Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 21
Sigurðar sonar hennar og fjöl- skyldu hans, systkina og annarra ættingja og vina og biðjum þess að minning um góða konu mildi sára sorg. Blessuð sé minning Guðlaugar Sigurðardóttur. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Guðmundur Árni Stefánsson. Guðlaug Sigurðardóttir vann lengi hjá Lyfjaverslun ríkisins og varð fljótlega trúnaðarmaður þar. Hófust þar með afskipti hennar af félagsmálum á vett- vangi Starfsmannafélags ríkis- stofnana og þar tókust með okk- ur kynni. Hún var trúnaðar- maður þegar Lyfjaverslunin var seld (eða öllu heldur gefin gæð- ingum) og stóð sig mjög vel í sviptingunum sem því máli fylgdu. Enda hefur komið á dag- inn að salan á þeirri eign ríkisins var illa grundað óheillaspor. Veturinn 1990 tók nokkur hóp- ur félagsmanna SFR sig saman og bauð fram lista gegn sitjandi stjórn og var Guðlaug í þeim hópi. Við vorum með kosninga- skrifstofu í litlu húsi á bak við Stjörnubíó og áttum þar margar góðar stundir. Við höfðum betur í kosningunum og var undirrituð þá kjörin formaður SFR. Í fram- haldinu kom Guðlaug til starfa á skrifstofu félagsins. Hún var dugleg og vinnusöm, vel skipu- lögð og glaðlynd og afar gott að vinna með henni. Henni fannst allir þeir sem leituðu til SFR eiga rétt á að fá sanngjarna og góða afgreiðslu. Það var oft líflegt á vinnustaðnum. Flugu þá stund- um pólitískar hnútur og gat orðið stutt í Guðlaugu ef henni þótti hallað um of á flokkinn sinn, en mér sýndi hún alltaf umhyggju og virðingu þótt skoðanir okkar féllu ekki alltaf saman. Hún var góður vinnufélagi og góður vinur. Vinátta Guðlaugar var gulls ígildi. Guðlaug var krati af „gamla skólanum,“ í bestu merkingu þeirra orða, var raunar ekki alltaf ánægð með flokksforustuna en flíkaði því ekki, enda full hollustu í garð flokksins. Hún hafði mikla réttlætiskennd, bar virðingu fyr- ir fólki og vildi að allir fengju sinn sanngjarna skerf af lífsins gæð- um. Guðlaug var mikill Hafnfirð- ingur, átti þar sínar rætur og átti þar lengst af heima en nokkur ár dvaldi hún raunar erlendis. Síð- ustu árin bjó hún í nýlegu hverfi við Skipalón, sunnanvert við gamla bæinn og var því í seiling- arfjarlægð við æskuslóðirnar. Guðlaug var glæsileg kona, há- vaxin og samsvaraði sér vel, með mikið ljóst hár, hafði skemmti- legan hlátur. Hún eignaðist tvo syni en varð fyrir mikilli sorg þegar Friðrik sonur hennar lést af slysförum. Hún var mikil bar- áttukona jafnt í pólitík og einka- lífi og sást það vel þegar hún veiktist af krabbameini, en hún barðist gegn sjúkdómnum lengur en við var búist. Í þessu veikinda- ferli öllu bar hún jafnan höfuðið hátt og kom fram með reisn. Guðlaug var bókmenntalega sinnuð og las mikið. Ég tel mig mikinn lestrarhest en hún var oftast búin að lesa nýju bækurn- ar á undan mér. Einnig málaði hún í frístundum og kunni vel að meta góða tónlist. Að mínu mati var hún heimskona og hefði sómt sér hvar sem var í veröldinni til að vinna að réttlæti í þessum heimi. Hún er vel kvödd með þessum glaðlegu ljóðlínum Páls Ólafssonar: Sólskríkjan mín situr þarna á sama steini og hlær við sínum hjartans vini, honum Páli Ólafssyni. Vil ég að lokum þakka henni fyrir þann tíma sem við áttum saman og vottum við Jón að- standendum hennar samúð okk- ar. Sigríður Kristinsdóttir, fyrrverandi formaður SFR. Í öllum félagsskap kynnist maður fólki, sumum miklu betur en öðrum. Sumum sem maður man miklu betur eftir en öðrum, því þeir færðu manni svo margt. Þeim sem hafa tengst Alþýðu- flokknum og síðar Samfylking- unni