Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 12
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslensku lífeyrissjóðirnir töpuðu 380- 390 milljörðum eftir að efnahags- hrunið brast á í október 2008 og til 2010. Það er um 22% af heildareign sjóðanna fyrir hrun. Innlend hluta- bréfaeign lífeyrissjóðanna rýrnaði um 95 milljarða fyrstu níu mánuði ársins 2008. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyris- sjóða, segir að eignarýrnun margra evrópskra lífeyrissjóða af völdum hrunsins 2007-2009 hafi verið rúm 20%. Munurinn hjá þeim og íslensku sjóðunum sé að innlend mynt þeirra hafi ekki hrunið. Arnar hrósaði óháðu úttektar- nefndinni fyrir skýrsluna sem kynnt var á föstudag og sagði skýrsluna mun ítarlegri en hann bjóst við. Hann sagði að lífeyrissjóðirnir hefðu oft verið inntir eftir umfangi taps þeirra af völdum hrunsins. „Við höfðum áætlað að tapið myndi losa um 20% af heildareignunum,“ sagði Arnar. Það er nálægt 360-370 milljörðum. Þess ber að geta að líf- eyrissjóðirnir miðuðu við 30. septem- ber 2008, síðustu mánaðamót fyrir hrunið. Í skýrslunni er hins vegar miðað við 1. janúar 2008. Sé eignar- ýrnun lífeyrissjóðanna í innlendum hlutabréfum upp á 95 milljarða fyrstu níu mánuði ársins 2008 bætt við sé niðurstaðan sé því áþekk. Erlend hlutabréf í eigu lífeyris- sjóðanna féllu einnig í verði í aðdrag- anda hrunsins. Það mildaði áhrifin á eignasöfnin að krónan veiktist á sama tíma svo virði erlendu hlutabréfanna í krónum talið hélst nær óbreytt. Skipan stjórna ólík Úttektarnefndin kemur með ýmsar ábendingar, m.a. um stjórnarsetu í lífeyrissjóðunum. Arnar benti á að lífeyrissjóðirnir væru með ólíkan bakgrunn. Af 32 lífeyrissjóðum væru átta til níu vinnumark- aðssjóðir og megin- reglan í þeim að stéttarfélögin til- nefndu helming stjórnarmanna og Samtök atvinnulífsins helming. Svo eru aðrir lífeyrissjóðir þar sem sjóð- félagar kjósa alla stjórnarmenn. Í þriðja lagi eru sjóðir með ábyrgð launagreiðanda, það er ríkis og sveit- arfélaga, og eiga þeir sem bera ábyrgðina fulltrúa í stjórnum sjóð- anna. Oft hefur verið rætt um að sjóð- félagar í vinnumarkaðssjóðum geti kosið stjórnarmenn og er tekið undir það í skýrslunni. Arnar kvaðst ganga út frá því að sjóðsstjórnirnar myndu hver um sig skoða þessar ábending- ar. Á sama hátt myndu bakhjarlar sem hlut ættu að máli, SA og laun- þegahreyfingin, einnig skoða ábend- ingarnar og taka til umræðu. Arnar sagði þetta samt ekki eins einfalt og það liti út fyrir að vera. Kveðið væri á um lífeyrisgreiðslur og lífeyrissjóðina í kjarasamningum. Oftast væri samið um þessi mál á almennum vinnu- markaði. „Engu að síður tel ég skyn- samlegt að menn fari í gegnum þetta atriði og önnur sem vitnað er til í skýrslunni,“ sagði Arnar. Fram kemur í skýrslunni að kostn- aður við rekstur íslensku lífeyrissjóð- anna sé sá lægsti í öllum samanburð- arlöndunum (OECD-ríkin) og hafi verið til margra ára. „Hér á landi eru starfsmenn í öllu lífeyrissjóðakerfinu um 210 talsins og inni í þeirri tölu eru starfsmenn sér- eignarsjóða og við lífeyrissparnað,“ sagði Arnar. Tap lífeyrissjóðanna svip- að og hjá þeim evrópsku  Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna hér er í lágmarki miðað við OECD-ríkin Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við mbl.is að bankahrunið væri meginástæða taps lífeyrissjóðanna. Þó hefði t.d. verið hægt að viðurkenna fyrr að íslenskur hlutabréfa- markaður hefði verið of grunnur og áhættusamur og sjóðirnir hefðu hugsanlega átt að fjár- festa meira í útlöndum. Þrátt fyrir mikið tap hefðu erlendar eignir sjóðanna virkað sem mót- vægi gegn tapinu. Arnar Sigurmundsson, for- maður Landssamtaka lífeyr- issjóða, sagði að vegna gjaldeyr- ishafta væri ekki hægt að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Eina undantekningin væri endur- greiðslur úr erlendum fram- takssjóðum sem lífeyr- issjóðirnir keyptu í fyrir hrun. Endurgreiðslur úr þeim mætti nota til að standa við gerða samninga