Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 ✝ Sigurður BjörnJónsson, fyrr- verandi lögreglu- varðstjóri á Kefla- víkurflugvelli, fæddist 7. sept- ember 1927 á Sauð- árkróki. Hann lést 20. janúar 2012. Hann var sonur hjónanna Jóns Jóns- sonar, bónda og verkamanns, f. 11. september 1883, d. 20. janúar 1946 og Tryggvínu Sigríðar Sig- urðardóttur, f. 22. febrúar 1886, d. 21. nóvember 1967. Alsystkini Sigurðar voru Guðjón Skagfjörð Jónsson, f. 1913, d. 1990. Kristján Jónsson, f. 1915, d. 1976. Baldvin Sölvi Jónsson, f. 1917, d. 1942. Sylvía Hulda Jónsdóttir, f. 1919, d. 2008. Herbert Alfreð Jónsson, f. 1922, d. 2000 og Bryndís Jóns- dóttir, f. 1924. Samfeðra Eggert- ína Svanhvít Jónsdóttir, f. 1919, d. 2007. Sigurður kvæntist 10. september 1958 Önnu Rögnu Jónsdóttur, f. 9. júlí 1931 á Langholtsparti í Hraungerð- ishreppi, Árnessýslu. Þau slitu samvistum. Börn þeirra: Jón Sævar Sigurðsson, f. 10. sept- ember 1955, kvæntur Ólöfu Haf- dísi Gunnarsdóttur, f. 11. febrúar 1946, búsett í Keflavík. Hólm- fríður Sigurð- ardóttir, f. 21 júlí 1961, gift Magnúsi Kristinssyni, f. 17 nóvember 1963, bú- sett í Keflavík. Börn þeirra: 1) Anna Sigga Húnadóttir, f. 15. október 1980, gift Emil Helga Valssyni, f. 16 des- ember 1978. Þeirra börn: Mikael Orri Emilsson, f. 18. setember 2005 og Tómas Aron Emilsson, f. 19. ágúst 2008. 2) Helgi Rafn Magn- ússon, andvana fæddur 16. ágúst 1989. 3) Kristinn Sævar Magn- ússon, f. 17. september 1990. 4) Sigurður Sindri Magnússon, f. 15. apríl 1994. Sigurður fór ung- ur að vinna almenna verka- mannavinnu og við sjómennsku, t.d. hjá Vita- og hafnarmálastofn- un við byggingu og viðhald vita víðsvegar um landið. Hóf störf hjá Ríkislögreglunni á Keflavík- urvelli 1. mars 1956 og starfaði þar til 1. mars 1995 eða í 39 ár. Eftir starfslok keypti hann sér trillu, Reyni KE-40 og skapaði sér þar bæði vinnu og og tóm- stundastarf. Útför Sigurðar Björns hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Nú þegar hann tengdafaðir minn hefur kvatt þetta líf langar mig að minnast hans með nokkr- um orðum. Okkar kynni hófust fyrir 36 árum og við fyrstu kynni virkaði hann á mig sem hlédræg- ur, dulur og alvörugefinn maður, en það var bara á meðan við vor- um að átta okkur hvort á öðru, því undir alvörunni var mikill húmor- isti. Ég kynnist honum á þeim tíma sem hann var auk vinnunar sem lögregluþjónn á Keflavíkur- flugvelli, á fullu í sínum áhuga- málum sem öll tengdust nátt- úrunni. Fyrir utan að ferðast um landið og heimsækja ættingja og vini, sem hann gerði á hverju sumri meðan heilsan leyfði, var hann mikill áhugamaður um alls konar veiðar. Hann og nokkrir vinir nytjuðu Krísuvíkurbjarg og sigu eftir eggjum þar til björgunarsveitirn- ar fengu bjargið til nytja. Gæsa- skyttirí, silungsveiði, lundaveiði, allt var þetta ofarlega á áhuga- sviðinu. Ég minnist þess sér- stakslega þegar við Sævar hittum tengdaforeldra mína á Ketubjargi á Skaga í blíðskaparveðri og þeir feðgar sigu í bjargið að háfa lunda þeim til mikillar ánægju og gleði en mér til ótta og angistar, þegar ég sá þá dingla í spotta í mikilli hæð. En þarna lágu áhugamálin. Það er höggvið stórt skarð í okkar litlu fjölskyldu þegar ætt- arhöfðinginn er frá okkur tekinn, en ég hef trú á því að við hittumst síðar. Hann tengdapabbi var í dagvistun aldraðra í Reykja- nesbæ síðasta áratuginn og undi hag sínum vel. Þrátt fyrir vissar hömlur eftir heilablóðfall sem hann fékk fyrir áratug, var hann ótrúlega sjálfbjarga. Síðustu árin bjó hann á Kirkjuvegi 14 og við Sævar á 10 og var ómetanlegt að vera í þessari nánd og vera til staðar ef á þyrfti að halda. Hann var svo þægilegt og yndislegt gamalmenni og hans verður sárt saknað. Kveðja frá tengdadóttur, Ólöf Hafdís Gunnarsdóttir. Sigurður Björn Jónsson ✝ Sigurður Jó-hannsson skip- stjóri fæddist í Hrís- ey 11. febrúar 1928. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 28. janúar 2012. Foreldrar hans voru Kristín Sig- urðardóttir f. 5. maí 1892 og Jóhann Guðmundsson f. 17. janúar 1885. Sigurður átti tvær alsystur og eina hálfsystur. 3. febrúar 1953 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni, september 1981, gift Jens Søga- ard. Núverandi sambýliskona Sævars er Sólveig Adamsdóttir. 2) Smári f. 4. mars 1957 á soninn Birgi Örn f. 26. ágúst 1984 með Eygló Arnardóttur. Sambýlis- kona Birgis hans er Katrín Rún- arsdóttir. Kona Smára er Ásdís Helgadóttir og dóttir þeirra er Elva Hrönn f. 19. janúar 1988, sambýlismaður hennar er Frey- steinn Oddsson. Siggi Jóh. var kunnur aflamaður á Akureyri og starfaði lengst af sem skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa eða til ársins 1988. Eftir það fjár- festi hann í trillu, Eddu EA65, og hóf þar með eigin útgerð sem hann stundaði af kappi og sér til ánægju til ársins 2011 þegar heilsu fór að hraka og starfsþrek þraut. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Svanfríði Júl- íusdóttur f. 12.maí 1933. Eignuðust þau tvo syni. 1) Sævar Örn f. 25. desember 1951 sem á með fyrri konu sinni Önnu Rósu Daníelsdóttur tvær dætur. Linda Björk f. 14. apríl 1973, gift Steingrími Péturs- syni. Börn þeirra eru Þórunn Björk f. 5. júní 1995, Egill Alexander f. 18. júlí 1999 og Svanfríður Júlía f. 10. nóv- ember 2001. Katrín Björk f. 8. Hann var skipstjóri af lífi og sál fengsæll, lánsamur og sannarlega í því sem hann naut best og hafði starfað við frá því hann var ungur drengur í Hrísey. Áratugum sam- an var hann hjá ÚA, en á síðustu árum starfsævinnar átti hann sína báta, tvær Eddur sem voru hon- um til sóma sín á hvorum tíma, hann lagði allt sitt í þær og er Edda EA-65 til prýði í Bótinni og ber eiganda sínum fagurt vitni. Hann steig ölduna í eiginlegri og óeiginlegri merkingu fram á síð- asta dag. Ég var svo heppin að kynnast sjómannslífi hans og taka þátt í því. Í sjógöllum vorum við um borð í Eddunni, á færum í sunnu- daga-veiðimennsku sem honum þótti reyndar ekki alvöru, í svart- fugli, skelja- og krabbaleit, allt eft- irminnilegt. Í verbúðinni við litla tréborðið í spjalli við hann og oftar en ekki karlana sem streymdu að þegar Ravinn hans var fyrir utan. Fjör var í umræðunum og mál krufin til mergjar. Þetta voru dýr- mætar stundir og það er sárt fyrir okkur og þá sem þar voru að nú er þar enginn Siggi Jó. lengur, um- ferðin þangað hefur stöðvast. Siggi var kannski yfirborðs- hrjúfur, en undir var góður maður sem tók því vel að vera knúsaður þegar það átti við og tók þá þétt utan um sína. Hann var duglegur og sístarfandi, hann varð að vera að, óþolinmóður, alltaf að drífa sig að gera og græja. Búa til eitthvað sem þurfti að nota í Eddu-útgerð- inni. Sævar sleit slóða á færum, Siggi var kominn daginn eftir með 10 slóða. Kannski var hann smá ofvirkur en þá með jákvæðum for- merkjum. Hann naut lífsins og gerði margt fleira til þess en að snúast í kring um bátinn sinn, hann fór oft til útlanda og þau Didda og oft með vinafólki og þessa naut hann vel. Þau fóru líka í útilegur, fyrst með fábrotinn búnað þess tíma og seinna með fínt fellihýsi, sl. sumar fór hann sína síðustu ferð með það. Hann fór líka í laxveiðar með vinum, allt þetta