Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012
✝ Guðlaug Sig-urðardóttir
fæddist í Reykja-
vík 9. október
1941. Hún lést 25.
janúar 2012.
Foreldrar Guð-
laugar voru Sig-
urður G. Pét-
ursson, f. 20.12.
1904, d. 28.4.
1986, og Guðrún
H. Sveinsdóttir, f.
7.10. 1912, d. 11.1. 1989. Guð-
laug var elst fimm barna
þeirra hjóna en Sigurður átti
frá fyrra hjónabandi þrjá
syni, þá Halldór, Sigurð og
Bergsvein. Þeir eru allir látn-
ir. Alsystkin Guðlaugar eru
Sveinn, kona hans er Kolbrún
Oddbergsdóttir; Pétur;
Agnes, eiginmaður hennar er
Björn Birgir Björgvinsson, og
Gunnar, eiginkona hans er
Hafdís Jensdóttir.
Guðlaug eignaðist soninn
Sigurð, f. 24. des. 1960, með
Lárusi Szarvas, f. 25.2. 1936,
d. 25.2. 2001. Fyrri kona Sig-
urðar var Jóhanna Guð-
mundsdóttir og saman eiga
þau synina Sindra, f. 4.12.
1991, og Andra, f. 5.5. 1994.
Sambýliskona Sigurðar er El-
isabeth Haugem.
Guðlaug giftist Gísla Frið-
rikssyni loftskeytamanni, f.
25. maí 1938, d. 23. júlí 1987,
og áttu þau son-
inn Friðrik, f. 5.
nóv. 1964, hann
lést af slysförum
26.4. 1996. Þau
Guðlaug og Gísli
slitu samvistum.
Seinni maður
Guðlaugar var
Vilhjálmur Jón-
son. Þau skildu.
Guðlaug lauk
gagnfræðaprófi
frá Flensborgarskólanum í
Hafnarfirði. Hún stundaði
ýmis verslunar- og skrif-
stofustörf, m.a. hjá Sýslu-
manninum í Hafnarfirði og í
mörg ár hjá Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar. Hún starfaði á
skrifstofu Lyfjaverslunar rík-
isins og um margra ára skeið
á skrifstofu Starfsmanna-
félags ríkisstofnana, SFR.
Guðlaug hafði mikinn áhuga
á félagsmálum og lét víða til
sín taka, m.a. í jafnrétt-
ismálum, og nú síðast starfaði
hún fyrir 60+ í Hafnarfirði
og var undir það síðasta for-
maður þess félags. Hún var
vakin og sofin yfir baráttu-
málum sínum og jafn-
aðarstefnunnar allt til hinstu
stundar.
Útför Guðlaugar verður
gerð frá Hafnarfjarðarkirkju
í dag, 6. febrúar 2012, og
hefst athöfnin kl. 13.
Andlát Guðlaugar, systur okk-
ar og mágkonu, kom ekki á óvart.
Hún hafði barist við illvígan sjúk-
dóm um nokkurra ára skeið en
hún tókst á við þá baráttu af
þeirri reisn og þeim dugnaði sem
hún var þekkt fyrir allt sitt líf.
Guðlaug eða Lulla eins og hún
var kölluð var hávaxin og glæsi-
leg kona og bar sig alltaf mjög vel
hvar sem hún kom. Hún var
sannur vinur vina sinna og mátti
ekkert aumt sjá. Hún var jafn-
aðarmaður í húð og hár og tók
alla sína ævi þátt í pólitísku starfi
í sinni heimabyggð. Hún hafði
brennandi áhuga á málefnum
samfélagsins og lagði þar sitt af
mörkum, hún studdi sitt mál góð-
um rökum en forðaðist um leið öll
stóryrði.
Það var alltaf gaman að fá
Lullu í heimsókn. Það var aldrei
lognmolla í kringum hana. Sest
var við eldhúsborðið, hellt upp á
könnuna og málin síðan rædd
fram og til baka. Um pólitík, um
gamlan tíma, raunar um allt milli
himins og jarðar og ekki síst um
bækur. Lulla var mikill lestrar-
hestur og fylgdist vel með því,
sem var efst á baugi í íslenskum
bókmenntum og jafnvel norræn-
um líka. Mjög sjaldan var komið
að tómum kofanum hjá henni
varðandi nýútkomnar bækur en
nú síðast var hún að lesa norskan
höfund, sem var í miklu uppá-
haldi hjá henni.
