Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 Vor í lofti Fátt jafnast á við góðan reiðtúr við Rauðavatn þegar veðrið er eins og það var í gær. Kristinn Í Tíund, fréttabréfi ríkisskattstjóra, var fyrir nokkru fjallað um tekjur þeirra er áttu innstæður í bönkum í október 2008. Af þeirri umfjöllum er augljóst að afkoma fjármagns- eigenda var ,,gull- tryggð“.Eign þeirra var vernduð, án skilyrða og fortakslaust, af stjórn- völdum með yfirlýsingu um tryggingu allra innstæðna. Að auki fengu fjármagnseigendur líka óskiptan „hagnaðinn“ af verðbólgu og vaxtaskoti í kjölfar efnahagshrunsins. Á meðan hefur verðtryggingin fengið að herja óáreitt á skuldsett heimili landsins. Verðbólga frá árs- byrjun 2008 er nálega 40 prósent og lánþegar þessa lands hafa mátt horfa á lánin sín hækka um þá upphæð auk hárra vaxta. Þeir fjármunir hafa runnið í hirslur fjármálafyrirtækja og fjárfesta. Með nokkrum sanni má segja að þetta fyrirkomulag hafi hneppt stóran hluta þjóðarinnar á besta aldursskeiði, 25-40 ára, í skulda- þrælkun og stuðlað að stórfelldum flutningi á eignum frá einum þjóð- félagshópi til annars. Almenningi ofbýður þetta órétt- læti. Skuldsett heimili, sem vilja standa í skilum, krefjast réttlætis og sanngirni í sinn garð þegar þungar fjárhagslegar byrðar leggjast á þjóð- félagið vegna efnahags- hrunsins. Að mínu mati eru bæði sterk sann- girnis- og réttlætisrök, sem mæla með því að tekist verði á við þann hluta forsendubrestsins sem löggjafinn getur tekið beint á. Leitað verði leiða til að deila áfallinu jafnt á milli lán- takenda og lánveitenda varðandi verðtryggð lán en gengisbundin lán verði látin lúta að fulln- ustu dóms Hæstaréttar. Rangar áherslur Það er athyglivert að stjórnvöld virðast oftast einblína á kostnað lána- stofnana en minna fer fyrir umræð- unni um kostnað lánþega. Því síður virðast stjórnvöld vilja horfast í augu við vaxandi kostnað þjóðarbúsins vegna vaxandi vanskila og versnandi lífsskilyrða þeirra tugþúsunda Íslend- inga sem heyja að því er virðist von- lausa baráttu við það að verja stærstu fjárfestingu lífs síns: Þakið yfir höf- uðið. Skýrsla sem forsætisráðuneytið lét Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinna um kostnað við leiðréttingu stökkbreyttra skulda heimilanna hef- ur varpað skýru ljósi á þessa stöðu. En forsætisráðherra segir að sam- kvæmt úttekt Hagfræðistofnunar muni það kosta 200 milljarða að leið- rétta höfuðstóla verðtryggðra lána þ.e. færa þá niður til þeirrar vísitölu sem var við bankahrunið 1. október 2008. Þetta er svipuð fjárhæð og verð- tryggingin hefur kostað lántakendur frá bankahruni. Staðan heldur hins vegar áfram að versna og brýnt er að grípa til aðgerða til að forða frekara tjóni. Færum höfuðstól verð- og gengistryggðra lána niður Fyrir rúmum tveimur mánuðum hélt Sjálfstæðisflokkurinn landsfund sinn. Á honum var m.a. samþykkt tímamótaályktun um fjármál heim- ilanna, sem gerði það m.a. að stefnu Sjálfstæðisflokksins að færa höf- uðstóll verð- og gengistryggðra lána niður. Það tel ég unnt að gera með eftir- farandi hætti: 1. Allar verðtryggðar peningaeignir, -innistæður, skuldabréf og lána- samningar verða færðar niður til samræmis við stöðu