í Hafnarfirði líkaði öllum vel við Lullu, Guðlaugu Sigurðar- dóttur, sem nú hefur kvatt okkur hinsta sinni. Lulla var ein af þeim forystu- konum jafnaðarmannahreyfing- arinnar sem ávallt var tilbúin til verka, hvernig sem á stóð. Hún var til í að leiða áfram verkefni en einnig að standa til hliðar og hvetja aðra áfram. Í Alþýðu- flokknum, Kvenfélagi Alþýðu- flokksins og Samfylkingunni eignaðist hún fjölmarga vini og kunningja og var Lulla ein af þeim sem studdu heilshugar sameiningu ellefu flokksfélaga í Hafnarfirði undir merkjum Sam- fylkingarinnar 1999. Það var mér sem fyrsta formanni félagsins gott að eiga Lullu að og þegar landsflokkurinn stóð að stofnun aðildarhreyfingarinnar 60+ var Lulla þar á meðal og gegndi þar forystuhlutverki fram til hins síð- asta. Átök geta oft skapast í kring um prófkjör, þá er hvatning og hjálp dýrmæt frá góðu fólki. Á þeim stundum var gott að eiga Lullu að, hafa hana á meðal stuðningsaðila og finna að sér- hver dagur býður upp á marg- breytileg verkefni. Fyrir það vil ég þakka sérstaklega, enn og aft- ur. En það var ekki einungis í störfum sínum í stjórnmálahreyf- ingunni sem Lulla var vel liðin. Hún var einfaldlega ein af þeim sem öllum líkaði við. Var við- ræðugóð og hafði góða nærveru. Söknuður okkar sem sjáum á eft- ir góðum félaga og vin er mikill. Um leið og ég sendi ástvinum og ættingjum hennar hugheilar samúðarkveðjur þá minnist ég Guðlaugar Sigurðardóttur með þakklæti og kærleik, en með henni er gengin ein af þeim vönd- uðustu konum sem ég hef kynnst. Rósadreifingunni höldum við öll áfram á himnum. Gunnar Svavarsson. Guðlaug Sigurðardóttir, kvödd í bili. Nú er glatt við dauðans dyr, drottinn faðminn býður. Örlög ráða, enginn spyr, hver örlagastakkinn sníður. Minning lýsir mæt og hlý, merlar sálar vanga. Yndisleg og öll var hlý ævi þinnar ganga. Hugrökk varst í stjórnar stól, stýrðir, leystir vanda. Það var eins og sumarsól sæist til beggja handa. Þar sem þú, svo traust og trú, tjáðir hugsun þína. Klökk í lundu kveðjum nú, kærleiks blysin skína. Vitum öll, þú gengur greitt, til Guðs, á vinafundinn. Þakklát erum, hjartað heitt, hugurinn við þig bundinn. Ljósbjört minning lifir þín, ljúfsár sorgartárin. Eins og perla skartar, skín, skreytir liðnu árin. Loga kyndlar, lýsa veg, lifir hugsjón fögur. Yrkir mynd þín yndisleg, ævintýr og sögur. Með þér bæði skynja og skil, skaparans veldi og hlýju. Heilmikið ég hlakka til er hittumst við að nýju. (H.Z.) Ásthildur og Hörður. Í dag kveðjum við góðan félaga okkar í Samfylkingunni, Guð- laugu Sigurðardóttur. Guðlaug var einn þessara tryggu, virku flokksfélaga sem stjórnmálastarf á allt sitt undir. Einlægur jafn- aðarmaður og ávallt reiðubúin að leggja hönd á plóg, hvort sem var í stjórnum eða í þeim fjölda verk- efna sem þurfti að vinna hverju sinni. Hún var í áratugi virkur fé- lagi í Alþýðuflokknum og síðan Samfylkingunni og studdi hún stofnun hennar heilshugar. Þeg- ar hún lést var hún formaður í samtökum eldri borgara Sam- fylkingarinnar, 60 plús, í Hafn- arfirði. Hún tókst á við erfiðan sjúkdóm, en lét það ekki aftra sér og mætti á sinn síðasta flokks- fund fyrir réttum tveimur vikum. Ég þakka Guðlaugu okkar sameiginlegu vegferð, og hennar framlag til að ná markmiðum okkar um réttlátt og betra sam- félag fyrir alla. Ástvinum hennar sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur okkar í Samfylkingunni. Jóhanna Sigurðardóttir. Hlustaðu á ljósið sem logar kyrrlátt í brjóstinu hvernig sem viðrar. Rödd þess er mjúklega björt og bylgjast um þig í mildri