Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Víkingarokksveitin Skálmöld mun standa fyrir tvennum tónleikum á Gauki á Stöng í dag. Klukkan 16 verða tónleikar fyrir alla aldurshópa en síðar um kvöldið verða tónleikar fyrir þá sem náð hafa tvítugsaldr- inum. Að sögn Snæbjörns Ragn- arssonar, bassaleikara sveitarinnar, hefur þetta fyrirkomulag gefist vel. „Við höfum gert þetta áður og þá var frábært að sjá gömlu síðhærðu þungarokkarana mæta með börnin upp á arminn, vel brynjuð með risa- vaxnar heyrnarhlífar.“ Fyrsta plata sveitarinnar, Baldur, kom út árið 2010 og hlaut frábærar viðtökur. Að sögn Snæbjörns hyggja þeir á frekari útgáfu í ár. „Hún á að koma út síðar á þessu ári, við erum á fullu í undirbúningsvinnu um þessar mundir.“ Í kvöld er ætlunin að spila efni af fyrstu skífunni en frumflytja að auki nýtt efni. Millivegaþungarokkið Aðspurður segir Snæbjörn Skálmöld hafa ákveðna sérstöðu hér á landi, en fáar aðrar sveitir kenna sig við víkingarokk. „Þetta er auðvit- að bara þungarokk, kannski svolítið gamaldags að vissu leyti. Þetta er eins og þungarokkið var þegar við vorum litlir í bland við eitthvað nýrra. En það eru fáar sveitir hér á landi sem eru í þessu milli- vegaþungarokki.“ Tilurð sveit- arinnar var að sögn Snæbjörns mjög heimilisleg. ,,Það kom bara að þeim tímapunkti að við hugsuðum að nú yrðum við að stofna þungarokks- sveit áður en við yrðum of gamlir,“ segir Snæbjörn. Skálmöld var stofn- uð árið 2009 og hefur verið mjög virk síðan þá. Síðastliðið haust fór sveitin í tónleikaferðalag um Evrópu með finnsku þungarokkssveitinni Finnt- roll og fjórum öðrum sveitum og heppnaðist það mjög vel að sögn Snæbjörns. Plötuútgáfan Sena gefur út nýju plötuna en samkvæmt Snæbirni verður ekki um mikla stefnubreyt- ingu að ræða „Við höldum okkur við sama heygarðshornið, án þess að endurtaka okkur. Við erum og verð- um þungarokkssveit.“ Fyrri tónleik- arnir á Gauknum hefjast kl. 16 en þeir seinni kl. 21. Um upphitun sjá hljómsveitirnar Mont, Angist og Atrum. gudrunsoley@mbl.is Tónleikaveisla Skálmöld stendur fyrir tvennum tónleikum á Gauki á Stöng í dag og kvöld, kl. 16 og kl. 21. Gamaldags þungarokk  Hljómsveitin Skálmöld hyggur á útgáfu nýrrar plötu  Verður með tvenna tónleika á Gauki á Stöng Vegna góðrar aðsóknar verður aukasýning á svörtu kómedíunni Póker í Tjarnabíói í kvöld. Að sögn leikarans Þorsteins G. Bjarnasonar varð óvenjuleg uppákoma á æfingu síðustu helgi þegar gervislagsmál urðu aðeins of raunveruleg, að mati hundsins Depils sem er í eigu leik- stjórans Valdimars Arnar Flygenr- ing. „Það var klukkutími í sýningu og ég og Ingi Hrafn [Hilmarsson] vor- um að fara í gegnum slagsmálasen- una okkar. Þegar ég var kominn of- an á Inga Hrafn kom hundurinn snaróður hlaupandi og tók þátt í slagnum. Hann beit mig í löppina og byrjaði að draga mig af Inga.“ Betur fór en á horfðist þar sem Depill beit aðeins í skálmina á bux- unum og tókst að rífa burt stórt stykki. Valdimar kom hlaupandi og náði að róa Depil. „Ég slapp með smáskrámur, en það versta var að ég var í fötunum sem ég var að fara að leika í á sýningunni og nú hafði ég engar buxur. Til allrar hamingju býr Nonni [Jón Stefán Sigurðsson] sem leikur líka í verkinu, við hlið- ina á Tjarnarbíói og við náðum að hlaupa til hans og redda nýjum buxum. Þær pössuðu ekki alveg því hann er stærri en ég en kærastan hans náði að bjarga þessu snarlega með nælum og títuprjónum.“ Þorsteinn segir að mikið hafi ver- ið hlegið að þessu eftir sýninguna, þótt þeim hafi ekki verið hlátur í huga á meðan á uppákomunni stóð. Depill stöðvaði æfingu Póker Þorsteinn og Ingi Hrafn. Í umfjöllun um bíófrumsýningar helgarinnar í blaðinu í gær, láðist að segja frá myndinni Chronicle. Verður bætt úr því hér með. Chronicle Chronicle er frumraun hins 26 ára gamla leikstjóra Josh Trank. Hún er gerð í anda „District 9“ með bak- grunni í stíl vísindaskáldsagna og miklum tæknibrellum. Þrír skóla- strákar gera merkilega uppgötvun sem leiðir til þess að þeir öðlast furðulega krafta ofar þeirra eigin skilningi. Þegar þeir eru að læra að ná stjórn á hæfileikum sínum og nýta þá sér í hag, fer líf þeirra allt úr skorðum og myrkar hliðar þeirra fara að ná yfirhöndinni. Myndin var heimsfrumsýnd í gær í Bandaríkjunum og hér á landi. RottenTomatoes: 87% IMDB: 69/100 Bíófrumsýningar Öðlast furðulega krafta Chronicle Vinir öðlast furðukrafta. NÝJASTA MEISTARAVERK STEVEN SPIELBERG TILNEFND TIL 4 ÓSKARSVERLAUNA BYGGÐ Á METSÖLUBÓ UM STEPHAN K STÓRSKEMM MEÐ KATHER Í AÐALHLUTV T á sýningar merktar með grænu1.000 kr.SPARBÍÓ 3D NÚMERUÐ SÆTI Í KRINGLUNNI SÝND Í EGILSHÖLL "FLOTTUR HASAR." -H.S.S. - MBL HHH SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG KSÝND Í KRINGLUNNI - TAKMARKAÐAR SÝNINGAR SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI - ARIZONA REPUBLIC HHHHH SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI MÖGNUÐ SPENNUMYND TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYNDIN6 K.S. - NEW YORK POST HHHH R.C. - TIME HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK UNUM IE PLUM ILEG MYND INE HEIGL ERKI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK KATHERINE HEIGL Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.