Lulla missti yngri son sinn,
Friðrik, í hörmulegu slysi árið
1996. Þau mæðginin voru mjög
náin og var ótímabært andlát
Friðriks henni mjög erfitt. Eldri
sonur hennar, Sigurður, var
henni mikill gleðigjafi alla tíð og
synir hans, þeir Sindri og Andri,
áttu hauk í horni hjá ömmu Lullu.
Hún var ákaflega stolt af strák-
unum sínum.
Það er margs að minnast en
þessi fátæklegu orð eru fyrst og
fremst lítill þakklætisvottur. Við
trúum því, sem segir í Sólarljóð-
um, að við munum hittast aftur á
„feginsdegi fira“. Þá verður sko
hellt upp á könnuna og málin
rædd af sama kappi og fyrr.
Sveinn, Agnes, Gunnar
og fjölskyldur.
Lulla systir var mér mikill
kennari, ég lærði af henni að sjá
aðalatriði mála á líðandi stundu
og láta hismið kyrrt liggja. Hún
var rökföst, þekkti málefnin vel
sem um var rætt, fullyrti aldrei
um mál sem hún þekkti ekki eins
og títt er um marga. Henni var
það köllun að tala máli þeirra sem
minna mega sín í þjóðfélaginu,
lagðist á sveif með réttindum
verkalýðsins, réttindum opin-
berra starfsmanna og réttindum
kvenna.
Hræsni sérhagsmunaaflanna
og yfirgangur varð til þess að hún
tók afstöðu með þeim flokki sem
komst næst því að elska náung-
ann og vann sem slík.
Lulla bjó yfir miklum sjálf-
stæðum persónuleika og stóð á
sannfæringu sinni, þroskinn var
augljós.
Lulla, þakka þér fyrir allar
þroskastundirnar.
Við sjáumst.
Pétur Sigurðsson.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Okkur er ljúft og skylt að
minnast frænku okkar Guðlaug-
ar. Sumt fólk stendur manni svo
nærri og er orðið svo sjálfsagður
hluti af lífi manns, að það tekur
mann sárt þegar á svipstundu allt
er breytt og hverfur á braut.
Lulla hefur barist við illvígan
sjúkdóm í mörg ár sem hún tók á
af einstöku æðruleysi og hug-
rekki. Hún var alla tíð mjög fé-
lagslynd og virk í félagsmálum.
Fyrir nokkrum árum stofnuðum
við frænkuklúbb sem við höfðum
mikla ánægju og gleði af. Lulla
var mjög vel lesin og var gaman
að hlusta á hana segja frá. Lulla
eignaðist tvo drengi, Sigurð og
Friðrik. Var það henni mikið áfall
að missa Friðrik sem lést af slys-
förum. Barnabörnin eru tveir
drengir sem gáfu henni mikla
gleði.
Systkinin sýndu henni mikla
umhyggju í veikindunum en þó er
hlutur Agnesar og syninum Sig-
urði þeirra mestur og er sú um-
hyggja og ástúð er þau sýndu ein-
stök.
Við söknum frænku okkar
sárt. Það hljóta allir að gera sem
hana þekktu.
Með þessum fáu orðum biðjum
við algóðan Guð að styrkja ykkur.
Rut, Áslaug og Steinunn.
Okkur langar til að kveðja
Lullu frænku með nokkrum fal-
legum orðum. Við minnumst
hennar með mikilli hlýju og sökn-
uði, það sitja margar fallegar og
góðar minningar eftir sem við
munum varðveita vel. Það voru
ófáar stundirnar sem við áttum
með henni við eldhúsborðið
heima í Svöluásnum. Lulla var
vel lesin og miðlaði visku sinni til
okkar systkinanna, og var óspör
á að leiðbeina okkur í námi og
starfi. Lulla dvaldi alltaf hjá okk-
ur á aðfangadag og það má með
sanni segja að næstu jól verða
mun fátæklegri í hugum okkar.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Arnar Freyr, Sigrún Sif
og Jón Björgvin.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Okkur langar að minnast Lullu
vinkonu sem nú er farin fyrst
okkar. Við erum búnar að vera
tengdar vináttuböndum frá ung-
lingsárunum. Vorum skólasystur
frá Flensborgarskóla og í sauma-
klúbbi saman í rúm 50 ár.