þögn. (Njörður P. Njarðvík) Minningarnar um Guðlaugu eru hlýjar og bjartar. Ég er þakklátur fyrir einstaka vináttu og tryggð. Guðlaug var heil- steypt manneskja, glaðvær bar- áttukona, sönn og góð. Fjöl- skyldu hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þorleifur Óskarsson. Fallin er frá, langt fyrir aldur fram, heiðurskonan Guðlaug Sig- urðardóttir. Ég kynntist Guð- laugu, eða Lullu eins og hún var jafnan kölluð, fyrir nokkrum ár- um í gegnum starf okkar beggja í Samfylkingunni í Hafnarfirði. Þau kynni voru góð og jákvæð frá fyrsta degi og þróuðust upp í að verða góður vinskapur. Lulla var einstök kona. Hún var jafnaðarmaður eins og þeir gerast bestir og traustastir, með ríka réttlætiskennd og skýra sýn á það hvernig samfélagið á að vera. Alltaf og alls staðar þar sem jafnaðarmenn í Hafnarfirði komu saman til að vinna málstað sínum framgang, þar var Lulla. Ekki til að ota sér, heldur til að tryggja að allt gengi sem best. Lulla sótti ekki í vegtyllur eða völd. Fjarri því. Hún var aftur á móti vel til forystu fallin og henni voru oft falin mikilvæg og vandasöm verkefni. Undanfarið var hún til dæmis í forystu fyrir öflug sam- tök eldri jafnaðarmanna í Hafn- arfirði – 60+. Því starfi, ásamt setu í stjórn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, gegndi hún af alúð og miklum dugnaði til síðasta dags þrátt fyrir erfið veikindi. Þó svo samræður okkar sner- ust oftast um stjórnmál, þá rædd- um við líka oft um bókmenntir. Lulla hafði mikið yndi af bók- lestri og við höfðum svipaðan smekk. Hún var prýðilega vel rit- fær og það kæmi mér ekki á óvart þótt einhvers staðar í skúffu leyndust óbirt handrit sem ekki hafa komið fyrir almenningssjón- ir – vegna hógværðar Lullu. Það er skarð fyrir skildi hjá hafnfirskum jafnaðarmönnum, nú þegar Lullu nýtur ekki lengur við. Við kveðjum glæsilega, greinda og réttsýna konu – en umfram allt góðan félaga og vin. Við erum fátækari vegna þess að hún er ekki lengur með okkur, en ég trúi því að við séum ríkari og betri manneskjur fyrir það að hafa fengið að kynnast Lullu og viðhorfum hennar. Fyrir hönd bæjarmálahóps Samfylkingar- innar í Hafnarfirði þakka ég sam- fylgdina og votta ættingjum og vinum samúð. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Árið 1990 urðu miklar svipt- ingar í starfi SFR stéttarfélags. Þá var kosin ný stjórn fyrir félag- ið eftir snarpa kosningabaráttu sem Guðlaug Sigurðardóttir tók virkan þátt í, enda vön mann- eskja bæði úr bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði og einnig á landsvísu. Eftir þessi átök var ég ráðinn framkvæmdastjóri hjá SFR en Guðlaug hafði þá verið ráðin til félagsins nokkru áður. Þar hófust kynni okkar fyrir alvöru, en við unnum saman næstu 16 ár á skrifstofu félagsins. Þá dró Guð- laug sig í hlé en ég er þar ennþá, en nú sem formaður félagsins. Þessi fyrstu ár okkar hjá SFR voru afar skemmtileg og lær- dómsrík. Það var oft mikill erill og í þá daga vorum við einungis þrír starfsmenn ásamt formanni. Samstarfið var gott og ef fram- kvæmdastjóri getur kosið sér hinn fullkomna starfsmann, þá hafði ég hann í Guðlaugu. Hún var hamhleypa til verka. Það var alveg sama hvað hún tók að sér að gera, hún leysti það hratt og vel. Mér fannst birtingarmynd þessa mikla krafts og orku koma skemmtilega fram í göngulagi Guðlaugar, en það var svona einu stigi ofar hefðbundnu göngulagi með gusti. Áhugi hennar og samkennd lá alfarið með þeim sem minna máttu sín og hinu vinnandi fólki. Þetta kom berlega í ljós í störfum hennar fyrir stéttarfélagið en einnig