Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 Óhætt er að segja að aðbúnaður farþega í biðskýlinu Stoppu- stuð við Þjóðminjasafnið í Reykjavík sé til mikillar fyrir- myndar enda biðskýlið vel búið nútímaþægindum. En auk þess að vera mjög skjól- og rúmgott er biðskýlið upphitað, upplýst og útbúið þráðlausri nettengingu. Þarf því engum að leiðast biðin eftir strætó í Vesturbænum. Hið sama var ekki upp á teningnum á biðstöðinni við Vest- urlandsveg í Reykjavík en í nýafstöðnum vetrarhörkum mátti sjá tvo verkamenn klöngrast yfir akreinar og snjóþunga gangstíga til að komast að stoppistöð sinni. Það eina sem gef- ur til kynna að um sé að ræða stoppistöð strætisvagna er tímatafla vagnanna sem fest hefur verið á ljósastaur. Þarna er ekkert skýli og tilvonandi farþegar verða að gera sér að góðu að standa í kantinum á einum fjölfarnasta vegi landsins. Hjá Strætó fengust þær upplýsingar að búið væri að teikna nýja biðstöð á þessum stað fyrir alllöngu en málið hefði ein- hverra hluta vegna dregist um of. Að auki var bent á að málið yrði ekki leyst án aðkomu borgaryfirvalda. Strætóstoppistöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru bersýnilega mjög misjafnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Ekkert stoppustuð hjá Strætó á Vesturlandsvegi Morgunblaðið/Sigurgeir S. Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Tímapantanir 534 9600 Heyrn · Hlíðasmári 11 · 201 Kópavogur · heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Á Grundartanga rís nú verksmiðja þar sem til stendur að framleiða ál úr gjalli sem fellur til við framleiðslu hjá álfyrirtækjunum. Húsið sem verið er að reisa er um 1.000 fermetrar og verða starfsmenn sex til að byrja með en eigandi fyrirtækisins Kratusar ehf., sem stendur að verksmiðjunni, segir þetta aðeins fyrsta áfangann. „Það falla til í álverunum eitthvað um 10.000 tonn af gjalli á ári og sum þeirra senda það úr landi til endur- vinnslu. Það sem við erum að gera er að sækja það heim,“ segir Valdimar Jónasson. Hann segir verkefnið fyrst og fremst snúast um umhverfisvernd en markmiðið sé að fullvinna það sem af- gangs verður við álvinnslu. Til að byrja með verða 3.500 tonn af gjalli frá Straumsvík unnin í verk- smiðjunni og því áli sem verður til skilað aftur til álvinnslunnar. „Við erum að stíga fyrstu skrefin núna en þetta mun bjóða upp á ýmsa aðra möguleika sem munu fæðast jafnóðum,“ segir Valdimar. holmfridur@mbl.is Sex fá vinnu við álgjallið  Byrja á 3.500 t frá Straumsvík Morgunblaðið/ÞÖK Hvalfjörður Starfsemi mun hefjast í verksmiðjunni snemma sumars. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Göngu- og hjólastígum hefur fjölgað verulega á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 1980 og gatnakerfið stækkað. Þetta kemur fram í gögnum sem Morgunblaðið hefur fengið send frá nokkrum helstu sveitarfélögum svæðisins. Í ársskýrslu Gatnamálastjóra Reykjavíkur frá 1980 segir að sam- anlögð lengd gatna í Reykjavík í árs- lok 1980 hafi verið 277,7 km, þar af voru um 253,6 km malbikaðir. Hinn 1. desember 2011 voru götur í borginni með bundnu slitlagi hins vegar orðn- ar 515 km en göngu- og hjólastígar með bundnu slitlagi 768 km. Í Hafnarfirði var áætluð lengd gatnakerfisins árið 2011 alls 130 km en þar í bæ er áætlað að göturnar hafi verið um 70 km árið 