Margs er að minnast á svo
löngum tíma. Lulla var einstak-
lega vel gerð og mikill jafnrétt-
issinni og vakti okkur til umhugs-
unar um margt vegna sterkra
skoðana sinna.
Við þökkum Lullu fyrir sam-
fylgdina og vottum fjölskyldu
hennar innilegustu samúð okkar.
Ingibjörg Böðvarsdóttir
(Bibba), Björk Guðjónsdóttir,
Guðrún Madsen, Inga María
Eyjólfsdóttir (Inga Maja),
Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Jónína Ólafsdóttir (Nína),
og Svanhvít Magnúsdóttir
(Svana).
Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Það streyma tár niður kinnar
mínar og sorgin er svo djúp í sál
minni. Hún Lulla mín er fallin
frá. Það er þriðja kæra vinkonan
sem á stuttum tíma hefur fallið
fyrir þessum illvíga krabba. Þann
6. jan. sl. kvaddi ég Deddý vin-
konu. Við Lulla vorum þar saman
og þrátt fyrir að hún væri mikið
veik ríghélt hún í lífið og hélt
reisn sinni fram í andlátið. Hún
barðist lengi og hetjulega af
æðruleysi. Það vissu sjálfsagt
ekki margir hversu veik hún var
undir lokin, henni var umhugað
um að lifa lífinu til fullnustu með-
an kraftar leyfðu, sem henni
tókst.
Við áttum saman margar góð-
ar stundir í gegnum árin þar sem
oft var mikið spjallað og hlegið.
Lulla var í eðli sínu baráttukona
og stóð fast á sínu og rækti skyld-
ur sínar af samviskusemi í hverju
sem hún tók sér fyrir hendur.
Alltaf glæsilega tilhöfð, hávaxin
og tignarleg, svo eftir var tekið
hvar sem hún kom. Trygglynd og
greind, með breitt áhugasvið sem
leiddi okkur víða í sameiginlegum
áhugamálum.
Félagsstörfin í grasrót Al-
þýðuflokksins var hugsjón okkar.
Þar varð til samhentur hópur
sem vann ötullega að því sem Al-
þýðuflokkurinn stóð fyrir og
seinna Samfylkingin. Síðustu ár-
in var Lulla ein af þeim sem hélt
starfsemi 60+ gangandi. Og
mætti á alla fundi, þrátt fyrir að
vera orðin mikið veik. Við munum
sakna hennar. Það hefur fækkað í
hópnum sem átt hefur margar
góðar stundir saman.
Í snjó og roki þann 18. jan. sl.
áttum við Lulla yndislega stund
saman, á heimili Ernu Fríðu vin-
konu okkar, sem verður okkur
ógleymanleg. Nutum veitinga og
yljuðum okkur við gamlar minn-
ingar og góðar stundir sem við
höfum deilt saman gegnum árin.
Vissum ekki að þetta yrði okkar
síðasta samverustund.
Lulla átti tvo syni. En yngri
sonurinn Friðrik lést af slysför-
um í apríl 1996. Eldri sonurinn
Sigurður býr í Noregi ásamt
sambýliskonu sinni og sonum sín-
um, sem voru henni svo kærir.
Það er sár missir hjá þeim, sem
og systkinum hennar. Þau stóðu
alltaf þétt saman systkinin.
Að kveðjulokum eru þessi fáu
orð aðeins brot af því sem ég mun
minnast Lullu fyrir. Þú fórst bara
of fljótt elsku vinkona, við áttum
svo margt ógert, en ég er þakklát
því að hafa átt þig fyrir vinkonu.
Og minning þín lifir áfram í
hjarta mínu.
Elsku Siggi. Elisabeth, Sindri
og, Andri, bið Guð að blessa ykk-
ur, systkini hennar og fjölskyld-
ur.
Sigrún Jonný Sigurðardóttir.
Gegnumheil og hreinskiptin í
öllu, fáorð en beinskeytt þegar
hún lagði sitt til málanna, glæsi-
leg og hvers manns hugljúfi.
Þannig var hún Lulla, Guðlaug
Sigurðardóttir, sem við kveðjum
hinstu kveðju í dag.
Við vorum félagar í Alþýðu-
flokknum í Hafnarfirði. Og vinir.
Það var ekkert hálfkák þegar
Lulla var annars vegar, því stað-
festa hennar og trúnaður var
óskiptur og varanlegur. Það var
gott að eiga hana að.