í gífurlegum áhuga hennar á pólitík. Hún var sannur eðalk- rati sem fylgdi Alþýðuflokknum í blíðu og stríðu og síðar Samfylk- ingunni. Nokkrar af okkar skemmtilegustu stundum voru þegar við ræddum pólitík, sem gerðist ekki svo sjaldan í eldhús- inu í BSRB húsinu. Það var erfitt að fá Guðlaugu til að viðurkenna að „kratarnir“ hefðu ekki alltaf rétt fyrir sér. Hún var óþreytandi að verja þá og boða fagnaðarer- indið. Hægt var að ganga að því gefnu að ef mann langaði í smá pólitískan slag, þá var sagt eitt- hvað miður gott um kratana og leikurinn var hafinn. Allir vissu að ekki leiddist henni þetta. Hún elskaði slaginn. Eftir að hún lét af störfum hjá SFR fylgdist hún vel með störf- um verkalýðshreyfingarinnar og veitti okkur aðhald. Hún var ekk- ert að skafa utan af því þegar kom að verkalýðs- og þjóðfélags- málum. Í viðtali við hana í SFR- blaðinu 2006 komst hún svo að orði: „Mér finnst að verkalýðs- hreyfingin verði að taka sig á, hún verður að vakna til lífsins í nafni réttlætisins. Gróðaöflin eru farin að teygja arma sína inn á æ fleiri svið. Það má ekki hleypa þeim lengra en orðið er. Við verð- um að standa vörð um íslenskt velferðarsamfélag á þeim grund- velli að velferð sé skýlaus mann- réttindi allra, að allir eigi sinn óskoraða rétt en fari ekki að skynja sig sem einhverja þurfa- linga í samfélagi hinna sterku.“ Síðustu árin kom Guðlaug oft við hjá okkur á skrifstofunni og var með okkur á sameiginlegum samverustundum starfsmanna félagsins. Í mínum huga er ein af alþýðuhetjum Íslands fallin frá, langt um aldur fram. Við hjá SFR vottum fjölskyldu Guðlaugar okkar dýpstu samúð um leið og við kveðjum góða vinkonu og fé- laga í baráttunni. Árni St. Jónsson formaður SFR. Guðlaug Sigurðardóttir lést 25. janúar eftir langvarandi veik- indi og baráttu við sjúkdóm sinn krabbamein. Síðastliðin 6-7 ár barðist„Lulla“ eins og hún var kölluð af vinum sínum við sjúk- dóminn. Það var vissulega aðdá- unarvert að fylgjast með hvernig hún tókst á við hinn illvíga sjúk- dóm og vissulega lærdómsríkt. Alltaf vildi þessi yndislega kona vera með í öllu félagsstarfi í póli- tíkinni, þar sem hún var sannur jafnaðarmaður. Það munaði sko mikið um hennar framlag sér- staklega þegar nálgaðist prófkjör og eða kosningar, þá var Lulla í essinu sínu. Margar stundirnar sátum við saman og hringdum og hringdum í kosningabæra Hafn- firðinga, þá var einnig oft mikil gleði í gangi, spáð í spilin og svo framvegis. En eftir sitjum við sem störfuðum með Lullu í stjórn 60+ Hafnarfirði með sorg í brjóstum okkar, og verðum að starfa í hennar anda í framtíð- inni. En þar var hún formaður síðustu ár og gegndi því starfi af miklum krafti, dugnaði og sóma, sló aldrei af, þó baráttan við sjúk- dóminn væri ávallt til staðar. Við sem eftir sitjum í stjórn 60+ Hafnarfirði syrgjum yndislega konu sem vann frábært starf fyr- ir Samfylkinguna, hún var sann- ur og einlægur jafnaðarmaður. Minning þín lifir, hafðu þökk fyrir allt og allt. Innilegar sam- úðarkveðjur til allra aðstandenda Guðlaugar Sigurðardóttur. F. h. stjórnar 60+ Hafnarfirði, Jón Kr. Óskarsson gjaldkeri. Fimmtudaginn 26. janúar fengum við þær sorglegu fréttir að félagi okkar í Samfylkingunni, Guðlaug Sigurðardóttir, betur þekkt sem Lulla í okkar röðum, hefði látist þá um nóttina. Það væri ofsögum sagt að andláts- fregnin hafi komið okkur á óvart því undanfarin misseri hafði krabbameinið tekið sinn toll hjá Lullu. Engu að síður héldu flestir að hún væri ekki jafn veik og hún var. En eljusemi hennar var því- lík, að okkur skorti orð til