gaf honum gleði. Barnabörnin voru gleðigjafar og var hann ólatur að snúast fyrir þau. Hann kunni vel við sig í góðum hópi og sagði sögur, var kátur og ef hann hafði í glasi þá jók það gjarnan við sögurnar, þetta heitir að lifa lífinu. Hann kom austur í Hlíðargerði í afmælið mitt þegar ég var 60 ára, tók reyndar daga- feil, fannst að veislan væri á föstu- degi en hún var á laugardegi, þá óttaðist ég að hann drifi sig, þyrfti kannski að redda einhverju en það var nú aldeilis ekki, hann tók til hendinni, aðstoðaði við að reisa veislutjald, sækja borð og stóla og annað sem þurfti. Þar hitti hann góða vini frá Siglufirði auk ann- arra sem hann skrafaði við, lyfti glasi og var til sannkallaðs sóma. Með derhúfuna í mittisjakkanum, myndarlegur, flottur, léttur á sér, rúmlega áttræður maður sem leit út fyrir að vera 10 árum yngri. Við eigum eftir að sakna hans oft og að keyra Bótina og líta inn í verbúðina sunnudaginn eftir að hann dó kallaði á tár en ekki síður skemmtilegar minningar um hetj- una okkar sem fallin er frá. Við þökkum honum fyrir allt sem hann var okkur. Sævar og Sólveig. Afi minn var enginn venjulegur afi. Hann var mér svo miklu, miklu meira, hann var mér sem faðir og alveg frá fyrstu stundu tók hann mér bara eins og ég er, og ég honum. Við áttum eitthvað órjúfanlegt sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Afi var vinur minn og hafði alltaf áhuga á öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Allt fram á síðustu stundu fylgdist hann með mér og mínum og var ófeiminn við að spyrja og láta skoðun sína í ljós á öllum málum. Ég fór með honum og ömmu í margar útilegur hvert einasta sumar þegar ég var barn og fram á unglingsár. Í rauninni voru fáar útilegur sem þau fóru í án mín. Afi var mjög duglegur við að fræða mig um það sem fyrir augu bar og hann kunni nöfn á öllum fjöllum og fjörðum, ám og vötnum. Á þessum ferðalögum okkar um landið var ómissandi að hafa Jón- as og fjölskyldu í kasettutækinu í Cressidunni – og við höfum rifjað það upp reglulega, haft eftir brandara og heilu senurnar og hlegið okkur máttlaus að öllu sam- an. Tjaldvagninn, grillið og app- elsínugulu frottenáttfötin hans afa voru líka ómissandi. Egg og beik- on í morgunmat og kótelettur eða rif á grillinu. Eftir að ég varð fullorðin snér- ust útilegurnar upp í utanlands- ferðir og ég hef ekki tölu á öllum þeim skiptum sem við höfum farið saman í frí. Ég hugsa að þau séu teljandi á fingrum annarrar hand- ar skiptin sem afi og amma hafa ekki komið með okkur Steina og krökkunum. Þegar ég var 16 ára fór ég með afa, ömmu og vinafólki þeirra í 3 vikur til Benidorm, eitt- hvað sem bæði mér og þeim þótti eðlilegasti hlutur í heimi og við skemmtum okkur konunglega saman. Afi var minn svaramaður þegar ég gifti mig og þau amma komu að sjálfsögðu með okkur Steina og Þórunni í brúðkaupsferðina, 3 vik- ur á Mallorca, þar sem við nutum lífsins saman í einni af okkar ógleymanlegu ferðum. Börnin mín þrjú, Þórunni, Egil og Svanfríði tók afi innst að sínum hjartarótum og þau voru auga- steinar hans. Hann hafði óbilandi trú á þeim og þau á honum. Þau hafa átt ómetanlegar stundir með honum í útilegum um landið og út um allan heim. Við munum seint þreytast á að rifja upp ferðasögur af afa, eins og þegar hann hand- leggsbrotnaði úti í Flórída. Það tók okkur langan tíma að fá hann til að fara til læknis og þegar hann loksins fékkst til þess og var gifs- aður liðu ekki margir dagar þar til hann var búinn að rífa gifsið af með töng, það þvældist bara fyrir, eins og hann sagði. Enda var hann með eindæmum óþolinmóður maður en drífandi, hlutirnir þurftu helst að gerast í gær. Það lýsir honum vel þegar hann rauk í bæinn og keypti sér bók rétt fyrir jólin því hann gat ekki beðið eftir að fá hana í jólagjöf eða þegar ég bað hann um að hjálpa mér, þá var hann kominn áður en ég náði að leggja símann á. Afi var alltaf til staðar. Ég mun sakna hans alla daga en mun halda minningu hans á lofti með hressum sögum og ynd- islegum minningum. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Þín afastelpa, Linda Björk. Ég er svo heppin að hafa átt besta afa í heimi. Afa sem vissi allt og gat allt. Þegar hann sagði sjálf- ur frá þá talaði hann meira að segja öll heimsins tungumál, það var honum nefnilega aldrei neitt til fyrirstöðu og hann gafst aldrei upp. Það eina sem nokkurn tím- ann gæti hafa staðið í vegi hans var að setja saman fortjaldið að gamla tjaldvagninum. Á hverju ári fann hann upp nýtt kerfi sem átti að auðvelda uppsetninguna árið eftir, en einhvern veginn fór það plan alltaf út um þúfur. En tjaldið komst alltaf upp að lokum með lít- illi hjálp frá okkur hinum sem lág- um í grasinu í hláturskasti yfir öllu saman. Afi elskaði tónlist og að dansa og áður en ég man eftir mér vor- um við farin að þeysast um stof- una, ég með mína litlu fætur ofan á hans. Þegar amma var ekki heima þá hækkuðum við Geir- mund eða Sinatra í botn, færðum borðstofuborðið til hliðar og dans- kennslan hófst. Þegar ég gifti mig sumarið 2010 þá var ég með djass- hljómsveit, bara fyrir hann. Á því lék enginn vafi að hann skemmti sér konunglega og sveiflaði elsku ömmu um gólfið. Ég er svo heppin að í þau ófáu skipti sem ég fór með honum í hans daglegu morgungönguferðir, þá ekki bara hlustaði hann á þvaðrið í barninu mér, heldur sagði hann mér og kenndi allt mögulegt um lífið og tilveruna. Hann útskýrði fyrir mér pólitík, sagði mér frá átökum heimsins og kveikti í mér ferðaþrá með öllum ævintýralegu sögunum af sjó- manninum sem sigldi um öll heimsins höf. Það var alltaf tími fyrir leik og „hvar eru gleraugun mín“ var vin- sæl afþreying meðal barnabarna og barnabarnabarna, öll höfum við hringsnúist um húsið leitandi að þessum töfra-gleraugum sem á einhvern ótrúlegan hátt hurfu af nefi hans í tíma og ótíma. Það má heldur ekki gleyma sögunni þegar ég, fjögurra ára gömul, lét hetjuna sjómanninn roðna niður í tær fyrir framan all- marga bæjarbúa þegar ég spurði hann hátt og snjallt í vínbúðinni hvort hann ætlaði ekki að muna að kaupa þetta brúna (viskí) sem hann drykki á hverju kvöldi. Það þarf ekki að taka það fram að ég var aldrei aftur tekin með í slíka búð en afi hafði góðan húmor og við höfum alloft rifjað söguna upp og alltaf hlegið jafn mikið. Afi Siggi sagði mér eitt sinn brandara um mann sem skreið til Nígeríu og nú sem verðandi móðir barns frá Nígeríu þá bíð ég spennt eftir að endursegja litla barninu mínu skrítluna og fleiri góðar sög- ur af sniðuga afa mínum sem svo oft fékk mig til að hlæja. Það var stress og óróleiki í hjarta mér þegar ég sat í flugvél- inni á leiðinni heim yfir Atlants- hafið síðastliðinn laugardag. Það eina sem ég hugsaði um var að ná á leiðarenda fyrir leikslok. Ég var svo heppin og er svo óendanlega þakklát fyrir, að ég rétt náði að kyssa hann bless og hvísla í eyra hans að hann væri besti afi í heimi, því klukkustund seinna lést hann. Hvíl í friði, elsku afi minn, minning þín mun lifa í hjarta mínu og minna um ókomna tíð. Katrín Björk. Sigurður Jóhannsson Nú ert þú farin, ég sit hér í tómarúmi og stari á símann, kíki út um gluggann og athuga