Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 Meirapróf Næsta námskeið byrjar 8. febrúar 2012 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Björn Valur Gíslason er formað-ur þingflokks Vinstri grænna. Hann nýtur trausts Steingríms J. Sigfússonar.    Þetta skrifarhann síðast: „Fáir stjórn- málamenn hafa unn- ið þjóð sinni jafn mikið tjón og Davíð Oddsson hefur gert. Hann er því rétt- nefndur pólitískur hryðjuverkamaður. Enginn stjórn- málamaður á því jafn mikið undir því og Davíð Oddsson að komast undan vitnaleiðslum fyrir lands- dómi. Það er ótrúlegt hvað margir eru viljugir að aðstoða hann við það. Hversvegna ætli það sé?“    Er þetta hálmstráið eftir að Sig-ríður J. Friðjónsdóttir sak- sóknari sópaði út af borðinu einu röksemd Björns Vals og Jóhönnu gegn því að falla frá ákæru á hend- ur Geir H. Haarde? Að vitni séu svo logandi hrædd við að verða spurð eiðsvarin um sínar skoðanir, orð og gerðir. Að minnsta kosti eitt vitnið.    Nú er ekki vitað hvort „hryðju-verkamenn“ leynast í hópi annarra vitna og séu skjálfandi af ótta líka.    En hafa þau ekki mörg þegarborið vitni eiðsvarin í marga klukkutíma fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis? Hefur það ekki verið allt birt opinberlega?    Látum svívirðingarnar vera,þetta er jú Björn Valur Gísla- son.    En hvaða endileysa er þetta? Erverið að ákæra Geir til að fá að heyra í vitnum? Björn Valur Gíslason Snýst þetta um vitni? STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.2., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík -2 skýjað Akureyri -3 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 0 skýjað Vestmannaeyjar 4 alskýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 5 léttskýjað Ósló -6 snjókoma Kaupmannahöfn -6 skýjað Stokkhólmur -7 heiðskírt Helsinki -12 snjóél Lúxemborg -6 heiðskírt Brussel -6 heiðskírt Dublin 7 skýjað Glasgow 6 skýjað London 2 alskýjað París -2 heiðskírt Amsterdam -6 heiðskírt Hamborg -7 heiðskírt Berlín -8 snjókoma Vín -7 léttskýjað Moskva -11 heiðskírt Algarve 15 heiðskírt Madríd 8 léttskýjað Barcelona 5 skýjað Mallorca 6 súld Róm 2 skýjað Aþena 13 skýjað Winnipeg -6 heiðskírt Montreal -10 alskýjað New York 1 heiðskírt Chicago 3 skýjað Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:54 17:30 ÍSAFJÖRÐUR 10:13 17:21 SIGLUFJÖRÐUR 9:57 17:03 DJÚPIVOGUR 9:27 16:56 Margrét Sighvats- dóttir, söngkona og húsmóðir í Grindavík, lést á hjúkrunarheim- ilinu Víðihlíð í Grinda- vík föstudaginn 3. febr- úar sl., áttatíu og eins árs að aldri. Margrét fæddist í Ártúnum á Rangár- völlum 23. maí 1930. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Árnadóttur og Sig- hvatar Andréssonar bónda á Ragnheið- arstöðum í Flóa. Margrét var stofnfélagi í Slysa- varnafélaginu Þórkötlu, sat í fyrstu stjórn þess og var heiðursfélagi. Hún var jafnframt í Kvenfélagi Grindavíkur, sóknarnefnd Grinda- víkurkirkju og í kirkjukórnum. Hún æfði ýmsa barnakóra í Grindavík og sá um tónlistarkennslu í grunnskól- anum þar til tónlistarskólinn var stofnaður. Margrét var einnig heið- ursfélagi í Ungmenna- félaginu Samhygð í Gaulverjabæjarhreppi. Hún var einnig um- boðsmaður Morgun- blaðsins í Grindavík um nokkurra ára skeið. Margrét hafði alla tíð unun af tónlist og söng og lærði m.a. hjá Maríu Markan, Sigurði Demetz Franzsyni, Guðrúnu Á. Símonar- dóttur og John Speight. Vorið 2010 kom út hljómdiskurinn „Lögin hennar mömmu“, með lögum og textum sem Margrét hafði samið í Keflavík og Grindavík. Margrét lætur eftir sig eigin- mann, Pál H. Pálsson útgerðar- mann, frá Þingeyri við Dýrafjörð, og sex börn, Margréti, Pál Jóhann, Pét- ur Hafstein, Kristínu Elísabetu, Svanhvíti Daðeyju og Sólnýju Ingi- björgu. Andlát Margrét Sighvatsdóttir Torben Friðriksson, fyrrverandi ríkisbókari, lést á Landspítalanum við Hringbraut laug- ardaginn 4. febrúar sl. Torben fæddist í Danmörku 21. apríl 1934. Hann lauk stúd- entsprófi í Svendborg 1952 og verslunar- skólaprófi og prófi í sjórétti frá Köbmands- skolen í Kaupmanna- höfn 1955. Í Kaupmannahöfn kynntist Torben eft- irlifandi eiginkonu sinni, Margréti B. Þorsteinsdóttur, og flutti með henni til Íslands. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1960. Meðfram námi starfaði Torben hjá hagdeild SÍS og síðar í tvö ár á vegum OECD í París. Hann var forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar 1966 til 1982, þá framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna um tveggja ára skeið, en var skipaður ríkisbók- ari 1984 og gegndi því embætti fram til 1. ágúst 1994, að hann tók við stöðu sérfræð- ings og ráðgjafa í fjármálaráðuneytinu. Torben vann að ýmsum félagsmálum, sat m.a. í stjórn Dansk-íslenska félags- ins í Reykjavík í átta ár, þar af sem for- maður í fjögur. Þá sat hann í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana og í stjórn Stjórnsýslusambands Íslands og var þar formaður um tíma. Hann vann í þágu Rauða krossins um áratuga skeið og átti m.a. lengi sæti í stjórn Reykjavíkurdeildar RKÍ. Þrjú uppkomin börn Torbens og Margrétar eru Steen Magnús, Hanna Katrín og Knútur Þór. Andlát Torben Friðriksson Sr. Gunnar Sig- urjónsson, prest- ur í Digra- neskirkju í Kópavogi, lýsti í gær yfir fram- boði sínu til emb- ættis biskups. „Þjóðkirkja sem hagar störf- um sínum með það að marki að gera veg Krists sem mestan á með- al fólks er kirkja á réttri leið. Sú kirkja er virðingarverð og eftir- sóknarverð. Þeirri kirkju vil ég vinna það gagn sem mest ég má. Ég býð mig ekki fram til emb- ættis biskups Íslands vegna þess að ég telji mig vera betur til þess fall- inn en aðra, heldur vegna þess að ég ber traust til alls þess góða fólks sem hefur hvatt mig áfram í starfi mínu,“ segir m.a. í yfirlýs- ingu hans. Sr. Gunnar í biskupskjör Gunnar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.