Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 –– Meira fyrir lesendur : NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 20. febrúar Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni með sérlega glæsilegri umfjöllun um mat, vín og veitingastaði föstudaginn 24. febrúar. Food and Fun verður haldin í Reykjavík 29. febrúar - 4. mars Food and Fun hefur fyrir löngu unnið sér sess sem kærkominn sælkeraviðburður í skammdeginu. Líkt og fyrr koma erlendir listakokkar til landsins og matreiða úr íslensku hráefni glæsilega rétti á völdum veitingastöðum. Með hátíðinni er stefnt að því að kynna gæði íslenskra matvæla og veitinga- mennsku sem gerir íslenskan mat jafn ferskan og bragðmikinn og raunin er. Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í dag, 6. febrúar, í fimmta sinn frá því að til hans var stofnað árið 2008. Leik- skólar um allt land halda upp á daginn með fjöl- breyti-legum hætti að vanda og bjóða aðstand- endur leikskólabarna, sveitarstjórnarfólk og aðra áhugasama um leik- skólastarfið velkomna. Leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið í skólakerfinu skv. lögum og er Ísland eina landið sem hefur veitt leikskólastiginu slíkan sess í skólakerfinu með jafn afgerandi hætti. Á undanförnum áratugum hef- ur staða leikskólans sem þýðingar- mikillar mennta- og uppeldisstofnunar í samfélaginu styrkst jafnt og þétt. Lög og námskrár um leikskóla hafa verið skrifaðar til að tryggja leik- skólabörnum sem best náms- og upp- eldisskilyrði, menntun starfsfólks færð á háskólastig og faglegar kröfur til starfs leikskóla hafa aukist. Dvalartími barna á leikskóla er mis- jafnlega langur. Skólaskýrsla Sam- bands íslenskra sveitarfélaga 2011 sýnir að undanfarin þrettán ár hefur dagleg viðvera barna á leikskóla lengst mjög mikið og stöðugt fleiri börn dvelja í 7-8 klukkustundir eða meira á leikskóla á degi hverjum. Þannig dvöldu 43% leikskólabarna í 7-8 klukkustundir eða lengur árið 1998 en 89% árið 2010. Þá er aukning í ásókn í þjónustu leikskóla, en árið 1998 sóttu 69% barna á aldrinum 1-5 ára leikskóla en það hlutfall er komið upp í 82% árið 2010. Aldurssamsetn- ing leikskólabarna hefur breyst þann- ig að fleiri börn tveggja ára og yngri dvelja nú á leikskólum en áður. Þessar tölulegu staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að leikskól- inn gegnir stöðugt stærra hlutverki í uppeldi og kennslu yngstu kynslóð- arinnar. Mikill meirihluti barna ver daglega meiri tíma með starfsfólki leikskóla en með foreldrum eða öðrum uppalendum. Ábyrgð leikskólanna er því mikil og áríðandi að þar starfi gott og velmenntað starfsfólk því börnin eru framtíðin. Það er því afar gleðilegt að sjá hversu ánægðir foreldrar eru með starf- semi leikskólanna í landinu en mörg sveit- arfélög framkvæma reglulega viðhorfsk- annanir meðal foreldra. 90-95% foreldra lýsa yf- ir ánægju sinni með þjónustu leikskólanna. Sveitarfélögin geta ver- ið stolt af slíkum nið- urstöðum. Alltaf má þó gera betur og mik- ilvægt er að sveitarfélögin og aðrir rekstraraðilar leikskóla hugi vel að umhverfi barnanna og öryggi þeirra í því vinnuumhverfi sem þeim er búið. Á grundvelli laga um leikskóla frá 2008 hefur sambandið átt samstarf við mennta- og menningarmálaráðu- neytið um útgáfu öryggishandbókar fyrir leik- og grunnskóla. Leitað var sérfræðiráðgjafar Herdísar Storgaard við þá vinnu sem nú er á lokastigi. Án efa er unnt að bæta ýmis atriði í ör- yggismálum leikskóla án mikils til- kostnaðar, þótt sveitarfélögin haldi mörg að sér höndum varðandi stærri og kostnaðarsamari framkvæmdir í ríkjandi árferði. Samband íslenskra sveitarfélaga tekur nú þátt í stefnumótunarvinnu til að finna leiðir til þess að efla leik- skólana, m.a. með því að auka áhuga á leikskólakennaranámi og jafna hlutfall karla og kvenna sem starfa á leik- skólum. Það er áhyggjuefni að nýnem- um í leikskólakennaranámi hefur fækkað um 40% frá árinu 2007 og er m.a. þörf á að kanna hvort lög sem samþykkt voru árið 2008 um lengingu kennaranáms hafi aukið á þetta vandamál. Í aðdraganda þeirrar laga- setningar taldi sambandið ástæðu til þess að opna í ríkara mæli fyrir raun- færnimat við inntöku í leikskólakenn- aranámið og auka einnig möguleika ófaglærðs starfsfólks með langa og góða starfsreynslu til þess að sækja sér styttri, hagnýta menntun sem gæfi tiltekin starfsréttindi. Full ástæða er samt til þess að vekja athygli framhaldsskólanema og atvinnuleitenda á því að leikskóla- kennaramenntun er afar hagnýtt nám sem veitir lögvarin starfsréttindi og atvinnumöguleikar eru mjög góðir að námi loknu. Sérstaklega vil ég hvetja unga karlmenn til þess að íhuga þenn- an valkost þegar þeir velja sér há- skólanám. Reynslan sýnir að ungir menn sem koma til starfa í leikskóla meðfram