Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 7
SVIÐSLJÓS Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Flest umferðarslys verða á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru samt sem áður með örugg- ustu vegum landsins þegar litið er til slysatíðni miðað við umferð. Alvarleg- ustu slysin verða aftur á móti helst á fáförnum vegum utan þéttbýlis, sé miðað við umferð. Þetta kemur fram í rannsókn Þór- odds Bjarnasonar, prófessors í fé- lagsfræði og stjórnarformanns Byggðastofnunar, og Sveins Arnars- sonar félagsfræðinema. Markmið rannsóknarinnar var að finna hættu- legustu þjóðvegi landsins með tilliti til fjölda slysa annars vegar og tíðni hins vegar. Erfið þversögn Í niðurstöðunni felst sú þversögn að hægt er að fækka slysum mest með því að auka umferðaröryggi þar sem það er nú þegar mest, þ.e. í grennd við höfuðborgarsvæðið. Í rannsókninni er bent á að kröfur um forgang samgöngubóta á suðvestur- horni landsins, umfram aðrar brýnar framkvæmdir í samgöngumálum sem lækkað geta slysatíðni, eru háværar. Slíkt gæti þó aukið á misrétti í um- ferðaröryggi eftir landshlutum þar sem slysatíðnin er hærri utan höfuð- borgarsvæðisins. Að sögn Þórodds benda erlendar rannsóknir til þess að slysatíðni í umferðinni sé meiri í dreif- býli en þéttbýli og afleiðingar slysa í dreifbýli oft alvarlegri þar sem lengra sé í bráða læknisþjónustu. Þetta á ekki síður við hér á landi þar sem vegalengdir til sérhæfðra sjúkrahúsa eru oft langar. Tilgangurinn með rannsókninni var að sjá þessa hluti í samhengi við lýðheilsumál. „Þetta var tilraun til að komast upp úr ákveðnum hjólförum sem þessi mála- flokkur hefur verið í síðustu ár. Út frá lýðheilsusjónarmiðum er áhersla á hvernig hægt sé að koma í veg fyrir flest slys en ef horft er á þetta út frá einstaklingnum ætti að sjálfsögðu að koma í veg fyrir hvert slys fyrir sig,“ segir hann. Að sögn Þórodds eru nokkrar leiðir til að takast á við vandann. Til að mynda væri hægt að verja auknu fjár- magni í þágu umferðaröryggis annars vegar til að fækka slysum þar sem þau eru flest en hins vegar til að auka öryggi þar sem slysahætta er mest. Önnur leið er að forgangsraða með tilliti til beggja þátta í senn með sama vægi, líkt og gert var í rann- sókninni. Líka er rétt að hafa í huga að góður vegur getur leitt til aukins umferðar- hraða og til að fækka þar slysum gæti verið þörf á hraðamyndavél- um og aukinni lög- gæslu fremur en frek- ari vegabótum. Tvíbent öryggi í umferð  Flest umferðarslys verða á vegum í grennd við höfuðborgarsvæðið þótt þeir séu öruggastir þjóðvega  Meiri líkur á slysum á fáförnum vegum úti á landi Morgunblaðið/Júlíus Umferðarslys Afleiðingar slysa eru oft alvarlegri í dreifbýli. TILBOÐ – aðeins í dag! 99kr.kg Kartöflur í lausu 998 Ýsuflök með roði Krónan Reykjavíkurvegi alla daga 10-21 Krónan Vestmannaeyjum virka daga 11-19 lau. 11-18 sun. 11-16 Krónan Selfossi virka daga 10-20 helgar 10-19 Krónan Mosfellsbæ alla daga 10-20 Krónan Akranesi alla daga 10-20 Krónan Reyðarfirði mán-fim 11-18 fös. 11-19 lau. 11-17 sun.12-16 Krónan Lindum alla daga 10-20 kr. kg FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 Lyktnæmir íbúar á höfuðborg- arsvæðinu urðu margir varir við brennisteinslykt sem lá í loftinu um helgina. Að sögn Veðurstofu Ís- lands bar hæg austanátt lyktina frá virkjanasvæðinu á Hellisheiði til höfuðborgarsvæðisins. Oft verður brennisteinslyktar vart í stillu líkt og í gær. Í dag blæs meira og því ætti lyktin ekki lengur að angra höfuðborgarbúa. Morgunblaðið/Golli Brennisteinn Lyktin berst frá Hellisheiði. Hveralykt á höf- uðborgarsvæðinu Maður sem slasaðist þegar hann féll af vélsleða í norðurhlíðum Mósk- arðahnúka í Esju var í gær fluttur með þyrlu á Landspítalann í Foss- vogi. Hann var með meðvitund en kvartaði undan eymslum á hálsi og í baki. Maðurinn var í hópi vélsleða- manna og fékk höfuðhögg þegar hann féll af sleða sínum á ferð. Átta vélsleðamenn úr björg- unarsveitum Landsbjargar sinntu aðgerðum á slysstað. Slasaðist í hlíðum Móskarðahnúka Morgunblaðið/Árni Sæberg Flest slys á hvern kílómetra á árunum 2007-2010 urðu á Reykjanesbraut milli Hafn- arfjarðar og Keflavíkur, næst- flest á Suðurlandsvegi og í þriðja sæti var Vesturlands- vegur frá Þingvallaafleggjara að Borgarnesi. Tíðni slysa var einnig mæld miðað við fjölda slysa á hverja milljón ekna kílómetra á sama tímabili. Miðað við þann mæli- kvarða var slysatíðnin mest á fjórum vegaköflum á Austur- landi, þremur á Vestfjörðum, tveimur á Vesturlandi og að lok- um urðu allmörg slys milli Kópa- skers og Þórshafnar um Öx- arfjarðarheiði. Tíðni slysa á hverja milljón ekna kílómetra sýndi nei- kvæða fylgni við umferð- arþunga. Vegarkaflarnir reyndust því öruggari fyrir einstaka veg- farendur eftir því sem heildar- umferð og heild- arfjöldi slysa var meiri. Umferðarslysa- fjöldi og tíðni FJÓRÐUNGUR SKRÁÐRA SLYSA UMFERÐARSLYS Þóroddur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.