vísitölu neyslu- verðs til verðtryggingar í janúar 2008 ásamt sambærilegri lækkun á vöxtum óverðtryggðra peninga- eigna. a. Reikna skal frá þeim tíma að há- marki 4% verðbótaþátt til samræm- is við verðbólgumarkmið Seðla- banka Íslands. b. Reikna skal dráttarvexti á afborg- anir í vanskilum samkvæmt leið- réttingu. c. Umframgreiðslur frá 1. janúar 2008 til dags, miðað við hámark verð- bótaþáttar (sbr. lið a) skulu dregnar frá höfuðstól lánsins á greiðsludegi. d. Komist lántaki og lánveitandi að samkomulagi um nýtt óverðtryggt lán samhliða vísitöluleiðréttingum verði stimpilgjöld felld niður vegna nýs láns. e. Innleitt verði tímabundið bann við sérstökum „uppgreiðslugjöldum“. 2. Gengistryggð lán skulu færð til upphaflegrar stöðu m.v. dóm Hæstaréttar, 16. september 2010 um ólögmæti gengistengingar. a. Lán skal bera samningsvexti frá lántökudegi til 16. september 2010. Frá þeim degi skulu lán bera vexti í samræmi við fyrrgreindan dóm Hæstaréttar (lægstu vextir SÍ). b. Reikna skal dráttarvexti á afborg- anir í vanskilum samkvæmt leið- réttingu. c. Hafi átt sér stað umframgreiðslur af láni skal draga þær frá höfuðstól á greiðsludegi. d. Samhliða leiðréttingum verði öllum lánveitendum gert að bjóða upp á endurfjármögnun lána. Sú endur- fjármögnun skal vera án stimpil- og uppgreiðslugjalda. 3. Hafi leiðrétting farið fram á láni skal hún taka mið af stöðu þann 01.01 0́8 á verðtryggðum lánum, en lántökudegi vegna geng- istryggðra lána. 4. Ráðist verði í eftirfarandi aðgerðir fyrir þá sem verst eru settir, þ.e. þá er ekki rúmast innan tillagna hér að ofan. a. Fólki, sem þess óskar, verði gert mögulegt að „skila lyklum“ að eign sinni til lánastofnunar. b. Fólki verði gert kleift að óska gjaldþrots með liðsinni Umboðs- manns skuldara (US). Brýnt að bregðast við Það verður að bregðast við því staðreyndirnar blasa við. Þær að- gerðir sem stjórnvöld hafa gripið til duga ekki til lausnar á þeim meg- invanda sem við blasir. Það fjölgar á vanskilaskrá dag frá degi. Almenn skuldsetning heimila og smærri fyr- irtækja í þjóðfélaginu veldur því að þrælunum í skuldafangelsinu fjölgar ört. Í lok ársins 2010 voru 40% heim- ila landsins með neikvæða eigna- stöðu. Það samsvarar því að 60.000 íslenskar fjölskyldur skulda meir en þær eiga. Meðan ekki er tafarlaust gripið til róttækra aðgerða blasir við að eignastaðan hríðversnar, kaup- máttur dregst saman og tekjur heim- ilanna fara að byggja í auknum mæli á bótagreiðslum frá hinu opinbera. Ótækt er að una því. Það er brýnt að bregðast við. Eftir Kristján Þór Júlíusson » Það verður að bregð-ast við því stað- reyndirnar blasa við. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til duga ekki til lausnar á þeim meginvanda sem við blasir. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er alþingismaður. Niður með verðtryggðu lánin Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins í borg- arstjórn Reykjavíkur hefur valdið uppnámi í mörgum hverfum borgarinnar með vanhugsuðum og illa und- irbúnum breytingum á skólahaldi. Þegar umrædd- ar breytingar voru sam- þykktar á síðasta ári var því hátíðlega lofað af borg- arfulltrúum meirihlutans að víðtækt samráð yrði haft við nemendur, foreldra og kennara í vinnu þeirri, sem fram undan væri vegna breytinganna. Á síðustu vikum og mán- uðum hefur berlega komið í ljós að um- rædd loforð voru innantóm og merking- arlaus. Sjálfsögðum spurningum ekki svarað Á fundum stýrihópa, sem leiða eiga breytingarferlið í einstökum skólum, hafa ekki fengist svör við ýmsum mikilvægum spurningum foreldra um fyrirhugaðar breytingar eða framtíðarfyrirkomulag kennslunnar. Einföld skýring er þó til á því af hverju þeir embættismenn, sem sækja slíka fundi fyrir hönd borgarinnar, geta ekki svarað slíkum spurningum. Hún er sú að stefnumótun borgarstjórn- armeirihlutans er í molum og ekki liggur fyrir hvernig ýmsum mikilvægum úr- lausnarefnum verður ráðið til lykta. Emb- ættismenn vísa slíkum spurningum því til kjörinna fulltrúa, en þar hafa foreldrar síðan komið að tómum kofunum. Dæmi um þetta eru ótrúleg samskipti, sem foreldrar í Hamraskóla hafa átt við Oddnýju Sturludóttur, formann skóla- og frístundaráðs, að undanförnu. Þar sem fátt varð um svör hjá embættismönnum óskuðu foreldrarnir eftir skýrum svörum frá Oddnýju um flutning unglingadeildar skólans í annað hverfi, hvaða ávinningi hún myndi skila svo og um framtíð sér- deildar í skólanum. Oddný neitaði lengi vel óskum um að koma á fund í Hamra- skóla til að ræða málin en gerði foreldrum á móti það tilboð að hún væri til í að veita þremur fulltrúum þeirra áheyrn á skrif- stofu sinni í Ráðhúsinu. Foreldrar tóku ekki þessu kostaboði en héldu engu að síður fund þar sem mikil óánægja kom fram með vinnubrögð meirihlutans. Fulltrúum foreldra nóg boðið Fulltrúar meirihlutans féll- ust loks á að koma á fund með foreldrum í Hamraskóla sl. miðvikudag. Fundurinn var afar fjölmennur og þar kom skýrt fram sá vilji foreldra að þeir vilja ekki missa unglinga- deild skólans úr hverfinu. Í máli hinna fjölmörgu foreldra, sem tjáðu sig á fund- inum, komu fram miklar efasemdir um fjárhagslegan og faglegan ávinning af umræddum flutningi og mjög var kvartað yfir lélegum vinnubrögðum í málinu. Fulltrúar meirihlutans höfðu hins vegar ekkert nýtt fram að færa á fundinum og kom þar betur í ljós en áður að öll stefnu- mótun hans virðist á sandi byggð. Formenn foreldrafélaganna í Hamra- skóla og Húsaskóla hafa nú báðir sagt sig úr stýrihópi vegna umrædds flutnings unglingadeilda þar sem óskir foreldra og jafnvel fyrirspurnir eru algerlega virtar að vettugi. Þannig er samráðið í fram- kvæmd hjá borgarfulltrúum Samfylk- ingar og Besta flokksins. Óánægja foreldra í Hamrahverfi með vinnubrögð borgarstjórnarmeirihlutans er ekki einsdæmi. Í öðrum hverfum funda foreldrar og samþykkja ályktanir þar sem sleifarlagi meirihlutans er mótmælt. Einnig ríkir mikil óvissa í þeim hverfum þar sem meirihlutinn ætlaði upphaflega að knýja fram breytingar en hvarf frá þeim tímabundið sl. vor eftir mestu fjöldamótmæli foreldra vegna skólamála í borginni. Eftir Kjartan Magnússon Kjartan Magnússon » Formenn tveggja for- eldrafélaga í Grafarvogi hafa sagt sig úr stýrihópi þar sem óskir foreldra og jafnvel fyrirspurnir eru virtar að vettugi. Höfundur er borgarfulltrúi. Illa staðið að breytingum á skólahaldi í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.