Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 ✝ Valgeir ÓlafurHelgason fæddist á bænum Reyni í Reyn- ishverfi 13. janúar 1937. Hann lést á heimili sínu 27. jan- úar 2012. For- eldrar hans voru Helgi Helgason, f. 30. júní 1911, d. 26. október 1985 og Jóhanna Halldórs- dóttir, f. 24. ágúst 1909, d. 15. febrúar 1969. Systkini Valgeirs eru: Halldór Hörður, f. 19. jan- úar 1930, Helgi Grétar, f. 31. janúar 1935, d. 19. september 1990, Bára, f. 17. september 1938, Sævar, f. 12. júlí 1941, d. 28. desember 2008 , Guðjón, f. 21. september 1942, Jón Bjarni, f. 18. febrúar 1949. Valgeir kvæntist 23. ágúst 1958 Guðlaugu Bergmann Júl- íusdóttur, f. 29. janúar 1936, d. 22. apríl 2010. Börn Valgeirs og Guðlaugar eru: 1) Júlíus Helgi, vík meðan þau byggðu sér hús að Reykjanesvegi 12 í Njarðvík, en þar bjuggu þau allan sinn búskap, allt til dánardags. Val- geir lærði málaraiðn frá 1955- 1959. Hann starfaði við akstur leigubifreiða frá 1961-1964 og síðan við málarastörf hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur, Varn- arliðinu og ÍAV. Valgeir kom víða við í félagsmálum. Hann var formaður byggingardeildar Iðnsveinafélags Suðurnesja og var félagi í Karlakór Keflavík- ur. Frá barnsaldri var hesta- mennska aðaláhugamál Val- geirs og var hann ávallt stórhuga á þeim vettvangi. Hann var meðal annars stofn- andi og síðar formaður Hesta- mannafélagsins Mána ásamt því að vera þar heiðursfélagi. Hann byggði sér hesthús á Mána- grund og á árunum 1995-1996 réðst hann í að byggja þar reið- höll. Valgeir sinnti hesta- mennsku allt til dánardags. Hann var einlægur verkalýðs- sinni, heill og óskiptur Alþýðu- flokksmaður alla tíð, trúr sinni stefnu og skoðunum. Útför Valgeirs verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 6. febrúar 2012 og hefst athöfnin kl. 14. f. 1957, kvæntur Ásgerði Þorgeirs- dóttur f. 1960. 2) Guðrún Bergmann. f. 1960, gift Sigfúsi Rúnari Eysteins- syni, f. 1960. 3) Jó- hanna, f. 1961, d. 5. september 2010. Eftirlifandi eig- inmaður hennar er Leifur Gunn- laugsson, f. 1958. 4) Erla, f. 1963, í sambúð með Guðna Grétarssyni, f. 1961. 5) Einar, f. 1966, kvæntur Unni Magneu Magnadóttur, f. 1968. Fósturdóttir: Susan Anna Wil- son, f. 1972. Barnabörnin eru 14 og langafabörnin 4. Valgeir ólst upp í Vík í Mýr- dal en var meira og minna í sveit á sumrin frá fjögurra ára aldri í Álftaveri. Hann fluttist 16 ára gamall til Njarðvíkur með foreldrum sínum. Þau Val- geir og Guðlaug bjuggu tíma- bundið við Hringbraut í Kefla- Elsku pabbi. Nú er komið að kveðjustund. Ekki óraði mig fyrir því fimmtu- dagskvöldið 26. janúar þegar ég sat með þér eftir afmælið hjá Tedda að þetta væri síðasta kvöldið okkar saman. Þú varst svo ánægður með þig í nýju gallabux- unum og nýju skyrtunni og hafðir orð á því hvað þú værir flottur og hvað það hefði verið gaman í af- mælinu. Það var mikið áfall að koma að þér látnum í hádeginu á föstudag. Elsku pabbi, flest öll kvöld frá því að mamma dó sátum við saman að spjalla eða horfa á sjónvarpið, mikið á ég eftir að sakna þessara stunda. Það var yndislegt að vera með þér á 75 ára afmælinu þínu. Þú sagðir að það væru ekki allir svona ríkir að eiga svona