Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 ljósmynd/norden.org Náttúra Áburð þarf víða að nota á landi þar sem ræktun fer fram. Matvælastofnun heldur fræðslufund um eftirlit með áburði miðvikudaginn 8. febrúar 2012 kl. 15:00 - 16:30 í um- dæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Á fræðslufundinum verður fjallað um áburðarnotkun og framkvæmd áburðareftirlits hérlendis. Rætt verð- ur um kadmíummálið svokallaða, birtingu eftirlitsniðurstaðna og nýjar reglur sem heimila birtingu nið- urstaðna áburðareftirlits þegar þær liggja fyrir. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt verður hægt að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vef Matvælastofnunar www.mast.is. Endilega… …sækið fræðslufund Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég ólst eiginlega upp í eld-húsi því bæði pabbi minnog afi eru kokkar. Pabbi,Karl Jónas Johansen, er mikill reynslubolti í þessum bransa, hann hefur verið veitingamaður víða í gegnum tíðina, í Skíðaskál- anum í Hveradölum, á Grand hóteli og fleiri stöðum. Auk þess rekur hann veisluþjónustu,“ segir Ámundi Óskar Johansen en þeir feðgarnir opnuðu veitingastað í Borgartúni 16 síðastliðinn föstudag og heitir hann einfaldlega Borgartún. „Þetta er í kálfinum svokallaða við Turninn, í húsnæðinu þar sem Eldhrímnir var áður. Við pabbi ákváðum að slá saman og prófa þetta,“ segir Ámundi sem sá um að hanna og inn- rétta staðinn og leit þar til fortíð- arinnar. „Við vildum skapa hlýlegt og notalegt andrúmsloft og gengum út frá því að reyna að blanda saman hraða nútímans, sem tengist þessu glerhýsi, við hið hæga gamla góða sem hér var á þessu svæði árið 1920. Heilu veggirnir eru svarthvítar ljós- myndir frá lífinu í þessu hverfi á þeim tíma, til dæmis er mynd frá saltfiskverkun sem var við Kirkju- sand.“ Allir réttirnir kosta það sama Við gerð matseðilsins tóku feðgarnir saman reynslu þeirra beggja í mat og settu saman rétti sem þeir hugsuðu fyrir sem fjöl- breyttastan hóp. „Allir réttirnir munu kosta það sama, 1.750 krónur, hvort sem það er humar, önd, salat, kjúklingur eða eitthvað annað. Mat- seðillinn samanstendur af tólf rétt- um og við ætlum að breyta þeim mánaðarlega, svo fólkið sem vinnur hér í hverfinu fái ekki leið á matnum okkar. Við stílum vissulega inn á allt þetta fólk sem vinnur á þessum stóru vinnustöðum hér í nágrenn- inu. Við ætlum að vera með ým- islegt fyrir starfsmannahópa, Feðgar opna saman veitingastað Feðgarnir Ámundi og Karl ákváðu að hrista saman matarreynslu sína og opna veitingastað í Borgartúni. Þar ætla þeir m.a. að búa til vísi að félagsmiðstöð fyrir fólkið sem vinnur í öllum fyrirtækjunum í Borgartúninu og matseðlinum verður breytt á mánaðarfresti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kátir feðgar Karl Jónas Johansen og Ámundi Óskar Johansen. Staðurinn Hlýlegt og notalegt andrúmsloft í bland við hraða nútímans. Sálfræði er áhugavert svið og seint er hægt að fræðast nógsamlega um hið flókna fyrirbæri sem sál okkar mannanna er. Á vefsíðunni psycho- logytoday.com má lesa ótal greinar eftir fræðinga, blogg frá leik- mönnum sem og pistla um hvaðeina sem viðkemur sálinni. Þar er heil- mikið um hamingjuna, hvernig við getum byggt okkur upp, eflt sjálfs- traust og sjálfsaga, ótal greinar um sambönd, kynlíf og annað sem veld- ur sálarflækjum. Þar eru líka áhuga- verðar greinar um bannaðar hugs- anir og hvers vegna við skömmumst okkar þegar þær koma upp í hug- ann. Þarna er grein um hvernig við getum aukið sköpunarkraft okkar með því að heilsa upp á skuggahlið- ina í okkur. Þarna er líka hægt að taka ýmis próf til að komast að því hvort við erum haldin kvíða, reiði, einbeitingarskorti o.fl. Vefsíðan www.psychologytoday.com Uss Sumar hugsanir eru bannaðri0 en aðrar hjá mannfólkinu. Bannaðar hugsanir og hamingja Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og fáðu Intiga til prufu í vikutíma Intiga eru ofurnett heyrnartæki og hönnuð með það fyrir augum að gera aðlögun að notkun heyrnartækja eins auðvelda og hægt er. Hljóðvinnslan er einstaklega mjúk og talmál verður skýrara en þú hefur áður upplifað. Með Intiga verður minna mál að heyra betur í öllum aðstæðum! *Í flokki bak við eyra heyrnartækja sem búa yfir þráðlausri tækni og hljóðstreymingu Heyrnartækni kynnir ... Minnstu heyrnartæki í heimi*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.