Lulla var af rótgrónu og góðu
jafnaðarfólki í Hafnarfirði og hún
fetaði þá slóð óhikað. Þó ekki
þannig, að hún væri laus við
gagnrýni á gang mála hjá sam-
flokksmönnum, forystumönnum í
pólitíkinni, ef því var að skipta.
En ábendingar hennar voru æv-
inlega málefnalegar – rýni henn-
ar til gagns.
Trúnaður var hennar megin-
stef og því fékk ég svo sannarlega
að kynnast í langvarandi sam-
starfi okkar í pólitíkinni. Fyrir
það er þakkað að leiðarlokum.
Hún Lulla átti sína góðu daga
og aðra síðri í lífinu, eins og geng-
ur og gerist. Það blésu vindar og
örlögin voru henni stundum mót-
dræg. Lulla missti annan tveggja
sona sinna með sviplegum hætti
fjarri heimalandinu.
Þrátt fyrir missinn og sorgina
sem fylgdi í kjölfarið náði lífið að
brosa við henni á ný. En þá herj-
uðu veikindin á, sem bönkuðu á
dyr fyrir allnokkrum árum.Og
þrátt fyrir baráttuandann og vilj-
ann til að sigrast á krabbamein-
inu, varð eitthvað að láta undan.
Hún Lulla var ekki endilega
allra alltaf. En hún var afar trygg
þeim sem henni þótti vænt um og
því sem hún stóð fyrir. Hún var
hrein og bein, – kom til dyranna
eins og hún var klædd.
Lulla naut trausts samferða-
fólks í sínum daglegu störfum
alla tíð; hjá BSRB og ekki síður í
nefndarstörfum og öðrum fé-
lagslegum verkefnum á vettvangi
jafnaðarmanna.
Við sjáum á bak góðri og rétt-
sýnni konu og þökkum af alúð
einlæga vináttu hennar í áratugi.
Við Jóna Dóra sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur til
Guðlaug
Sigurðardóttir
ingarnar af Reykjanesveginum,
úr hestaferðum og Víkinni. Það
var alltaf svo gaman að koma til
ykkar ömmu á Reykjanesveginn,
þar var alltaf líf og fjör. Þú tókst
svo hlýlega á móti okkur og það
var svo gott að vera í kringum þig.
Þú fylgdist vel með okkur og
studdir okkur í því sem við vorum
að gera, hvort sem það var í
íþróttum eða í námi. Fjölskyldan
skipti þig miklu máli og vildir þú
helst hafa alla fjölskylduna hjá
þér. Hestamennskan var þitt líf
og yndi og smitaðir þú flest börn
þín og barnabörn af hesta-
mennsku og fengum við systurn-
ar að njóta þess.
Við héldum upp á 75 ára af-
mælið þitt 13. janúar sl. og því
munum við aldrei gleyma. Þá kom
fjölskyldan saman auk góðra vina
þinna og var haldin glæsileg
veisla sem þú varst ótrúlega
þakklátur og ánægður með.
Ef dimmir í lífi mínu um hríð
eru bros þín og hlýja svo blíð.
Og hvert sem þú ferð
og hvar sem ég verð
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig.
(Rúnar Júlíusson)
Takk fyrir allar samverustund-
irnar sem við áttum saman og allt
sem þú gerðir fyrir okkur.Við eig-
um margar góðar minningar sem
munu lifa með okkur um ókomna
tíð. Við kveðjum þig með söknuði.
Hvíl þú í friði, elsku Valli afi.
Ebba Lára, Theodór
og Guðlaug Björt.
Elsku Valgeir minn.