fjöldskyldu og alla þessa vini. Ferðirnar á Laugarvatn í hjól- hýsið, hestaferðirnar (Valla-ferðir voru þær kallaðar), Vík í Mýrdal á ættaróðalið. Alltaf vildurðu hafa allan hópinn þinn með þér. Alla þá ást og umhyggju sem þú gafst börnum og barnabörnunum þín- um, var alveg einstakt að sjá. Þú varst svo stoltur af barnabörun- um þínum hvort sem var í hesta- mennsku, körfubolta, fótbolta eða hvað sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Það eru ófáir körfuboltaleik- irnir sem þú vildir koma með á til að fylgjast með barnabörnunum. Hestamennskan átti hug þinn all- an. Þú varst svo ánægður þegar við vorum flest öll komin á eftir þér í hestmennskuna. Þú áttir marga góða félaga í hestamanna- félaginu sem hjálpuðu þér í gegn- ingunum eftir að mamma dó, Marra, Arnodd og Óla vil ég þakka sérstaklega fyrir þá aðstoð. Elsku pabbi, ég vil þakka þér fyrir allan þann tíma, ást og þau ár sem sem þú hefur gefið okkur og börnunum okkar. Það verður mikill söknuður og tómleiki á heimilinu núna, það fækkar um einn við matborðið á kvöldin. Ég veit að mamma og Jóhanna systir taka á móti þér. Með sökn- uði kveð ég þig, elsku pabbi minn. Erla. Elsku fósturfaðir minn, hann Valli, er látinn. Yndislegur maður, hann var mikill fjölskyldu- og hestamaður. Valli var jákvæður og lífsglaður, hann hafði sterkar skoðanir á málefnum, en þó að- allega þegar kom að tvennu, hest- um og pólitík. Hann var réttsýnn og vinamargur. Aldrei var langt í brosið og hláturinn en ánægðust- ur var hann með allt „liðið“ sitt í kringum sig á Reykjanesveginum og fáir sem komu þar inn fyrir dyr sluppu við þétt faðmlag og koss. Þetta var fjölmennt heimili en alltaf var nægt pláss fyrir vini og ættingja. Ég ólst upp hjá þeim hjónum, að mestu, sem barn og unglingur. Hef ég alltaf litið á þau sem ömmu og afa eða jafnvel aukaforeldra og þau tóku mér aldrei öðruvísi. Það að þau hafi átt fimm börn sjálf hamlaði þeim ekkert í að taka eitt aukabarn. Ásamt því að eignast þarna auka- sett af foreldrum eignaðist ég auka fjölskyldu. Margar af mínum bestu æsku- minningum eru með Valla, ömmu Löllu og fjölskyldunni í hjólhýs- inu á Laugarvatni á sumrin og svo seinna meir mörgu ferðanna sem fjölskyldan fór í Víkina, af hinum ýmsu tilefnum. Seinni árin var gott að fara suður til Njarðvíkur. Byrjaði ég oft rúntinn hjá ömmu og Valla, fékk kaffi og alltaf var eitthvað heimabakað með, svo var spjallað um heima og geima. Yf- irleitt leið ekki á löngu áður en maður hafði hitt helminginn af ættinni, því ef hægt var að ábyrgj- ast eitthvað, þá var það að á hverj- um degi kom alltaf fjölmenni á Reykjanesveginn. Eftir að amma lést þá spjöll- uðum við Valli alltaf reglulega saman þess á milli sem ég kom í heimsókn og þá sagði hann mér yfirleitt nýjustu fréttirnar af „lið- inu“, hestunum og svo brást ekki að það kæmi allavega ein frásögn af dugnaði barnabarnana eða skemmtileg saga af langafa- strákunum og þá skellihló hann yfirleitt á meðan hann sagði sög- una. Ég mun sakna þín elsku Valli, en ég hugga mig við að þú ert nú kominn til ömmu og Jóhönnu. Því ég veit að eftir að amma kvaddi eftir stutt en erfið veikindi og svo Jóhanna seinna sama ár, þá sast þú eftir með mikla sorg og sökn- uð. Þið amma voruð búin að vera gift í yfir 50 ár og þrátt fyrir að vera ólík þá voruð þið svo sam- stillt og nú eruð þið saman á ný. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Elsku Valli og amma, ég þakka fyrir allt sem þið gáfuð mér, hvílið í friði. Megi Guð styrkja okkur öll í sorginni sem eftir sitjum. Susan. Tengdafaðir minn Valgeir Ólafur Helgason, eða Valli, eins og hann var ávallt kallaður, hefur kvatt þessa jarðvist. Við hið skyndilega brotthvarf Valla er horfinn á braut sterkur einstak- lingur og við það myndast tóma- rúm sem erfitt verður að fylla. Það er sárt og erfitt að sætta sig við, og trúa því, að Valli sé horfinn okkur, fasti punkturinn í tilveru okkar. Valli var yfirleitt hrókur alls fagnaðar, sama hvar hann var, þar var gleði og stundum hávaði, sérstaklega ef rætt var um mál- efni er tengdust hestamennsku eða stjórnmálum. Stjórnmála- skoðanir Valla lágu fyrir og fór hann ekki dult með þær, hann var jafnaðarmaður, hann var krati af gamla skólanum í hjarta sínu. Ör- látur og óeigingjarn var Valli og hjálplegur með afbrigðum, eilítið þrjóskur en sanngjarn. Fyrir tæpum tveimur árum síðan lést Lalla, eiginkona Valla, eftir snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm og fimm mánuðum síðar lést Jóhanna, dóttir Valla og Löllu, eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Þessi áföll settu eðlilega mark sitt á Valla, það var eitthvað sem dó innra með honum. Hálfum mánuði fyrir andlát sitt hafði Valli haldið upp á 75 ára afmæli sitt sem verður eft- irminnilegt öllum þeim sem þar voru. Það er ánægjulegt að eiga þá kvöldstund í minningunni. Valli og tengdamóðir mín, hún Lalla, voru gæfurík í sínu einka- lífi. Þau eignuðust fimm einstak- lega mannvænleg börn. Öll auðg- uðu þau, ásamt fjölskyldum sínum, líf foreldra sinna með ræktarsemi og umhyggju. Afa- börnin og langafabörnin hændust mjög að afa sínum. Hann var þeim einstaklega ljúfur og góður og langafabörnin spyrja nú hvar langafi sé, eða „langi“ eins og sum þeirra kölluðu hann. Við sem eftir sitjum munum halda minningu Valla á lofti gagnvart þeim. Enn mun stórfjölskyldan ganga saman til kirkju. Nú til að kveðja ættföðurinn. Eftir standa systkinin fjögur, búin að missa báða foreldra sína og systur á inn- an við tveimur árum. Ég vil þakka tengdaföður mín- um fyrir góð kynni og hjálpsemi um leið og ég bið algóðan Guð að veita eftirlifandi börnum, afa- börnunum og langafabörnum styrk, þeirra missir er gríðarleg- ur. Það er mikil gæfa fyrir und- irritaðan að hafa átt Valla að sam- ferðarmanni og bakhjarli í þrjá áratugi. Nú hefur Valli hitt Löllu sína og Jóhönnu, elskulega dóttur sína, aftur. Sjáumst síðar, elsku Valli minn. Sigfús Rúnar Eysteinsson. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast manni eins og Valgeiri tengdaföður mínum eða Valla eins og hann var ávallt kall- aður. Fráfall hans kom okkur í opna skjöldu. Þegar við kvödd- umst að kveldi þá óraði okkur ekki fyrir því að hann mundi ekki vakna aftur eftir að hafa lagst til hvílu. Það er á stundum sem þess- um sem manni verður litið til baka og eftir standa hugljúfar og góðar minningar um einstaklega góðan tengdaföður. Valli tók mér vel frá okkar fyrstu kynnum. Hann var ekki bara tengdafaðir minn heldur góður félagi sem gaman var að vera með og ræða málin við. Þeg- ar ég kynntist manninum mínum, Júlíusi Valgeirssyni, kom ég á heimili þeirra Valla og Löllu, en Lalla lést í apríl 2010 og Jóhanna dóttir þeirra stuttu síðar. Að missa eiginkonu og dóttur með stuttu millibili reyndi mikið á tengdaföður minn en hann hélt ótrauður áfram og var okkur hin- um hvatning og stoð í þeim erf- iðleikum. Hann kveinkaði sér aldrei, það var ekki hans stíll heldur naut þess að vera með fólkinu sína og njóta líðandi stundar. Tengdafaðir minn var einstak- lega hlýr maður og glaðsinna sem lét sér annt um fjölskylduna sína. Hann var stoltur af sínu fólki og fylgdist vel með því sem það hafði fyrir stafni. „Þetta er bara ynd- islegt,“ sagði hann oft þegar fjöl- skyldan kom saman og gerði sér glaðan dag. Nú síðast kom fjöl- skyldan saman þegar boðið var til afmælisveislu í tilefni af 75 ára af- mælinu hans 13. janúar sl. Í minn- ingunni verður þetta ógleyman- legur dagur fyrir okkur öll. Valli var mikill sveitamaður í sér, var meira og minna í sveit frá fjögurra ára aldri að Mýrum í Álftaveri. Til að fá útrás fyrir sveitamanninn var hann með hesta, var hestamaður af lífi og sál. Hann var stórhuga stundum, eins og þegar hann byggði reið- höllina á Mánagrund. Þó svo að hann hafi ekki haft heilsu til að fara á hestbak í þónokkurn tíma, þá var það hans líf og yndi að vera í kringum hestana og þann fé- lagsskap sem þar var. Í hestaferð- um/sleppitúrum var hann hrókur alls fagnaðar og var sjálfskipaður rekstrarstjóri. Þær ferðir voru toppurinn á hestamennskunni hjá öllum í fjölskyldunni enda hefur hann náð að smita stóran hluta af fjölskyldunni af hestamennsku. Miðlaði hann af reynslu sinni og þekkingu til yngri kynslóða. Í Vík í Mýrdal hafði hann ásamt systkinum sínum og þeirra fjölskyldum endurbyggt æsku- heimilið, Sælund. Þangað fannst Valla gott að koma og undi sér þar vel. Dvaldi hann þar á hverju sumri um lengri eða skemmri tíma með Löllu sinni, systkinum eða öðrum úr fjölskyldunni. Oft voru farnar ferðir um nágrennið eða ekið enn lengra að Klaustri til góðra vina. Að leiðarlokum kveð ég kæran tengdaföður minn með virðingu og þakklæti fyrir einstaka um- hyggju sem hann sýndi mér og minni fjölskyldu alla tíð. Ég bið góðan Guð að blessa og styrkja okkur öll. Ásgerður Þorgeirsdóttir. Nú þegar tengdafaðir minn, Valgeir Ólafur Helgason, er fall- inn frá er mér hugsað aftur til þeirra stunda sem ég og fjöl- skylda mín áttum með honum. Síðustu tvö ár hafa sett mikinn svip á líf okkar beggja og sérstak- lega árið 2010. Þá misstir þú konu þína hana Löllu og ég missti dótt- ur þína hana Jóhönnu, þetta var okkur báðum mikið áfall. Ég veit að þú saknaðir þeirra beggja mik- ið og ég er viss um að þær hafa tekið á móti þér opnum örmum báðar og fagnandi. Ég á ekkert nema þakklæti til þín Valli minn. Þú tókst mér vel frá upphafi kynna okkar og reyndist mér vel í alla staði og á milli ríkti mikið traust. Þegar ég hugsa til baka minnist ég sérstak- lega hvað þú gast alltaf gefið mik- ið af þér. Eitt var glaðværð sem þú áttir