1980. Þar eru stéttir og stígar um 170 km en ekki er búið að leggja stéttir í hluta nýbyggingarhverfa. Gróft áætlað gætu stéttir hafa verið um 85 km árið 1980. Í Kópavogi voru göturnar alls 140 km árið 2011, göngustígar 42,9 km og gangstéttir 49,2. Árið 1980, þegar bærinn var varla hálfdrættingur á við það sem hann er nú, var gatnakerfið mun viðaminna eða um 47 km og ekki voru skráðar neinar gangstéttir eða göngustígar. Í þéttbýli Mosfellsbæjar eru götur nú um 66,3 km en voru 31 km árið 1980. Vöxtur gatnakerfisins hefur aukið snjómokstur til muna. Í Mosfellsbæ hefur verið byggt talsvert af hljóðmönum meðfram veg- um síðastliðin ár. Slíkir tréveggir og hlaðnir veggir safna einnig snjó og gerir það snjómokstursmönnum erf- iðara um vik, skv. upplýsingum frá bænum. Í Reykjavíkurborg hefur nú verið gripið til aðgerða til að létta snjó- moksturinn sem fylgir bættu göngu- og hjólastígakerfi borgarinnar. Hefur sérstakur starfshópur verið skipaður til að halda utan um þær aðgerðir. „Verið er að reyna að fjölga tækj- um til að sinna betur gönguleiðum. Um 2005 voru tækin seld og rekst- urinn í kringum þetta einkavæddur. Frá hruninu hefur þetta því breyst þannig að við fáum ekki tæki annars staðar frá líkt og áður. Við þessu er nú brugðist með því að við eignumst tækin sjálfir frekar en að vera með þau í rekstrarleigu,“ segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri gatna- og eignaumsýslu hjá Reykjavíkurborg. Gatnakerfið lengist sífellt  Álag eykst í snjómokstri þegar göngu- og hjólastígar lengjast að mun  Hljóðmanir safna einnig snjó og gera snjómokstursmönnum erfiðara um vik Gatnakerfið » Þegar göngu- og hjólastígar í borginni lengjast eykst álag við snjómokstur í erfiðri færð líkt og verið hefur nú í vetur. » Í Mosfellsbæ hefur töluvert verið reist af hljóðmönum meðfram vegum síðastliðin ár. Slíkar manir safna snjó og gera snjómokstursmönnum erfiðara að koma snjónum til hliðar. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Mokstur Gönguleiðum sinnt betur. Fulltrúar flokkanna sem nú reyna að mynda bæjarstjórnarmeirihluta í Kópavogi hittust tvisvar um helgina. „Á síðari fundinum vorum við að taka púlsinn. Ég ætla að virða trúnað varðandi allt það sem okkur hefur farið á milli,“ sagði Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðis- flokkur og Y-listi Kópavogsbúa ræða nú um nýjan meirihluta. Spurður hvort Guðrún Pálsdóttir myndi gegna áfram starfi bæjar- stjóra, færi svo að flokkarnir þrír næðu saman, sagði Ómar að það væri eitt af því sem þyrfti að ákveða. Viðræður halda áfram í dag. annalilja@mbl.is Bæjarfulltrúar tóku púlsinn á fundi Einn af þeim möguleikum sem aðstandendur verkefnisins horfa til er að endurvinna drykkjarvöruumbúðir. „Það er aðeins öðruvísi verkefni, en nokkuð sem við munum geta gert og ætlum að fara út í. Það er hins vegar ekki alveg komið að því enn því það kallar á öðruvísi hreinsibúnað og viðbótar- starfsleyfi og fleira,“ segir Valdimar. Framtíðar- verkefni DRYKKJARUMBÚÐIR Lögreglan stöðvaði bíl rétt fyrir há- degi í gær og var ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Inn í málið blandaðist heimilisofbeldi þar sem smábörn komu við sögu. Ökumaðurinn var vistaður í fanga- klefa þar til af honum rann. Ölvunarakstur og heimilisofbeldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.