hvort þú sért ekki að koma til mín, en nei, nú ertu farin og ég sit hér eftir og sakna þín, sakna þess að sjá þig og heyra í þér daglega eða jafnvel tvisvar á dag. Þinn tími var kominn og þú fórst á þann hátt sem þú óskaðir þér. Við vorum ein- hverntímann að rabba saman um dauðann og þú sagðir að mikið vildir þú að þú fengir að fara í svefni, bara líða útaf. Þér varð að ósk þinni, þú fórst á þinn hljóða hátt, bara leiðst útaf í svefni. Ég vil þakka þér, mamma mín, fyrir allar okkar stundir saman, ferðirnar er- Sigríður Guðjónsdóttir ✝ Sigríður Guð-jónsdóttir fæddist á Forn- usöndum undir Eyjafjöllum 17. september 1923. Hún lést á Landa- kotsspítala 11. jan- úar 2012. Sigríður var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 20. janúar 2012. lendis, til Færeyja, Majorka, Spánar, til Bandaríkjanna að heimsækja Prui, með mér og Ólöfu til Krítar og eyjar- innar Santorini í Eyjahafi, til Aust- urríkis með stórum hópi skyldmenna og Þórsmerkurferðirn- ar og allar sum- arbústaðaferðirnar með mér og börnum mínum. Síðasta árið var þér erfitt, heils- an farin að bila en hugurinn stór og þú ætlaðir þér stundum meira en heilsan leyfði. Þú varst alltaf svo félagslynd, jákvæð og dugleg. Þakka þér, mamma mín, fyrir okkar stundir saman, fyrir það að vera mér góð fyrirmynd, fyrir jákvæðnina og góða skap- ið. Þegar minn tími kemur þá hittumst við hinum megin og höldum áfram að ræða saman um daginn og veginn. Mig langar að færa sérstakar þakkir til starfsfólks heima- hjúkrunar Grafarvogs, til kvennanna sem sáu um lyfjagöf móður minnar síðasta árið, þær sýndu það að þeim var ekki sama um þessa konu, hringdu oft til mín meðan mamma var á sjúkrahúsinu og voru að athuga hvernig hún hefði það og hvort hún færi ekki að koma heim. Ég veit að þær settust stundum með henni og röbbuðu við hana smástund þegar þær komu með lyfin og mömmu þótti afskap- lega vænt um það. Þá vil ég færa starfsfólki Landspítala í Fossvogi og Landakoti þakklæti fyrir þeirra ummönnun síðustu tvo mánuðina í lífi móður minn- ar. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson) Minning þín er ljós í lífi mínu. Kær kveðja. Þín dóttir, Hrafnhildur. Mikið var gaman að eiga hana Siggu sem frænku. Hún var svo falleg, svo góð, svo róleg og svo ótrúlega dugleg. Hún var ein af sjö systkinum föður míns, ein af Berjanes-systkinunum. Allt saman alveg dásamlegt fólk. Ég á margar minningarnar frá því þegar ég, sem ung stúlka og móðir mín heimsóttum hana í búðina sem hún vann svo lengi í, verslun Þorsteins Bergmanns og það besta sem gat gerst var að ég mátti vera hjá Siggu á meðan móðir mín var að útrétta. Ég sat á litlu kaffistofunni, ef kaffistofu skyldi kallast, eigin- lega bara lítið horn með smá borði og örfáum stólum og spjallaði við Siggu, á milli kúnn- anna. Hún gaf sér góðan tíma og var mjög þolinmóð í okkar spjalli. Ég minnist líka ennþá þegar ég var á spítala sem átta ára stelpa og Sigga kom í heim- sókn með litla brúðu úr búðinni, sem ég hafði greinilega sýnt mikinn áhuga. Brúðan var síðan kölluð Sigga frænka, að sjálf- sögðu. Og svo liðu árin og ég óx úr grasi, en það var nú alltaf jafn gaman að hitta þig. Og svo komst þú í heimsókn til okkar til Danmerkur og mikið var það nú gaman. Sjötíu og fimm ár og svo ern og frísk, alveg ótrúleg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Um leið og ég kveð þig kæra frænka vil ég senda samúðar- kveðjur til barna þinna, tengda- barna og ömmubarnanna og bið góðan Guð að styðja þau og styrkja. Stefanía Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.