nóg af eins og sannaðist vel þegar við héldum uppá 75 ára afmælið þitt fyrir stuttu síðan, þá varst þú á heimavelli innan um ættingja og vini sem fögnuðu með þér á þessum tímamótum í lífi þínu. Eitt sem einkenndi þig var að þú fórst ávallt þína leið eins og all- ir sem kynntust þér þekkja. Í póli- tíkinni varst þú á þeim slóðum sem þú tileinkaðir þér ungur og hélst fast í stefnuna hvað sem gekk á. Stórhuga varst þú alla tíð þó svo við værum nú ekki öll alltaf sammála áformum þínum. En fyrst og fremst varst þú fjöl- skyldumaður sem hélt vel utan um sinn hóp sem og vinahópurinn var stór. En nú þegar við kveðjumst vil ég þakka þér þau rúmlega 30 ára kynni í bæði gleði og sorg. Leifur Gunnlaugsson. Mikið rosalega var gaman hjá okkur föstudaginn 13. janúar síð- astliðinn þegar við héldum upp á 75 ára afmælið þitt, elsku afi. Þar söfnuðust saman þínir bestu vinir og fjölskyldan til þess að gleðjast með þér á þessum merku tíma- mótum. Engum datt í hug að þetta yrði þitt síðasta afmæli. All- ir sem þarna mættu komu, því þú snertir líf þeirra á svo margvísleg- an hátt og þú skemmtir þér kon- unglega. Þessi dagur verður lengi í minnum hafður. Það má segja að orð mín til þín úr pontu í þínu síðasta afmæli hafi verið þakklætisræða mín til þín fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskylduna í gegn- um árin, þú varst tilbúin að gera allt fyrir okkur. Þannig varst þú alltaf tilbúinn að sækja okkur frændurna til að við kæmumst upp í hesthús, jafnvel oft á dag og í hvernig veðri sem var. Á Reykjanesveginum tókstu alltaf vel á móti okkur hvort sem það var í heitan mat í hádeginu þegar amma lifði eða í skyr með rjóman- um þínum eftir að hún kvaddi okkur fyrir tæpum tveimur árum. Margir af mínum skemmtileg- ustu tímum tengi ég við hesta og það er allt þér að þakka. Bara það að vera með þér uppi í hesthúsi var nóg fyrir mig, að fá að vera á hestunum þínum voru forréttindi. Ég lít á þig sem frumkvöðul í hestamennsku hér á Suðurnesj- um, það að hrista reiðhöll fram úr erminni er ekki á hvers manns færi og við töluðum oft um það hversu leiður þú varst yfir því hvernig komið er fyrir henni. Hvað ætli það hafi verið teymt undir mörgum leik- og grunn- skólabörnum hér í bæ fyrir til- stuðlan þína? Sleppitúrarnir þínir austur fyr- ir fjall eru ógleymanlegir. Þar átt- ir þú næstum annað hvert hross í stóðinu þar sem meðal annars var staðið í tamningum. Vinir þínir og kunningjar úr hestamannafélag- inu Mána stóðu í röðum eftir plássi í þessa árlegu ferð þar sem þú naust stuðnings Jóhönnu þinn- ar og Erlu við skipulagninguna. Ótrúlega skemmtilegar ferðir í frábærum félagsskap. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá honum Patreki okkar. Honum fannst fátt skemmtilegra en að koma til þín upp í hesthús eða á Reykjanesveginn, hann talar um þig og hestana þína heilu og hálfu dagana. Það er erfitt fyrir hann að skilja að hann muni ekki sjá þig aftur. Ég mun aldrei gleyma því þeg- ar ég sá þig ganga upp tröppurn- ar í afmælinu hjá Tedda kvöldið áður en þú kvaddir okkur. Það geislaði af þér og ég man það svo skýrt þegar ég hugsaði með mér að þú litir alveg extra vel út þetta kvöldið. Ég kveð þig, afi minn, með sorg í hjarta en er um leið afar stoltur af því að hafa átt þig sem afa. Þú ert fyrirmynd mín í svo mörgu og mun Patrekur okkar fá að heyra margar góðar sögur af þér og ömmu. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Atli Geir, Gígja og Patrekur. Elsku Valgeir afi, nú þegar komið er að kveðjustund streyma fram minningar um allan þann góða tíma sem þú gafst mér, þess- ir tímar eru mér ómetanlegir. Al- veg frá því að ég var smábarn gafstu þér tíma til að vera með mér og hinum barnabörnunum, enda elskuðum við þig og dáðum. Maður sá alltaf hversu stoltur og hamingjusamur þú varst þegar fjölskyldan var saman komin, í sleppitúrunum, fjölskylduboðum, eða bara í hádegismat hjá ykkur ömmu. Fyrir allan þennan frá- bæra tíma vil ég þakka þér, afi minn, ég vissi alltaf hvað ég átti og mun aldrei gleyma þér. Með ást og söknuði, Róbert Þór. Erfitt er það að skrifa kveðju til þín, afi minn og þá sérstaklega þegar örfáar línur verða að duga. Ég var alltaf mikill afastrákur og þegar ég var yngri þurfti að gera sveig á leið framhjá húsinu á Reykjanesveginum þegar halda átti annað en til afa og ömmu. Þegar árin liðu fór ég að koma með þér út í hesthús og hesta- bakterían blossaði upp, hesta- mennskan var þín ástríða til síð- asta dags. Ég hef alltaf verið stoltur af því að vera nafni þinn, að fá að kynnast þér og vera vinur þinn. Mér þótti alltaf vænt um hversu fljótur þú varst að hafa samband við mig þegar eitthvað þurfti að bardúsa. Þegar þér fannst vera of langt síðan við heyrðumst síðast þá hringdir þú til þess að spjalla og endaðir á því að segja hvað það hefði verið gam- an að heyra í mér, svo þakkaðir þú alltaf fyrir daginn, sama hversu lítið var gert. Ég reyni að halda aftur af tárunum sem minnir mig á það hversu traustur þú varst þegar amma og Jóhanna kvöddu okkur. Þeir sem virkilega þekktu þig fundu samt sem áður hvað þú misstir mikið. Ég á eftir að sakna þín. Brosið hýra og dillandi hlát- urinn verður alltaf í huga mér. Ég man eftir síðasta skiptinu sem við töluðum saman, það var kvöldið áður en þú kvaddir þennan heim, ég ætla að kveðja þig, afi, með síð- ustu orðunum sem þú sagðir við mig: Þakka þér fyrir, væni. Valgeir Ólafur Sigfússon. Elsku afi Valli. Það er óskilj- anlegt að þú sért farinn frá okkur, það er erfitt að kveðja þig núna og við eigum eftir að sakna þín ótrú- lega mikið. Ekki grunaði okkur að síðasta samvera okkar væri í 25 ára afmæli Tedda, kvöldið áður en þú kvaddir. Þar varst þú hrókur alls fagnaðar, glaður og áttum við yndislega kvöldstund saman. Það er ómetanlegt að hafa átt með þér þessa stund. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri afa. Margar eru minn- Valgeir Ólafur Helgason HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn. Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Þú varst minn besti vinur og sorgin á mér dynur. Ég vona að við eigum endurfund, þó ekki sé nema í nokkra stund. Aldrei mun ég gleyma þér, þá átt alltaf stað í hjarta mér. En ósk mín er sú að betri stað þú sért á nú. Þú ert stærsta fyrirmyndin mín, afi, mikið sakna ég þín. (E.S.) Elísabet Sigríður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.