að lýsa aðdáun á orku hennar og ósér- hlífni þrátt fyrir veikindin. Lulla, var glæsileg kona, sem hafði góða nærveru og mikla út- geislun, enda á hún marga vini í okkar hópi og teljum við undirrit- uð okkur lánsöm að hafa kynnst hennar mannkostum og átt henn- ar vináttu. Hún hefur kennt okk- ur margt, sem við búum að. Lulla var sannur jafnaðarmað- ur og tók virkan þátt í stjórn- málastörfum. Hún fylgdi Sam- fylkingunni af alhug frá stofnun. Hún lá aldrei á liði sínu þegar kom að vinnu í kringum kosning- ar og önnur verkefni. Að galdra fram nokkrar hnallþórur í kosn- ingakaffi var lítið mál, taka að sér úthringingar var jafnvel enn minna mál. Það var sama hvað það var, Lulla leysti allt sam- viskusamlega af hendi, trygg og trú í öllu sem hún tók að sér. Lulla sat í stjórn Samfylking- arinnar í Hafnarfirði sem gjald- keri og var okkur borgið með hana í því embætti. Þegar hún lést var hún formaður í stjórn Samfylkingarinnar 60+ og vara- maður í Fræðsluráði Hafnar- fjarðar. Hún lét það ekki aftra sér þrátt fyrir erfið veikindi að mæta á jólafundinn okkar í Samfylking- unni í Hafnarfirði í desember. Hélt þar hvetjandi opnunarræðu geislandi af jólaanda með sínum myndugleika og þokka. Það er ekki lengra síðan en 16. janúar sem Lulla mætti á bæjarmála- ráðsfund og var þá greinilegt að af henni var dregið, en hún hélt ótrauð áfram ákveðin í að berjast til síðasta dags. Þannig var hún baráttukona eins og sönnum jafnaðarmanni sæmir. Við sjáum á eftir frábær- um félaga, hennar skarð verður vandfyllt en við yljum okkur við minningu um góða, skemmtilega og trygga konu og þökkum af al- hug störf hennar í þágu Samfylk- ingarinnar og góð kynni. Um leið sendum við fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Lullu. Fyrir hönd Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Hörður og Helena Mjöll. Það var eins og reiðarslag að fá simtalið um að þú værir farin í ferðina löngu, Lulla mín, hélt þú myndir sigra einu sinni enn. Ég þakka þér allar þær sam- verustundir sem við höfum átt í gegn um tíðina og öll þau frá- bæru störf sem þú hefur unnið með mér og fyrir mig í hinum ýmsu nefndum og félögum, hjá Bandalagi kvenna Hafnarfirði, orlofsnefndinni en þar störfuðum við lengi saman og hjá Samfylk- ingunni, þar sem þú varst algjör klettur. Ég veit að við félagskonur í Kvenfélagi Hafnarfjarðarkirkju eigum eftir að sakna þín og starfskrafta þinna, sem við höf- um notið í nokkur ár og þökkum við fyrir þann tíma og að fá að kynnast þér. Elsku Agnes, Biggi, Pétur, Kolla, Svenni og fjölskyldan litla og aðrir aðstandendur og vinir, við sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum glæsilega og ógleymanlega konu, sem við ósk- um með trega góðrar ferðar í framandi ferð. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Takk fyrir að vera þú sjálf, Lulla mín, takk fyrir allt. Kristín Gunnbjörnsdóttir. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2012 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi KRISTINN FINNSSON frá Þverdal, síðast til heimili á Akranesi lést á Dvalarheimilinu Höfða föstudaginn 3. febrúar síðast liðinn. Sigurbjörg Kristínardóttir, Guðlaug Kristinsdóttir, Sigurður Ólafsson, Finndís Kristinsdóttir, Mikael Appelgren, og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, HAUKUR ÞORVALDSSON Oconomowoc, Wisconsin, USA lést á heimili sínu síðastliðinn föstudag. Minningarathöfn auglýst síðar. Lori A. Fleming, Hreiðar Hauksson, Þorvaldur Aðalsteinn Hauksson, Maríanna Sól Hauksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.