér þykir rosalega vænt um þig og þú varst alltaf svo góð og það var svo gam- an að vera með þér í húsinu þínu, fá ömmu-kleinur og fara í berjamó með þér, elsku amma. Stundum söngst þú þetta kvæði fyrir mig: Bí bí og blaka, álftirnar kvaka; ég læt sem ég sofi, en samt mun ég vaka. (Sveinbjörn Egilsson) Kveðja. Langömmustrákurinn þinn, Sigurpáll Jónar. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Það hafa verið harðir tímar á Hólsfjöllum um það leyti er Bald- ur Ingólfsson fæddist árið 1920 á Víðirhóli. Fjölskyldan bjó einnig á Grímsstöðum sem í dag er ein um- talaðasta jörð landsins en var víst ei svo á þeim tíma er foreldrar Baldurs bjuggu þar. Ég vil minn- ast Baldurs sem frábærs kennara frá tímabili mínu í MR. Í MR á þeim tíma voru margir ágætis menn og konur, litríkir kennarar og margbrotnir og var það hluti af þroskaskeiði ungra manna og kvenna að kynnast þessu ágæta fólki og vinna úr þeim fróðleik sem það hafði fram að færa. Mér gekk alltaf ágætlega í tungumálum og sérstaklega í þýzku þar sem ég hafði hlotið þjálfun í því tungumáli allt frá 12 ára aldri og kom sú grunnþekking sér vel. Baldur út- skýrði mjög vel og ætlaðist auðvit- að til að menn skildu og virtu þann grunn sem var verið að leggja og að menn myndu hugsanlega skilja það menningarstig sem hann var á og fulltrúi fyrir. Baldur hafði brotist áfram og með dugnaði náð þangað sem hann var. Þeim fer því miður fækkandi í þjóðfélaginu sem geta sýnt þann bakgrunn og þraut- Baldur Ingólfsson ✝ Baldur Ingólfs-son fæddist á Víðirhóli á Hóls- fjöllum í Norður- Þingeyjarsýslu 6. maí 1920. Hann andaðist á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum 5. janúar 2012. Útför Baldurs var gerð frá Nes- kirkju 16. janúar 2012. seigju sem lífshlaup Baldurs var. Eins og gengur í Mennta- skóla þá er oft tölu- verður ærslagangur og það kom þó nokk- uð oft fyrir í kennslustundum hjá Baldri, eða „Bingo“ eins og hann var nefndur til stytting- ar á nafni hans, alla- vega í þeim hópi sem ég var í. Þegar litið er tilbaka þá má líta á slík ærsli sem leitun og eðlilegan vanþroska ungra manna, sem ekki sökkva sér djúpt í heimspekilegar hugsanir um hvaðan menn koma og hvaða bak- grunn þeir hafa. En það sem situr alltaf sterkast eftir í minningu er einlægni Baldurs og dugnaður. Oft á tíðum í dag eru menn, sem stunda „glamúrlifnað“ og alls kyns umslátt og fjárglæfra, gerðir að hetjum í fjölmiðlum og síðan dreifist sá átrúnaður út í þjóðfé- lagið svo ég tali ekki um ósköpin sem gellur í sífellu frá Hollywood og allt eitrar og drepur. Baldur var hreinn og beinn og ég held að hann hefði aldrei skilið orðið „glamúr", hvað þá orðið „gor- djöss“ þrátt fyrir áratuga reynslu hans sem skjalaþýðandi. Yfir- borðsmennska og sýndarmennska var ekki hans deild. Tók Baldur mig oft tali á förnum vegi áratug- um eftir að MR-göngu minni lauk og alltaf gott að viðhalda kunn- ingsskapnum og miðla fróðleik og upplifun í lífinu. Genginn er afbragðs maður og votta ég öllum hans aðstandend- um samúð og þakka jafnframt fyr- ir viðkynninguna. Friðrik Ásmundsson Brekkan. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem hafa sýnt okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar móður minnar, tengda- móður og ömmu, ÓLAFAR HALLDÓRU PÉTURSDÓTTUR kennara, sem lést þriðjudaginn 10. janúar. Starfsfólki 1. hæðar í Sóltúni færum við sérstakar þakkir fyrir framúrskarandi umönnun og hlýju í öllum samskiptum. Magnea Gunnarsdóttir, Arnar Þorri Arnljótsson, Eyþór Arnarsson, Lóa Bryndís Arnarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR, Hofsstöðum, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Holtsbúðar, Vífilsstöðum. Sigrún Sveinbjarnardóttir, Jón Ögmundsson, Kristín Sveinbjarnardóttir, Gylfi Matthíasson, Jóhannes Steingrímsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Sigríður Soffía Böðvarsdóttir, Áslaug Sveinbjarnardóttir, Sveinn A. Sæland, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem hafa sýnt fjölskyldunni samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns GUÐMUNDAR GÍSLASONAR, Efstaleiti 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendi ég starfsfólki á deild 2D á Sóltúni. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Erna Adolphsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, systur, frænku og ömmu, KRISTÍNAR SIGRÍÐAR KLEMENZDÓTTUR, Brekku, Svarfaðardal. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heimahlynningarinnar á Akureyri og Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík fyrir einstaka umhyggju. Gunnar Jónsson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir, Steinunn Elva Gunnarsdóttir, Klemenz Bjarki Gunnarsson, Margrét Víkingsdóttir, Guðrún Elín Klemenzdóttir, Sigurður Marinósson, Halldór Ingi Ásgeirsson, Elín Inga Halldórsdóttir, Kristín Kolka, Þorsteinn Jakob, Úlfhildur Embla, Þuríður Oddný, Gunnar Logi og Valgerður Freyja. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkæru systkinanna RAGNARS SIGURBJÖRNS STEFÁNSSONAR rakara, Undirhlíð 3, Akureyri og MAGNEU HRANNAR STEFÁNSDÓTTUR kennara, Austurgerði 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans og Heimahlynningar á Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Salbjörg J. Thorarensen, Jón Höskuldsson. ✝ Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem hafa sýnt fjölskyldunni samúð, hlýhug og kærleik vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR RAGNARSDÓTTUR kaupmanns, Vatnsnesvegi 29, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 3. janúar. Sérstakar þakkir og kveðjur til lækna og starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ragnar Jón Skúlason, Bryndís Þorsteinsdóttir, Selma Skúladóttir, Matthías Sigurðsson, Jórunn D. Skúladóttir, Árni Már Árnason, Elsa Ína Skúladóttir, Guðni Birgisson, Kristinn Skúlason, Drífa Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra sambýlismanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, STEINDÓRS HJARTARSONAR, Langholtsvegi 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki sem annaðist hann í veikindum hans, fyrir góða umönnun. Andrea Ágústa Halldórsdóttir, Sigurður Steindórsson, Sigurlína Eiríksdóttir, Berglind Steindórsdóttir,Óskar Thorberg Traustason, Hjörtur Steindórsson, Ágúst Steindórsson, Sigríður Schram, Eydís Steindórsdóttir, Björn Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.