námi í framhaldsskóla eru líklegir til þess að sækja sér leikskóla- kennaramenntun eftir jákvæða upp- lifun af leikskólastarfinu. Sveitar- félögin ættu því að kynna leikskólastarfið betur fyrir bæði pilt- um og stúlkum, hvetja leikskólastjóra til þess að ráða karlmenn til starfa og bjóða upp á kynningu í grunn- og framhaldsskólum, t.a.m. í tengslum við starfsfræðslu og starfskynningar í efstu bekkjum grunnskóla. Ég vil að lokum hvetja alla sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt, til að halda degi leik- skólans á lofti. Látum dag leikskólans verða okkur hvatningu til að kynna okkur það mikilvæga starf sem þar fer fram. Leikskólar gegna stöðugt stærra hlutverki í uppeldi og kennslu Eftir Halldór Halldórsson » Þá er aukning í ásókn í þjónustu leikskóla, en árið 1998 sóttu 69% barna á aldr- inum 1-5 ára leikskóla en það hlutfall er komið upp í 82% árið 2010 Halldór Halldórsson Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Svo nefnist bók sem kom út í sumar. Þar er fjallað ítarlega um einn ljótasta glæp sem til er í okkar samfélagi, – kynferð- isbrot gegn börnum. Þetta er þverfaglegt rit samið af þeim sem starfs síns vegna koma að þessum mál- um: Lögregla, lög- menn, dómarar, læknar, hjúkr- unarfræðingar, sálfræðingar, félagsfræðingar og afbrotafræð- ingar hafa sett bókina saman. Ný- lega var haldin hér ráðstefna um kynferðisbrot og þar kom fram í máli innanríkisráðherra að kyn- ferðisofbeldi væri ein stærsta ógn við líf og heilsu barna og kvenna á Íslandi í dag. Þessir glæpir og af- leiðingar þeirra íþyngja þolendum, einkanlega ef þeir leita sér ekki hjálpar. Á síðustu öld var helst ekki tal- að um sifjaspell eða kynferðisbrot gegn börnum, oftast nær stúlkum. Yfir þeim hvíldi þagnarhula sem forðast var að rjúfa. Tilkoma Stígamóta breytti miklu og rauf þessa bannhelgi. Þangað leita nú marg- ar konur sem hafa orðið fyrir áföllum í æsku, – oft áratugum síðar. Þeim hefur skil- ist að þögnin færir þeim einungis meiri vanlíðan og að hjá Stígamótum er fengist við afleiðingar hlut- anna en ekki endilega hvernig þeir gerðust. Aukin umræða hefur sýnt fólki fram á að óhugnað kynferðisofbeldis gegn börnum er hvarvetna að finna og hann er oft nær en það grunar. Jafnvel undir eigin þaki. Lengi hafa þolendur sifjaspella borið harm sinn í hljóði. Dætur sem sæta nauðgunum feðra sinna, systur sem eiga bræður sem níð- ast á þeim og svo eru stjúpfeður, frændur, afar og öll sú flóra sem hægt er að hugsa sér. Sekt- arkennd þolandans er oft mikil og kemur í veg fyrir að hann segi frá. Stundum reynir gerandinn að gera þolandann háðan sér með gjöfum, jafnvel peningum og þá finnst þol- andanum að hann hafi samþykkt óhæfuverkin fyrst hann veitti þeim viðtöku. Svo er ekki því afbrotið er alltaf á ábyrgð gerandans en ekki þess sem fyrir því verður. „Já, en ég lét þetta gerast,“ sagði kona sem ítrekað sætti nauðgunum föður síns þegar hún var barn og unglingur. Þar með fannst henni hún vera samsek. Hann beitti hana yfirleitt ekki lík- amlegu ofbeldi, honum dugðu for- tölur. Hún var barnið hans, hann hafði valdið yfir henni og notfærði sér það. Það er mikill misskiln- ingur að nauðgun sé alltaf framin með líkamlegu ofbeldi. Nauðgun er að þvinga einhvern til kynlífs sem vill það ekki en getur ekki komist undan. Það hefur sýnt sig að kynferð- isbrot gegn börnum skapa alvar- legan heilsufarsvanda í þjóðfélag- inu ekkert síður en áfengi og fíkniefni. Þessir viðbjóðslegu glæpir marka djúp spor í sálarlíf þeirra sem fyrir þeim verða. Eng- inn verður samur á eftir en það er aldrei of seint að leita sér hjálpar. Góðar fréttir af þessum vettvangi er nýtilkomin 25 milljóna króna fjárveiting ríkisins til forvarna í kynferðisbrotamálum. Reyndar ótrúlegt að það skyldi ekki gerast fyrr. Ofbeldið þrífst í skjóli þagn- arinnar. Þöggun í þessum málum er óskastaða gerendanna. Þá geta þeir haldið áfram athæfi sínu óá- reittir. Þess vegna þarf að tala um þessa glæpi. Saga Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur hefur valdið vitund- arvakningu og veitt þolendum hjálp og von. Samtökin Blátt áfram, Stígamót og Drekaslóð hafa unnið kraftaverk í forvörnum og í aðstoð við þolendur. Þeir sem þangað leita hafa áttað sig á að saga þeirra er ekki einsdæmi held- ur sameiginleg reynsla mikils fjölda sem stendur uppi sterkari eftir að hafa unnið í sínum málum. Hinn launhelgi glæpur Eftir Jón M. Ívarsson Jón M. Ívarsson » Það hefur sýnt sig að kynferðisbrot gegn börnum skapa alvar- legan heilsufarsvanda í þjóðfélaginu ekkert síð- ur en áfengi og fíkniefni. Höfundur er sagnfræðingur. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einn- ig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið- urinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.