Ég man þegar ég kom fyrst á
Reykjanesveginn vorið 2005 eftir
að ég og nafni þinn höfðum aðeins
verið par í skamman tíma. Þú sast
á uppáhaldsstaðnum þínum fyrir
framan sjónvarpið og horfðir á
mig. „Svo þú ert Sandra,“ sagðir
þú. „Komdu nú og leyfðu mér að
kyssa þig.“ Þetta voru þín fyrstu
orð við mig sem gerðu það miklu
auðveldara fyrir 19 ára stúlku að
hitta tengdafjölskylduna í fyrsta
skipti. Eftir þetta var ég fljót að
verða náin þér og Löllu, ásamt
öðrum fjölskyldumeðlimum í
tengdafjölskyldunni. Mig hefur
alla tíð skort einn afa og eina
ömmu þar sem móðir mín missti
snemma báða foreldra sína. Þeg-
ar ég kynntist þér og Löllu fannst
mér eins og ég væri komin heim,
að þið væruð amma mín og afi
sem mig hafði alltaf vantað. Við
áttum frábærar stundir saman og
þið hjónin hafið veitt mér mikla
ást og mikla gleði. Það var þér
mjög erfitt þegar þú misstir
elskulega eiginkonu þína og dótt-
ur en þú reyndir samt sem áður
að vera stoð og stytta fyrir börn
þín og barnabörn. Það er þyngra
en tárum tekur að rita þessi orð,
því þín verður svo sárt saknað. Ég
var alltaf á leiðinni að spyrja
hvort ég mætti ekki kalla ykkur
ömmu og afa en fann aldrei rétta
tækifærið fyrr en það var orðið of
seint.
Elsku afi, ég veit að Lalla
amma og Jóhanna hafa tekið vel á
móti þér og sú tilhugsun veitir
okkur huggun í sorginni. Elsku
afi, megi Guð blessa þig og minn-
ingu þína, ég elska þig.
Þín
Sandra Mjöll.
Vegir skiptast – allt fer ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
(Einar Benediktsson)
Enn á ný hefur dregið fyrir
sólu á Reykjanesvegi 12. Í þetta
sinn var það heimilisfaðirinn Val-
geir Ó. Helgason sem lagðist til
hvílu fimmtudaginn 26. janúar,
sæll og glaður eftir góða kvöld-
stund með hluta af stórfjölskyldu
sinni, og vaknaði ei meir. Aðeins
tæpum tveimur vikum fyrr hafði
Valli, eins og hann var ávallt kall-
aður, orðið 75 ára og héldu börn
hans og fjölskyldur veglega veislu
fyrir hann af því tilefni. Sælli
mann var vart hægt að finna, inn-
an um stórfjölskyldu sína og með
góðum vinum, þar sem honum leið
alltaf allra best átti Valli stórkost-
legt kvöld. Brosið fór ekki af hon-
um næstu tvær vikurnar sem
hann átti eftir ólifaðar. Valgeir
taldi sig vera og var hinn mesti
gæfumaður, þó svo að lífið hafi
ekki alltaf farið um hann mjúkum
höndum. Guðlaug eiginkona hans
lést fyrir rétt rúmum 20 mánuð-
um og Jóhanna dóttir þeirra að-
eins 4 mánuðum síðar, blessuð sé
minning þeirra. Valgeir saknaði
þeirra beggja afar sárt. Sjálfur
hafði Valli orðið fyrir áfalli fyrir
einum 6-8 árum en aldrei heyrði
maður hann kvarta, það var þó
helst við það sem hann saknaði
einna mest, að komast ekki á
hestbak eftir að hann veiktist, en
hann var mikill hestamaður alla
sína ævi. Átti hann alltaf nokkra
hesta (aldrei nein ákveðin tala yfir
það!) og sinnti hann þeim fram á
síðasta dag, bæði fyrir sig og aðra.
Það góða í hverri manneskju
kemst misvel til skila en aldrei
heyrði maður Valla hallmæla
nokkrum manni, hann sá alltaf
það góða í öllum. Elskulegu systk-
in, Júlíus, Guðrún, Erla, Einar,
tengdabörn, barnabörn og þeirra
fjölskyldur, við Óli og fjölskylda
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð að
vera með ykkur og styrkja á þess-
ari sorgarstund. Minningin um
góðan mann mun lifa og ylja ykk-
ur í framtíðinni. Að leiðarlokum
þökkum við samfylgdina, elsku
Valgeir, og biðjum Guð að vera
með þér. Hvíl í friði.
Svanlaug og Ólafur.
Valgeir Ólafur
Helgason
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Neðst á for-
síðu mbl.is má finna upplýsingar
um innsendingarmáta og skila-
frest. Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf
greinin að hafa borist á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skila-
frests.
Lengd | Hámarkslengd minn-
ingargreina er 3.000 slög.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær
útförin fer fram. Þar mega einn-
ig koma fram upplýsingar um
foreldra, systkini, maka og börn,
svo og æviferil. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín undir grein-
unum.
Minningargreinar