um greiðslur í erlenda framtakssjóði. Of grunnur markaður MÓTVÆGI Í ERLENDUM EIGNUM LÍFEYRISSJÓÐA Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 KORTIÐ GILDIR TIL 31. maí 2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR 2 FYRIR 1 Á TAPAS BARNUM AF FRÁBÆRU TAPAS AÐ HÆTTI HÚSSINS MOGGAKLÚBBUR Framvísið Moggaklúbbs- kortinu áður en pantað er. Tilboðið er í boði frá sunnudegi til miðvikudags og gildir frá 8. janúar til 28. mars 2012. ATH! Gildir ekki 14. febrúar 2012 eða með öðrum tilboðum. RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Glatist kortið sendu þá póst á askrift@mbl.is. INNKÖLLUN Á VÖRU Okkur hefur verið tilkynnt að barnabílstóll með vörunúmerinu 28831 uppfylli því miður ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til barnabílstóla. Stóllinn hefur því verið tekinn úr sölu í Rúmfatalagernum. Þessi stóll var fáanlegur frá septemberlokum 2011 og eru þeir viðskiptavinir sem hafa keypt þennan stól eru vinsamlegast beðnir um að hætta notkun á þessum stól og hafa samband við næstu Rúmfatalagersverslun og skila honum gegn fullri endurgreiðslu. Við biðjumst velvirðingar á þessu. Með fyrirfram þökk fyrir sýndan skilning. Dæmi eru um að þeir sem sáu um eignastýringu fyrir lífeyrissjóði hafi brugðist trausti og sjóð- irnir ekki viðhaft nægilegt eftirlit, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu eftirlits- nefndarinnar. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, sagði að sumir lífeyrissjóðir hefðu farið í mál eða væru að undirbúa mál gagnvart þrotabúum gömlu bank- anna, einkum vegna afleiðu- viðskipta og víkjandi skuldabréfa. Þegar náin tengsl banka og til- tekinna fyrirtækja komu í ljós voru lögmenn fengnir til að skoða hvort um væri að ræða markaðs- misnotkun og einhver á hinum end- anum hagnaðist óeðlilega vegna þessara viðskipta. „Við höfum lengi verið með lög- menn á okkar snærum að skoða þessi mál,“ sagði Arnar. Hann sagði að sátt hefði náðst við þrotabú Landsbankans í júlí í fyrra. Við- ræður stæðu enn við slitastjórnir Glitnis og Kaupþings banka. Ef þrotabú bankanna væru með kröfur á lífeyrissjóðina vegna þess að gjaldmiðlavarnasamningar væru með neikvæða stöðu nýttust skuldabréf lífeyrissjóðanna á bank- ana til skuldajöfnunar, en annars væru þau lítils virði. Það myndi mýkja höggið sem lífeyrissjóðirnir yrðu ella fyrir ef slík skuldajöfnun gengi eftir. Arnar sagði þessar við- ræður og uppgjör mjög flókin og ekki séð fyrir endann á þeim. Lífeyrissjóðir í mála- ferlum við þrotabú föllnu bankanna Arnar Sigurmundsson Viðræður lífeyrissjóðanna við full- trúa fjármálaráðuneytisins um að- komu að vaxtaniðurgreiðslu vegna skulda- og greiðsluvanda heimilanna halda áfram í dag. Þær byggjast á viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, fjármálastofnana, lífeyrissjóðanna og Íbúðalánasjóðs 3. desember 2010. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, sagði að viðræðurnar hefðu ekki borið árangur í fyrra. Rætt var um að sjóðirnir kæmu að þessu í gegnum gjaldeyrisútboð Seðlabankans. Svo var rætt um að þeir keyptu eignir af ríkinu en það gekk ekki upp. Þráðurinn var aftur tekinn upp fyrir áramót og rætt um virka þátt- töku lífeyrissjóðanna í gjaldeyr- isútboðum á þessu ári. „Við höfum lýst vilja til þess og höfum fundað með fjármálaráðu- neytinu og kynnt okkur skilmála Seðlabankans,“ sagði Arnar. „Ég vona að á allra næstu dögum sjáum við hvort þessi leið er fær.“ Hann sagði að stjórn hvers lífeyr- issjóðs þyrfti að taka afstöðu til þess hvort hún vildi koma að gjaldeyr- isútboðunum. Yrðu allir sjóðirnir með tækist að koma í veg fyrir boð- aðan eignaskatt upp á 2,8 milljarða króna á lífeyrissjóðina. Stjórnir sumra sjóðanna hefðu þegar tekið afstöðu en hinar myndu gera það í þessari viku. gudni@mbl.is Viðræður um gjaldeyr- isútboð halda áfram  Niðurstöðu vænst á næstu dögum Morgunblaðið/Kristinn Úttekt á lífeyrissjóðunum Arnar Sigurmundsson með skýrsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.